Morgunblaðið - 10.08.2007, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á UNDANFÖRNUM misserum
hefur erlendum ríkisborgurum far-
ið fjölgandi á félagssvæði stétt-
arfélaganna í Þingeyjarsýslum sem
er í takt við þróunina sem verið hef-
ur víðast hvar á Ís-
landi, ekki síst eftir
opnunina 1. maí 2006.
Þá samþykkti Alþingi
að heimila frjálsa för
launafólks frá nýjum
aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins. Þrátt
fyrir að full ástæða sé
til að gagnrýna stjórn-
völd harðlega fyrir
það hvernig staðið var
að opnuninni verður
það ekki gert í þessari
grein. Þess í stað ætla
ég að fjalla aðeins um
það hvernig Verka-
lýðsfélag Húsavíkur og nágrennis
hefur tekið á þessari þróun og gera
jafnframt grein fyrir sýn félagsins
sem miðar að því að taka vel á móti
innflytjendum og hjálpa þeim að
aðlagast samfélaginu. Í því sam-
bandi hefur félagið sett af stað sér-
stakt verkefni um aðlögun innflytj-
enda með stuðningi frá
sveitarfélaginu Norðurþingi. Þá er
ekki síður mikilvægt að við Íslend-
ingar lærum inn á þeirra menning-
arheim.
Landnemaskóli
Félagið hefur í samstarfi við
Þekkingarsetur Þingeyinga staðið
fyrir íslenskunámskeiðum og Land-
nemaskóla og fór kennslan fram
síðasta vetur. Kennslunni verður
fram haldið í haust. Tilgangur
Landnemaskólans er að auðvelda
fólki af erlendum uppruna aðlögun
að íslenskum vinnumarkaði og sam-
félagi. Í náminu sem er 120
kennslustundir er lögð sérstök
áhersla á íslenskt talmál og nyt-
sama samfélagsfræði. Mennta-
málaráðuneytið hefur samþykkt að
meta megi námið til styttingar
náms í framhaldsskóla um 10 ein-
ingar. Ráðuneytið, fræðslusjóðir og
Fræðslumiðstöð at-
vinnulífsins hafa einn-
ig komið að þessum
verkefnum og fjár-
magnað þau að mestu.
Almenn ánægja er
meðal nýbúanna með
framtakið og hefur
mikið traust myndast
milli þeirra og félags-
ins. Innflytjendurnir
hafa jafnframt verið
mjög duglegir við að
leita eftir aðstoð og
fyrirgreiðslu hjá félag-
inu. Um er að ræða
alls konar mál sem þau
eiga erfitt með að takast á við í nýju
landi enda Ísland mjög framandi í
þeirra augum. Þeim finnst gott að
leita til skrifstofu félagsins á Húsa-
vík sem þau líta á sem sitt sendiráð.
Tímamótasamningur
við Norðurþing
Eins og fram hefur komið hefur
verkalýðsfélagið unnið markvist að
málefnum innflytjenda og sinnt
ýmsum verkefnum sem almennt
eru ekki í verkahring stéttarfélaga.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur
fylgst með þróun mála og sam-
þykkt að koma að verkefninu með
verkalýðsfélaginu sem hlotið hefur
heitið: „Samvinna og ábyrgð í mál-
efnum innflytjenda.“ Sam-
komulagið á sér ekki hliðstæður á
Íslandi og markar því ákveðin tíma-
mót. Samkomulagið tekur mið af
stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlög-
un innflytjenda og styrkir sveitar-
félagið verkefnið um 1.000.000 kr.
Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsa-
vík veitir verkefninu forystu og ber
ábyrgð á framkvæmd þess í góðu
samstarfi við Fjölskylduþjónustu
Þingeyinga. Lögð er sérstök
áhersla á samvinnu við innflytj-
endur á svæðinu um verkefnið og
framgang þess. Verkefnið sem
staðið hefur yfir frá síðustu ára-
mótum er tilraunaverkefni og skal
því lokið fyrir árslok 2007. Mark-
miðið er að efla innflytjendur í
Norðurþingi til þátttöku í atvinnu-
lífinu og samfélaginu almennt í
samræmi við stefnu ríkisstjórn-
arinnar um aðlögun innflytjenda
frá því í janúar 2007. Á verkefn-
istímanum verður jafnframt unnin
þarfagreining á málefnum innflytj-
enda í Norðurþingi sem hugmyndin
er að nota sem grundvöll fyrir
stefnumótandi ákvarðanir af hálfu
sveitarfélagsins um þjónustu við
nýbúa í framtíðinni. Hluti af fram-
angreindri þarfagreiningu er ná-
kvæm skráning á allri þjónustu við
innflytjendur og greining mála sem
upp koma. Ljóst er að verkefnið
hefur þegar skilað góðum árangri
og auðveldað innflytjendum að að-
lagast íslensku umhverfi og þátt-
töku í samfélaginu.
Samvinna og ábyrgð
í málefnum innflytjenda
Þingeyingar vinna markvisst
að málefnum innflytjenda, seg-
ir Aðalsteinn Á. Baldursson
» Félagið hefur í sam-starfi við Þekking-
arsetur Þingeyinga
staðið fyrir íslensku-
námskeiðum og Land-
nemaskóla og fór
kennslan fram sl. vetur.
Aðalsteinn Á.
Baldursson
Höfundur er form. Verkalýðsfélags
Húsavíkur og nágrennis.
BÆÐI framsóknarmenn og sjálf-
stæðismenn hafa oft reynt að eigna
sér þau félagslegu framfaramál al-
mennings sem Alþýðuflokkurinn
barðist fyrir frá stofnun, 1916, og
löngum síðan í félagi
við aðra vinstriflokka.
Oftast hefur maður
látið slíkt sem vind um
eyrun þjóta, en það
eru takmörk fyrir öllu.
Austur á Selfossi
situr nú nýbakaður
framsóknarþingmaður
sem skýrir stefnu
Framsóknarflokksins
meðal annars þannig:
„Þetta er hin alda-
gamla hugsjón þess
sem trúir með öðru á
mátt sinn og megin,
land sitt og fólk. Trúin á moldina,
firðina, dalina fremur en regluverk
úr útlendum eða himpigimpislega
frjálshygguóra.“ (Mbl. 8. ág., bls.
25)
Bjarni telur, eins og margir aðrir
framsóknarmenn, að pólitík Fram-
sóknarflokksins sé pólitík allrar
pólitíkur, rammíslensk að auki, ekk-
ert útlenskt moð. Ég man eftir að
heyra Halldór Ásgrímsson fullyrða
að samvinnustefnan væri alíslensk
stjórnmálastefna, engin útlensk
hugmyndafræði eins og sú sem aðr-
ir flokkar hefðu! En hvernig stend-
ur á því að víða í nágrannalöndum
okkar blómstrar þessi sama stefna
nú? Kooperativet heitir það á
skandinavísku og er upp runnið í
Bretlandi ef ég man rétt. Hér
hrundi samvinnuhreyfingin hins
vegar eins og spilaborg um svipað
leyti og Sovétríkin, varð þó ekki
gjaldþrota, og sniðugir náungar
gambla nú með peninga íslenskra
bænda í útlenskum frjálshyggjufyr-
irtækjum.
Nei, Bjarni minn Harðarson; ís-
lensk alþýða er ekkert öðruvísi en
önnur alþýða og vinstri
flokkarnir á Íslandi
eru framhald uppreisn-
ar alþýðunnar sem
hófst á meginlandi
Evrópu og í Englandi
á 19. öld og baráttu
hennar fyrir bættum
kjörum. Upp úr þeim
jarðavegi spratt verka-
lýðshreyfingin. Ætlar
þú að afgreiða hana
sem eitthvert „reglu-
verk úr útlendum“?
Sannleikurinn um
vinstristefnuna er ein-
hvern veginn svona: Alþýðuflokk-
urinn studdi minnihlutastjórn
Framsóknarflokksins seint á þriðja
áratug síðustu aldar og gekk til
stjórnarsamstarfs við flokkinn á
fjórða áratugnum. Á þessum tíma
var komið á mikilvægustu fé-
lagslegum framfaramálum alþýðu
manna á Íslandi, vissulega í skjóli
Framsóknarflokksins, en fyrir til-
stuðlan Alþýðuflokksins.
Stærsta framfaramálið voru svo-
nefndar Alþýðutryggingar, sem út-
rýmdu loksins því niðurlægjandi fá-
tækraframfæri sem bæði
framsóknar- og íhaldsmenn töldu
lengi að væri hið eðlilega ástand.
Samstjórn Sjálfstæðisflokksins, Al-
þýðuflokksins og Sósíalistaflokksins
var mynduð 1944 með því skilyrði
alþýðuflokksmanna að hún beitti
sér fyrir endurbótum á trygg-
ingalöggjöfinni, sem Ólafur Thors
var nógu framsýnn til að sam-
þykkja. Núgildandi almannatrygg-
ingalöggjöf var samþykkt á Alþingi
1946.
Það verða væntanlega einhverjir
sagnfræðingar til þess að andmæla
þessari furðulegu grein Bjarna og
ég gat ekki orða bundist vegna þess
að ég hef undanfarin ár rannsakað
einn anga þessa máls og gefið út um
hann bókarkorn.
En ég held að framsóknarmenn
ættu að hafa hægt um sig, sleikja
sárin og reyna að bræða það með
sér hvernig þeir geta unnið landi
sínu og fólki, moldinni, fjörðunum
og dölunum mest gagn í framtíð-
inni. Ég get aðeins bent þeim á að
það gera þeir ekki með því að
standa fyrir stórfelldustu nátt-
úruspjöllum allra tíma.
Hins vegar er ég sammála Bjarna
um frjálshyggjuhimpigimpin og ég
stend með honum í baráttunni fyrir
endurreisn Þingeyinga.
Af íslenskum og útlenskum
stjórnmálastefnum
Þorgrímur Gestsson er lítt sam-
mála framsóknarstefnu Bjarna
Harðarsonar
» Framsóknarmennættu að hafa hægt
um sig, sleikja sárin og
reyna að bræða það með
sér hvernig þeir geta
unnið landi sínu og fólki,
moldinni, fjörðunum og
dölunum mest gagn …
Þorgrímur Gestsson
Höfundur er blaðamaður
og rithöfundur
FORMAÐUR viðskipta- og
skattanefndar Alþingis, Pétur Blön-
dal, varpaði þeirri ótrúlegu og ótrú-
verðugu tillögu fram að hyggileg leið
væri að leggja fram tvær fjárhags-
áætlanir og ákveða svo út frá nið-
urstöðum atkvæða-
greiðslu
álagningarprósentu
útsvars í sveitarfé-
laginu. Annars vegar
varfærna áætlun og
hins vegar áætlun sem
hefði meiri útgjöld í
för með sér. Ég sé fyr-
ir mér sveitarstjórn-
armenn kynna kjós-
endum þessar tillögur
og reka áróður fyrir
þeim. Ég sé líka fyrir
mér sveitarfélög sem
nýlega hafa verið sam-
einuð þar sem e.t.v.
eru stórir byggða-
kjarnar með gömlum
dreifbýlishreppum.
Hvað með fjárlög
Alþingis? Samkvæmt
þessari hugmynda-
fræði hlýtur formað-
urinn að vilja brjóta
þau niður á kjör-
dæmavísu og leggja í
hendur kjósenda sér-
stök fjárlög fyrir Suð-
urkjördæmi eða önnur
kjördæmi, annars veg-
ar fjárlög þar sem
gætt er sérstaklega að velferð íbú-
anna, uppbyggingu samgöngu-
mannvirkja, skóla, sjúkrahúsa
o.s.frv. og hins vegar varfærin fjár-
lög þar sem kappkostað væri að eyða
sem allra minnstu og skila sem mest-
um rekstrarafgangi og miða síðan
skattheimtuprósentu tekjuskatts í
samræmi við niðurstöður atkvæða-
greiðslunnar. Það gefur auga leið að
þetta er náttúrlega algerlega út í
hött og illframkvæmanlegt. Sjálfur
hef ég tekið þátt í að leggja fram átta
fjárlagafrumvörp og átta fjárhags-
áætlanir sveitarfélaga. Þau verkefni
eru hluti af skyldum þingmanna og
sveitarstjórnarmanna meðan þeir
hafa umboð til þess og eru hluti af
hinu svokallaða fulltrúalýðræði.
Ég tel að þessi umræða sé fyrst og
fremst til þess að drepa á dreif um-
ræðunni um að sveitarfélög fái hlut-
deild í hinum svokallaða
fjármagnstekjuskatti
en sá tekjustofn skilar
ríkinu liðlega 16 millj-
örðum, þar af um 6
milljörðum héðan af
Suðurlandi. Nú er svo
komið að æ fleiri þegn-
ar þessa þjóðfélags
greiða einungis fjár-
magnstekjuskatt. Þetta
leiðir til þess að fjöl-
margir íbúar sveitarfé-
laga greiða ekki útsvar
til sveitarfélagsins sem
þeir búa í og njóta þjón-
ustu frá og vildu gjarn-
an að sveitarfélagið nyti
góðs af þessari skatt-
heimtu. Á sama hátt
hafa einkahlutafélögin
haft mikil áhrif á skatt-
tekjur sveitarfélaga.
Hinn skeleggi formaður
viðskipta- og skatta-
nefndar, sem er sann-
gjarn maður að eðl-
isfari, ætti að falla frá
þessum óraunhæfu og
furðulegu hugmyndum
um fjárhagsætlanir
sveitarfélaga – ætti
heldur að leggjast á árar með sveit-
arstjórnarmönnum og þingmönnum
og deila af sanngirni fjármagns-
tekjuskatti til sveitarfélaganna
þannig að þau geti þjónað þegnum
sínum af stolti og myndarskap.
Myndarleg og vel rekin sveitarfélög
eru stolt byggðarlaganna en til þess
að svo megi vera verða tekjustofnar
þeirra að vera öruggir og traustir.
Á hvaða vegferð er
formaður viðskipta-
og skattanefndar
Ísólfur Gylfi Pálmason furðar
sig á ótrúverðugum tillögum
Péturs Blöndal
Ísólfur Gylfi Pálmason
» Atkvæða-greiðsla
þegnanna um
fjárhagsáætl-
anir eða fjárlög
er út í hött.
Tryggja þarf
sveitarfélögum
hlutdeild í fjár-
magnstekju-
skatti.
Höfundur er sveitarstjóri.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MEÐ einföldum búnaði má minnka
eldsneytisþörf farartækja, t.d. bif-
reiða, fyrsta hugmyndin var að nota
afgasmyndun rafgeymisins sem er
vetni og nýta það sem orkugjafa í stað
þess að henda því út í loftið.
Það var gerð tilraun með þetta en
menn vildu prófa án þess að breyta
rafgeyminum og notuð var eins lítra
flaska sem geymir sem eingöngu var
notaður í framleiðslu á vetni með raf-
kerfi bílsins. Boruð voru 3 5 mm göt í
flöskuhálsinn með jöfnu millibili, í 2
göt voru settir blýpólar sem tengdir
voru inn á rafgeyminn, 3. gatið er önd-
un, síðan var slanga sett í tappann og
hann settur á og slangan tengd við
loftsíuna.
Þannig má segja að vélin bjó til sitt
eigið eldsneyti.
Það helsta sem gert var að kveikj-
unni var seinkað um 5–7% til að sam-
stilla blossatíma eldsneytis og vetnis.
Og besta útkoman var að nota litla
dælu, t.d. rúðupissdælu, til að blása
þessu inn, þá dettur manni í hug, aha:
lítil forþjappa! Þar sem loftsogið eykst
með seinkun kveikjunnar, og blása inn
líka auka lofti, að vísu vetnisblönduðu.
Með vetnisblönduðu loftinntaki
jókst afl mótorsins og við aðstæður
þar sem þurfti 70% orku mótors,
þurfti bara 40% með þessari blöndu,
vélarhitinn var lægri og að sama skapi
minnkaði náttúrulega eldsneyt-
isþörfin.
Svona ætti að virka sem viðbót með
öllu eldsneyti
Hér er einföld aðferð til að fram-
leiða vetni:
1 stk. 9 volta rafhlaða
1 stk. vatnsglas með vatni
1 stk. blý úr blýanti og brjóta það í
tvennt
50 cm bjölluvír og klippa í tvennt
Binda vírinn við bæði blýin og setja
blýið í vatnsglasið og hafa gott bil á
milli. Tengja vírendana við póla 9 volta
rafhlöðunnar.
Og sjá, bólurnar sem myndast við
blýið sem tengt er við plúshluta raf-
hlöðunnar eru vetni og við hitt blýið
myndast súrefni.
Ath.: ekki anda að sér vetnisguf-
unni.
DAVÍÐ DUNGAL,
rafiðnfræðingur.
Breyttu vélinni í bílnum
þínum í tvinnvél og
fáðu ókeypis bílstæði
Frá Davíð Dungal