Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurGuðbrands- dóttir Guðjohnsen fæddist í Reykjavík 5. desember 1912. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 1. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Elísabetar Þór- unnar Vigfúsdóttur Melsted, f. 6.5. 1885, d. 4.11. 1969 og Guðbrandar Jóns- sonar, prófessors og rithöfundar, f. 30. 9. 1888, d. 5.7. 1953. Alsystir Ragnheiðar var Kristín, f. 24.7. 1910, d. 13.5. 1936. Bræður Ragnheiðar, samfeðra, eru: Jón, dýralæknir á Selfossi, kvæntur Þórunni Einarsdóttur, Bjarni pípulagningameistari, kvæntur Guðrúnu Guðlaugu Ingv- arsdóttur, Logi hæstaréttar- lögmaður, kvæntur Kristrúnu E. Kristófersdóttur og Ingi Steinar vélvirki, kvæntur Theódóru Hilm- arsdóttur. Ragnheiður giftist 29.4. 1939 Þórði Guðjohnsen, kaupmanni á Húsavík, f. 3.8. 1901, d. 1.8. 1961. Synir þeirra eru 1) Stefán Guð- johnsen tæknifræðingur, f. 19.5. 1940, kvæntur Árnýju J. Guðjohn- sen, þau eiga tvær dætur, þæer eru: a) Þórunn Elva rafmagns- verkfræðingur, f. 29.7. 1964, gift Jóni Einarssyni, vélfræðingi og grasalækni, hún á fjögur börn, og b) Ragný Þóra lögfræðingur, f. 5.12. 1966, gift Jóhannesi Kára Kristinssyni augnlækni, þau eiga þrjú börn. 2) Eiður Guðjohnsen ensku. Það kom sér oft vel í starfi hennar seinna í lífinu. Eftir skiln- að foreldra sinna flutti hún til Ís- lands með móður sinni og systur. Á meðan móðir hennar fór til náms í hattasaumi í Kaupmanna- höfn dvaldi hún eitt ár á Húsavík hjá frænku sinni Kristínu Guð- johnsen og manni hennar Stefáni Guðjohnsen kaupmanni. Þau urðu síðar tengdaforeldrar hennar. Eftir að Ragnheiður giftist og flutti til Húsavíkur söng hún með kirkjukórnum, eignaðist góða vini og sagði oft síðar að hún hefði átt sín bestu ár á Húsavík. Þórunn móðir hennar dvaldi á heimili þeirra Þórðar alla tíð og fylgdust þær mæðgur að þar til Þórunn lést árið 1969. Ragnheiður og Þórður voru afar gestrisin og áttu fallegt heimili á Húsavík. Eftir lát Þórðar flutti Ragnheiður til Reykjavíkur ásamt yngsta syni sínum og móður. Hún starfaði fyrst í skóverslun í Austurstræti en síðan í 18 ár á Hótel Sögu. Fyrst hjá hótelinu í verslun fyrir gesti hótelsins, en síðar hjá Rammagerðinni. Ragnheiður giftist hinn 7. júlí 1979, Leifi Guðmundssyni, for- stjóra Mjólkurfélags Reykjavíkur, f. 30.5. 1910, d. 25.5. 1986. Ragnheiður var félagi í Odd- fellowreglunni, í Rb. stúkunni nr. 1, Bergþóru, frá árinu 1964, í Fé- lagi þingeyskra kvenna og í Inner Wheel, félagi fyrir eiginkonur, dætur og tengdadætur Rotary- manna. Ragnheiður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. múrarameistari, f. 22.10. 1941, kvæntur Arnrúnu Sigfúsdótt- ur, þau eiga fögur börn, þau eru a) Arn- ór, knattspyrnumað- ur og umboðsmaður, f. 30.7. 1961, kvænt- ur Önnu Borg sjúkraþjálfara, þau eiga tvo syni. Arnór á Eið Smára með fyrri konu sinni, Ólöfu Einarsdóttur. b) Ragnheiður lyfja- tæknir, f. 20.1. 1963, gift Kevin Haukssyni, þau eiga þrjú börn. c) Sigríður Matthildur snyrtifræðingur, f. 19.6. 1965, gift Björgvini I. Ormarssyni iðnfræð- ingi, þau eiga þrjár dætur. Sigríð- ur á Ásgeir Arnór með Stefáni M. Stefánssyni. d) Þóra Kristín fata- hönnuður, f. 3.8. 1967, gift And- rew Mitchell tölvufræðingi, þau eiga tvö börn. 3) Guðbrandur Þór Guðjohnsen, f. 5.12. 1950, var kvæntur Sigrúnu Viggósdóttur. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Vilborg lyfjafræðingur, f. 4.1. 1971, hún á þrjú börn. b) Þórður Viggó stúdent, f. 6.6. 1981, c) Jón Þór stúdent, f. 18.3. 1983. Guð- brandur á Ingibjörgu Maríu, f. 30.5. 1970, gift Patrick Gouesbier, þau eiga þrjú börn. Móðir hennar er Sigríður Ólafsdóttir. Ragnheiður bjó í Kaupmanna- höfn með foreldrum sínum fyrstu æviárin og gekk þar í katólskan nunnuskóla. Einnig dvaldi fjöl- skyldan eitt ár í Berlín. Hún talaði dönsku alla ævi eins og innfædd og átti auðvelt með þýsku og Elsku mamma mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Mig tók það sárt að hafa ekki ver- ið hjá þér síðustu stundirnar, þú varst orðin svo þreytt og náðir ekki alveg að bíða eftir mér. Mér þótti svo innilega vænt um þig. Ég á eftir að sakna þín mikið, en þú lifir í afkomendum þínum, sem þú varst svo stolt af. Mamma mín, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allt. Eiður. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. (V.R.) Tengdamóðir mín Ragnheiður eða Ragný eins og hún hét meðal fjölskyldu og vina lést hinn 1. ágúst sl. Þegar móðir hennar Þórunn gekk með hana las hún bókina „Á Guðs vegum“ eftir norska skáldið Bjørnstjerne Bjørnson. Móðirin vildi skíra hana Ragný eftir sögu- hetju bókarinnar en föðurafanum Jóni Þorkelssyni fannst nafnið ekki nógu íslenskt og þess vegna var hún skírð Ragnheiður sem var móður- nafn hans. Ég hét henni því að ef við Stefán létum heita í höfuðið á henni þá yrði það Ragný. Okkur tókst að gefa henni nöfnu í afmælisgjöf 5. desem- ber 1966. Ragný var afar sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Það lýsir henni vel að þegar elsti sonur hennar var í Menntaskólan- um á Akureyri 1956 og hún frétti til Húsavíkur að hann væri farinn að líta á stúlku þá gerði hún sérð ferð til Akureyrar og kallaði 15 ára stúlkuna heim til frænku sinnar til þess að líta hana augum og meta. Sennilega stóðst undirrituð prófið því síðan hef ég tilheyrt fjölskyldu hennar. Tengdafaðir minn lenti í alvar- legu bílslysi og andaðist 1. ágúst 1961. Það er einkennileg tilviljun að þau Ragný og Þórður létust bæði 1. ágúst. Persónulega tel ég það ekki tilviljun. Ragný var vel gefin og afar hæfileikarík. Hún var alltaf vel klædd og lagði mikla áherslu á framkomu og þó að ævin yrði löng og ýmislegt gleymdist þá mundi hún perlufestina og eyrnalokkana til síð- ustu stundar. Þess vegna var svo gaman að gleðja hana með slíkum hlutum og nýjum fötum. Hún lifði tímana tvenna, fyrri heimsstyrjöldina í Þýskalandi, skilnað foreldra sinna og einkasyst- ir hennar lést ung. Þetta varð henni erfitt og setti ör á sál hennar en þrátt fyrir allt var hún alltaf hún sjálf. Hún naut þess sem lífið bauð henni upp á og tókst á við erfiðleik- ana sem á vegi hennar urðu. Allt sem lét að hannyrðum lék í höndum hennar og þegar hún var orðin 80 ára var hún enn að sauma á sig föt sem vöktu athygli. Hún elskaði að ferðast og fór margar ferðir til útlanda. Fyrir okk- ur Stefán er ógleymanleg síðasta ferðin á 85 ára afmælinu hennar. Við fórum til London. Farið var í leikhús og veitingastaði en verslun- arferðir urðu að hefjast kl. 10 að morgni. Ragný átti afar auðvelt með að setja saman vísur við öll tækifæri. Það er okkur öllum minnisstætt að á 90 ára afmælinu hennar hélt hún frábæra ræðu, þá síðustu sem hún flutti. Hún var stolt af sínu fólki og vildi hag þeirra sem mestan. Það sem hún kenndi okkur var að gefast aldrei upp. Amma Ragný eins og afkomend- ur hennar kölluðu hana var og verð- ur okkur ógleymanleg. Hún mun lifa í minningu okkar um ókomna tíð. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ fyr- ir einstaka umönnun og kærleika við hana og okkur. Elsku Ragný mín, einlægar þakk- ir fyrir samfylgdina. Guð vaki yfir þér. Þín tengdadóttir, Árný. Tengdamóðir mín kvaddi þennan heim hinn 1. ágúst sl. sátt við Guð og menn. Í 46 ár höfum við átt sam- fylgd svo það er margs að minnast og verður einkennilegt að reikna ekki með ömmu Ragný, eins og við kölluðum hana, í fjölskyldusamkom- unum eða að skreppa ekki til hennar framar. Hún þurfti að reyna ýmislegt á sinni löngu ævi en alltaf stóð hún keik og gafst aldrei upp. Það er eitt af mörgu sem við getum lært af henni. Heimilið hennar var yndislega fallegt og hún var gestrisin og myndarleg við það sem hún tók sér fyrir hendur, var fróð og vel lesin og það var ekki komið að tómum kof- unum hjá henni ef maður þurfti svar við ýmsum spurningum, t.d. var hún mjög ættfróð. Amma Ragný var dama, alltaf vel klædd og hugguleg. Hún var orðin mjög veik og mikið af henni dregið þegar hún sagði mér að ég væri í fal- legum buxum, það var eitt það síð- asta sem hún sagði við mig, bless- unin. Síðustu árin bjó hún á Hjúkrun- arheimilinu Skógarbæ við góða umönnun starfsfólksins þar og hafi þau öll kæra þökk fyrir. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þökk og bið guð að blessa minningu hennar. Arnrún S. Sigfúsdóttir. Það er ekki auðvelt að stinga nið- ur penna og finna réttu orðin til að minnast og kveðja svo mikinn kven- skörung sem tengdamóðir mín fyrr- verandi var. Okkar samband var ná- ið og með árunum þróaðist það smátt og smátt upp í góða vináttu. Það er margs að minnast þegar treginn tekur völd. Þá ryðjast minn- ingarnar fram og standa manni ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Eins og þegar fjölskyldan kom saman á fallega og tignarlega heimilinu hennar „tengdó“ eins og við tengda- dæturnar þrjár kölluðum hana okk- ar á milli. Ég lærði marga góða siði og hefðir í húsi „tengdó“ sem bæði ég og börnin mín munum ætíð búa að og varðveita. Einnig var hún svo vel að sér í mörgu. Það var ótrúlegt hvað hún var ættfróð og náði sá áhugi hennar langt út fyrir land- steinana. Konungsborið fólk var henni ákaflega hugleikið og var un- un að hlusta á þegar hún hófst á flug í þeirri grein – betri en nokkur sögukennari – hún sagði svo skemmtilega og lifandi frá af fljúg- andi mælsku. Reyndar var hún mælandi á dönsku jafnt á við ís- lensku og ekki vafðist henni tunga um tönn á ensku eða þýsku. Það var mikill klassi yfir vinkonu minni sem nú er fallin frá. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an við Ragný mín „tengdó“ í Skóg- arbæ þar sem ég vann af og til síð- ustu árin. Starfsfólk Austurbæjar var til sóma fram að síðustu stund. Guð blessi góða fallega konu sem náði nærri heilli öld með glæsibrag. Sigrún Viggósdóttir. Amma Ragný er látin. Hún var alla tíð sterkur persónuleiki og glæsileg þannig að hvarvetna sem hún fór var eftir tekið. Hana ein- kenndi mikill dugnaður, skarpar gáfur og baráttuþrek. Hún var af- burða starfskraftur, ósérhlífin og húsbóndaholl og átti líka afar auð- velt með að tileinka sér bæði tungu- mál og önnur fræði. Sem litlar stelpur munum við systurnar eftir að hafa dáðst að því að amma talaði reiprennandi mörg tungumál þegar erlendir ferðamenn versluðu í Rammagerðinni þar sem hún starfaði lengi. Háttvís uppá gamla móðinn var hún og heimsborgari umfram það sem vanalegt var á hennar uppvaxt- arárum, enda bjó hún sem barn bæði í Danmörku og Þýskalandi. Þetta varð henni gott veganesti bæði í lífi og starfi. Góðar minningar eigum við systurnar þegar amma Ragný las með okkur dönsku kennslubækurnar þegar við vorum yngri og dáðumst við að því hvernig hún talaði eins og innfædd. Amma var líka mjög félagslynd og tíður gestur á heimili okkar á sunnudögum í öll ár. Þá hafði hún gaman af að segja sögur bæði frá gömlum tímum en ekki síður fylgd- ist hún vel með því sem gerðist á líð- andi stundu. Hún var ættfróð mjög og gat öðrum betur rakið ættir fólks og hagi og gleymdi maður sér oft við að hlusta á hana segja frá. Amma var mjög listfeng og allar listir léku í höndum hennar. Hún saumaði föt eins og faglærð sauma- kona enda naut hún kennslu Þór- unnar móður sinnar frá barnæsku sem starfaði við saumaskap. Þá mál- aði hún bæði á postulín og vatns- litamyndir. Hagyrðingur var hún mikill og það var tilhlökkunarefni að lesa gjafakortin hennar. Hún var líka skörungur og hélt ræður í öllum stærri veislum fjölskyldunnar og hafði þá oft sett saman kvæðabálk handa viðkomandi. Ömmu var mik- ilvægt að hennar fjölskylda ræktaði fjölskyldutengslin og það streyma fram góðar minningar þegar hugsað er til jólaboðanna á jóladag þegar stórfjölskyldan hittist. Amma var ein af þessum glögg- skyggnu konum og ekkert fór fram hjá henni. Ekki var laust við að við barnabörnin reyndum að leggja okkur öll fram um að kalla fram já- kvætt mat ömmu Ragnýjar í gegn- um tíðina og þegar við urðum eldri voru verðandi eiginmenn og eigin- konur sem komu inn í Guðjohnsens- fjölskylduna oft hrædd með því að þau ættu enn eftir að standast „ömmu Ragnýjar-prófið“. Amma var mjög myndarleg hús- móðir og meðan hún hafði heilsu til eldaði hún og bakaði og hélt veislur þar sem ekkert var til sparað. Hún lagði líka mikla alúð í gjafir til barna, barnabarna og barnabarna- barna, en setti þeim síðastnefndu aðeins eitt skilyrði og það var að þau mættu aldrei kalla hana annað en „ömmu Ragný“. Langömmu vildi hún ekki láta kalla sig. Allt fram á síðasta dag var okkar kona glæsileg og reist með rauðlakkaðar neglur og alveg þar til í lokin klæddi hún sig daglega í sitt fínasta púss, setti upp perlufestar og kinnalit og gekk á blankskóm eins og það var kallað. Ömmu Ragnýju kveðjum við með þakklæti og biðjum Guð að geyma hana í nýjum heimkynnum. Þórunn Elva og Ragný Þóra. Ég var einn þeirra mörgu sem átti því láni að fagna að kynnast ömmu Ragnýju. Nafn hennar vakti auðvitað strax athygli, því kærastan mín var nafna hennar, þótt ég síðar uppgötvaði að amma Ragný héti í raun Ragnheiður – en móðir hennar vildi þó skíra hana Ragnýju í höf- uðið á aðalpersónu í smásögu Björn- stjerne Björnson. Ekki var faðir hennar fullkomlega sáttur við þá hugdettu og varð málamiðlunin sú að skíra barnið Ragnheiði, þótt hún væri sjaldnast kölluð annað en Ragný á sinni löngu og viðburðaríku ævi. Ragný yngri, nú eiginkona mín til nær tuttugu ára, sagði mér nokkrum dögum eftir að við kynnt- umst að ég ætti eftir að standast „ömmu Ragnýjar-prófið“. Hún ætti nefnilega ömmu sem tæki alla nýja meðlimi í fjölskyldunni í yfir- heyrslu. Það var ekki laust við að hjartað slægi svolítið hraðar þegar kom að prófinu og man ég eftir að hún horfði djúpt í augu mér á meðan hún rakti helstu ættir mínar og framtíðaráform. Á bak við allar spurningarnar bjó auðvitað sú sjálf- sagða krafa að sonardóttir hennar fengi nú almennilegan vonbiðil, því hún var ættmóðir sem vakti yfir öll- um sínum afkomendum. Hún var skarpgáfuð og vel að sér um mörg málefni. Fátt var henni óviðkomandi. Hún hafði meðal ann- ars mikið yndi af því að lesa um læknisfræðileg efni og ræddum við oft um ýmsa aðskilda sjúkdóma þar sem hún komst oftar en ekki á ystu nöf minnar þekkingar. Hún komst einu sinni svo að orði: „Sumir vita nú ekki einu sinni hvað brisið gerir.“ Ég var einnig þakklátur fyrir að fá að verða hennar læknir – og var ætíð tilhlökkunarefni að fá hana í heimsókn á stofuna. Amma Ragný fór ekki í kringum hlutina og kallaði þá réttu nafni. Á Ragnheiður Guðbrandsdóttir Guðjohnsen ✝ GUÐNÝ RAGNHEIÐUR HJARTARDÓTTIR (GÚSSY) frá Geithálsi í Vestmannaeyjum, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GEIR VALBERG GUÐNASON, Ph. D. matvælaiðnfræðingur, 1274 Brooklawn Road, Atlanta, GA 30319, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram í Atlanta, föstudaginn 10. ágúst kl. 15.30 að staðartíma. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ásbjörg Húnfjörð, Gary Valberg Guðnason, Amanda Mullins Guðnason, Linda Denise Guðnason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.