Morgunblaðið - 10.08.2007, Page 29
móti var vinátta hennar fölskvalaus
og sýndi hún okkur Ragnýju og
börnunum okkar ávallt mikla hlýju
og væntumþykju. Hún var kröfu-
hörð og fylgin sér, en alltaf var góð-
ur hugur að baki. Hún skilaði sínu
æviverki af mikilli prýði og getur
ættbogi hennar verið stoltur af
slíkri kjarnakonu. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Jóhannes Kári Kristinsson.
Það fyrsta sem ég man eftir
ömmu Ragný var þegar hún kom í
heimsókn á Húsavík. Við vorum ný-
flutt í flotta einbýlishúsið sem pabbi
hafði byggt. Amma frá Reykjavík
var að koma í heimsókn og allt átti
að vera svo fínt. Ég man að ég starði
á hana, þessa fínu konu, sem mér
fannst vera eins og drottningin af
Saba. Ég lét fara lítið fyrir mér og
það lá við að ég hneigði mig þegar
hún labbaði inn í húsið, mér fannst
hún vera svo rosalega flott kona.
Það næsta sem er mér minni-
stætt, er þegar ég fékk að fara til
Reykjavíkur í heimsókn til ömmu.
Mér fannst við amma ekkert lítið
flottar, þegar að við stigum upp í
strætó, ég í nýju fötunum sem ég
fékk fyrir ferðalagið og amma mín
svona rosalega fín og flott. Þetta var
merkisdagur í lífi mínu, líka það að
fara í strætó! sem var búið að vera
langþráður draumur. Svoleiðis far-
artæki voru ekki til á Húsavík. Síð-
an líður tíminn og við fjölskyldan
flytjum suður til Reykjavíkur og þá
hófust samskipti okkar ömmu meir.
Er mér mjög minnistætt öll sunnu-
dagskaffiboðin. Þar komu pabbi,
bræður hans og fjölskyldur saman
og áttu góðar stundir.
Það kemur einnig upp í hugann
minn þegar amma fór að huga að
framhaldsskóla fyrir nöfnu sína.
Hún hvatti mig að skrifa niður það
sem ég gæti hugsað mér að læra. Ég
vissi ekkert hvað ég ætti að velja og
langaði bara að hvíla mig á skóla.
Sem betur fer lét hún mig ekki í friði
og ákvað að hárgreiðslunámið yrði
fyrir valinu. Amma var ákveðin
kona, ég lét til leiðast og fór í námið,
nánast eingöngu fyrir hana. Amma
sá um að sækja um skólann (stelpan
skyldi fara í framhaldsskóla) og sá
um að koma mér að á hárgreiðslu-
stofu, á ég henni það að þakka. Nú
var komið að mér að bera ábyrgðina
á hárgreiðslunni á þessari glæsilegu
konu. Ekki mátti gleyma að taka frá
hvíta lokkinn og bera í hann sér-
stakan lagningarvökva með bláum
blæ. Amma var ekki bara flott og
fín, hún var gullfalleg, ég gat oft
starað á myndir af henni ungri. Mik-
ið reyndi ég að sjá einhvern svip
með mér og henni, mig langaði svo
að líkjast henni. Amma var einnig
dugleg, sterk og ákveðin kona. Það
er skrítið að hugsa til þess að nú sé
amma Ragný farin þó svo að við
fengum ákveðinn undirbúning. En
það hlýjar mér að hugsa til þess að
hún játaði kristna trú sína hvar sem
er og var stolt af því, hún sótti
kirkju og bað bænir sínar á kvöldin.
Elsku pabbi og föðurbræður, ég
votta ykkur samúð mína.
Ragnheiður Guðjohnsen.
Elsku amma Ragný, litrík, sterk,
lífseig, gestrisin, dugleg og hrein-
skilin og ekki af því skafið, flott
kona!
Okkur eru afar minnisstæð öll
sunnudagskaffiboðin á Ljósvalla-
götunni, „på dansk måde“ með al-
vöru heitu súkkulaði og meðfylgj-
andi kræsingum.
Eins frænkuboðin sem að þú
tókst upp á fyrir okkur sonadætur
þínar og tókst sjálf þátt í. Megum
við stelpurnar svo sannarlega þakka
þér það, sem við stálpuðu stelpurn-
ar höfum svo haldið nokkuð við án
þín, okkar kæra, þegar árin liðu.
Þar var glókollurinn Arnór stakur
en var þá fluttur til útlanda og fann
sig örugglega ekki útundan.
Mikið varstu orðin þreytt og sátt
og tilbúin að kveðja þennan heim, en
þetta eru mikil tímamót hjá okkur
og verður sárt að finna fyrir auðu
sætinu á meðal okkar.
Elsku amma okkar, hvíl í friði!
Arnór, Sigríður Matthildur
og Þóra Kristín.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 29
✝ Hilmar NjállÞórarinsson
fæddist á Akranesi
12. september 1923.
Hann lést á heimili
sínu 1. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Þórarinn
Þórarinsson frá
Skálatanga, f. 2.10.
1892, d. 8.12. 1927
og Valgerður
Helgadóttir frá
Uppkoti, f. 5.5.
1896, d. 6.9. 1954.
Hilmar átti tvö
systkini. Alsystir hans var Sigríð-
ur Ásta, f. 3.4. 1916, d. 1958. Hálf-
bróðir hans í móðurætt er Janus
Bragi Sigurbjörnsson, f. 15.12.
1931.
Hilmar kvæntist 4.12. 1948
Kristbjörgu Þórðardóttur, f. 12.8.
Synir Þórðar og Hjördísar eru: c)
Hjörleifur, f. 26.9. 1984 og d)
Hilmar Njáll, f. 19.7. 1986; 2) Val-
gerður, f. 15.5. 1956, gift Elvari
Hólm Ríkharðssyni, f. 14.1. 1954.
Synir Elvars og Valgerðar eru: a)
Hilmar Hólm, f. 17.7. 1972, sam-
býliskona Dagný Harðardóttir, f.
7.7. 1974. Dóttir Dagnýjar er
Thelma Rán Óttarsdóttir, f. 12.4.
1996, b) Bjarki Þór, f. 3.5. 1981,
sambýliskona hans er Linda María
Þorsteinsdóttir, f. 22.10. 1979.
Sonur þeirra er Ríkarður Flóki, f.
3.4. 2007.
Hilmar hafði mikið yndi af tón-
list og var handlaginn með af-
brigðum. Eftir að hann hætti að
vinna lagði hann stund á útskurð
og eftir hann liggja margir fal-
legir útskurðarmunir. Hann var í
Félagi eldri borgara á Akranesi
og gengdi þar um tíma nefndar-
störfum. Á sínum yngri árum
stundaði hann sjómennsku og
vann sem verkamaður, síðast í
Trésmiðjunni Akri á Akranesi.
Útför Hilmars verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1926, d. 8.1. 2006.
Börn þeirra eru: 1)
Þórður Hafsteinn, f.
18.5. 1951. Fyrri eig-
inkona hans er Guð-
laug Guðmunds-
dóttir, f. 22.5. 1952.
Þau skildu. Synir
Þórðar og Guðlaugar
eru: a) Guðmundur, f.
30.10. 1973, sam-
býliskona Chloé
Leplar, f. 9.12. 1975,
sonur þeirra er Daní-
el Peter, f. 23.12.
2006, b) Sveinn Ósk-
ar, f. 17.11. 1978, sambýliskona
Íris Dögg Guðmundsdóttir, f. 19.5.
1981, sonur þeirra er Guðmundur
Veigar, f. 13.2. 2006. Sonur Írisar
er Karl Rúnar Arnórsson, f. 24.6.
1998. Seinni kona Þórðar er Hjör-
dís Kristinsdóttir, f. 19.11. 1950.
Elsku pabbi minn.
Það er komið að kveðjustund,
stund sem ávallt kemur manni í opna
skjöldu. Margs er að minnast og
kveðjuorðin þín þegar þú heimsóttir
mig í síðustu viku ylja mér. „Elsku
stelpan mín“ sagðirðu um leið og þú
fórst. Það var í síðasta sinn sem við
sáumst þó við töluðum nokkrum sinn-
um saman í síma eftir það.
Einu sinni var þessi stelpa þín, sem
nú er á sextugsaldri, lítil og átti sól-
bjarta daga á Akranesi. Sunnudags-
morgnarnir voru okkar. Ég fór með
þér á Langasandinn, niður á Breið
eða í heimsókn til Önnu frænku í
Uppkoti. Á meðan eldaði mamma
sunnudagslærið á sinn einstaka hátt.
Í þessum ferðum okkar fundum við
alltaf einhver verðmæti – snæris-
spotti varð að sippubandi í höndunum
á þér og netakúlur og steinar voru
miklar gersemar í okkar augum. Það
lék reyndar allt í höndunum á þér –
þegar ég fékk sérherbergi smíðaðir
þú svefnsófa, hansahillur og síðar
snyrtiborð handa stelpunni þinni.
Þetta síðasta sumar þitt hefur að
mörgu leyti verið gott, veðurfarslega
sem og á öðrum sviðum. Á síðustu
misserum hefur litla fjölskyldan okk-
ar stækkað. Þrír litlir, hraustir og fal-
legir langafadrengir hafa sett mark
sitt á lífið. Þú varst stoltur af litlu
krílunum og áttir góðan dag með
þeim í Hafnarfirðinum hjá Þórði og
Hjördísi fyrir tveimur vikum. Þar
hittir þú flesta afa- og langafastrák-
ana þína. Ég fann að slíkar stundir
voru þér mikils virði. „Ég átti mjög
góðan dag í gær,“ sagðirðu við mig
um daginn en þá höfðu Bragi og Elín
boðið þér í bíltúr upp í Borgarnes þar
sem þið nutuð gestrisni Bigga og
Ásu. Og það voru góðir dagar í júní
þegar nafni þinn kom frá Danmörku í
heimsókn. Þið voruð miklir vinir og
spjölluðuð saman um heima og geima
og farnir voru smátúrar upp í Borg-
arfjörð, um Skagann og til Reykja-
víkur. Allt frá því að strákarnir mínir
voru litlir hafa stundirnar með afa
verið einstakar. Þú vaktir áhuga
þeirra á sögu og landafræði svo eitt-
hvað sé nefnt. Við vorum alltaf svo
velkomin til ykkar mömmu.
Það var mikið áfall þegar mamma
veiktist. Þið voruð miklir félagar og
vinir. Þú heimsóttir hana á hverjum
degi þar til yfir lauk og missir þinn
var mikill. Þú hefur staðið þig eins og
hetja og þér hlotnaðist að halda sjálf-
ur heimili til dauðadags eins og þú
hafðir óskað þér. Elsku pabbi minn.
Við Elvar, strákarnir okkar og fjöl-
skyldur þeirra þökkum þér fyrir allt.
Minning um góðan mann lifir í hjört-
um okkar. Hvíldu í friði. Þín dóttir,
Valgerður Hilmarsdóttir.
Það var sunnudagsmorgunn í lok
júlí, sólríkur og hlýr, eins og flestir
dagar þessa blessaða sumars. Í Jað-
arsbakkalaug á Akranesi mættu
fastagestir. Í hópi þeirra var Hilmar
Njáll mágur minn, sem nú hefur
kvatt okkur svo óvænt. Þar synti
hann af festu og öryggi sína fimm
hundruð metra, sem var upphafsverk
hans hvern dag. Þennan morgun var
ákveðið að hann kæmi með okkur El-
ínu í Borgarnes til að heimsækja
Birgi bróður minn og Ásu. Dagurinn
var ánægjulegur. Við nutum ferðar-
innar. Hilmar rifjaði upp þann tíma
þegar hann fór með Suðurlandinu í
Borgarnes og á hestum að Indriða-
stöðum í Skorradal, þar sem hann
dvaldi í sveit á sumrin. Frá þeim tíma
hefur margt breyst. Við ræddum at-
burði Egilssögu en í Íslendingasög-
um var Hilmar vel lesinn og minn-
ugur. Við rifjuðum upp ferð Hilmars
og Diddu systur minnar, þegar þau
fóru á reiðhjólum eftir malarveginum
frá Akranesi í Borgarnes, eins og
ekkert væri eðlilegra fyrir harðfull-
orðin hjón. Reiðhjólin voru þeirra
fararskjótar. Aldrei eignuðust þau bíl
og voru ánægð með hjólin sín. Flest
sumur hjóluðu þau kringum Akrafjall
og tóku þá afa- og ömmudrengina
með. Í lok ferðarinnar kvöddumst við
og hann hafði á orði hve vel hann
hefði notið dagsins. Andlát voru víðs
fjarri í hugum okkar.
Ég man fyrst eftir Hilmari þegar
hann kom á heimili okkar, trúlofaður
Diddu. Hann var sjómaður, hávaxinn
og sterklegur. Þau hófu búskap á
neðri hæðinni. Ég varð tíður gestur
hjá þeim. Þar voru bækur, sem ég
hafði ekki áður lesið en þau hjónin
deildu sameiginlega áhuga á lestri
góðra bóka. Þórbergur, Laxness,
Tolstoj og Gorki ásamt fleiri sígildum
höfundum skipuðu virðulegan sess á
heimili þeirra og opnuðu mér nýja
veröld. Þessi fyrstu hjúskaparár
þeirra voru þó ekki hamingjan ein.
Hilmar þurfti að glíma við alvarleg
veikindi um langt árabil og gat þá lítt
stundað vinnu. Didda vann utan
heimilis. Gleði þeirra var fölskvalaus
þegar þau eignuðust börnin tvö Þórð
og Valgerði, sem voru þeirra stærsta
gjöf.
Hilmar var mikill hagleiksmaður. Í
veikindum sínum, smíðaði hann og
skar út fjölda fallegra gripa, sem
prýddu heimili þeirra og heimili vina
og ættingja. Seinni hluta starfsæv-
innar, þegar heilsan varð betri hóf
hann störf við smíðar í Trésmiðjunni
Akri en þar vann hann til starfsloka.
Það var mikið áfall fyrir Hilmar
þegar Didda veiktist skyndilega. Hún
dvaldi á Sjúkrahúsi Akraness í eitt og
hálft ár, þar til hún lést í janúar 2006.
Við þessar breyttu aðstæður kom vel
í ljós mikill styrkur og yfirvegun, sem
Hilmar bjó yfir. Umhyggja hans og
kærleikur reyndist systur minni ljós-
ið bjarta í veikindum hennar. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með yfir-
vegun hans og raunsæi eftir að hann
þurfti að takast á við að búa einn.
Það er erfitt að sjá ættingja og vini
hverfa á stuttum tíma en vissan um
góðan samastað þeirra gerir það létt-
bærara. Við Elín og börnin okkar
Þorvaldur og Bryndís þökkum allar
góðu stundirnar gegnum árin og
sendum Þórði og Völlu og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Bragi mágur
Hilmar Njáll
Þórarinsson
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HLÖÐVER HELGASON,
áður til heimilis
á Vesturgötu 69,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 2. ágúst á Hrafnistu í
Reykjavík.
Jarðaförin fer fram frá Grafarvogskirkju, föstudaginn
10. ágúst 2007 kl. 15:00.
Sigurður Hlöðversson,
Hlöðver Hlöðversson,
Sævar Hlöðversson, María Pétursdóttir,
Hjálmar K. Hlöðversson, Elínborg Pétursdóttir,
Guðjón H. Hlöðversson, Björg L. Ragnarsdóttir,
Hafdís Hlöðversdóttir, Sigmar Teitsson,
Gunnar Hlöðversson, Sigurlaug M. Ólafsdóttir,
Valgerður O. Hlöðversdóttir, Pétur Andrésson.
✝
Elsku mamma okkar,
Guðrún Jónsdóttir
frá Möðruvöllum 1,
Kjós,
lést í Sunnuhlíð, þriðjudaginn 7. ágúst.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson
og aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Víðimel 44,
lést þriðjudaginn 7. ágúst.
Auðunn Ágústsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
kveðjur við andlát og útför sonar míns,
GARÐARS JÓNASSONAR,
Aðalstræti 74,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun.
Sigríður Garðarsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
INGILEIF FJÓLA PÁLSDÓTTIR,
Suðurgötu 39,
Hafnarfirði,
sem lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,
miðvikudaginn 1. ágúst, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 13. ágúst
kl. 15.00.
Soffía Sigurðardóttir, Markús Kristinsson,
Eiður Sigurðsson,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Eðvarð Jónsson,
Páll Sigurðsson, Benný Þórðardóttir,
Ragnar Sigurðsson, Unnur Guðnadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.