Morgunblaðið - 10.08.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 31
✝ Bergþóra Sig-marsdóttir
fæddist í Krossavík
í Vopnafirði 6. sept-
ember 1916. Hún
lést á heimili bróður
síns á Vopnafirði 1.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður
Grímsdóttir hús-
freyja í Krossavík,
f. 6. maí 1887, d. 10.
júlí 1968 og Sigmar
Jörgensson bóndi í
Krossavík, f. 3. des-
ember 1882, d. 30. september
1960. Börn þeirra eru Jörgen, f.
1913, Ingibjörg Margrét, f. 1914,
Bergþóra, f. 1916, Björn, f. 1919
og Gunnar, f. 1932. Uppeldissystk-
ini þeirra voru Sigmar Björnsson,
f. 1915 og Jóhanna Sæmunds-
dóttir, f. 1919. Þau eru öll látin,
nema Gunnar og Jóhanna.
Bergþóra giftist 15. júlí 1944
Karli Sveinssyni, frá Hvilft í Ön-
undarfirði, f. 15. maí 1922, d. 24.
júlí 1980. Karl var skrifstofustjóri
Hvals hf. í 19 ár og síðar gjaldkeri
geirssyni, sonur þeirra er Bergur
Snær, dóttir Guðrúnar er Karen
Ósk. Þau eru búsett á Vopnafirði.
2) Ásdís, f. 2. apríl 1947, gift Mar-
íusi Jóhanni Lund. Þau eru búsett
í Reykjavík. Synir þeirra eru: a)
Árni Pétur, f. 1971, d. 1997. b)
Bergþór, f. 1975, kvæntur Ásdísi
Maríu Brynjólfsdóttur, börn
þeirra eru Maríus Pétur og Dagný
Edda. Þau eru búsett í Kópavogi.
c) Karl, f. 1985, býr í foreldra-
húsum í Reykjavík. 3) Sigmar, f.
29. janúar 1949, kvæntur Elke
Amend. Þau eru búsett í Þýska-
landi. Börn þeirra eru: Berglind,
f. 1996, og Elvar, f. 1998. 4) Sig-
ríður, f. 6. maí 1957, gift Pétri
Hafsteini Ísleifssyni. Þau eru bú-
sett í Reykjavík. Dætur þeirra
eru: a) Hafdís Ósk, f. 1981, í sam-
búð með Sveinbirni Jónssyni, son-
ur þeirra er Sævar Daði. Þau eru
búsett í Reykjavík. b) Sæunn, f.
1988. Hún býr í foreldrahúsum í
Reykjavík.
Bergþóra ólst upp í Krossavík,
var einn vetur í húsmæðraskóla í
Hveragerði, lærði kjólasaum á
Akureyri og vann á saumastofu í
Reykjavík. Að loknu uppeldi
barna sinna starfaði hún sem mat-
ráðskona hjá sjónvarpinu og við
afgreiðslustörf í Hagkaupum.
Útför Bergþóru verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
og aðalbókari Rík-
isútvarpsins. For-
eldrar hans voru
Rannveig Hálfdán-
ardóttir, f. 27. júní
1879, d. 12. apríl
1950 og Sveinn
Árnason, f. 24. júní
1864, d. 27. janúar
1935. Þau voru bú-
sett á Hvilft í Önund-
arfirði. Börn Berg-
þóru og Karls eru: 1)
Sveinn, f. 31. desem-
ber 1944, búsettur á
Vopnafirði, maki var
Auður H. Jónsdóttir, þau skildu.
Börn þeirra eru: a) Áslaug, f.
1966, í sambúð með Heimi Helga-
syni, dætur þeirra eru Hrefna Ösp
og Magnea Petra. Þau eru búsett
á Egilsstöðum. b) Karl, f. 1968,
býr hjá föður sínum á Vopnafirði.
c) Sveinn Auðunn, f. 1975, í sam-
búð með Söru Jenkins, börn
þeirra eru Bergþóra Marín og
Magnús Örvar. Þau eru búsett á
Vopnafirði. Sonur Sveins Auðuns
er Daníel Freyr. d) Guðrún, f.
1977, gift Svani Trausta Aðal-
Sumarið 1988 kom ég í fyrsta
skipti til Íslands og kynntist Berg-
þóru tengdamóður minni. Hún tók
mér ókunnugri konunni frá Þýska-
landi opnum örmum. Síðan er ég
búin að koma oft til Íslands og ætíð
voru móttökurnar hinar sömu.
Þetta sumar kom ég örlítið of seint,
Bergþóra var látin, þegar ég kom.
Í dag kveð ég hana hrygg en
þakklát, þakklát fyrir móttökurnar
þegar ég kom hingað í fyrsta
skipti, þakklát fyrir að hafa alltaf
verið velkomin, þakklát fyrir öll
samtölin og allar frásagnirnar,
þakklát fyrir að tilheyra fjölskyld-
unni, þakklát fyrir gagnkvæma
væntumþykju og þakklát fyrir að
Bergþóra var tengdamóðir mín.
Elke Amend tengdadóttir
Það fyrsta sem kom upp í huga
minn þegar konan mín hringdi í
mig og sagði mér fá því að amma
hefði dáið í svefni hjá Gunnari og
Beggu í Skálholti á Vopnafirði var
væntumþykja og hlýja. Þessi tvö
orð lýsa ömmu minni eins og ég
þekkti hana, alltaf var hurðin á
Skipasundi 57 opin og alltaf tók
amma mér opnum og mjúkum örm-
um. Ég hef alltaf haft þau forrétt-
indi að hafa átt heimili ömmu sem
mitt annað heimili, allt frá því að
ég man eftir mér. Fyrsta árið mitt
í skóla þá gisti ég oft hjá ömmu og
alltaf á morgnana las amma Morg-
unblaðið með mér og kenndi mér
stafina og síðar lét hún mig stauta
fram úr furðulegustu orðum, sem
ég vissi ekki hvaða merkingu
höfðu, en amma fann alltaf
skemmtilegar tengingar eða sögur
um hvað orðin þýddu. Amma Berg-
þóra var mikil húsmóðir í mínum
augum, hún kunni allt; hún gerði
heimsins bestu sandköku, hún eld-
aði rosalega góðan mat en umfram
allt var hún snillingur í fatasaumi.
Það voru ófáar stundirnar sem ég
sat og taldi tölur og flokkaði eftir
litum og stærðum í saumaherberg-
inu hennar á meðan amma saumaði
glæsileg föt. Saumaherbergi ömmu
var eins og ævintýraland þar sem
saumaefnið var notað til að búa til
tjöld, skikkjur, geimbúninga og ja,
allt það sem ungum dreng getur
dottið í hug og það eina sem amma
sagði þegar ímyndaður ævintýra-
heimur stóð sem hæst var „pass-
aðu þig á títuprjónunum, Bergþór
minn“. Eftir að ég fékk bílpróf þá
fórum við amma mjög oft á rúntinn
þar sem hin ýmsu mál voru rædd
og alltaf gat amma leiðbeint mér
um lífið og tilveruna og alltaf hvatti
hún mig til dáða. Ég á ömmu minni
mikið að þakka og ég tel mig hepp-
inn að hafa átt svona góða mann-
eskju að sem var bæði amma mín
en líka svona mikill vinur. Ég vil
þakka Sigríði móðursystur minni
og Pétri Ísleifs, manni hennar, sér-
staklega fyrir að hafa gert ömmu
minni það kleift að búa í Skipa-
sundi fram til síðasta dags, ég veit
að hún mat það óskaplega mikils að
geta verið heima hjá sér og geta
tekið á móti ættingjum og vinum
og sendi ég þeim miklar þakkir
fyrir.
Nú veit ég að amma Bergþóra
hvílir í friði við hlið manns síns,
Karls Sveinssonar, sem hún var
alltaf trú og trygg fram til síðasta
dags.
Farin ertu amma mín,
sárt er þig að syrgja.
Mikið varstu góð og hlý,
lífið, þú kenndir mér að byggja.
Blessuð sé minning hennar.
Bergþór Lund.
Bergþóra var ættuð frá Krossa-
vík í Vopnafirði, fjórða í röðinni af
fimm börnum þeirra Sigmars móð-
urbróður míns og Sigríðar konu
hans.
Þegar við vorum að alast upp
voru mikil samskipti á milli heim-
ilanna í Krossavík og okkar sem
bjuggum úti á Tanga. Við systur
hlökkuðum alltaf til að fara í
Krossavík. Þar var svo glatt á
hjalla, spilað á harmónikku, sungið
og stundum dansað. Sigmar frændi
var einstaklega hlýr og elskulegur
maður. Hann tók alltaf á móti okk-
ur opnum örmum. Sigríður hús-
freyja var engri lík, hún galdraði
fram veisluborð með stuttum fyr-
irvara og allt vildi hún gera fyrir
gesti sína svo þeim liði sem best.
Hún var mikil heiðurs- og hefð-
arkona í fyllstu merkingu þeirra
orða.
Begga frænka ólst upp á þessu
góða heimili og hafði alla tíð í
heiðri þau gildi sem þar ríktu. Hún
giftist Karli Sveinssyni, miklum
ágætismanni og saman eignuðust
þau fjögur mannvænleg og góð
börn. Begga var börnum sínum
einstaklega góð móðir.
Við mæðgur heimsóttum þau eitt
sinn í Hvalfjörðinn þar sem þau
voru í mörg sumur vegna atvinnu
Karls. Þar var gamli Krossavík-
urandinn ríkjandi og greinilegt að
Begga var enginn eftirbátur
mömmu sinnar.
Það kom snemma í ljós að það
lék allt í höndunum á Beggu. Ung
að aldri byrjaði hún að sauma og
hélt því áfram allt til síðustu stund-
ar. Hún lærði kjólasaum sem ung
stúlka og vann við það um tíma.
Það var haft á orði hvað hún væri
vandvirk og alltaf vel til fara.
Begga var hvers manns hugljúfi,
alltaf glöð og hress. Hún raulaði
gjarnan við vinnu sína, kunni
ósköpin öll af kvæðum og vísum
sem hún flutti með eftirminnileg-
um hætti. Það sópaði að Beggu
hvar sem hún kom.
Hinn 6. september í fyrra varð
Begga níræð. Þá bauð Sigga dóttir
hennar okkur frænkum að Hótel
Glym í Hvalfirði. Þar beið okkar
uppdekkað veisluborð og áttum við
þar dásamlega stund saman.
Begga var eins og drottning í hvít-
um silkijakka, sem fór svo vel við
hvíta, fallega hárið. Hún lék við
hvern sinn fingur og við rifjuðum
upp margt frá bernskuárunum á
Vopnafirði.
Eftir matinn keyrði Sigga okkur
svo til Akraness og Borgarness,
sýndi okkur allt það markverðasta
í þeim bæjum. Þetta var afar
skemmtileg ferð sem við rifjuðum
oft upp í samtölum okkar. Þökk sé
Siggu frænku fyrir þessa góðu
samverustund, betri og ljúfari leið-
sögumann hefðum við ekki getað
fengið.
Ég kveð Beggu frænku með
söknuði og votta börnum hennar,
barnabörnum og bróður mína inni-
legustu samúð.
Oddný Ólafsdóttir.
Þegar ég frétti af andláti Beggu
frænku fylltist ég sorg og trega.
Begga frænka var mjög stór og
góður partur af lífi mínu. Frá æsku
minnist ég hennar er hún kom til
Vopnafjarðar á hverju sumri. Þá
var hátíð. Hún vatt sér inn um
dyrnar á Bökkum í fína kjólnum
sínum, háu hælunum, með varalit-
inn, flotta hárið og alltaf skellihlæj-
andi, með hendurnar fullar af sæl-
gæti. Hún gaf sér góðan tíma fyrir
okkur börnin, dáðist að hvað við
vorum orðin stór og falleg. Pabbi
hafði líka sérstakt dálæti á Beggu
systur sinni og valdi vandlega svið
og hangikjöt sem hann sendi henni
fyrir jólin. Hún sendi okkur alltaf
jólapakka frá Beggu, Kalla og
börnunum. Alltaf ef einhver þurfti
að fara til Reykjavíkur frá Krossa-
vík eða Bökkum var farið beint til
Beggu í Skipasundið, hún hjálpaði
öllum, sama í hvaða erindum þeir
voru. Gestagangurinn var stundum
ótrúlegur.
Ég kom fyrst til Beggu 1962.
Það tók hana innan við viku að
finna handa mér vinnu, herbergi,
kenna mér á strætó og annað til að
ég yrði sjálfbjarga í borginni. Vor-
ið eftir fór ég með þeim upp í Hval-
fjörð í sumarvinnu en Karl Sveins-
son eiginmaður Beggu var
skrifsofustjóri hjá Hval hf. til
margra ára. Hún talaði um þennan
tíma með mikilli ánægju og minnt-
ist Lofts Bjarnasonar og hans fjöl-
skyldu með virðingu. Eftir að Kalli
hætti hjá Hval og börnin komust á
legg fór hún að vinna utan heimilis.
Þegar sjónvarpið tók til starfa
gerðist hún matráðskona þar við
góðan orðstír enda snilldarkokkur.
Síðar fór hún að vinna hjá Hag-
kaup, lengst af í Kjörgarði við
Laugaveg og vann hún þar til 72ja
ára aldurs. Hún var sérlega góð
sölukona og hafði gott vit á öllu
sem viðkom fatnaði. Hún lærði
kjólasaum sem ung kona, saumaði
alltaf mikið og kenndi mér allt sem
ég kann í fatasaum. Það var ómet-
anlegt að geta alltaf leitað til henn-
ar. Ættræknin hennar Beggu var
saga út af fyrir sig. Hún elskaði
Krossavík og þá sem þaðan komu
skilyrðislaust og sá ekki galla þar á
nokkrum manni, stundum þótti
okkur kannski nóg um en svona
var Begga bara. Börnin mín höfðu
dálæti á henni og minnast hennar
með hlýju. Begga missti mann sinn
1980 eftir erfið veikindi. Eftir lát
hans bjó hún áfram í Skipasundinu.
Sveinn og Sigga fluttu til Vopna-
fjarðar, Sigmar bjó í Þýskalandi og
Ásdís bjó í Reykjavík. Begga undi
sér samt vel enda komu alltaf
margir til hennar. Frá því fyrsta
var ég eins og ein af fjölskyldunni,
hef tekið þátt í gleði og sorgum og
komið þar með flest mín mál.
Begga var svo lánsöm að vera stál-
hraust alla sína ævi og léttari á
fæti en flestir helmingi yngri.
Gönguferðir um Laugaveg voru
hennar uppáhald. Gott skap og
glaðværð fylgdi henni alla tíð og
svo ung var hún í anda að hún var
heiðursfélagi í saumaklúbbi sem ég
og frænkur mínar frá Vopnafirði
vorum í þrátt fyrir 30 ára aldurs-
mun. Síðustu árin hefur hún búið í
skjóli Siggu dóttur sinnar. Hún
kvaddi þennan heim eins og hún
helst óskaði sér og fyrir það erum
við þakklát. Að leiðarlokum votta
ég aðstandendum hennar mína
dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Laufey Jörgensdóttir
Á sjöunda áratug síðustu aldar
var næstum einn af hverjum
hundrað Íslendingum í einum og
sama grunnskólanum, Vogaskóla.
Þrísetja varð skólann. Vogarnir og
Kleppsholtin iðuðu af mannlífi.
Konurnar voru heima og réðu þar
ríkjum, annars hefði þetta ekki
gengið upp.
Ég kynntist Bergþóru fyrst sem
staðfastri húsmóður, en hún var
líka stjórnandi í sjónvarpinu á
bernskudögum þess. Það skipti
máli að starfsfólk fengi góðan við-
urgjörning – sem Bergþóra sá um
– því að ekki var víst að það fengi
lágmarkshvíld milli lota. Ég veit að
margir frumkvöðlanna eigi góðar
minningar um Bergþóru frá fyrstu
árum sjónvarpsins.
Það var gott að koma í Skipa-
sundið og það var ekki ósjaldan
sem við Simmi þurftum að leita
stuðnings hjá Bergþóru og snæða
ögn. Þegar við fórum utan til náms
var Skipasundið fastur punktur í
fríum og tengingin hélst eftir að
Simmi settist að í Þýskalandi og
giftist Elke. Löngu síðar komst ég
á heimaslóð Bergþóru fyrir austan
og skildi að það hlyti að vera gott
að alast upp á slíkum slóðum. Og
þar lauk Bergþóra hérvist sinni að
loknu löngu dagsverki.
Ég á góðar minningar um Berg-
þóru Sigmarsdóttur og ber hennar
nánustu kærar kveðjur okkar
Kristjönu og fjölskyldu.
Þorlákur Helgi Helgason.
Bergþóra
Sigmarsdóttir
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
PÉTURS G. JÓNSSONAR
vélvirkja,
Holtagerði 13,
Kópavogi,
sem lést fimmtudaginn 12. júlí.
Margrét Veturliðadóttir,
Jóna Lilja Pétursdóttir,
Jón Pétur Pétursson, Kristín Guðmundsdóttir,
Gunnar Pétursson, Lísbet Grímsdóttir,
Katla Þorsteinsdóttir,
Þorlákur Pétursson, Sigríður Sigmarsdóttir,
Margrét P. Cassaro, Sigurgeir Gunnarsson,
afabörn, langafabörn og systkini.
✝
Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞORBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Norðurbraut 1,
lést fimmtudaginn 2. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju, mánudaginn
13. ágúst kl. 13.00.
Sólveig Björgvinsdóttir, Jóhannes Páll Jónsson
Eyjólfur Björgvinsson, Elsa Rúna Antonsdóttir,
Guðfinna Björgvinsdóttir, Sigurður Emilsson,
barnabörnin og fjölskyldur þeirra.