Morgunblaðið - 10.08.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldóra Ein-arsdóttir fæddist
í Hnífsdal 13. júní
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 1. ágúst síðast-
liðinn. Halldóra
fluttist ung til Bol-
ungarvíkur. Hún var
dóttir hjónanna Ein-
ars Guðfinnssonar,
útgerðarmanns í
Bolungarvík, frá
Litlabæ í Skötufirði
og Elísabetar
Hjaltadóttur, hús-
freyju frá Bolungarvík. Halldóra
var þriðja í hópi níu systkina, hin
eru: Guðfinna, f. 1920, d. á fyrsta
aldursári, Guðfinnur, f. 1922, d.
2000, kvæntur Maríu Haralds-
dóttur; Hjalti, f. 1926, kvæntur
Guðrúnu Halldóru Jónsdóttur;
Hildur, f. 1927, gift Benedikt
Bjarnasyni; Jónatan, f. 1928,
kvæntur Höllu P. Kristjánsdóttur,
d. 1992, seinni kona hans er Sigrún
Óskarsdóttir; Guðmundur Páll, f.
1929, kvæntur Kristínu Mars-
ellíusdóttur; Jón Friðgeir, f. 1931,
kvæntur Ásgerði Hauksdóttur, d.
1972, seinni kona hans er Margrét
Kristjánsdóttir; Pétur Guðni, f.
1937, d. 2000, kvæntur Helgu
Aspelund. Á heimili foreldra Hall-
dóru í Bolungarvík var einnig
fleira heimilisfólk, þar á meðal
uppeldissystir, Halldóra Pálína
Halldórsdóttir, f. 1929, d. 1987, gift
Ísleifi Magnússyni, f. 1927, d. 1996
og Una Halldóra Halldórsdóttir, f.
1933, sem átti þar athvarf til
margra ára, gift Geir Guðmunds-
syni, f. 1931.
Halldóra giftist 26. október 1947
Guðrúnu Halllgrímsdóttur. Börn
þeirra eru Ingvar Bjarki, f. 1991,
Hallgrímur Hrafn, f. 1993 og Hall-
dóra Björk, f. 1998.
Halldóra ólst upp í Bolungarvík.
Ung fór hún til náms við Kvenna-
skólann í Reykjavík og var þar árin
1940-1942. Síðan fór hún í Hús-
mæðraskólann í Reykjavík og lauk
kennaranámi frá Húsmæðrakenn-
araskóla Reykjavíkur árið 1946.
Fyrstu námsárin bjó hún á heimili
frænda síns, Jóns Helgasonar bisk-
ups, en hin síðari á heimili vinkonu
sinnar og skólasystur, Guðrúnar Ó.
Halldórsdóttur í Háteigi, dóttur
Halldórs Þorsteinssonar og Ragn-
hildar Pétursdóttur. Auk æsku-
heimilisins urðu bæði þessi heimili
henni mjög kær. Á árunum 1949-
1959 kenndi Halldóra m.a. við
Melaskólann í Reykjavík og Gagn-
fræðaskólann við Hringbraut, og
við Kvennaskólann í Reykjavík frá
1952-1959. Halldóra hélt fjölda
námskeiða fyrir húsmæður og mat-
sveina, m.a. á Vestfjörðum. Þá
kenndi hún fyrir ýmis félagasam-
tök, þ.á m. Húsmæðrafélag Reykja-
víkur. Halldóra var í skólastjórn
Kvennaskólans í Reykjavík frá
árinu 1965 og var formaður stjórn-
arinnar frá 1981 til 1987. Þá veitti
hún forstöðu nefnd sem skipulagði
aldarafmæli skólans og var í rit-
nefnd bókarinnar „Kvennaskólinn
1874-1974“. Heimili Halldóru og
Haraldar var lengst af á Ægisíðu
48 í Reykjavík. Heimili þeirra
hjóna var öllum opið og sóttu þang-
að margir, en þau voru afar gest-
risin og lögðu ríka áherslu á að búa
fjölskyldu sinni gott heimili.
Síðasta árið dvaldi Halldóra á
Landakotsspítala og síðan á Hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Útför Halldóru verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Haraldi Ásgeirssyni
verkfræðingi, frá Sól-
bakka við Önund-
arfjörð, f. 4. maí 1918.
Foreldrar hans voru
Ásgeir Torfason,
skipstjóri og fram-
kvæmdastjóri, f.
1877, d. 1955 og
Ragnheiður Eiríks-
dóttir húsfreyja, f.
1891, d. 1991. Har-
aldur var lengst af
forstjóri Rannsókn-
arstofnunar bygging-
ariðnaðarins. Har-
aldur og Halldóra eignuðust fjögur
börn: 1) Elísabet, f. 1949, gift Gunn-
ari Erni Guðmundssyni. Börn
þeirra eru a) Bárður Örn, f. 1974,
kvæntur Agnesi Andrésdóttur,
sonur þeirra er Alexander Örn, f.
2006, b) Halldór Örn, f. 1979, sam-
býliskona Jaqueline Downey og c)
Sólveig Ragnheiður, f. 1986. 2)
Ragnheiður, f. 1951, gift Hallgrími
Guðjónssyni. Börn þeirra eru a)
Haraldur, f. 1974, kvæntur Önnu
Blöndal, synir þeirra eru Hall-
grímur f. 2003 og Kári f. 2005, syn-
ir Önnu og stjúpsynir Haraldar eru
Benedikt og Halldór Karlssynir, f.
1996, b) Kári Guðjón, f. 1977,
kvæntur Eyrúnu Nönnu Ein-
arsdóttur, sonur þeirra er Þór, f.
2007, c) Margrét Halldóra, f. 1986
og d) Ásgeir, f. 1992. 3) Ásgeir, f.
1956, kvæntur Hildigunni Gunn-
arsdóttur. Dóttir Ásgeirs er Tinna
Laufey, f. 1975, sonur hennar er
Pétur Bjarni Einarsson, f. 2002,
börn Ásgeirs og Hildigunnar eru
Gunnar Steinn, f. 1986 og Ragn-
heiður Steinunn, f. 1990. 4) Einar
Kristján, f. 1964, kvæntur Helgu
Tengdamóðir mín, Halldóra Ein-
arsdóttir, er látin eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Það er ekki auðvelt að
skrifa um hana eftirmæli án þess að
þau verði tilfinningasöm því hún var
svo einstaklega vönduð kona.
Ég kynntist Halldóru fyrst þegar
ég var nýorðinn átján ára, dauðfeim-
inn stráklingur skotinn í dóttur
hennar. Hún tók mér strax vel, var
nærgætin og hlý og án nokkurra fyr-
irfram myndaðra skoðana. Ég minn-
ist þess að í einni af mínum fyrstu
heimsóknum sem ég kom í eldhúsið
til hennar henti það mig að mölbrjóta
húsbóndastólinn við eldhúsborðið, en
Halldóra skellihló og gerði góðlátlegt
grín að þessari óheppni. Halldóra var
alltaf einstaklega hláturmild og hafði
svo smitandi hlátur að hreif alla við-
stadda. Í gegnum árin tókst með
okkur sterk vinátta og naut ég þess
alla tíð að eiga hana að.
Halldóra var alin upp í stórri fjöl-
skyldu í Bolungarvík og það mótaði
hana. Víkin og fjölskyldan var henni
mikils virði og hún lagði mikla rækt
við þessi tengsl. Mér fannst alltaf að
Halldóra gæti fundið gott í hverjum
manni og ekki spillti það fyrir ef þeir
voru að vestan. Ég heyrði hana
reyndar aldrei hallmæla nokkrum
manni né taka undir slæmt umtal.
Þetta hugarfar hefur haft mikil áhrif
á mig og reyndar á alla sem þekktu
hana, en sérstaklega þó börnin sem
lærðu að kynnast þessum einstaka
eiginleika. Hún gerði aldrei mun á al-
múgamanni eða ráðherra, allir voru
jafn velkomnir í hennar hús. Hún var
gestrisin með afbrigðum og ekki
ósjaldan sátu í kaffi hjá henni ösku-
karlar eða starfsmenn verktaka eða
borgarinnar sem unnu einhver störf
úti í götu. Ef þannig stóð á hjá henni
gaf hún þeim vindla húsbóndans eða
konfekt. Að sjálfsögðu sótti fólk í
slíka manneskju, vinir og vandamenn
voru stöðugt að koma, ungir sem
aldnir. Hún var skilningsrík og hafði
hæfileika að hlusta, að hugga og gefa
góð ráð. Hún hafði í reynd einstaka
hæfileika að umgangast fólk. Börnin
okkar voru svo heppin að fá að vera á
heimili afa og ömmu meðan þau voru
í námi í Reykjavík. Þau tóku auðvitað
ástfóstri við ömmu sína, sem ásamt
afa, ekki bara fæddi þau, heldur
veitti þeim tilsögn í gegnum ung-
lingsárin. Halldóru fannst t.d. elsti
sonur okkar ekki vera nógu duglegur
að stunda skólaböllin og neytti allra
ráða til að fá hann til að stunda þau
meira, þar væru jú stúlkurnar sem
hann þyrfti að kynnast. Einhverju
sinni var pilturinn lasinn og taldi
Halldóra að hann ætti ekki að fara í
skólann þennan morgun því hann
þyrfti að vera orðinn frískur til að
fara á ballið þá um kvöldið. En þann-
ig var hún, svo glaðsinna og blíðlynd
og leit lífið oft allt öðrum augum en
við hin. Halldóra var auk þess frábær
húsmóðir, ekki eingöngu þannig að
allt væri snyrtilegt heima við, heldur
var hún hagsýn og nýtin og frábær að
matreiða.
Það er mikil eftirsjá í henni, en það
er okkur hinum huggun að vita að nú
hefur hún öðlast frið. Við sem eftir
sitjum munum geyma hana í minn-
ingunni og sú minning mun hafa bæt-
andi áhrif á okkur til framtíðar. Far
þú í friði, Halldóra mín.
Gunnar Örn.
Tengdamóðir mín Halldóra Ein-
arsdóttir er fallin frá. Hún bjó alla
ævi við góða heilsu, en síðustu mán-
uðina sótti hart að henni illvígur öldr-
unarsjúkdómur, sem varð henni að
aldurtila. Hér er gengin ákaflega góð
kona sem sárt er saknað af öllum sem
hana þekktu. Huggun harmi gegn er
að Halldóra átti langa og mjög far-
sæla ævi.
Ég man vel þegar ég hitti Halldóru
fyrst, á tröppunum á Ægissíðu 48.
Þetta var fyrir 34 árum og Halldóra
nálgaðist fimmtugt. Mér er vel minn-
isstætt vinalegt bros hennar þá. Það
var sem af henni stafaði einlæg hlýja,
jafnframt sem maður skynjaði að hér
fór kona sem hafði til að bera mikla
lífsgleði og atorku. Þetta skyndiálit á
Halldóru átti ekki eftir að breytast í
tímanna rás. Einstök góðvild og ljúf-
mennska hennar snart alla sem hana
hittu. Hjá henni var einnig alltaf
stutt í glaðværð og hlátur. Öllum
þótti ákaflega vænt um þessa konu.
Sjálfur heyrði ég hana aldrei hall-
mæla nokkrum manni. Hún hafði
einstakan hæfileika til að bera, að
draga fram kosti fólks sem okkur
hinum fannst á einhvern hátt stór-
gallað. Það var því eðlilegt að mikið
var um að fólk í vanda leitaði ráða hjá
þessari traustu konu.
Halldóra var harðdugleg og vinnu-
söm. Hún var menntaður hússtjórn-
arkennari sem rak sjálf óvenjulega
myndarlegt heimili. Minnisstæð eru
öll matarboðin á Ægissíðunni þar
sem húsfreyjan fór á kostum í mat-
seldinni. Halldóra vann lengi ötul-
lega utan heimilis við kennarastörf,
auk þess að láta til sín taka við ýmis
félagsstörf. Hún var í reynd baráttu-
kona fyrir jafnrétti kynjanna.
Halldóra var mjög mikilvæg sinni
fjölskyldu. Hún var glöð og stolt af
sínum vestfirska uppruna. Hún mátti
líka vera það, því stórfjölskyldan frá
Bolungarvík telur vissulega öðlings
fólk. Segja má að þau Haraldur hafi
haldið úti „opnu húsi“ í Vesturbæn-
um fyrir ættmenni sín að vestan þeg-
ar þau áttu leið til Reykjavíkur. Þetta
var sannarlega gagnkvæmt þegar
þeirra fjölskylda heimsótti Vestfirð-
ina. Stöðug umhyggjusemi fyrir sín-
um nánustu var henni í blóð borin,
nokkuð sem hún vafalítið lærði strax
í foreldrahúsum.
Móður-, ömmu- og langömmuhlut-
verkinu skilað Halldóra alltaf af
stakri prýði.
Heimilið á Ægissíðunni var ætíð
eftirsóttur íverustaður barnanna.
Börnin elskuðu Halldóru og hún
elskaði þau öll skilyrðislaust.
Stóri vinningur Halldóru í lífinu er
Haraldur tengdapabbi. Þetta er
sannarlega gagnkvæmt. Hjónaband
þeirra í nær 60 ár var þeim báðum
ómetanlegt og bar ríkulegan ávöxt.
Öll fjölskyldan og vinir standa sann-
arlega í þakkarskuld við þessi sæmd-
arhjón. Ég þakka þeim sérstaklega
fyrir gott vinarþel gagnvart foreldr-
um mínum heitnum. Ég veit að arf-
leifð Halldóru mun lifa í hjörtum
okkar allra um ókomin ár. Ég kveð
hana með miklum söknuði. Það hafa
vissulega verið forréttindi að eiga
samfylgd með Halldóru í lífinu.
Hallgrímur Guðjónsson.
Elskuleg tengdamóðir mín hefur
kvatt. Sorgin er stór en við eigum
ótal margar góðar minningar. Minn-
ingar um einstaka konu, sem var
gædd miklum mannkostum og per-
sónutöfrum og hafði sjálf svo fallega
lífssýn að unun var að fylgja.
Halldóra hafði einstaklega létta
lund og stórt hjarta. Halldóra faðm-
aði og kyssti og hún hvatti og hrós-
aði. Halldóra gerði alla menn betri í
kringum sig.
En hver var þessi sólargeisli vest-
an úr Bolungarvík? Halldóra ólst upp
í stórum hópi systkina, sem voru
henni afar kær. Hún kom til Reykja-
víkur 15 ára gömul og gekk í Kvenna-
skólann og varð húsmæðrakennari og
hún kynntist Haraldi. Eignuðust þau
fjögur börn og skópu sér fallegt heim-
ili við Ægisíðuna. Á heimilinu ríkti
glaðvær tónn og allir voru velkomnir.
Myndir koma upp í hugann.
Ég á tröppunum á Ægisíðunni svo-
lítið feimin og óstyrk að finna Ásgeir
en tekið fagnandi og hrifin inn.
Halldóra á Ægisíðunni, öll fjöl-
skyldan í mat, börn og barnabörn,
rifjaðar upp sögur og atvik, Hallóra í
essinu sínu og hlær svo dátt.
Halldóra kát að vanda svingandi
um á Ægisíðunni í Marimekko-kjól
með nokkur barnabörn að skottast í
kringum sig. Við foreldrarnir að
sækja börnin eftir dagstund hjá
ömmu og afa. Börnin taka á móti okk-
ur með uppbrettar ermar, nýbúin að
skúra forstofuna, fægja silfrið,
þurrka af bókum og baka stafla af
pönnukökum. Þetta var kannski ekki
alveg á færi 3 ára barna að okkar mati
en allir brosandi og stoltir af dags-
verkinu.
Alltaf líf og fjör á Ægisíðunni, vinir
og ættingjar að vestan að koma eða
fara og alltaf tími fyrir spjall og kaffi-
bolla. Halldóra var ráðagóð og hvergi
var betra að eiga orðastað en við hana
þegar eitthvað bjátaði á enda voru
ófáir sem leituðu til hennar. Halldóra
var kjörkuð og áræðin og hún hvatti
fólk til dáða og samgladdist svo inni-
lega yfir smáu og stóru.
Halldóra var mikill fagurkeri hafði
sérstakan áhuga á fallegri hönnun og
handverki. Handofnar gardínur,
hnífapör og stell, allt vel valið og stíl-
hreint og fróðleg og skemmtileg saga
á bak við hvern hlut.
Halldóra og Haraldur áttu afar fal-
legt samband og þau voru gæfurík í
lífinu, þau áttu hvort annað og það var
yndislegt að sjá að þau vissu það
bæði, allan tímann, alltaf.
Hamingja þeirra mun lifa áfram í
hjörtum okkar og barna okkar.
Hjartans þakkir fyrir að fá að vera
með í þessu fallega ferðalagi.
Hildigunnur Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við ástkæra tengda-
móður mína, Halldóru Einarsdóttur.
Halldóra eða Dódó eins og hún var
venjulega kölluð var frá Bolungarvík.
Bolungarvík var sveitin hennar og að
hennar mati var hvergi betra að vera
og hvergi betra fólk.
Halldóra var glæsileg kona og það
geislaði frá henni góðmennskan og
hjartahlýjan. Hún var mikil fjöl-
skyldukona og frábær gestgjafi, en
heimili hennar og Haraldar stóð ætíð
opið ættingjum og vinum sem til
þeirra leituðu. Halldóra hafði það fyr-
ir venju í mörg ár að bjóða börnum,
tengdabörnum og barnabörnum í mat
á þriðjudagskvöldum og þá mættu
allir sem tök höfðu á. Halldóra reiddi
þá gjarnan fram frábæra fiskrétti en
hún var snillingur í gerð fiskrétta og
langt á undan sinni samtíð í elda-
mennsku. Á þessum kvöldum þegar
fjölskyldan hittist var jafnan hlegið
mikið og rætt um það sem hæst bar á
góma í þjóðfélaginu hverju sinni.
Þessi kvöld voru ómetanleg og
styrktu fjölskylduböndin mikið.
Halldóra var mjög mikil húsmóðir
og fyrirhyggjusöm en fljótlega eftir
að ég og Einar sonur hennar fórum að
vera saman byrjaði hún að safna fyrir
okkur í búið. Hún fór oft til Bolung-
arvíkur og kom þá gjarnan við í Ein-
arsbúð og keypti eitthvað fyrir okkur
í búið eins og potta, skálar, glös og
fleira. Hún var einstaklega smekkleg
í vali sínu og alltaf kom hún með eitt-
hvað fallegt. Þegar við Einar fórum
svo að búa var komin fullur skápur á
Ægissíðunni af alls konar hlutum í
búið.
Halldóra var lærður húsmæðra-
kennari og mjög fær í sínu fagi. Hún
fór ekki alltaf troðnar slóðir í mat-
argerð, var mjög hugmyndarík og
hellti sér út ýmiskonar tilraunir. Eitt
árið var mynta könnuð út í æsar, næst
var það kúmen, en hún var óhrædd
við að prófa sig áfram. Hún var mér
góður kennari. Hún kenndi mér að út-
búa og baka gerdeig sem var nýtt fyr-
ir mér og hinn fræga fjölskyldujóla-
graut. Ef ég lenti í vandræðum eða
eitthvað vantaði í uppskrift gat ég
alltaf treyst því að hún hafði ráð um
það hvernig maður gæti bjargað sér.
Nú er að leiðarlokum komið og vil
ég þakka tengdamömmu samfylgd-
ina, megi góður guð vaka yfir henni.
Hvíl í friði, elsku Dódó.
Helga.
Amma var yndisleg manneskja
sem hafði mikil áhrif á alla í kringum
sig, ekki síst okkur barnabörnin.
Amma var alltaf elskulegheitin upp-
máluð, allir voru velkomnir heim til
hennar, hvenær sem var og henni
fannst enginn fá almennilega að
borða. „Viltu ekki bjóða honum/henni
eitthvað að borða?“ Heyrðum við
systkinin iðulega þegar við fengum
einhverja vini okkar í heimsókn á
Æjó, en við höfum öll búið þar í gegn-
um tíðina. Það var lögð áhersla á það
hjá ömmu, að enginn væri svangur í
hennar húsi og hundarnir okkar
gerðu sér fljótlega grein fyrir þessu.
Þeir horfðu á ömmu með sínum bestu
hvolpaaugum þegar þeir voru á Æg-
isíðunni, með ágætis árangri: „Æ, má
ég ekki gefa honum eitthvað að borða,
(allir hundar voru karlkyns hjá
ömmu) hann er svo svangur,“ sagði
amma. Hundurinn okkar, Dimmal-
imm, svaf af þessum sökum alltaf fyr-
ir utan svefnherbergisdyr hennar
ömmu, matarástfangin.
Amma talaði aldrei illa um neinn,
hún sá alltaf það besta í öllum, og leit
tilveruna bjartari augum en við flest.
Ef menn voru drykkfelldir og óstýri-
látir eins og mennirnir sem voru sett-
ir í poka á sveitaböllunum í Bolung-
arvík, þá voru þetta „gleðimenn“.
Enginn var leiðinlegur heldur var
sumt fólk „sérstakt“ og aldrei var
nokkur maður baktalaður.
Þegar rigndi, var almættið að þvo
fyrir okkur trén.
Amma var alvarleg af því leyti, að
hún vildi alltaf koma vel fyrir. Hún
gekk alla tíð í háhæluðum skóm, hár
hennar og föt voru alltaf til fyrir-
myndar.
Amma var góð við allt og alla og oft
var góðmennska hennar grátbrosleg.
Hún kom sér ósjaldan í hlægilegustu
vandræði vegna kærleika síns, en hún
mátti ekkert aumt sjá og var alltaf að
hjálpa öllum.
En þótt við hefðum hlegið, hló
amma alltaf mest, með sínum innilega
hlátri. Hún hafði mikinn húmor fyrir
sjálfri sér og gerði hiklaust grín að því
hvernig hún hafði hegðað sér eða
komið fram, allt frá því hún var í
Kvennaskólanum, talandi sína vest-
firsku, til okkar tíma.
Amma var goðsögn í lifanda lífi í
okkar æsku. Allir vinir okkar vissu
hver amma Dódó var. Jú, hún bar
þetta einkennilega vestfirska nafn:
„Dódó,“ hún átti BMW sem hún not-
aði til að stökkva á hraðahindrunum,
hún gerði bestu fiskibollur norðan
Alpafjalla og fór spes útí búð til þess
að kaupa ís. Allir vildu kynnast þess-
ari kjarnakonu og ofur-ömmu. Amma
var fjallkona Íslands holdi klædd;
hraustleg og falleg, dugleg og vel máli
farin, kærleikinn uppmálaður og Ís-
lendingur fram í fingurgóma.
Allir elskuðu Halldóru Einarsdótt-
ur eins og hún elskaði alla. Hennar
verður sárt saknað, en hún skilur eftir
sig arfleifð bjartsýnis og gleði og er
það von okkar og stefna að sjá heim-
inn með hennar augum.
Hvíl í friði, elsku amma.
Bárður Örn, Halldór Örn og
Sólveig Ragnheiður.
Á Ægisíðu 48 hefur maður lært
margt um dagana. Þar voru mann-
kostir ekki bara orðin tóm og er það
mikil gæfa að hafa átt ömmu Æjó að
fyrirmynd. Hún hafði ekki þann hátt-
inn á að predika yfir manni en öllum
sem hana þekktu var ljóst hvað hún
stóð fyrir; ástúð, siðgæði, umhyggju,
trúmennsku og tillitssemi. Auk þess
hafði hún sterka réttlætistilfinningu
sem gat skorið þvert á staðalmyndir
og þjóðfélagsstöðu. Það var ekki þar
með sagt að hún hefði ekki haft gam-
Halldóra Einarsdóttir
Elsku amma Halldóra, takk
fyrir allar góðu stundirnar, sem
við áttum með ykkur afa Har-
aldi á Ægissíðunni. Við munum
seint gleyma þeim.
Halldór og Benedikt.
HINSTA KVEÐJA