Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.08.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2007 43 Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á The Transformers kl. 6 - 9 B.i. 10 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 Death Proof kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Miðasala á Nýjasta meistaraverk Quentin Tarantino eeee - LA Weekly eeee - T.S.K – Blaðið eee - S.V. – MBL www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 og 6 m/íslensku tali Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 m/ensku tali Sýnd kl. 8 og 10:20 Frá leikstjóra Sin City „Gerir þig æstan fyrir kvikmyndum á nýjan leik.“ - Peter Travers, Rolling Stone eee - V.J.V., TOPP5.IS eeee - A.M.G. - SÉÐ OG HEYRT eeee - Ó.H.T. – RÁS 2 eeee - H.J., MBL eee - R.V.E., FBL Sýnd með íslensku og ensku tali eeee - A.M. G., SÉÐ OG HEYRT eee - V.J.V., TOPP5.IS eee - R.V.E., FBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - H.J., MBL Sýnd með íslensku og ensku tali www.haskolabio.is Sími - 530 1919 STÆRSTA MYND SUMARSINS ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG BRUCE WILLIS ROSE MCGOWAN FERGIE -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 4, 7 og 10-POWERSÝNING ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG STÆRSTA MYND SUMARSINS 10:00 42 .0 00 G ES TI R Á 10 DÖ G UM 42 .000 G ESTIR Á 10 DÖ G UM Sýnd í V.I.J. – Blaðið V.I.J. – Blaðið  Þó að Forn-Grikkir hafi vegsamað ást- arsambönd karla og drengja og að gríska skáldkonan Saffó hafi ort konum ástarljóð á eyjunni Lesbos hefur samkynhneigð gegnum nær alla mannkynssöguna verið litin hornauga og lítið um hana rætt.  Árið 1935, tveimur árum eftir að Hitler komst til valda í Þýskalandi, var sett þar í landslög grein sem kvað á um að hefði fólk minnsta grun um samkynhneigð karlmanna væri því skylt að tilkynna slíkt og að viðkom- andi yrði tafarlaust sviptur borgaralegum rétt- indum sínum. Lögin voru í gildi allt til ársins 1969.  Hörkunni gagnvart samkynhneigðum var fylgt eftir á tímum McCarthyismans í Banda- ríkjunum sem og í Ráðstjórnarríkjum Stalíns.  Jafnréttisbarátta samkynhneigðra komst fyrst í fjölmiðla árið 1969 í Bandaríkjunum þegar Stonewall-uppþotin áttu sér stað á sam- nefndum bar fyrir samkynhneigða í New York.  Ekki var til orð yfir samkynhneigð á ís- lensku fyrr en nýyrðið kynvilla birtist í Skírni árið 1922 í grein Stefáns Jónssonar þar sem fram komu skoðanir lærðra manna á því sem síðar átti eftir að kallast samkynhneigð.  Í Íslenskri orðabók handa skólum og al- menningi frá árinu 1978 er ekki að finna orðið samkynhneigð. Orðið kynvilla er þó þar að finna með útskýringunni ,,tilhneiging e-s til að hafa kynmök við persónu af sama kyni og hann er sjálfur“.  Árið 1924 var maður í fyrsta og eina sinn dæmdur fyrir kynhneigð sína hér á landi þegar Guðmundur Sigurjónsson Hofdal var dæmdur í til 8 mánaða betrunarhúsvinnu fyrir holdlegt samræði við einstaklinga af sama kyni. Féll dómurinn samkvæmt 178. gr. hegningarlag- anna frá 1869 en þau lög giltu hér í rúm sjötíu ár.  Þann 12. febrúar árið 1940 voru ákvæðin felld úr gildi. Ísland var annað Norðurland- anna á eftir Dönum að afnema refsingar við mökum samkynhneigðra án tillits til aldurs þeirra eða samþykkis. Írland var síðasta ríki Vestur-Evrópu að afnema slík refsiákvæði, ár- ið 1993.  Eftir 1940 var samkynhneigðra hvergi getið í íslenskri löggjafarumræðu í 45 ár eða þar til árið 1985 þegar þingsályktunartillaga um af- nám misréttis gagnvart samkynhneigðum var borin fram á Alþingi.  Hörður Torfason var fyrsti Íslendingurinn sem opinberlega kom út úr skápnum. Í viðtali í tímaritinu Samúel árið 1975 lýsti hann opin- berlega yfir samkynhneigð sinni en hann var þar meðal annars spurður hvort möguleiki væri á að hann tæki saman við lesbíu.  Samtökin ́78 voru stofnuð 2. maí 1978 með undirheitinu Félag homosexual fólks á Íslandi sem síðar var breytt í Félag lesbía og homma á Íslandi.  Í byrjun níunda áratugarins lentu Samtökin 7́8 í deilum við Ríkisútvarpið þegar það síðar- nefnda ákvað að ekki væri hægt að lesa upp til- kynningu á vegum Samtakanna því þau inni- héldu orðin lesbía og hommi. Það var ekki fyrr en árið 1986, þegar leyfi til reksturs útvarps á Íslandi var gefið frjálst, að Ríkisútvarpið breytti afstöðu sinni.  Hinsegin dagar voru fyrst haldnir árið 1999 þegar blásið var til lítillar hátíðar á Ingólfs- torgi til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá Stonewall-uppreisninni. Ágrip af sögu samkynhneigðra Morgunblaðið/Kristinn Hörður Torfason Í viðtali í tímaritinu Samúel árið 1975 var Hörður meðal annars spurður hvort möguleiki væri á að hann tæki saman við lesbíu!?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.