Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 230. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is VINSÆLASTUR FEIMNI SVEITASTRÁKURINN MAGNI GAGNRÝNIR GAGNRÝNENDUR >> 56 SVÍAR MÁLA OG MYNDA Í ÞÓRSMÖRK ÖÐRUVÍSI FERÐAÞJÓNUSTA >> 25 GARRÍ Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, líkir í samtali við Morgunblaðið stjórn Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta við mafíuklíku og segir hana eingöngu hafa pen- inga og völd að leiðarljósi. Mafíuhópar sem ráði öllu í Kreml hafi náð meiri árangri en hliðstæðir hópar í öðrum löndum því KGB-mennirnir í liði forsetans hafi „einkavætt“ sjálft ríkisvaldið. Það þjóni nú eingöngu hagsmunum nokkurra gírugra einstaklinga sem svífist einskis. Kasparov er hættur að tefla opinberlega og hefur snúið sér að stjórnmálum. Hann er þekkt- hverjum þeim sem verður forsetaefni okkar. Sjálfur hef ég engan áhuga á að bjóða mig fram en verð að reyna að tryggja að við verðum raunveruleg ógn við stjórn Pútíns. Ég mun gera allt sem þarf til að það gerist. Ég hef ekki áhuga sjálfur á að fara fram af því að ég veit að eins og staðan er get ég ekki sigrað og ég vil ekki stofna möguleikum okkar í hættu. En ef enginn gefur sig fram getur farið svo að ég verði að endurskoða afstöðu mína. Það er ekki sennilegt að svo fari en, enn og aftur, þetta snýst um að berjast gegn þeim og ég ætla að berjast gegn þeim fram í rauðan dauðann. Staðan er hins vegar enn mjög óljós, við vitum ekki enn hver verður í framboði fyrir valdaklíku Pútíns, þótt aðeins séu sex mánuðir til kosninga.“ | Miðopna asti leiðtogi regnhlífarsamtaka er nefnast Annað Rússland og setja lýðræði og mannréttindi á oddinn. Forsetakosningar verða á næsta ári og má Pútín ekki bjóða sig fram þar sem hann hefur nú verið við völd tvö kjörtímabil í röð. „Við erum að reyna að finna forsetafram- bjóðanda sem gæti valdið stjórn Pútíns miklum vandræðum,“ segir Kasparov. „En það er margt óljóst ennþá, þingkosningar verða í desember og ég efast um að við getum náð samkomulagi um forsetaefni fyrr en í vetur. Það verður mikið reiptog í hreyf- ingu okkar en við munum standa þétt að baki Útilokar ekki forsetaframboð Garrí Kasparov segist ekki vilja verða forsetaefni hreyfingar sinnar í Rússlandi á næsta ári en svo geti þó farið að hann endurskoði þá afstöðu Í heimsókn Kasparov og eig- inkonan, Daría Kasparova. UMGENGNI um miðborg Reykjavíkur hefur hríðversnað í ár, að mati Ernu Valdísar Valdi- marsdóttur, íbúa í Þingholtunum. Margir tali um að sóðaskapur, há- vaði og skrílslæti í miðbænum hafi keyrt um þverbak í sumar. Nefndar eru ýmsar orsakir þess, svo sem reykingabann og langur opnunartími skemmtistaða. Nýlega stóð Erna fyrir undir- skriftasöfnun og lagði formlegt er- indi fyrir borgarráð vegna hávaða og ónæðis sem hlýst af bar í ná- grenni hennar. Íbúar í hverfinu hafa oft látið bóka kvartanir vegna barsins hjá lögreglunni. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir allar slíkar kvartanir og athugasemdir vera skoðaðar þegar rekstrarleyfi eru endurnýjuð. Gildandi leyfi séu afturkölluð þyki ástæða til. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða sé aftur á móti á ábyrgð borgaryfirvalda og þau geti takmarkað opnunartímann. | 6 Sóðaskapur og skrílslæti  Sífellt verri umgengni er um miðbæ Reykjavíkur að margra mati  Meðal orsaka er nefnt reykingabann og langur opnunartími skemmtistaða Í HNOTSKURN »Íbúar í Þingholtunum hafakvartað yfir bar sem breytti um rekstrarform í ársbyrjun. »Þeir hafa kvartað oft til lög-reglunnar en þykir á bratt- ann að sækja. FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MIKIL leit að tveim- ur ungum Þjóðverj- um á Svínafellsjökli og í grennd við hann og raunar önnur dæmi um fólk í vanda uppi á hálendinu hafa vakið athygli og umræðu um þær hættur, sem bíða þeirra, ekki síst út- lendinga, sem leggja leið sína inn á íslensk öræfi. Þar takast þeir á við hættuleg vatnsföll, erfiða fjall- vegi og jafnvel marg- sprungna jökulsporða og oft án þess að hafa þá reynslu og þann búnað, sem til þarf. Ekki þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess, að fólk sýni eðlilega fyrirhyggju áður en lagt er á fjöll. Örlygur Sigurjónsson hjá Íslenska Alpaklúbbnum leggur til dæmis mikla áherslu á, að fólk byrji á því að leita upplýsinga um það, sem kann að bíða þess í ferðinni, hjá Ferðafélagi Íslands, Alpa- klúbbnum eða öðrum staðkunnugum, og vandi síðan vel til búnaðarins. Búnaðurinn getur verið af ýmsu tagi, allt eftir því hvert ferðinni er heitið, en nefna má mannbrodda, ísöxi, fjallalínur, hjálma og fleira. Að sjálfsögðu þarf að huga vel að tjöldum þegar þau eru notuð og réttir skór og annar fatnaður geta stundum skilið á milli feigs og ófeigs. Það er gamalt máltæki, að fáir kunni sig í góðu veðri heiman að búa en vanir fjalla- menn láta það aldrei á sig sannast. Þeir vita sem er, að á fjöllum er allra veðra von og Ólöf Snæhólm Baldursdóttir hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu segir, að það sé ekki nóg að leggja eyrun við veðurspánni, heldur verði að taka fullt mark á henni. Mikilvægt að skilja eftir ferðaáætlun Ólöf segir, að atburðir síðustu daga og vikna sýni hve mikilvægt er, að fólk gangi frá ferðaáætlun þar sem fram komi hvert fara eigi og hvenær fyrirhugað sé, að ferð- inni ljúki. Þessa áætlun eigi að skilja eftir í höndum ættingja eða annarra, sem láti þá strax vita ef fólk skilar sér ekki á réttum tíma. Segir Ólöf, að Landsbjörg bjóði ein- mitt upp á þjónustu af þessu tagi. Fólk geti komið ferðaáætlunum sínum til félagsins og þannig tryggt, að enginn dráttur verði á leit eða annarri aðstoð ef þörf verður fyrir slíkt. Þeir, sem fara um hálendið, vita trúlega flestir, að þar er ekki hægt að reiða sig á GSM-samband. Öðru máli gegnir auðvitað um GPS-staðsetningartæki og NMT-síma, gervihnattasíma, og þá að því tilskildu, að fólk kunni með tækin að fara. Hér er hins vegar um að ræða frekar dýran búnað, sem fæstir fjárfesta í. Þarf að sýna fyr- irhyggju Ferðamenn á fjöllum gangi frá ferðaáætlun Ísklifur Réttur búnaður er nauðsynlegur. Morgunblaðið/Frikki Svo djúpar sprungur að ekki sést ofan í þær „VIÐ sjáum mjög lítið fram á við, þessar sprungur eru það djúpar að ekki er hægt að sjá ofan í þær – þær eru botnlausar,“ sagði Ró- bert Þór Haraldsson úr Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík sem kom niður af Svínafells- jökli á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir um tólf tíma við leit að Þjóðverjunum tveimur, Matthiasi Hinz og Thomasi Grundt. Leitað var fram í myrkur og búist var við að leit yrði fram haldið um leið og birta tæki. Róbert segir aðstæður hafa verið heppilegar í gær þar sem skyggni hafi verið betra en und- anfarna daga. Leit gengur þó hægt en á svæð- inu eru stórar sprungur og jökullinn sleipur. „Það er hægt að brjótast í gegnum þetta en það tekur mjög langan tíma. Þetta er ekki leið sem fjallgöngumenn myndu velja sér, en við vitum svo sem lítið um hvað þeir ætluðu sér.“ Á myndinni eru þeir Jónas Gunnarsson, Þor- steinn Þorkelsson og Friðrik Jónas Friðriks- son, við stjórn aðgerða í Skaftafelli í gær. | 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.