Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÍBÚAR í nágrenni Keilugranda 1 hafa sent borg- arstjóra og borgarfulltrúa bréf vegna fyrirhug- aðrar uppbyggingar allt að níu hæða íbúðarhúsa- hverfis á reitnum. Þá hafa 437 íbúar hverfisins skrifað undir athugasemdir við tillögur að aðal- og deiliskipulagi á svæðinu. Gert er ráð fyrir að á Keilugrandareitnum, þar sem SÍF hafði aðsetur á árum áður, rísi allt að níu hæða hús og bílakjallari á tveimur hæðum. Íbú- arnir gerðu athugasemdir við hugmyndir um bygg- inguna í ársbyrjun og ítreka þær nú. Andmæl- endum fyrirhugaðra framkvæmda hefur hins vegar vaxið ásmegin síðan í janúar; þá skrifuðu 99 ná- grannar sameiginlega undir athugasemdir við bygginguna, en á fimmta hundrað skrifa undir bréfin nú. Byggðin er þéttbýl fyrir Íbúar í nágrenni reitsins telja sjálfsagt og eðli- legt að lóðarhafi nýti sér ákvæði gildandi að- alskipulags Reykjavíkur og reisi íbúðir á lóðinni, en hins vegar hafi engin rök komið fram sem styðji þá ákvörðun að þar eigi að rísa byggð sem er mun um- fangsmeiri en sú sem fyrir er í nágrenninu, bæði hvað varðar nýtingarhlutfall og yfirbragð. Bent er á að Grandahverfi sé nú þegar þéttbýlt og vel nýtt. Um 43 íbúðir séu á hvern hektara í hverfinu, en til samanburðar er 41 íbúð á hvern hektara í Hlíða- hverfi. Sama tala er 15,4 í Fossvoginum og 12,7 í Foldahverfi. Þá benda íbúar á að byggðin á Grandasvæðinu fari ekki yfir 4-5 hæðir nema í nokkrum undartekningartilvikum sem rýri ásýnd hverfisins. Mikið skuggavarp hljótist því af jafn- hárri byggð og fyrirhuguð er, auk þess sem háhýs- in komi óhjákvæmilega til með að hafa áhrif á veður og vinda á jafnvindasömu svæði. „Við drögum ekki í efa réttinn til að byggja á reitnum Keilugranda 1. Það má hins vegar ekki gerast á kostnað öryggis barna sem og lífsgæða og verðmætis húsnæðis íbúa í nágrenninu. Skipulagsyfirvöld borgarinnar verða að fylgja þeim reglum sem þau hafa sjálf sett sér, en ekki gera á þeim geðþóttabreytingar, sem að- eins þjóna væntingum og hagnaðarsjónarmiðum eiganda reitsins. Við gerum þá lágmarkskröfu að kjörnir fulltrúar okkar og embættismenn fari eftir þessu í störfum sínum en svo virðist sem aðeins minnihluti borgarstjórnar hafi gert það í þessu máli,“ segir í bréfinu. Athugasemdum íbúa lítill gaumur gefinn fram að þessu Í bréfi íbúanna til borgarstjóra er hann hvattur til að virða hag hins almenna borgara og gæta þess að borginni sé stjórnað á sönnum og traustum lýð- ræðisgrundvelli. Fyrri athugasemdum íbúa til Skipulagsráðs Reykjavíkur og skipulagsfulltrúa borgarinnar hafi hingað til lítill gaumur verið gef- inn og ekkert orðið úr yfirlýsingum borgaryfirvalda um frekara samráð við nágranna framkvæmdanna. Íbúar telja að svo yfirgripsmiklar framkvæmdir í rótgrónu hverfi muni valda verðmætarýrnun hús- eigna í næsta nágrenni, meðal annars sökum skuggavarps, stórskerts útsýnis, sjónmengunar og umferðarþunga er leiði til aukins óöryggis barna á leið til skóla eða íþróttaiðkunar. Í næsta nágrenni reitsins eru tveir skólar, Grandaskóli og Granda- borg, auk íþróttafélagsins KR, með aðstöðu. „Eigendur þessara húseigna, sem byggðu þær eða keyptu í trausti þess að borgin myndi virða sitt eigið skipulag, munu að sjálfsögðu leita réttar síns og setja fram bótakröfur fyrir þeim verðmætamissi sem aðgerðir borgarinnar hefðu í för með sér,“ seg- ir undir lokin í athugasemdabréfi íbúanna vegna til- lögu að breytingu á deiliskipulagi Keilugranda 1. Mikil alda reiði og undrun- ar hefur risið meðal íbúa Þrætueplið Áætlanir um uppbyggingu allt að níu hæða fjölbýlishúsakjarna við Keilugranda 1 falla í grýttan jarðveg meðal íbúa í nágrenninu sem segja Grandahverfi nú þegar þéttbýlt og vel nýtt. Í HNOTSKURN »Drög að deiliskipulagi lóðarinnarKeilugranda 1 voru kynnt hlutaðeig- andi í ársbyrjun. » Í fyrstu tillögu var gert ráð fyrir 12hæða húsum á lóðinni, en horfið var frá því og húsin takmörkuð við 9 hæðir. » Íbúðar þáðu þó ekki sættir og hefurþeim sem líta framkvæmdirnar horn- auga fjölgað mjög.  Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni Keilugranda andmælir skipulagstillögum  Skuggavarp, sviptivindar og aukinn umferðarþungi meðal afleiðinga HANNA Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar, segir að verið sé að vinna úr þeim athuga- semdum sem inn hafa borist vegna skipulags Keilugranda- reitsins. Skipu- lagssvið vinni úr athugasemdun- um og leggi þær að því loknu fyrir skipulagsráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Hanna Birna segist því ekki geta tjáð sig efnislega um athugasemd- irnar áður en yfirferð þeirra er lok- ið. „Þessar athugasemdir verða skoðaðar á vettvangi skipulagsráðs þar sem farið verður yfir hverja og eina þeirra.“ Hanna segir að sú skipulagstil- laga sem nú liggi fyrir hafi tekið talsvert mið af sjónarmiðum íbúa á svæðinu sem fram komu fyrr á árinu. Þannig hafi húsin verið lækk- uð, nýtingin minnkuð og tekið mið af athugasemdum um grunnvatns- stöðu, svo eitthvað sé nefnt. Skipulag íbúðasvæða geti alltaf tekið breytingum Spurð hvort eðlilegt sé að breyta reit, sem samkvæmt aðalskipulagi var undir 50 íbúðir, í 130 íbúða kjarna, segir Hanna Birna að það hafi verið til umræðu að breyta skipulagi á þessu svæði í langan tíma. „Eðli máls samkvæmt getur skipulag á íbúasvæðum alltaf tekið breytingum. Þetta er mjög eftir- sóknarvert svæði og við teljum að þær hugmyndir sem settar voru í auglýsingu hafi falið í sér góða lausn fyrir það,“ segir Hanna. Eðlilegt að skipulagið taki breytingum Hanna Birna Kristjánsdóttir ÞEIR íbúar í nágrenni Keilu- granda 1 sem Morgunblaðið ræddi við vegna málsins telja framkomu borgaryfirvalda í málinu fela í sér yfirgang og valdníðslu. Þegar reit- urinn hafi verið keyptur gerði að- alskipulag ráð fyrir 50 íbúðum á reitnum og því verði lóðarhafi að una. Óeðlilegt sé að hans vænt- ingar eða gróðasjónarmið ráði för á kostnað lífsgæða og umferðar- öryggis á svæðinu. „Þegar ég keypti raðhús hérna skoðaði ég að- alskipulag svæðisins og sá að hér væri gert ráð fyrir 50 íbúðum. Ég taldi það ásættanlegt, enda svipað og sú byggð sem hér er fyrir. Svo verður þetta, eins og hendi væri veifað, að 130 íbúðum, húsin allt að 30 metra há og Fjörugranda, sem var botnlangi þegar ég keypti hús- ið, breytt í gegnumakstursgötu fyrir nýju húsin. Þetta er ansi mikil breyting fyrir þá sem hafa keypt sér hús hérna og ætluðu að vera í rólegheitunum,“ segir íbúi við Fjörugranda. Það er eins og einn hagsmuna- aðili sem á í hlut geti gert það að verkum að almennt skipulag er virt að vettugi. Þetta er bara glórulaust,“ segir íbúi við Keilu- granda. Breytti öllum lífs- skilyrðum íbúanna Ása S. Þórðardóttir, íbúi við Fjörugranda, segir að miklir vind- strengir séu nú þegar meðfram húsunum og hún er sannfærð um það að jafnhátt hús og til stendur að reisa auki sviptivindana. „Ég get ekki hugsað til þess að þeir geri þetta. Þetta breytir öllum lífs- skilyrðum okkar sem hér búum,“ segir Ása. Fyrir utan breytt veð- urfar óttast hún að aukin hætta skapist í kjölfar framkvæmda fyrir þau fjölmörgu börn sem ýmist eru á leið til leikskóla, skóla eða fé- lagsstarfs í KR-heimilinu. „Þetta er bara glórulaust“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.