Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þið kannski röltið yfir til mín á næstu „Ein með öllu“, Stefán minn? VEÐUR Það er til marks um hvað íslenzkfjármálafyrirtæki eru orðin al- þjóðleg, að skuldabréfavafning- arnir, sem svo eru kallaðir, sem sett hafa fjármálamarkaði um heimsbyggðina alla á annan end- ann á síðustu vikum ná til Íslands.     Þetta kom fram í Morgunblaðinuí gær, þar sem skýrt var frá því, að íslenzk fjármálafyrirtæki tengdust um 30 milljörðum í áhættusömum lánum.     Fram kom, að hvorki Lands-banki, Glitnir né Straumur- Burðarás ættu hlut að máli.     Hins vegar staðfesti talsmaðurKaupþings banka, að sá banki tengdist þessum lánum í gegnum dótturfélag í London. Ekki var upplýst um hve háar fjárhæðir er að ræða.     Ennfremur kom fram að nýttfjármálafyrirtæki Aska Capi- tal ætti um 6 milljónir Bandaríkja- dala í áhættusömum húsnæð- islánum. Talið er að fleiri aðilar á fjár- málamarkaði hér kunni að koma við sögu.     Talsmaður Kaupþings bankasagði í samtali við Morg- unblaðið, að bankinn hefði sagt samstarfsaðilum og viðskiptavin- um að ef tap yrði á þessum lánum mundi það hafa óveruleg áhrif á rekstur bankans. Ennfremur að lánin væru með hæsta mat, sem hægt væri að fá.     En það er einmitt forvitnilegurþáttur þessa máls, að hin al- þjóðlegu matsfyrirtæki liggja und- ir þungri gagnrýni á þeirri for- sendu, að lítið hafi verið að marka mat þeirra á þessum lánum. STAKSTEINAR Vafningar ná til Íslands SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -             # $$ %  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  " # # $$  &$ &              :  *$;< $$                                 !  "   #$%         & *! $$ ; *! '( ) $  $( $    *  =2 =! =2 =! =2 ')   $+ % ,$- .  <>; ?           '(   (       %   )&  *   #$ ;   " 2  + (    %        ),   $ -   *  .    (  /!  -  ),        /0 $$11   $ $2  $+ % 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C !& !3 !3" & !&  &""  &"! !&" &!" "& "& "& "&   &! !& &!" !& 3 3 3 3" 3 !3 !3 !3 3 3 3 3 3 !3           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ TómasHa | 24. ágúst 2007 Dýr lággjalda- flugfélög Það er merkilegt hversu Express hefur sloppið vel úr umræðu um flugfélögin. Oft á tíðum er verð þess mun hærra en verð Iceland Air, svo ekki sé talað um skort á þjónustu. Það kostar líka að fara langan veg vegna þess að þeir lenda á flugvöllum sem eru ekki einu sinni í þeim borgum sem þeir auglýsa, eins og Frank- furt. Meira: tomasha.blog.is Harpa Heimisdóttir | 24. ágúst 2007 Leikskólalög Þetta er sáraeinfalt. Þótt við gerumst brot- leg má lögreglan ekki beita okkur ofbeldi og pyntingum. Þótt það geti kallast ofbeldi að setjast drukkin undir stýri þá réttlætir það ekki að konan sé beitt ofbeldi. Eða getum við núna bara farið að segja „hún byrjaði“ og réttlætt gjörðir lögreglunnar með því? Var okkur ekki kennt í leikskóla að það mætti ekki? Meira: harpaheimis.blog.is Palli Pé | 24. ágúst 2007 Ruby Ruby Ruby Ruby Sú nýjasta sem ég hjó eyrum mínum í er aug- lýsing frá Ruby Tuesday. Þar segir að hamborgararnir frá Ruby Tuesday séu eld- aðir af alúð. Kannski er það minn pervertismi sem hefur áhrif á þessa skoðun mína, en samt sem áður vil ég að borgarinn minn sé bara eldaður eðlilega. Þegar ég hugsa um að sýna einhverju al- úð … tja þá vil ég helst ekki að því sem ég er að éta sé sýnd slík alúð. Meira: stundinokkar.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 23. ágúst 2007 Borgarstjórinn talar sig frá vínkælinum Það er svolítið kostu- legt að sjá hvernig Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri er nú byrjaður að reyna að tala sig frá vandræða- ganginum sem fylgdi kælinum í vínbúðinni í Austurstræti sem hann vildi að yrði fjarlægður. Hann segir nú það vera sér að meinalausu að hann verði settur á sinn stað og í samband. Sennilega eru pólitískir ráðgjafar borgarstjór- ans farnir að átta sig á því að þetta mál er í alla staði hið vandræðaleg- asta fyrir mann sem vill kenna sig við leiðtogastöðu í hægriflokki. Borgarstjórinn í Reykjavík segir nú kælinn vera algjört aukaatriði málsins. Hvers vegna fór hann þá fram á að hann yrði fjarlægður og gekk skrefi lengra með því að krefj- ast líka að bjór yrði ekki seldur í stykkjatali. Nú er búið að snúa við blaðinu, það er leitað af eftiráskýr- ingum til að koma sér út úr klúðr- inu. Þeir eru ekki margir sem leggja í það að verja talanda borg- arstjórans og það sem hann kom með upphaflega. Hann er auðvitað bara orðinn algjört aðhlátursefni eins og nakti keisarinn í gamla góða ævintýrinu. Þetta er svona týpískur vandræðagangur sem vekur enn meiri athygli en ella vegna þess að um er að ræða kjörinn sveit- arstjórnarfulltrúa í vel á þriðja ára- tug og formann sambands sveitar- félaga í hartnær tvo áratugi. Þetta mál er allt hið kostuleg- asta. Það að láta sér detta í hug að einn kælir í vínbúð leiki lykilhlut- verk í drykkjuvenjum þeirra sem koma til að kaupa sér léttar veigar er eiginlega hlægilegt í besta falli sagt. Eða hvort bjór sé seldur í stykkjatali. Þetta mál með kælinn hefur hinsvegar opnað á margar spurningar um stjórnmálamanninn Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og hvar hann sé staddur á sinni pólitísku vegferð. Í svo miklu klúðri er skilj- anlegt að reynt sé að bakka en spurningin er hvort að það sé ekki orðið of seint. Hvort borgarstjórinn sé ekki orðinn of pólitískt volgur til að slá í gegn. Það er mikið verkefni að vera borgarstjóri. Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI Helga- fellsbygginga hf. segir umræðuna um vinnuveg vegna lagnafram- kvæmda í Helgafellslandi vera á villigötum. Það sé ekki í þágu mikils meirihluta íbúa á svæðinu að lokað hafi verið fyrir almenna umferð um veginn. Varmársamtökin hafa mótmælt vinnuveginum á þeim grunni að í raun hafi umdeild tengibraut úr Helgafellslandi í Mosfellsbæ verið lögð án þess að sú framkvæmd hafi verið samþykkt á deiliskipulagi. Um- ferð sem ekki er tengd lagnafram- kvæmdunum hefur farið um veginn en nýlega ákváðu bæjaryfirvöld að um veginn mættu einungis keyra farartæki vegna lagnaframkvæmd- anna sjálfra. Skilur að Mosfellsbær hafi brugðist við gagnrýnisröddum Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Helgafellsbygginga hf, segist ekki sjá mun á því að þessi vinnuvegur sé notaður eða aðrir. Með því að beina umferðinni á þenn- an tiltekna vinnuveg megi beina um- ferð frá íbúðahverfum, eins og Ás- landshverfinu, þar sem umferðin valdi íbúum ama. „Ég get alveg skil- ið viðbrögð Mosfellsbæjar því bær- inn hefur alltaf viljað gæta að um- hverfinu þarna í kring. Mér finnst samt of langt gengið að loka veginum og beina umferðinni í gegnum íbúa- byggð í staðinn. Betra er þá að nota þessa vinnuvegi, jafnvel þótt þeir séu ekki samþykktir.“ Hann bendir á að vinnuvegurinn, sem nú hefur verið lokað fyrir almennri umferð, sé afar góð tenging við Vesturlandsveg og með honum skapist mun minni hætta vegna þeirra þungaflutninga sem fari inn og út úr Helgafellslandinu. Hannes segir að sá hópur fólks sem mótmæli framkvæmdunum sé lítill. „Mér finnst að það hafi gleymst að spyrja hinn þögla meirihluta en ég veit að hann hefur áhuga á að byggja upp öflugt bæjarfélag þarna. Það er ekki verið að níðast á neinum með því að nota þennan veg, við höf- um bara gert það til að vernda íbúa fyrir ónæði.“ Ekki í samræmi við vilja íbúa Framkvæmdastjóri Helgafellsbygginga telur lokun vinnuvegar óskynsamlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.