Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KAUPÞINGS
MÓTARÖÐIN
2007
ÍSLANDSMÓTIÐ í holukeppni
um helgina á URRIÐAVELLI
AÐEINS fjórar lundapysjur hafa
verið vigtaðar í þessum mánuði í
Vestmannaeyjum. Ljóst er að
pysjutímabilið verður með svipuðu
móti og það hefur verið undanfarin
þrjú ár, en ætisskortur í sjónum
hefur haft áhrif á varp lundans líkt
og hjá fleiri sjófuglum.
Að sögn Kristjáns Egilssonar,
forstöðumanns Náttúrugripasafns-
ins í Vestmannaeyjum, ætti hátind-
ur pysjutímabilsins að vera núna,
þ.e. seinni hluta ágústmánaðar.
Hann segir að ef allt væri með eðli-
legu móti myndu á bilinu 5.000-
6.000 lundapysjur koma í þessum
mánuði í bæinn.
Kristján segir að lundinn hafi
orpið seinna í ár líkt og síðustu ár.
„Það verður bæði seint og lítið sem
kemur af pysju,“ segir Kristján og
bætir því við að ef meira komi af
pysju þá megi búast við því í byrjun
september. „Það verður hinsvegar
aldrei mikið því lundinn fer svo að
fara […] Í byrjun september fer
hann bara, en þá er tímaklukkan
komin á hann að koma sér í burtu.“
Hann segir þær pysjur sem hafi
verið vigtaðar líti vel út. Þær vega
á bilinu 250-260 grömm, sem sé
ágætt. Hefð er fyrir því að börn á
öllum aldri vigti og skrái pysj-
urnar.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Bjargvættur Kristín Edda Valsdóttir, 10 ára, með eina af fyrstu pysjunum.
„Það verður bæði seint
og lítið sem kemur af pysju“
TALSMAÐUR neytenda segir að
flugfélagið Iceland Express hafi
neitað að verða við tilmælum um að
neytendur velji sjálfir sérstaklega
hvort þeir vilji greiða forfallagjald.
Talsmaður neytenda segir að auka-
gjöld samkvæmt forvali feli í sér
neikvæða samningsgerð sem sé
óheimil.
Mælst var til þess að framvegis
yrðu netsíður seljenda flugferða
þannig að neytandi þyrfti ekki að
taka burt hak í valreit vildi hann
ekki greiða forfallagjald til við-
bótar við flugmiðaverð. Því var
hafnað. Sama gilti um aðra viðbót-
arþjónustu sem fyrirtækið vill
rukka neytendur aukalega fyrir.
Morgunblaðið/Kristinn
Neituðu að
verða við
tilmælum
FÉLAG leiðsögumanna á Íslandi
hefur verulegar áhyggjur af því að
erlendir hópar ferðamanna komi
hingað til lands án leiðsagnar leið-
sögumanna. Oft eru hópar útlendra
ferðamanna hér á ferð undir forystu
svokallaðra hópstjóra sem eru jafn
ókunnir landinu og ferðamennirnir
sjálfir. Formaður Félags leiðsögu-
manna telur að slíkt fyrirkomulag
hafi færst í vöxt hér á landi.
Ragnheiður Björnsdóttir, leið-
sögumaður og formaður Félags leið-
sögumanna, segir að félagið hafi
reynt að gera athugasemdir við þann
hátt sem margar erlendar ferða-
skrifstofur hafi haft á stjórn hópa á
þeirra vegum hér á landi. „Hópstjór-
ar stjórna því einungis hvert er farið,
hvenær og hvar sé stoppað. Leið-
sögumenn sjá hins vegar um
fræðsluþáttinn og fara þá líka með
fararstjórnina,“ segir Ragnheiður.
Hún segir að þetta eitt og sér hafi
ekki áhrif á öryggi hópanna en hins
vegar sé það svo að oft biðji erlendar
ferðaskrifstofur einfaldlega einn við-
skiptavina sinna um að gegna starfi
hópstjóra gegn því að fá ferðina fría
og einhverja þóknun. „Hann hefur
þá kannski aldrei komið til landsins
og þekkir ekkert til íslenskra að-
stæðna. Það er einkum þetta sem við
höfum verið að fetta fingur út í og
gagnrýna. Yfirleitt er auðvelt að
ferðast um Ísland en það er ýmislegt
hér á landi sem ber að varast og út-
lendingar átta sig ekki á og íslenskir
leiðsögumenn eru þjálfaðir til bregð-
ast við.“
Félagið mun beita sér fyrir
löggildingu starfsheitisins
Félagið hefur viljað að erlendir
hópar þurfi að vera í fylgd íslenskra
leiðsögumanna sem hafi menntun til
þess að fara um landið og leiðbeina.
„Það mun hins vegar ekki gerast á
meðan starfsheitið er ekki lögvernd-
að. Þangað til það gerist þá höfum
við engin réttindi,“ segir Ragnheið-
ur. Hún vísar til þess að í mörgum
löndum Suður-Evrópu sé hópum
skylt að vera í fylgd viðurkennds
leiðsögumanns. „Og þar er nú ekki
um miklar hættur að ræða eins og
hér er.“
Í Félagi leiðsögumanna eru um
600 félagsmenn og ætlar félagið í
haust að beita sér fyrir því að starfs-
heiti leiðsögumanna verði lögvernd-
að.
Hafa áhyggjur af
öryggi ferðamanna
422 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði
sér fyrir að virða ekki 60 km leyfi-
legan hámarkshraða á Hringbraut í
Reykjavík. Umrædd vöktun stóð yfir
í u.þ.b. 19 klukkustundir á miðviku-
dag og fimmtudag. Brot ökumann-
anna náðust á löggæslumyndavél en
hinir brotlegu óku að jafnaði á lið-
lega 75 km hraða. Fjórir óku á yfir
100 km/klst.
Umferðarlagabrotin mynduð
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
NÝJU mannvirkin á íþróttasvæði
Vals á Hlíðarenda verða vígð í dag
og af því tilefni verður mikil dag-
skrá í gangi hjá Valsmönnum.
Miklar framkvæmdir hafa verið
að Hlíðarenda undanfarin misseri
og er íþrótta- og félagsaðstaðan nú
sú besta hérlendis. Yngra íþrótta-
húsið var rifið og nýtt og stærra
hús byggt í staðinn. Aðal-
leikvangur félagsins var færður yf-
ir á fyrrverandi malarvöll og
áhorfendastúka og búnings-
klefaálma tengd nýja íþróttahús-
inu. Byggð var viðbygging við nú-
verandi tveggja hæða
tengibyggingu sem tengir saman
nýja íþróttahúsið og eldri bygg-
ingar. Auk þess var meðal annars
gengið frá æfingasvæðum, bíla-
stæðum og girðingum. Fé-
lagsaðstaðan rúmar allt að 2.000
manns. Sæti eru fyrir um 1.300
manns allan hringinn í íþróttahús-
inu og koma má fyrir allt að 2.000
manns. Stúka knattspyrnuvallarins
tekur um 1.200 manns í sæti og
undir henni eru átta búningsklefar.
Dagur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Vals, segir að í til-
efni tímamótanna verði boðið upp á
fjölbreytta dagskrá. „Þetta er stór
dagur í sögu félagsins, einn af þeim
merkustu,“ segir hann.
Dagskráin hefst klukkan 13 með
heimsókn Valsmanna á íþrótta-
svæði skólanna í hverfinu, Hlíða-
skóla, Austurbæjarskóla og Há-
teigsskóla. Þar gefst nemendum
skólanna tækifæri til að kynnast
boltagreinunum, sem félagið er
með á sinni könnu, og kl. 14 verður
gengið saman frá skólunum að
Hlíðarenda til að kynna krökk-
unum gönguleiðirnar. Kl. 14.30
hefst fjölskylduhátíð á íþróttasvæð-
inu, þar sem gestum gefst kostur á
að skoða mannvirkin auk þess sem
æfingar yngri flokka verða í gangi.
Vígsla mannvirkjanna verður síðan
klukkan 16.
„Við erum að gera okkur sýnileg
og bjóðum alla Valsmenn og íbúa
hverfisins sérstaklega velkomna,“
segir Dagur.
Morgunblaðið/Golli
Mikil breyting Valssvæðið á Hlíðarenda hefur tekið miklum breytingum og er Dagur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Vals, ánægður með árangurinn. Nýju mannvirkin á íþróttasvæðinu verða vígð í dag.
Einn af
merkustu
dögunum
í sögu Vals
Ný og glæsileg íþróttamannvirki vígð á Hlíðarenda
FARÞEGAR flugvélar Iceland Ex-
press sem urðu fyrir töfum á flugi
frá Kaupmanna-
höfn vegna eld-
ingar, hinn 20.
júlí síðastliðinn,
fengu í vikunni
sendar 8.000
króna inneign
fyrir flugmið-
akaupum sem
bætur fyrir töf-
ina frá fyrirtæk-
inu.
Flugfyrirtæki eru ekki bótaskyld
í tilfellum sem þessum, en að sögn
Matthíasar Imsland framkvæmda-
stjóra Iceland Express voru þau
ósátt við hvernig samstarfsaðili
þeirra í Kaupmannahöfn stóð að
málum farþega og vildu því bæta
þeim það upp. „Við gefum okkur út
fyrir að vera stundvíst flugfélag og
viljum að fólk sé ánægt og fái góða
þjónustu hjá okkur, sem var ekki í
þessu tilfelli. Þess vegna ákváðum
við að bregðast svona við.“
Matthías Imsland
Gáfu farþeg-
um inneign
♦♦♦