Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm í september. Njóttu lífsins á
þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum örfá herbergi á
Hotel Melia með hálfu fæði á frábærum kjörum. Glæsileg fjögurra stjörnu
hótel með góðri sameiginlegri aðstöðu. Skelltu þér til Benidorm og njóttu
lífsins á einum af vinsælustu gististöðum Heimsferða.
Benidorm
30. ágúst
Sértilboð á
Hotel Melia****m/hálfu fæði
frá kr. 59.990
Aðeins örfá herbergi í boði!
Verð kr. 59.990
Netverð á mann með sköttum, m.v. 2 í tví-
býli með hálfu fæði í viku.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Akureyrarvaka var sett íhauströkkrinu í Lystigarð-inum í gær. Í dag tekur við
þétt dagskrá frá morgni til kvölds
með viðburðum allt frá Hlíðarfjalli
og niður á höfn. Það er reyndar það
margt um að vera að hver og einn
verður að velja og hafna og móta
dagskrána eftir sínu höfði.
Það gæti orðið góð byrjun á deg-inum að rölta niður á torg og
skoða markaðinn sem stendur á
milli kl. 10 og 16. Þeir sem eru hins
vegar gefnir fyrir fjallahjól geta
fylgst með fjórða bikarmóti Íslands
kl. 10 og Íslandsmeistaramóti í
fjallabruni kl. 14, en bæði mótin
fara fram uppi í Hlíðarfjalli.
Sjálfur ætla ég að halda migfjarri Lúkasarbyggð í bili. Nær
mannabyggðum. Á ráðhústorginu
er til dæmis fínt að hefja stuttan
myndlistarrúnt eftir markaðinn. Í
Amaróhúsinu er sýning Lilju Guð-
mundsdóttur frá kl. 10 og í Penn-
anum ætlar Hlynur Hallsson að
spreyja textaverk á milli kl. 13 og
14. Gestir mega taka þátt og bæta
við verkið að vild, þannig að í stað
þess að sitja með hendur í skauti er
um að gera að grípa penna eða
pensil og taka þátt í verkinu.
Eftir það er hægt að skreppaniður að Polli og fylgjast með
einni athyglisverðustu samvinnu
dagsins, þegar Anna Richards og
Benedikt Lafleur fiska eftir haf-
meyjum á svæðinu. Í leiðinni er
kjörið að taka stöðuna á Steina
Kristjánssyni sem setur upp nýtt
VeggVerk frá kl. 12 og þar til fer
að rökkva.
Ef menn hins vegar hafa lítiðmyndlistaróþol er best að
halda sig í Gilinu og missa ekki af
opnununum þar; annars vegar á
sýningu á verkum þeirra sem eru
tilnefndir til Sjónlistaverðlaunanna
í ár og hins vegar samsýningu
verka eftir 21 listamenn unnum út
frá Jónasi sjálfum Hallgrímssyni.
Eftir sýningarnar eru síðan hæg
heimatökin að rölta um í gall-
eríunum í kring: Það verður opið
hjá Jónasi Viðar, í Deiglunni og í
Galleríi BOXI. Á síðastnefnda
staðnum verður vídeóvaka og sýnd
verða 24 alþjóðleg vídeóverk.
Tónleikar verða víða um bæ. ÍKaupþingi verður leikinn djass
síðdegis, og tvenn tækifæri gefast
til að sjá VilHelm kynna nýju plöt-
una, The Midnight Circus, annars
vegar fyrir utan Símann kl. 15 og
hins vegar í Deiglunni á milli kl. 20
og 21.
Kl. 21 verða hins vegar heljar-
innar útitónleikar með stórsveit
Samúels J. Samúelssonar í Gilinu,
en tónleikunum verður útvarpað í
beinni á Rás 2. Í fyrra var smekk-
fullt á tónleikum á sama stað og því
er ráðlegt að mæta snemma.
Þeir sem hins vegar kjósa frekar
að hlusta á klassíska tónlist fá eitt-
hvað við sitt hæfi í íþróttahúsi Gler-
árskóla kl. 16 þar sem óperan La
Traviata verður flutt.
Um kvöldið verður svo boðiðupp á alls kyns atriði, til dæm-
is draugagöngu frá Minjasafninu,
en þá fara skuggaverur á stjá í inn-
bænum. Öllu vinalegri hópur fylkir
liði úr Frúnni í Hamborg og niður á
torg. Frúin sjálf mætir á svæði með
fylgdarliði, en sögusagnir herma að
um sé að ræða einhvern hundrað
manna gerning.
Kl. 22.30 hefst síðan heljarinnar
karnival þegar Don Kíkóti leiðir
múginn í byltingu Fíflanna, sem
endar með flugeldum og látum.
Þá er ótalið margt annað semhægt verður að upplifa á þess-
ari síðustu hátíð sumarsins. Ef hún
verður eitthvað í líkindum við þá
sem ég man eftir má búast við af-
slappaðri stemningu en fjölmenni.
Þetta er dálítið eins og Þorláks-
messa í ágúst, með tilheyrandi mið-
bæjarrölti og mannlífsskoðun. Eða
jafnvel uppskeru- og kveðjuhátíð –
þar sem litið er yfir farinn veg og
sumarið kvatt. Haustinu tekið opn-
um örmum.
Þó, og þó. Ætli þetta sé ekkibara, þegar allt kemur til alls,
fínasta leið til að drepa tímann og
hafa gaman, rétt eins og á hátíðum
yfirhöfuð. Og sem slík fær hún
toppdóma, alveg heilan helling af
stjörnum.
… eins og Þorláksmessa í ágúst
AF LISTUM
Hjálmar Stefán Brynjólfsson
» Þá fara skuggaver-urnar á stjá í inn-
bænum en öllu vinalegri
hópur fylkir liði úr
Frúnni í Hamborg og
niður á torg
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Jónas Hallgríms „Enginn étur sjálfan sig“ eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur.
Morgunblaðið/Golli
Jagúar Samúel Jón Samúelsson að-
alsprauta fönksveitar Íslands.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
La Traviata Sinfóníuhljómsveit setur upp óperu ásamt Óperu Skagafjarðar.
hsb@mbl.is
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
ANDANN má næra með ýmsum
uppákomum á vegum Norræna
hússins um helgina. Hér er les-
endum bent á fáein sálarmeðöl.
Fyrir tónelska
Í dag og kvöld verður boðið upp
á ýmsa tónlist í Glerskálanum.
Finnski dúettinn KatiMatti leikur
klukkan 17, en Elín Eyþórsdóttir
stekkur á stokk klukkan 20. Sjálf-
ur Megas skemmtir svo klukkan
21, en Minä Rakastan Sinua Elvis
stígur fram til dáða með Diddu
Jónsdóttur í broddi fylkingar, og
spilar smelli Elvis nokkurs Pres-
ley.
Á morgun leika svo til að mynda
Andrea Gylfa og Tríó Björns Thor-
oddsen klukkan 21, en KK og tríó
fylgja svo í kjölfar þeirra.
Fyrir tápmikil börn
Í dag gefst börnum kjörið tæki-
færi til að læra flamenco-dans. Fer
kennslan fram í Glerskálanum
klukkan 13 og 14.45, en síðan verð-
ur sýning klukkan 16.
Á morgun, sunnudag, geta lítil
kríli svo lært Bollywood-dans
klukkan 13 í Glerskálanum, og loks
séð uppfærslu Möguleikhússins á
barnaleikritinu Landið Vifra
klukkan 14.45 í Norræna húsinu.
Er það unnið uppúr vinsælum ljóð-
um Þórarins Eldjárns. Bundið mál,
tónlist og leikur fléttast saman.
Fyrir dansunnendur
og matelska
Í dag fer svo fram kínverskur
sverðdans klukkan 13 í Glerskál-
anum. Unnur Guðjónsdóttir dans-
ar. Í dag og á morgun gefst fólki
svo kostur á að sjá nýtt dansverk
eftir Helenu Jónsdóttur og Höllu
Ólafsdóttur klukkan 16.
Klukkan 15 í dag verður svo
fjallað um norræna matargerð í
Glerskálanum.
Umfjöllunin að ofan er engan
veginn tæmandi úttekt á list-
viðburðum Reyfis um helgina.
Upplýsingar eru hafðar uppúr dag-
skrárbæklingi hátíðarinnar. Téðan
bækling auk frekari upplýsinga má
nálgast á heimasíðu Norræna
hússins, www.nordice.is.
Eitthvað fyrir flesta
Farið yfir viðburði
helgarinnar á Reyfi,
menningarhátíð
Norræna hússins
Morgunblaðið/RAX
Norræn Tríó Björns Thoroddsen ásamt Andreu Gylfadóttur leikur í kvöld.