Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 25
|laugardagur|25. 8. 2007| mbl.is daglegtlíf Duldar auglýsingar færast sí- fellt í vöxt og ættu foreldrar að taka sér tíma í að gera börn sín meðvituð um þær. » 26 neytendur Svartir og brúnir litir ásamt fjólubláum tónum og jafnvel bleikum verða áberandi í dömutískunni í vetur. » 28 tíska Í húsi einu í Kleppsholtinu er að finna hús þar sem að íbúarnir hafa tvinnað gamla og nýja tím- ann skemmtilega saman. » 30 innlit Nína kennir myndlist í lýðháskól-anum en með henni í för voru aðauki Gudrun Romeborn semkennir ljósmyndun og Monica Schultz sem kennir málun. Þátttakendur í námskeiðinu voru 13 talsins á aldrinum 27 til 87 ára, konur jafnt sem karlar. Hópurinn kom saman í Hafnarfirði þar sem farið var yfir markmið námskeiðsins, síðan var haldið í Þórsmörk og í námskeiðslok var aftur dvalist í Hafnarfirði og árangur metinn. Íslenskur kennari Nína Þorgeirsdóttir fluttist til Svíþjóðar með foreldrum sínum 1979 og ákvað að verða eftir þegar þau fluttust heim aftur, enda var hún komin í myndlistarskóla. „Fyrir nokkrum árum spurði skólastjór- inn í lýðháskólanum hvort ég gæti skipulagt ferð fyrir kennara og starfslið skólans til Íslands. Ég sagðist að sjálfsögðu skyldi gera það. Ferðin heppnaðist mjög vel og allir voru ákaflega ánægðir. Aftur bað hann mig að skipuleggja aðra ferð og nú fyrir hátt í hundrað skólastjóra. Þetta var bæði spennandi og skemmtilegt verkefni. Á Ís- landi naut ég aðstoðar Jörundar bróður míns sem er bílstjóri og býr á Akureyri og Guðmundar bróður míns sem kom frá Ír- landi til að aðstoða okkur.“ Eftir þessar vel heppnuðu Íslandsferðir fékk Nína þá snjöllu hugmynd að skipuleggja námskeið á vegum lýðháskólans sem haldið skyldi á Íslandi. Hver sem er getur sótt um að komast á námskeið og Nína segir að eina skilyrðið sé að skólinn tapi ekki á námskeiðshaldinu en ekki skipti öllu þótt hagnaðurinn verði ekki mikill. Þýðingarmest sé að fólk njóti nám- skeiðsins og læri sem mest og ekki síður að skólinn geti boðið upp á eitthvað nýtt sem gerir hann að betri menntastofnun. Samstarf milli íslenskra og sænskra „Mig langar að bjóða upp á annað Ís- landsnámskeið næsta ár og reyna jafnvel að koma á samvinnu milli Sörängens-lýðhá- skólans og skóla hér á landi. Þetta er fyrsta skrefið og við ætlum að halda áfram. Í næsta skipti mætti t.d. bæta skapandi skrif- um við kennsluna í vatnslitamálun og ljós- myndun en við kennum einmitt skapandi skrif í skólanum.“ Ekki er ósennilegt að Íslendingar hefðu gaman af að bregða sér á námskeið í Sör- ängens-lýðháskólanum sem er á yndislegum stað í Svíþjóð að sögn Nínu. „Grænir akrar, tré og ótrúlega fallegt umhverfi ætti án efa eftir að falla Íslend- ingum vel ekki síður en Svíunum að kynn- ast íslenskri náttúru. Ég hef búið lengi í Svíþjóð og sé löndin með augum beggja þjóða og veit hvað fólki finnst fallegt og hvað það kann að meta á báðum stöðum,“ segir Nína Þorgeirsdóttir. Mögnuð tilfinning og stórbrotin náttúra Sylvia Kjellberg, sem er blaðamaður í Falun í Svíþjóð, tók þátt í vatnslita- og ljós- myndanámskeiðinu í Þórsmörk. Þetta var hennar fyrsta ferð til Íslands og hún segir dvölina í Þórsmörk hafa verið sérlega gef- andi og námskeiðið ekki síður. Henni fund- ust bergmyndanir, jöklar og ský, hraun- breiður, ár og ekki síst græni liturinn í og utan Þórsmerkur, stórkostleg upplifun. „Maður fann kraftinn sem býr í nátt- úrunni!“ segir hún.„Við gátum valið milli þess að mála eða taka myndir en ég endaði með að gera hvort tveggja. Ég hafði nú ekki hugsað mér að taka mikið af myndum en það var ómögulegt annað en mynda, fyr- irmyndirnar voru svo stórkostlegar. Því miður var veðrið ekki alltaf sem best, en þegar rigndi sátum við bara við gluggana og máluðum útsýnið. Einn daginn sat ég og málaði í djúpu gili. Það var ótrúlega mögn- uð tilfinning. Í Húsadal, þar sem við dvöldumst, voru íslenskir hestar á beit sem gaman var að mynda og mála og bregða sér svo á bak. Þessir fáu dagar voru uppfullir af ævintýr- um og gaman var að koma aftur til Íslands. Og hver veit, það var rætt um að efna til annars námskeiðs að ári.“ Hjálpar er þörf Hér hjálpar Nina nemanda yfir farartálma í Þórsmörk. Bergmyndanirnar, jöklarnir, skýin, hraunbreiðurnar, árnar og svo síðast en ekki síst græni liturinn í og utan Þórsmerkur, allt þótti þetta vera stórkostleg upplifun. Ljósmynd/G. Romeborn Aldursforsetinn Gunilla Westerstähl er 87 ára en málar enn af miklum krafti og snilld. Í fjallgöngu Víða var farið í Þórsmörk. Málað og mynd- að í Þórsmörk Nýjar hugmyndir í ferðaþjónustu eru margar hverjar athyglis- verðar. Það vakti því undrun Fríðu Björnsdóttur þegar hún heyrði af hópi Svía á námskeiði í vatnslitamálun og ljósmyndun inni í Þórs- mörk. Hún brá sér á fund Svíanna og fékk að vita að fyrir hópnum fór Íslendingurinn Nína Þorgeirsdóttir sem kennir við Sörängens- lýðháskólann í Jönköping-léni. Myndað af kappi Monica Schultz, kennari í vatnslitamálun, t.v., og tveir nemendur mynda af kappi en Nína Þorgeirsdóttir námskeiðsstjóri fylgist með. Gudrun Romeborn ljósmyndakenn- ari skoðar hins vegar kort með einum þátttakenda. Maður fann kraftinn sem býr í náttúrunni! ... Við gátum valið milli þess að mála eða taka myndir en ég endaði með að gera hvort tveggja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.