Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 26
úr bæjarlífinu 26 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær er enginn eftirbátur annarra sveitarfélaga á landinu þegar kemur að bæjarhátíðum. Ljósanótt verður haldin í 8. sinn dagana 30. ágúst til 2. september með hápunkti 1. september. Undanfarna daga hefur bæjarbragurinn borið þess merki að Ljósanótt sé í nánd. Búið er að hengja upp Ljósanæturfána víðsvegar um bæinn, umhverfisátak hófst sl. mánu- dag með þátttöku Veraldarvina og vinna hefur staðið við fjögur hringtorg í bænum. Á einu þeirra, Reykjavík- urtorgi, verður afhjúpað listaverk eft- ir Ásmund Sveinsson á föstudag.    Rúmlega 100 manns standa að þeim fjölmörgu listsýningum sem verða í öllu nýtanlegu plássi í húsakynnum bæjarins og fjölbreytileiki dagskrár- atriða er mikill. Það gleður mitt mömmuhjarta að meira er í boði fyrir börnin í ár en fyrri ár og því fyrirséð að foreldrar munu gera fleira með börnum sínum en bíða í biðröð við leiktæki. Það gleður mig ekki síður að ein af mín uppáhaldshljómsveitum, Hjálmar, mun stíga á svið á föstu- dagskvöld, en einmitt á Ljósanótt í fyrra harmaði ég það við Hjálma- manninn Guðmund Kristin að hljóm- sveitin skyldi vera hætt. Ég hlýt að hafa verið bænheyrð.    Í bland við Ljósanæturborðana hanga nú litskrúðugir umferðarborðar á ljósastaurum víðsvegar um bæinn. Umferðarborðarnir eru til að minna ökumenn á að nú í skólabyrjun er mik- ill fjöldi barna í umferðinni, margir að stíga sín fyrstu skref í skólana, að ekki sé talað um þá fjölmörgu ungu öku- menn sem eru að aka sínar fyrstu ferðir í umferðinni. Með umferð- arátakinu vilja bæjaryfirvöld draga úr hraðakstri í íbúðarhverfum og við gönguleiðir og ókeypis strætisvagnar minnka umferðarálag og draga úr slysahættu í umferðinni.    Allir skólarnir í Reykjanesbæ hófust á fimmtudag og föstudag og í flóruna eru að bætast bæði nýir skólar og leikskólar. Í Innri-Njarðvík tekur Akursel til starfa í næsta mánuði og Völlur heitir nýr leikskóli á háskóla- svæðinu. Þeir eru báðir Hjallastefnu- leikskólar en Hjallastefnan mun einn- ig reka barnaskóla á Vallarheiði fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Þau börn sem eldri eru munu stunda nám í ein- hverjum hinna grunnskólanna 5 í Reykjanesbæ, flest í Akurskóla í Innri-Njarðvík.    Af þessu má sjá að Reykjanesbær er í stöðugum vexti. 12.400 íbúar og fjölgar stöðugt, segir á skilti við Reykjanesbraut. Þar spilar háskóla- svæðið á Vallarheiði stórt hlutverk og vaxandi fólksfjöldi kallar á vaxandi þjónustu. Ný strætóskýli spretta nú upp eins og gorkúlur um allan bæ, reyndar endurnýtt skýli ofan af velli sem er vel, með tilheyrandi fjölgun leiða og ferða. Strætó gengur nú einn- ig um helgar og að sögn forsvars- manna Strætó Reykjaness var helg- arnýting góð fyrstu helgina, sem var 18. og 19. ágúst.    Einn af framtíðaríbúum Reykjanes- bæjar verður skessan hennar Her- dísar Egilsdóttur sem hefur glatt ís- lensk börn í marga áratugi. Framtíðarheimili hennar verður hellisskúti við smábátahöfnina, en að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra verður hlaðinn annar eins á móti til að búa til lokaðan helli. Þá verður hægt að kíkja á skessuna í gegnum glugga, enda eins gott að hafa hana í hæfilegri fjarlægð. REYKJANESBÆR Svanhildur Eiríksdóttir blaðamaður Morgunblaðið/ Svanhildur Eiríksdóttir Skessubær Í þessum hellisskúta við smábátahöfnina í Gróf mun skessan hennar Herdísar Egilsdóttur fá varanlegt heimili. neytendur DÖNSKU neytendasamtökin hafa nýverið sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem mælst er til þess að foreldrar vari börn sín við duldum skilaboðum í auglýsingum. Ástæða þessa eru miðlar eins og veraldarvefurinn sem eru sér- staklega hentugir til þess að koma duldum auglýsingum á framfæri. Sem dæmi eru nefndar SMS- keppnir þar sem ákveðnu vörumerki er komið á framfæri undir yfirskyni keppni sem í fyrstu virðist ekki tengjast seljanda vörunnar. Í tölvu- leikjum má finna auglýsingar sem eru hannaðar þannig að þær virka sem hluti af leiknum og nýjasta æðið eru stuttar myndbandsklippur þar sem auglýsingar eru gerðir þannig að það líti út fyrir að viðvaningur eða einhver ótengdur fyrirtækinu eða vörunni hafi búið myndbandsklipp- una til og sett sjálfur á netið. Sex góð ráð Hjá dönsku neytendasamtök- unum kemur fram að börn séu stór- notendur af netmiðlum og því í sér- stakri hættu á að verða fyrir barðinu á auglýsingum af þessu tagi. Þannig getur verið erfitt fyrir for- eldra að sjá hvort reynt sé að ná til barnanna með duldum auglýsingum og hefur því verið stungið upp á sex einföldum aðferðum til þess að stemma stigu við þróuninni. Ráðin eiga sérstaklega við um gos og sælgæti en þær vörur eru oft aug- lýstar með áðurnefndum hætti í Danmörku.  Fylgstu með því hvaða vörur eru auglýstar á uppáhaldsvefsíðum barnsins þíns.  Útskýrið fyrir barninu hvar aug- lýsingar geta komið fyrir og hver tilgangur þeirra er t.d. í SMS- skeytum, á vefsíðum, sjónvarpinu o.s.frv.  Horfið á sjónvarpið eða farið á veraldarvefinn saman og spjallið um auglýsingarnar sem þið sjáið.  Reynið að finna duldar auglýs- ingar t.d. í tölvuleik til að útskýra fyrir barninu hvernig reynt sé að ná til þess sem markaðshóps.  Ræðið við barnið um hvort það láti stjórnast að einhverju leyti af auglýsingum og hvernig það ráð- stafi t.d. vasapeningum.  Verið meðvituð um að börn geta rekist á auglýsingar þar sem síst skyldi, t.d. í spjallforritum eða á spjallsíðum fyrir börn. Útskýrið duldar auglýs- ingar fyrir börnunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Girnilegt Í Danmörku er sælgæti og gos iðulega auglýst með duldum auglýsingum t.d. á veraldarvefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.