Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 27 Séra Hjálmar Jónsson spilaði umdaginn golf á Úthlíðarvelli með Arnari Jónssyni leikara. Arnar ku vera mikill meistari í golfi. Á fyrsta teig sló Hjálmar hálfa leiðina á flöt en Arnars bolti sveif himinhátt og langleiðina inn á flöt. Séra Hjálmar orti: Sé ég langt í fjarska flögg, fátt mér tekst við golfið en Arnar tekur upphafshögg út í gufuhvolfið. Séra Hjálmar var hins vegar mjög kappsamur svo að Arnar orti eftir að þeir höfðu farið framhjá hrossahópi sem var rétt utan brautar: Blóðhlaupin augu, ákveðni í fasi, ofurferð á prestinum hann lemur kúlur, sem liggja í grasi í lendina á hestinum. Og þar sem Tungurnar eru fæðingarsveit séra Hjálmars, sem er fæddur og uppalinn í Borgarholti, orti hann þarna á túninu í Úthlíð sem breytt hefur verið í golfvöll: Margt er breytt í minni sveit, munur á flestum holtum. Þar sem áður Skjalda skeit skýtur Arnar boltum. VÍSNAHORNIÐ Prestur, golf og leikari pebl@mbl.is borgarhluta sem við- komandi ætlar í. Hin er sú að koma upp lestarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki leng- ur einhver framtíð- armúsík. Ef fólki á að vera líft í umferðinni hér að fimm árum liðnum, að ekki sé talað um eftir áratug, þarf að leggja línur um slíkar stór- framkvæmdir. x x x Hinir galvöskuforystumenn Reykjavíkurborgar, gamli góði Villi og Björn Ingi hljóta að eiga frum- kvæði að slíkum umræðum. Geri þeir það ekki er hætta á því fyrir þá að athafnasamasti bæjarstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Gunnar I. Birgisson, taki frumkvæðið úr þeirra höndum eins og hann gerði þegar hann tilkynnti að frítt yrði í strætó í Kópavogi en forystumenn Reykjavíkurborgar sátu eftir með sárt ennið. Varla vill borgarstjórinn í Reykjavík láta bæjarstjórann í Kópavogi stela senunni aftur? Eða hvað? Það er ekki hægt að bíða með þessar umræður lengur. Þær verða að hefjast nú þegar. Sá sem tekur frumkvæðið stendur eftir sem sig- urvegari. Umferðin á höf-uðborgarsvæð- inu hefur verið æv- intýraleg síðustu daga. Og umferðin í vesturbæ Kópavogs hefur verið sérstakur kapítuli í þeirri sögu. Það er alveg ljóst að um leið og skólarnir hófu starfsemi sína á nýjan leik snarversn- aði ástandið á göt- unum. Öngþveitið í um- ferðinni verður stöð- ugt meira og skaps- munir ökumanna verða stöðugt verri. Það liggur við að þyrlur þurfi að vera á ferðinni á morgnana til þess að leiðbeina ökumönnum eins og sagt er að tíðkist úti í hinum stóra heimi. x x x En hvað sem því líður er ekkihægt að láta reka á reiðanum í umferðarmálum höfuðborg- arsvæðisins. Þau eru að verða eitt helzta þjóðfélagsvandamál á Ís- landi. Í stórum dráttum virðast vera til tvær lausnir: önnur er sú að leggja eins konar hringveg um þetta svæði – eins og t.d. er í París – þannig að fólk sem þarf að fara á milli hverfa eða borgarhluta aki upp á hringveginn og svo út af honum þegar komið er að þeim          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.