Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 30
lifun 30 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Húsið stendur við Kambs-veg og var byggtsnemma á fimmta ára-tug síðustu aldar. Það er kjallari og hæð, teiknað af Magnúsi K. Jónssyni sem einnig er skráður smiður hússins. Hér var heimili Hafsteins nokkurs eld- smiðs og fjölskyldu hans sem kom til Reykjavíkur utan af landi og á baklóðinni var verkstæði húsbónd- ans. Fyrir tæpum áratug keyptu ung hjón með eina dóttur húsið og ákváðu að breyta því sem minnst. Reyndar breyttist ýmislegt í byrj- un og fleira hefur breyst í áranna rás þótt útlitið hafi fengið að halda sér. Á hæðinni er agnarlítil forstofa, gangur, eldhús, borðstofa og stofa, svefnherbergi og lítið baðherbergi. Stærsta breytingin er að opnað hefur verið úr ganginum inn í borðstofuna og veggur milli stofu og borðstofu fjarlægður að mestu. Gengið var frá opunum með sams konar karmlistum og eru í kring- um hurðir og glugga svo gamall svipur hússins heldur sér ótrúlega vel. Um leið og opnað var inn í borðstofuna var dyraopið inn í eld- húsið breikkað og hækkað alveg upp að loftplötu. Með þessu móti verður ljósflæðið milli stofu og eldhús mjög skemmtilegt enda eru gluggar í húsum frá þessum tíma stórir miðað við herbergisstærð og hleypa því nægri birtu inn. Flotaðar borðplötur Í byrjun var notast við gömlu eldhúsinnréttinguna, þó töluvert breytta, auk þess sem veggir voru mósaíklagðir og flísar settar á gólfið. Þegar frá leið þótti hús- móðurinni heldur dimmt í eldhús- inu svo innréttingin var tekin, eld- húsið endurhannað og eikarinnrétting sérsmíðuð hjá Hegg. Í stað efri skápa opnar hill- ur og það sem er kannski óvenju- legast eru borðplöturnar sem voru flotaðar í járnramma og lakkaðar. Einnig voru tveir eldhúsveggir múraðir upp á nýtt og ekki mál- aðir heldur aðeins lakkaðir með vatnsþynnanlegu möttu lakki. Gas- eldavélin og ísskápurinn eru úr stáli og svissneski Franke- vaskurinn úr graníti. Létt er yfir eldhúsinu og þar virðist nú hærra undir loft en áður þegar allt var þar miklu dekkra. „Ég vildi hafa þetta svolítið gróft en um leið ein- falt,“ segir húsmóðirin og það hef- ur sannarlega tekist. Eftir að veggirnir voru teknir niður þurfti að skipta um gólfefni og í staðinn fyrir dökkt merbau er komin eik. Ætlunin var að vaxbera hana en að endingu var hún þó bara lökkuð einu sinni með venju- legu parketlakki og síðan farin önnur yfirferð með vatnsleys- anlegu lakki svo gólfið virðist næstum ólakkað. Ákveðið var að leggja hita í gólfið í eldhúsi og gangi en ofn- arnir fengu að halda sér í stofum og svefnherbergi og eru þar sann- kölluð stofuprýði. „Mér hefði aldr- ei dottið í hug að láta taka þessa gömlu ofna,“ segir frúin en við- urkennir að þau hjón beri þess bæði merki að hafa dottið á slíka ofna í bernsku sinni. Nú séu hins vegar engin börn lengur á heim- ilinu sem geti stafað hætta af ofn- unum. Örþunn, hvít gluggatjöld eru Hefur haldið sínu upphaflega útliti Tískusveiflur hafa orðið til þess að víða er búið að „eyðileggja“ mörg falleg, gömul hús í eldri hverf- um Reykjavíkur til þess eins að þau megi falla að tísku líðandi stundar. Í Kleppsholtinu rakst Fríða Björnsdóttir á hús sem enn heldur einkenn- um sínum hið ytra og jafnvel að hluta til innan dyra þótt þar sé þó margt býsna nýtískulegt. Opið rými Í byrjun var opnað rösklega milli stofu og borðstofu. Síðari tíma breyting er opnunin fram í ganginn úr borðstofunni og um leið var dyra- opið inn í eldhúsið stækkað sem gerir rýmið opnara. Morgunblaðið/Sverrir Gamla hurðin Aðkoman að húsinu er falleg, enda öll blómum skrýdd. Gamla útidyrahurðin hefur enn fengið að halda sér. Örþunn, hvít gluggatjöld eru fyrir öllum gluggum og draga þau á engan hátt úr ljósflæðinu. Þau birgja heldur ekki útsýnið í garðinn og út á göt- una, en umhverfið er einmitt það sem húsráð- endur kunna hvað best að meta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.