Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 33
Undanfarið ár hafa kom-ið fram fjölmargarnýjar spár um nei-kvæð áhrif loftslags-
breytinga. Samkvæmt þeim mun
upphitun jarðar hafa víðtækar og
alvarlegar afleiðingar fyrir okkur
öll. Sem betur fer er enn tæki-
færi til að draga úr losun og þar
með að koma í veg fyrir að svart-
sýnustu spárnar verði að veru-
leika.
Frá sjötta áratug
síðustu aldar hafa
norrænu þjóðirnar
byggt upp einstakt
og árangursríkt
samstarf. Árið 1952
var lagður grunnur
að samstarfi þjóð-
þinga landanna með
stofnun Norð-
urlandaráðs og árið
1971 hófu rík-
isstjórnirnar form-
legt samstarf með
stofnun Norrænu
ráðherranefnd-
arinnar. Þetta sam-
starf hefur átt sinn
hlut í því að stuðla
að hagsæld og vel-
ferð á Norð-
urlöndum sem á
flesta mælikvarða er
meiri en finna má í
öðrum heimshlutum.
Í krafti góðs sam-
starfs hafa Norð-
urlönd allar for-
sendur til að vera í
fararbroddi í þeirri
baráttu sem nú er
hafin til að sporna
við loftslagsbreyt-
ingum af manna-
völdum. Norrænu
ríkin búa yfir þeirri
þekkingu og tækni og þeim póli-
tíska vilja sem nauðsynlegur er.
Sem framkvæmdastjóri Nor-
rænu ráðherranefndarinnar sat
ég sumar fund forsætisráðherra
Norðurlanda í Punkaharju í
Finnlandi í júní síðastliðnum.
Eitt helsta viðfangsefni fundarins
var að ræða hvernig Norðurlönd
geti í sameiningu tekist á við þau
verkefni sem fylgja vaxandi
hnattvæðingu, og þá ekki síst
hvað varðar loftslagsbreytingar
af mannavöldum.
Forsætisráðherrarnir lýstu á
þessum fundi yfir áhuga á að efla
samstarf um verkefni sem tengj-
ast hnattvæðingunni og ákváðu
jafnframt að leggja megináherslu
á loftslagsbreytingar, umhverf-
isvernd og orkumál. Löndin
vinna þegar mikilvægt starf
hvert í sínu lagi, en á vissum
sviðum, til að mynda hvað varðar
loftslagsbreytingar, má efla sam-
starfið og þannig ná enn frekari
árangri.
Það má ef til vill segja að sam-
þykkt forsætisráðherrana marki
tímamót í norrænu samstarfi þar
sem lögð verður enn meiri
áhersla en áður á að nýta þann
styrk sem felst í því að starfa
saman. Norræna ráðherra-
nefndin gegnir lykilhlutverki og
mun stýra starfinu og leggja
fram tillögur að verkefnum.
Loftslagsbreytingarnar eru
krefjandi viðfangsefni í þessari
vinnu. Forsætisráðherrarnir vilja
að Norðurlönd verði í far-
arbroddi við að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda. Nú þeg-
ar hafa öll norrænu ríkin sett sér
framsækin markmið hvað þetta
varðar.
Nýlega gaf Ráðherranefndin
út skýrslu þar sem fjallað var um
leiðir til að draga umtalsvert úr
losun gróðurhúsalofttegunda á
Norðurlöndum og um kostnaðinn
sem því fylgir. Meginniðurstaða
skýrslunnar er sú að það sé ger-
legt að draga úr losum um 60%
fram til ársins 2050 án þess að
það bitni umtalsvert á hagvexti,
það er að segja að hagrænt heild-
artap vegna þessara aðgerða yrði
innan við 1% af þjóðarfram-
leiðslu.
Með því að sýna
gott fordæmi og
með því að móta
framsækna stefnu
sem byggist á jöfn-
uði og réttlæti geta
Norðurlönd haft já-
kvæð áhrif á samn-
ingaviðræður um
nýjan sáttmála sem
leysa skal Kyótó-
bókunina af hólmi
árið 2013. Fyr-
irhugað er að ljúka
samningaviðræðum
um sáttmálann á
leiðtogafundi Sam-
einuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar
sem haldinn verður
í Kaupmannahöfn
árið 2009. Fund-
urinn er gott tæki-
færi til að sameina
krafta Norðurlanda
í þessu viðamikla
verkefni.
Norðurlönd njóta
góðrar samkeppn-
isstöðu meðal ann-
ars á sviði orku-
nýtni og
endurnýjanlegrar
orku. Þá er unnið
að því í öllum ríkj-
um Norðurlanda að
þróa tækni og aðferðir til að
fanga og farga koltvíoxíði. Nú
þarf að meta meta á hvaða svið-
um er upplagt að efla samstarfið
í þeim tilgangi að ná enn meiri
árangri.
Öflugt rannsókna- og þróun-
arstarf skiptir sköpum ef Norð-
urlönd eiga að vera leiðandi í að
þróa tækni sem gagnast til að
draga úr uppsöfnun gróðurhúsa-
lofttegunda. Við eigum að reyna
að hafa jákvæð áhrif á alþjóð-
legar samningaviðræður með því
að vera í fremstu röð þeirra sem
beita umhverfistækni sem skilar
raunverulegum árangri.
Loftslagsbreytingar eiga eftir
að hafa mikil áhrif á lífrænar
náttúruauðlindir Norðurlanda.
Við þurfum þess vegna að vinna
saman að því að varpa ljósi á
áhrif loftslagsbreytinga á land-
búnað, skógrækt, hafstrauma og
lífríki hafsins. Það er jafnframt
mikilvægt að átta sig betur á af-
leiðingum aukinnar framleiðslu á
lífeldsneyti.
Norðurlönd eiga að vera í far-
arbroddi í baráttunni gegn lofts-
lagsbreytingum. Til þess að það
geti orðið þurfa margir ólíkir að-
ilar að koma að málinu af fullum
krafti. Umhverfisráðherrar
Norðurlanda koma saman til
fundar nú í lok ágúst í bænum
Borgå í Finnlandi. Þar verða
þessi mál til umræðu og ég er
sannfærður um að þar muni
áform forsætisráðherrana um að
styrkja samstarfið til að berjast
gegn loftslagsbreytingum fá byr
undir báða vængi.
Norðurlönd
í baráttu
við loftslags-
breytingar
Eftir Halldór Ásgrímsson
Halldór Ásgrímsson
»Norðurlönd-in geta haft
góð áhrif á
samninga-
viðræður um
loftslagsbreyt-
ingar með því
sýna gott for-
dæmi í orku-
nýtni og nýtingu
endurnýj-
anlegra orku-
gjafa.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Norrænu ráðherranefndarinnar.
tríði, Rússland Pútíns er ekki það
Sovétríkin. Það hefur enga hern-
burði til átaka, hernaðarútgjöldin
ileg á pappírnum en peningarnir
vasana á einkavinum Pútíns.
gahagsmunirnir ráða ferðinni, fjöl-
træn fyrirtæki hafa grætt hressi-
sslandi og vilja gera meira af slíku.
fjármálafyrirtæki aðstoða líka
a ólígarka og aðra ráðamenn við að
ningum undan til Vesturlanda. Við
nnan auð birtast með ýmsum hætti
erandi í London, í Þýskalandi,
ystrasaltsríkjunum, Frakklandi og
ð einhver hefur veitt aðstoð. Um er
marga tugi milljarða dollara sem
hafa verið á Vesturlöndum, rúss-
ankar annast þessar tilfærslur með
um samstarfsaðilum. Þetta er því
niss og hverjum er þá ekki sama
nréttindi?“
arf af hörku
útín talar um að stöðva sölu á gasi
bóginn er hann að minna á að mikl-
ar séu í húfi. Ef vestrænir leiðtogar
rkir og ákveðnir myndu þeir segja
æri komið. En það er ekki að ger-
jóðlegu risafyrirtækin hafa mikil
enginn vill valda viðskiptalífinu
segi alltaf að ef Vesturveldin eru
að Pútín sendi vopn til Sýrlands og
um kjarnorkuver verði þau að
ð því að valda honum tjóni.
verður að skilja að ef hann grípur
mlegra aðgerða verður goldið í
nt. Ég held að vestæn ríki viti al-
um bankainnistæður rússneskra
na í London, þau vita hvar á að leita
þessum mönnum vandræðum. En
pólitísk ákvörðun sem mun auðvit-
alda tjóni hjá fyrirtækjum á Vest-
urlöndum. Ég held að margt af því sem
vestræn fyrirtæki hafi verið að gera þegar
þau annast hlutabréfaútboð fyrir aðila í
Rússlandi geti kallast peningaþvætti.“
– Er virkt dómskerfi í Rússlandi?
„Það er ekki neitt virkt dómskerfi. Ekk-
ert dómsvald, ekkert löggjafarvald, aðeins
framkvæmdavald. Allir hlýða fram-
kvæmdavaldinu, ríkisstjórninni. Þetta á við
hvort sem um er að ræða yfirtöku stórfyr-
irtækja eins og Yukos eða handtökur á and-
ófsmönnum í mótmælum. Dómarar fylgja
bara fyrirmælum ráðamanna. Yfirmenn
mafíunnar gefa skipanir og þeim er hlýtt.
Allt hitt er bara eins og skreyting.
Mafíuforingjarnir í Rússlandi náðu miklu
lengra en í öðum ríkjum, þeir einkavæddu
ríkið. Í Bandaríkjunum hræðast mafíufor-
ingjar ríkisvaldið, þar geta þeir stundum
mútað spilltum embættismönnum en alltaf
er sú hætta fyrir hendi að þeir verði lög-
sóttir. Bæði Al Capone og Lucky Luciano
enduðu í fangelsi. Stofnanir eins og leyni-
þjónustan, arftaki KGB, í Rússlandi þjóna
heldur ekki landinu heldur mafíunni.“
– Samtök þín standa ekki fyrir fjölmenn-
um mótmælum en samt er beitt harkalegum
aðgerðum gegn ykkur. Hvers vegna?
„Þetta er hættulegt fyrir þá. Hvenær sem
það sést að fólk er ósátt og tjáir andstöðu
sína með orðum er það hættulegt og verður
að brjóta það á bak aftur. Það verður alltaf
að láta líta út fyrir að stjórnin hafi full-
komna stjórn á öllu. Að sumu leyti er það
hughreystandi að þeir skuli beita sér svona
hart gegn okkur, það sýnir að ráðamenn eru
hræddir við sannleikann og við öðlumst auk-
inn trúverðugleika.“
Kasparov segir ráðamenn hafa stofnað
ungliðasveitir sem minni nokkuð á Hitlers-
æskuna [Hitlerjugend] sem beitt sé meðal
annars gegn andófsfólki. „Við köllum þetta
Pútínjúgend, það er fullt af þeim. Stjórnvöld
úthluta þeim fé en aðallega er þarna um að
ræða gróðauppsprettu fyrir þá sem stjórna
sveitunum. En um leið og þær hætta að fá
peninga munu þær gufa upp.
Ég lít ekki á þessar sveitir sem alvarlegt
mál. En þetta sýnir að unga fólkið í Rúss-
landi er líka orðið spillt vegna aðgangs að
auðfengnu fé. Þó að sennilega sé meira um
þjófnað í landinu en í flestum Afríkulöndum
er enn nóg afgangs hjá stjórnvöldum til að
kaupa sér þjónustu af þessu tagi hjá ungu
fólki.“
– Þú styður Viktor Geratsénko, 69 ára
gamlan, fyrrverandi seðlabankastjóra Jelts-
íns, í forsetakosningunum á næsta ári. Er
þetta ekki bara gamall kerfiskarl sem þar að
auki er sakaður um gyðingahatur?
„Samtökin mín, Annað Rússland, hafa
ekki enn ákveðið hvaða frambjóðanda þau
muni styðja. Við viljum tryggja að allir sem
vilji verða í framboði fyrir okkur standi frá
upphafi jafnt að vígi. Sem stendur held ég
að Geratsénko geti verið besta forsetaefnið.
Ég veit ekki til þess að hann sé andvígur
gyðingum, trúi því ekki.
En hér verður að huga að ýmsu. Það að
vera aldraður gæti í raun verið gagnlegt af
því að þörf er á frambjóðanda sem ekki mun
verða allt of lengi við völd. Forsetatíð hans
verður millibilsástand.“
Kasparov segist hafa myndað bandalag
með ólíklegustu öflum á vinstri og hægri
væng rússneskra stjórnmála en sett það
skilyrði að um væri að ræða fólk sem ekki
væri tilbúið að semja við Pútín og menn
hans til að komast að kjötkötlum valdanna.
Sameiginlegi grundvöllurinn yrði að vera að
þátttakendur samþykktu að lýðræði og
mannréttindi yrðu höfð í hávegum þótt
menn gætu síðan verið algerlega ósammála
til dæmis um efnahagsmál.
„Það var engin skyndiákvörðun að fara út
í stjórnmál og margt réð þeirri ákvörðun.
En einkum var það ósk mín um að börnin
mín þyrftu ekki að alast upp í alræðisríki
eins og ég varð að gera. Allar vinstrihreyf-
ingarnar sem við vinnum núna með vilja að
kosningar séu frjálsar, fjölmiðlar sæti ekki
ritskoðun og önnur mannréttindi séu
tryggð. Sergei Kovaljov, sem var þekktur
andófsmaður í tíð kommúnista, sagði á ráð-
stefnu okkar að hóparnir okkar myndu ekki
sitja saman á lýðræðislega kjörnu þingi en
það sem skipti máli væri að þeir gætu setið á
slíku þingi! Samtökin okkar eru eins konar
tilraunaþing, módel fyrir raunverulegt lýð-
ræðisþing í Rússlandi. Við leysum ekki öll
vandamál en ég tel að samtökin okkar hafi
þegar unnið mikið afrek með því að fá hóp-
ana á jaðrinum til þátttöku í samstarfi af
þessu tagi. Þetta snýst ekki um vinstri eða
hægri heldur lýðræði.“
Pólitísk skák og lífshætta
Kasparov er spurður hvort pólitíkin sé erf-
iðari en skákin. „Þetta er leikur þar sem
ekki gilda reglur,“ svarar hann. „Þegar ég
tefldi skák vissi ég að það var alltaf frammi-
staða mín sem skipti sköpum. Ef ég lék vel
vann ég, vondur leikur olli tapi. Ég hafði
eingöngu við sjálfan mig að sakast. En þetta
er flóknari leikur, þátttakendur allt öðru
vísu, reglurnar breytast og ég get ekki endi-
lega reiknað leikina fram í tímann eins og ég
gerði við skákborðið. En ég held að ég hafi
góðan málstað, sé að gera þjóð minni gagn
og mun halda áfram þótt þetta sé mikil
áskorun fyrir fjölskyldu mína af því að þetta
er hættulegt.“
– Þú hefur séð ummæli gamals njósnara
KGB, Kalúgíns, sem segir að líklega sért þú
núna hættulegasti andstæðingur ráða-
manna í Kreml. Þú sért efstur á aftökulista
þeirra...
„Já, ég hef séð þetta. Við vitum hver örlög
Polítkovskaju urðu, einnig Lítvínenkos og
við vitum að þetta er hættuleg veröld.“
– Þú gætir einfaldlega flúið frá Rússlandi,
er það ekki?
„Jú, en það er andstætt eðli mínu. Ég
barðist fyrir mína eigin þjóð þegar ég tefldi
og núna berst ég fyrir hana gegn einræði
þessara KGB-manna. Kannski töpum við,
Rússland er hættulegt og framtíð landsins
gæti orðið hræðileg. Ríkið gæti hrunið af því
að það er mjög fátt sem heldur því saman.
En þetta stjórnarfar er eins og hættuleg
veira, ef hún verður ekki fjarlægð mun þjóð-
in deyja.“
rða breytingar í
samfélagið hrynur
Morgunblaðið/Sverrir
tari í skák: „Nú er svo komið að meira að segja fólk sem var hliðhollt Pútín er
tjórnar landinu eins og þetta sé þeirra eigið fyrirtæki.“
» Það verður alltaf að látalíta út fyrir að stjórnin
hafi fullkomna stjórn á öllu.
Að sumu leyti er það hug-
hreystandi að þeir skuli beita
sér svona hart gegn okkur,
það sýnir að ráðamenn eru
hræddir við sannleikann og
við öðlumst aukinn trúverð-
ugleika.
OTSKURN
arrí Kasparov er sonur
menskrar móður og rússnesks
gs, faðirinn lést er Kasparov var
a. Kasparov varð yngsti heims-
ari sögunnar þegar hann sigraði
lí Karpov í einvígi 1985, aðeins
að aldri. Kasparov hætti að
pinberlega fyrir tveim árum en
enn meðal allra öflugustu
manna heims. Enginn maður hef-
gið jafn mörg Elo-stig og Kasp-
n stigin mæla hlutfallslegan
skákmeistara.
kjon@mbl.is