Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR hálfu ári birtist viðtal við
Ólaf H. Sigurðsson, bæjarstjóra
Seyðisfjarðar, sem vekur spurn-
ingar um hvort tímabært sé að flýta
undirbúningsrannsóknum á jarð-
gangagerð undir Gagnheiði eða
Fjarðarheiði áður en framkvæmdir
við ný göng í stað gömlu Odds-
skarðsganganna geta hafist eftir
tvö ár. Þeir sem ákvarðanir tóku um
að bæta hafnaraðstöð-
una fyrir Norrænu iðr-
ast þess nú að hafa
ekki kannað þörfina á
veggöngum sem tengt
hefðu Seyðisfjörð við
Egilsstaði og Austur-
Hérað. Eftir öðrum
leiðum verður aldrei
komið í veg fyrir að út-
lendingar sem þurfa
að komast heim til sín
missi af ferjunni frá
Seyðisfirði þegar
Fjarðarheiði lokast
vegna blindbyls og
snjóþyngsla. Til eru
alltof mörg dæmi af þessu tagi án
þess að þingmenn Norðaust-
urkjördæmis hafi tekið þetta mál
upp í samgöngunefnd Alþingis þeg-
ar fyrrverandi samgönguráðherra
stakk höfðinu í sandinn og reyndi
um leið að afskræma þessar stað-
reyndir til að sníða allar samgöngu-
bætur eftir hagsmunum Siglfirð-
inga og Ólafsfirðinga. Spurningin er
hvort Seyðfirðingar vilji missa ferj-
una eða fá strax tengingu við Egils-
staði í formi jarðganga. Heyrt hef
ég að stjórnendur Alcoa í Banda-
ríkjunum hafi tilkynnt að þeir vilji
aðstoða við fjármögnun veggang-
anna á Mið-Austurlandi eftir að
stofnað var félag áhugafólks um
jarðgöng í Fjarðarbyggð og til
Seyðisfjarðar. Valið stendur um
tvennt, það er að fresta Mjóafjarð-
argöngum tímabundið og flýta jarð-
gangagerð milli Seyðisfjarðar og
Egilsstaða áður en framkvæmdum
við ný veggöng milli Eskifjarðar og
Norðfjarðar lýkur. Of mikil er um-
ferðin yfir Fjarðarheiði til þess að
tenging Seyðisfjarðar við Egilsstaði
í formi jarðganga geti beðið öllu
lengur. Kjörnir þingmenn og sveit-
arstjórnirnar sem að þessu máli
koma skulu svara því strax hvort
það sé forsvaranlegt að göng úr
Mjóafirði og frá Egils-
stöðum til Seyð-
isfjarðar bíði í þrjá
áratugi ef Fjarða-
byggð á að mynda eina
heild sem öflugt at-
vinnu-, þjónustu-, sam-
göngu- og skólasvæði.
Flutningur fæðing-
ardeildarinnar frá Eg-
ilsstöðum til Neskaup-
staðar var ein
vitlausasta hugmyndin
sem ég hef heyrt um
þegar Austfirðingar
sitja uppi með Odds-
skarðsgöngin sem eitt
versta vandamál heilbrigðisþjón-
ustunnar. Ekki eru Seyðfirðingar
betur settir með annað vandræða-
málið sem er Fjarðarheiði í 640
m.y.s. Annaðhvort fylgja kjörnir
þingmenn Austfirðinga þessu máli
eftir í samgöngunefnd Alþingis eða
þeir glata trausti heimamanna fyrir
fullt og allt. Eftir jarðgöngum geta
Seyðfirðingar ekki beðið öllu lengur
vegna fiskflutninganna sem hafa
aukist alltof mikið yfir heiðina. Á
meðan eykst slysahættan af þessum
flutningum sem eru að eyðileggja
veginn yfir Fjarðarheiði. Í þessu
máli er þolinmæði bæjarstjórnar
Seyðisfjarðar á þrotum. Upp í 640
m hæð keyra Seyðfirðingar aldrei
200 km báðar leiðir til að treysta á
stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað án þess að sjá fyrir hvort
vegirnir upp að Oddsskarðsgöng-
unum lokist vegna blindbyls, snjó-
þyngsla og snjóflóða í 620 m.y.s. Þá
láta heimamenn á Djúpavogi og víð-
ar ekki bjóða sér að þurfa að keyra
400 km báðar leiðir vegna slysa-
hættunnar í Kambanesskriðum. Að
loknum framkvæmdum við Héðins-
fjarðargöng mæla nú öll rök með
því að ný göng í stað gömlu Odds-
skarðsganganna verði boðin út sem
allra fyrst. Fyrr verður einangrun
heilbrigðisþjónustunnar í fjórð-
ungnum aldrei rofin. Vitað er að
margir heimamenn á Stöðvarfirði
hafa sótt vinnu til Reyðarfjarðar
eftir að samningar um stór-
iðjuframkvæmdir voru undirritaðir
fyrir fjórum árum. Fyrr á þessu ári
kynnti Sturla Böðvarsson á Alþingi
nýja samgönguáætlun fyrir næstu
12 árin á fréttamannafundi vestur á
Ísafirði. Á fundinum fullyrti ráð-
herrann að verja ætti um 380 millj-
örðum kr. til samgöngumála fyrir
allt landið næsta áratuginn. Þarna
viðurkennir samgönguráðherra að
allar rangfærslur um að vonlaust sé
að fjármagna fjölmörg styttri göng
á Vestfjörðum, Austurlandi og fyrir
norðan hafi nú verið kveðnar niður
þegar mokað verður meira en 10 til
15 milljörðum í Héðinsfjarð-
argöngin.
Jarðgöng til Seyðisfjarðar
Guðmundur Karl Jónsson
skrifar um jarðgöng » Að loknum fram-kvæmdum við Héð-
insfjarðargöng mæla nú
öll rök með því að ný
göng í stað gömlu Odds-
skarðsganganna verði
boðin út sem allra fyrst.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
AFSTAÐA stjórnvalda á hinum
Norðurlöndunum til hagsmunamála
aldraðra er jákvæð. Stjórnvöld þar
kappkosta að hafa sem best sam-
starf við hagsmunasamtök eldri
borgara og taka já-
kvætt óskum þeirra
um kjarabætur og
bætta aðstöðu. Þessu
er öfugt farið hér. Sl.
12 ár hefur afstaða
stjórnvalda til kjara-
baráttu aldraðra verið
neikvæð. Hagsmuna-
samtök eldri borgara
hafa þurft að knýja
(neyða) stjórnvöld til
þess að láta eitthvað af
hendi rakna við eldri
borgara. Það, sem
náðst hefur fram, hef-
ur ávallt verið of lítið
og of seint.
Óbreytt stefna?
Svo virðist sem framald verði á
þessari furðulegu stefnu stjórnvalda
gagnvart eldri borgurum. Báðir
stjórnarflokkarnir lofuðu eldri borg-
urum verulegum kjarabótum og
bættri aðstöðu í síðustu kosningum.
Það hefði því mátt ætla að þeir
mundu nota fyrsta tækifæri til þess
að efna þessi kosningaloforð. En svo
er ekki. Þvert á móti virðist hugs-
unin vera sú að draga efndir eins
lengi og unnt sé. Ráðamenn virðast
halda að kjósendur gleymi kosninga-
loforðunum strax. En svo er ekki.
Alþingi var kallað saman strax
eftir kosningar og þá gafst tækifæri
til þess að efna kosningaloforðin um
bætt kjör eldri borgara. En engin
tillaga kom fram um það. Eina til-
lagan sem kom fram og var sam-
þykkt var að 70 ára ellilífeyrisþegar
og eldri, sem væru á vinnumarkaði,
skyldu ekki lengur sæta skerðingu
tryggingabóta vegna atvinnutekna.
Ellilífeyrisþegar á aldrinum 67-70
ára skyldu áfram sæta skerðingu
tryggingabóta. Þetta er sama stefna
og áður, þ.e. of lítið og
of seint. Kjörin skyldu
ekki bætt. Það á að
bíða með það eins lengi
og mögulegt er! Ef til
vill ætlar ríkisstjórnin
nú að skjóta sér á bak
við það að Jóhanna Sig-
urðardóttir taki við líf-
eyrismálum almanna-
trygginga um næstu
áramót og ekkert liggi
á fyrr en þá að huga að
kjaramálum ellilífeyr-
isþega. En það er mis-
skilningur. Þessi mál
þola enga bið og ellilíf-
eyrisþegar vilja efndir á kosninga-
loforðum strax.
Nógir peningar til
Stjórnvöld tóku að skerða kjör
eldri borgara árið 1995, þegar rofin
voru sjálfvirk tengsl milli lægstu
launa á almennum vinnumarkaði og
tryggingabóta eldri borgara. Síðan
hefur lífeyrir eldri borgara frá al-
mannatryggingum stöðugt dregist
aftur úr í almennri launaþróun.
Aldrei hefur fengist nein skýring á
því hvers vegna tekið var upp á
þessu 1995. En nærtækast er að
álykta að þetta hafi verið gert í
sparnaðarskyni. Fjármál ríkisins
hafa hins vegar batnað svo mikið
síðustu árin að ríkið gæti af fjár-
hagsástæðum gert vel við eldri
borgara og hefði átt að gera það fyr-
ir löngu. Ríkisreikningurinn fyrir
árið 2006 leiðir í ljós að tekju-
afgangur nam 82 milljörðum króna.
Er afgangur af venjubundinni starf-
semi meiri en árið áður. Skattar á
tekjur einstaklinga nema 81 millj-
arði og hækka um 12,8% frá fyrra
ári. Skattheimtan eykst því stöðugt.
Ríkið tekur meira og meira af borg-
urunum. En tímir ekki að veita eldri
borgurum sómasamleg kjör. Það eru
nægir peningar til í því skyni að
bæta kjör ellilífeyrisþega.
Þær raddir heyrast oft að margir
eldri borgarar séu vel staddir og
þurfi ekki hærri lífeyri frá almanna-
tryggingum. Það er rétt að ákveðinn
hópur eldri borgara hefur það gott.
En hitt er einnig staðreynd að meira
en 10 þúsund eldri borgarar hafa
það „mjög skítt“. Þeir geta ekki veitt
sér neitt. Þeir hafa rétt fyrir fæði og
húsnæði. Þessi hópur er með rúmar
100 þúsund á mánuði. Það lifir eng-
inn mannsæmandi lífi af þeirri fjár-
hæð. Húsnæðiskostnaður er mjög
mismunandi hjá eldri borgurum eins
og öðrum. En ef eldri borgari (borg-
arar) þarf að leigja húsnæði fer mik-
ill meirihluti af þessum peningum í
húsnæðiskostnað. Krafan er því sú
að kjör eldri borgara verði leiðrétt
strax. Það er ekki eftir neinu að
bíða.
Afstaða stjórnvalda hér
til eldri borgara er neikvæð
Björgvin Guðmundsson skrifar
um kjör eldri borgara »Ríkið tekur meira ogmeira af borg-
urunum. En tímir ekki
að veita eldri borgurum
sómasamleg kjör. Það
eru nægir peningar
til …
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
SÁTTMÁLI Sameinuðu þjóð-
anna tryggir öllum ríkjum aðild-
arrétt. Hví í ósköpunum útiloka
SÞ þá þjóð, Taívan, sem fullnægir
öllum skilyrðum um að teljast ríki
skv. Montevideo-sáttmálanum frá
1933 og er fjölmennari en 80% að-
ildarríkja SÞ?
Ein stofnregla SÞ er um stuðn-
ing við frelsi og lýðræði. Hví
skella SÞ þá skollaeyrum við þjóð,
Taívana, sem talin er sú frjálsasta
í Asíu skv. mati Freedom House
frá 2006?
Önnur grundvallaregla SÞ er
um stuðning við efnahagslegar og
félagslegar framfarir og um bar-
áttu gegn fátækt og sjúkdómum.
Hví hafna stofnanir SÞ þá þeim
mannauði og fjárhagsauði sem hið
háþróaða land, Taívan, hefur upp
á að bjóða: land sem er á lista yfir
20 fremstu lönd
heims á sviði þjóð-
arframleiðslu, við-
skipta og fjárfestinga
í öðrum löndum?
Sameinuðu þjóð-
irnar hampa mann-
réttindum. Mannrétt-
indayfirlýsingin fræga
boðar: að „allir eigi að
njóta þeirra réttinda
og þess frelsis sem
yfirlýsingin kveður á
um … enginn íbúi
skuli undanskilinn
vegna pólitískra yf-
irráða eða alþjóðlegrar stöðu
lands hans eða landsvæðis“. Hví
hunsa stofnanir SÞ þá réttindi 23
milljóna Taívana?
Mestu varðar að SÞ voru stofn-
aðar til að fyrirbyggja stríð og
stuðla að friði. Hví loka SÞ þá
eyrum fyrir kalli Taívans um við-
ræður og aðstoð á sama tíma og
Taívanssund er talið stöðug ógn
við heimsfriðinn?
Svarið við öllum ofangreindum
spurningum er hið sama: Rík-
isstjórnir heims og fulltrúar þeirra
í alþjóðastofnunum hafa látið und-
an þrýstingi frá stjórnvöldum í
Kínverska alþýðulýðveldinu (PRC)
með hinn sívaxandi efnahagslega
og hernaðarlega mátt sinn. Stjórn-
völd þar staðhæfa að Taívan sé
hérað í Alþýðulýðveldinu og megi
því ekki veita aðild að stofnunum
sem einungis ríki geti átt aðild að.
Þótt fá lönd hafi opinberlega tekið
undir þessa staðhæfingu virðast fá
hafa þor til að andæfa henni af
ótta við refsiaðgerðir, m.a. af
efnahagslegu tagi. Óttinn við að
styggja valdhafana í Beijing hrjáir
ráðamenn í SÞ líka.
Hinn 19. júlí sl. sendi Chen
Shui-bian, forseti Taívans, aðild-
arumsókn að SÞ til aðalritara
þeirra, Ban Ki-moon, þar sem
hann lagði enn og aftur áherslu á
vilji Taívana til að taka sitt rétt-
mæta sæti í SÞ og leggja lóð á
vogarskál hinna háleitu markmiða
samtakanna. Aðalskrifstofa SÞ
sendi umsóknina til baka með vís-
an til samþykktar Allsherjarþings-
ins nr. 2758 um að „aðeins sé til
eitt Kína“.
Þessi aðgerð ber vitni um virð-
ingarleysi gagnvart Sáttmála SÞ
og reglum samtakanna sem mæla
fyrir um að aðalritari skuli sjálf-
krafa vísa öllum aðildarumsóknum
til Öryggisráðsins og að lokum til
Allsherjarþingsins. Aðalskrifstofan
hefur tekið fram fyrir hendurnar á
aðildarríkjunum og komið í veg
fyrir að þau geti beitt umfjöll-
unar- og ákvörðunarvaldi sínu.
Aðgerð aðalskrifstofu SÞ er
einnig forkastanleg vegna þess að
í henni felst alvarleg mistúlkun á
eðli aðildarumsóknar Taívans og
inntaki samþykktar nr. 2758. Um-
sóknin grefur á engan hátt undan
lögmæti ríkisstjórnar Kínverska
alþýðulýðveldisins (PRC) sem full-
trúa Kína. Né heldur felur um-
sóknin í sér að Taívan sé hluti af
Kína.
Af þessum ástæð-
um, og einnig til að
undirstrika að Taívan
er ekki í neinni sam-
keppni um að vera
fulltrúi Kína á vett-
vangi SÞ, þá höfum
við farið fram á aðild
að SÞ sem „Taívan“.
Þetta er í samræmi
við langa hefð um
þátttöku í SÞ og öðr-
um alþjóðastofnunum
undir öðrum heitum
en notuð eru í við-
komandi heimalönd-
um.
Með ofangreint í huga sendi for-
seti Taívans annað bréf til aðalrit-
ara SÞ hinn 27. júlí þar sem
skýrðar voru staðreyndir um
þessa aðildarumsókn og þess farið
á leit að umsóknin yrði send til
Öryggisráðsins eins og reglur SÞ
gera ráð fyrir.
Fólk í Taívan og Kína er tengt
sterkum menningarlegum og mál-
farslegum böndum, hagkerfin eru
orðin samslungin og hjónabönd
milli íbúa Taívans og Kína algeng.
Allt lofar þetta góðu um hægfara
þróun í átt að farsælum sam-
skiptum fyrir báða aðila. En rangt
er að loka augum fyrir því að
margt skilur enn á milli: Taívan er
lýðræðissamfélag, byggt á virð-
ingu fyrir mannréttindum, en
Kína er stjórnað af alræðisstjórn
sem fótumtreður mannréttindi.
Taívan er friðsælt samfélag sem
ekki ógnar neinum. Kína stefnir
hins vegar þúsundum eldflauga í
áttina að Taívan og er að byggja
upp margslungna stríðsvél sem
ætlað er að draga úr okkur dáð og
hefta aðra í að koma okkur til
bjargar.
Taívan er tilbúið til viðræðna
við hvaða þjóð sem er um hvaða
efni sem er og vonast sérstaklega
eftir bættri sambúð við Kína.
Ráðamenn í Beijing neita hins
vegar að eiga bein samskipti við
stjórnvöld í Taipei og þvinga aðr-
ar þjóðir og stofnanir til að ein-
angra Taívan.
Slík framkoma er váboði. Upp-
lýstar þjóðir verða að gera sér
grein fyrir þessu og styðja aðild-
arumsókn Taívans að SÞ. Að
minnsta kosti verða þær að nýta
sér SÞ sem tæki til að efla sam-
skipti við Taívan í því augnamiði
að treysta og varðveita frið í Aust-
ur-Asíu.
Hví er Taívan
ekki í Samein-
uðu þjóðunum?
Shieh Jhy-wey skrifar um að-
ildarumsókn Taívans að SÞ
Shieh Jhy-wey
»… SÞ voru stofnaðartil að fyrirbyggja
stríð og stuðla að friði.
Hví loka SÞ þá eyrum
fyrir kalli Taívans um
viðræður og aðstoð á
sama tíma og Taív-
anssund er talið stöðug
ógn við heimsfriðinn?
Höfundur er ráðherra upplýsinga-
mála í Taívan.