Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Aukavinna
– góð fjáröflunarleið
Morgunblaðið leitar að einstaklingum sem geta
tekið að sér blaðadreifingu virka daga jafnt sem
helgar. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Um er að ræða vel launuð verkefni sem henta jafnt
einstaklingum í leit að aukavinnu og hópum í fjáröflun,
t.d. vegna félagsstarfa.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við
blaðadreifingu Morgunblaðsinsí síma
569 1440 eða á bladberi@mbl.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
UNDANFARIN ár hef ég þurft
að ferðast til Færeyja oft á ári svo
og mikið innanlands. Aðstaðan í
flugstöðinni er alls ófullnægjandi
og með ólíkindum að í dag skuli
vera boðið upp á slíkt.
Þegar flogið er út fyrir land-
steinana verður að nota hlið 4, en
þar er þröngur gangur með leit-
artækjabúnaði inni í biðsal sem er
50-60 fermetrar að stærð með að-
gangi að 2 snyrtingum sem á
stundum er ekki hægt að loka. Inn
af biðsalnum er fríhafnarverslun
sem er 40 til 50 fermetrar að stærð
með 2 afgreiðslulínum. Í biðsalnum
eru sæti fyrir u.þ.b. 8
manns. Þegar flogið
var með Fokkerum
Flugfélagsins voru
mest um 50 manns
með vélunum, en eftir
að færeyska flug-
félagið Atlantic Air-
ways hóf að fljúga
með 4 hreyfla þotum
sínum sem taka allt
að 94 manns í sæti er
álagið nær tvöfalt.
Færeyska flugfélagið
flýgur líka til Græn-
lands frá Reykjavík-
urflugvelli.
Innritunarbiðröðin fyllir nær sal-
inn frammi og þegar fara þarf í
gegnum öryggishliðið er biðröðin
þvert á aðrar og aðstaðan mjög
erfið.
Það er þó hátíð að fara úr landi
á þennan hátt þar sem farangri er
skilað frammi við innritun og að-
eins er glímt við handfarangur og
samfarþega inni í biðsalnum til
brottfarar.
En skandallinn verður fyrst
kristaltær þegar komið er til lands-
ins. Þá getur komið fyrir að bíða
þurfi úti í vél áður en hægt er að
nálgast flugstöðvarhöllina þar sem
verið er að hleypa út í vél í innan-
landsflugi á sama tíma. Þegar
hægt er að fara inn í húsið bíður
oftast hasshundur sem gengur að
farþegum og farangri og hefur far-
þegum jafnvel verið stillt upp eins
og í amerísku bíómyndum við sak-
bendingar svo hundurinn eigi betra
með að sinna hlutverki sínu. Flest-
ir farþegarnir koma við í fríhafn-
arbúðinni þar sem varla er hægt
að hreyfa sig þar sem farþegarnir
eru sem síld í tunnu. Þegar svo
farangurinn berst í hús á beinlínu
færibandi sem er u.þ.b. 5,5 á lengd
og endar við vegg, hleðst hann upp
og dettur á gólfið eða lendir á far-
þegum sem eru í þéttum hnapp við
bandið, en fáir komast
beint að svo stuttu
bandi. Verður eitt alls-
herjaröngþveiti á
staðnum og liggur við
stimpingum við farang-
ursmóttökuna. Toll-
vörðum er mjög erfitt
um vik að sinna störf-
um sínum við þessar
aðstæður og með ólík-
indum að þeir skuli
hafa látið bjóða sér
slíkar aðstæður við
vinnuna. Þeir gera þó
allt sem þeir geta til
þess að öngþveitið
verði ekki algjört.
Þetta er sú sýn sem blasir við
frændum vorum í Færeyjum og frá
Grænlandi þegar þeir koma til alls-
nægtalandsins Íslands.
Enginn innanlandsflugstöð hér á
landi er eins vanbúin og Reykja-
víkurflugstöðin og ekki heldur flug-
stöðvarnar hjá nágrönnum okkar.
Fyrir nokkrum árum var varið
vel á annan milljarð í endurbætur
flugbrautanna á Reykjavík-
urflugvelli, en enn er flugstöðin í
meginatriðum gamall herbraggi frá
stríðsárunum. Flugstöðin mun vera
eina flugstöðin á landinu sem ekki
er í eigu ríkisins, en Flugfélagið
mun eiga heiðurinn af eign og
rekstri hennar.
Alls óskiljanlegt er að ekki skuli
hafa fylgst að endurbygging flug-
stöðvarinnar og flugbrautanna,
hvað sem deilum um hversu lengi
flugvöllurinn verður í Vatnsmýrinni
líður. Ljóst er að langur tími líður
áður en flugvöllurinn verður fluttur
ef hann þá verður nokkurn tímann
fluttur. Ekkert sambærilegt flug-
vallarstæði er í næsta nágrenni og
einnig ljóst að ef flytja á flugvall-
arstarfsemina til Keflavíkur leggst
stór hluti innanlandsflugsins niður.
Þegar vegirnir á Snæfellsnes og
norður í land voru orðnir klæddir
bundnu slitlagi lagðist af flug til
Hellissands og Blönduóss, einnig
Sauðárkróks. Þegar það tæki sam-
bærilegan tíma að aka suður til
Keflavíkur, innrita sig tímanlega,
bíða þar eftir flugi, fljúga og bíða
eftir farangri og síðan akstur inn á
Akureyri, og það tekur að aka til
Akureyrar eftir endurbættu þjóð-
vegakerfi verður það sama upp á
teningnum. Einu flugvænu stað-
irnir væru hugsanlega Egilsstaðir
og Vestmannaeyjar (sem nú þegar
þurfa ríkisstyrk til að flogið sé
þangað). Með nýrri höfn á Bakka-
fjöru leggst flug til Vestmannaeyja
líklega einnig af.
Í ljósi framangreinds tel ég
Reykjavíkurflugvöll ekkert vera á
förum.
En hvað sem öllu líður getum við
ekki boðið upp á þær aðstæður
sem nú eru í flugstöðinni í Reykja-
vík. Byggja verður nýja flugstöð
nú þegar. Hún þarf ekki að kosta
mjög mikið ef ekki er stefnt að
minnisvarðabyggingu, aðeins bygg-
ingu sem er til þess fallin að gegna
því hlutverki að taka á móti ferða-
fólki, bæði innanlands og frá ná-
grönnum okkar á skammlausan og
öruggan hátt.
Hér fyrr á árum þegar mal-
arvegir voru um allt og í ljós kom
að einhverjir þeirra báru ekki um-
ferðaþungann voru þeir styrktir þó
að vitað væri að nýr vegur kæmi
einhvern tímann og þá með slitlagi.
Sama frumreglan virðist ekki
ganga upp varðandi flugstöðina.
Hver ber ábyrgðina, eigandinn
(Flugfélagið), ríkið sem á allar aðr-
ar flugstöðvar eða Reykjavík-
urborg sem ekki hefur enn fundið
lausn skipulagsmálanna? Vænt-
anlega bera þeir af sér sökina sem
ekki eiga en hinir grípa til aðgerða.
Úrbóta er þörf strax, þær þola
enga bið.
Flugstöðin á Reykjavík-
urflugvelli – Skandall
Jóhann G. Bergþórsson
skrifar um aðstöðu farþega
í millilandaflugi
á Reykjavíkurflugvelli
»Engin innanlands-flugstöð hér á landi
er eins vanbúin og
Reykjavíkurflugstöðin
og ekki heldur flug-
stöðvarnar hjá nágrönn-
um okkar.
Jóhann G.
Bergþórsson
Höfundur er verkfræðingur
og verktaki.
VIÐ Íslendingar stöndum öðru
megin við Evrópusambandið, og
veltum fyrir okkur hvað það merki
að vera Evrópuþjóð. Hinum megin
við Evrópusambandið standa svo
Tyrkir; sem örugglega teljast ekki
til Evrópuþjóða en vilja samt
komast inn. Við get-
um leitað svara um
hvað það er að vera
Evrópuþjóð með því
að skoða ágreining
Tyrklands og Evr-
ópusambandsins.
Sjálfsmynd Evr-
ópusambandsins
stendur mörgum rót-
um í þeirri fortíð sem
rómverska heims-
veldið var. Það náði
allt í kringum Mið-
jarðarhaf og vatna-
svæði þess; og þar
með talið yfir strend-
ur Litlu-Asíu; sem nú
telst til vesturhluta
Tyrklands. Þar var
að finna nokkur grísk
borgríki, sem gengu
síðar inn í Róma-
veldi; og lifðu þannig
áfram sem grískar
borgir í allt að þús-
und ár. Hjá þeim
blómstraði evrópsk
menning ekki síður
en á gríska meg-
inlandinu.
Margar aðrar þjóð-
ir voru einnig ná-
grannar þessara As-
íugrikkja, í gegnum
tíðina, svo sem Föníkar, Lýdíu-
menn, Pergamonar, Hittítar, Tró-
verjar, Persar, Medar, Assýr-
ingar, Parþar, Gyðingar, Arabar,
Tyrkir; og margar smærri. Það
sem greindi Grikkina frá ná-
grannaþjóðunum var það sem
kemur okkur til að líta á þá sem
fyrirrennara okkar, en það var að
þeim tókst að þróa fram skapandi
sambland af fræðum og fé-
lagsmálum, sem lið í vaxandi ný-
sköpun og hagsæld. Margt stuðl-
aði að þessu; svo sem vaxandi
viðskipti um hafið, útbreidd borg-
armyndun, vaxandi borgarastétt,
menningaruppeldi og læsi. Grikkir
virðast hafa náð forskoti í sam-
virkni þessara þátta; sem síðar
breiddist út yfir Evrópu; og sem
varð á endanum það sem við
þekkjum sem nú sem aðalsmerki
evrópskrar menningararfleifðar.
Hún hefur nú til dags gegn-
umsýrt heimsmenninguna að
miklu leyti en hefðbundnu vest-
rænu þjóðirnar; svosem strandríki
Evrópu; halda enn þá tryggilegu
forskoti; í krafti sinnar einstæðu
getu til að láta
tækniþróun og lýðræði
vinna saman. Bæði
Tyrkir og Íslendingar
þráast nú við að við-
urkenna þennan upp-
runa vestrænnar
menningar sinnar: Við
Íslendingar af því við
erum eyþjóð sem
freistar þess fremur
að upphefja sjálfs-
mynd sína sem for-
ystuþjóð í varðveislu
fornsagna síns nor-
ræna afsprengi Evr-
ópumenningarinnar og
Tyrkir af því þeim er í
mun að skapa þjóð-
areiningu á svæði sem
spannar ekki bara
hinn evrópulegri vest-
ræna enda sinn við
Miðjarðarhaf, heldur
líka sinn austræna
enda sem liggur að
löndum eins og Írak
og Íran. Láta Tyrkir
nú svo heita að þegnar
síns fjölþjóðaríkis séu
nánast allir afkom-
endur Tyrkja, tyrk-
neskumælandi og ísl-
amstrúar.
Hér eygi ég tillögu
til úrbóta: Evrópusambandið ætti
að gera gangskör að því að veita
fé til kynningar á forn-gríska
menningararfinum, bæði í EES-
aðildarríki sínu Íslandi og í Tyrk-
landi. Ekki til að ganga í berhögg
við ríkjandi fortíðarsýn þessara
ríkja, heldur til að styrkja og
auðga þau stjórnmál, fræði, listir
og trúarbrögð sem þar eru fyrir.
Þannig munu þau bæði verða fær-
ari um að nálgast fulla Evrópu-
sambandsaðild á jafnræð-
isgrundvelli.
Evrópusambandið,
Ísland og Tyrkland
Tryggvi V. Líndal
skrifar um Evrópumál
Tryggvi V. Líndal
»Evrópusam-bandið ætti
að gera gang-
skör að því að
veita fé
til kynningar á
forn-gríska
menningararf-
inum, bæði í
EES-aðildarríki
sínu Íslandi og í
Tyrklandi.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
og skáld.