Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 39 HINN 16. ágúst sl. birtist grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu þar sem reynt var að kryfja þá full- yrðingu að með upptöku aflamarks- kerfisins við stjórn fiskveiða 1991 hafi sameign landsmanna verið af- hent fáum einstaklingum á silf- urfati. Þessi fullyrðing hefur svo oft verið sett fram að margir taka henni orðið sem sjálfsögðum sannindum og draga síðan af því ályktanir um réttlæti og rang- læti við stjórn fisk- veiða. Markmið grein- arinnar var að lýsa þróun íslenska fiski- skipastólsins á ár- unum 1970-1990 og þeim erfiðleikum sem fólgnir voru í því að skipta takmörkuðum veiðirétti á milli of margra fiskiskipa. Efni greinarinnar hef- ur vakið viðbrögð á Netinu, m.a. hefur verið spurt um skyldur Há- skóla Íslands og það fullyrt á heima- síðu Sigurjóns Þórðarsonar, fv. al- þingismanns, að undirritaður virðist hafa það verkefni ,,að hagræða sannleikanum og framleiða stór- meistaralygi“. Það er örðugleikum bundið að finna einhlítan mælikvarða á sókn. Til að átta sig fyllilega á hugtakinu eru flestir sammála um að stærð flotans sé þar mikilvæg sem og sá tími sem fer í að komast á miðin, veiða og landa afla. Einnig skiptir máli hver sé gerð veiðarfæra, hæfni áhafnar og svo framvegis. Í lok árs 1975 var það mat Hafrannsókna- stofnunar að sókn í þorskstofninn hafi a.m.k. tvöfaldast á tveim ára- tugum án þess að afli hafi aukist. Ís- lenski flotinn hélt þrátt fyrir þetta áfram að stækka ásamt því sem hann var nær miðunum og lönd- unarhöfnum en þau erlendu skip sem voru hrakin á brott með stækk- un fiskveiðilandhelginnar. Framfar- ir í veiðitækni á þessu tímabili hafa sjálfsagt einnig aukið sóknargetu ís- lenska flotans. Forsendur þess að fiskveiði- landhelgi Íslands var færð úr 12 sjó- mílum í 200 á áttunda áratug 20. aldar var m.a. að minnka samkeppn- ina um hina takmörkuðu auðlind. Markmið baráttunnar um stækkun fiskveiðilandhelginnar var öðrum þræði að tryggja efnahagslegt sjálf- stæði Íslands. Til lengri tíma litið minnkaði vandinn við nýtingu auðlindarinnar hins vegar ekki þar sem íslenski fiskiskipa- stóllinn fékk að stækka og veiða stjórnlítið. Það var mat Sigfúsar Jóns- sonar árið 1984 (Sjáv- arútvegur Íslendinga á tuttugustu öld, bls. 242), að ,,áhrif of örrar stækkunar flotans hafa komið fram í ofveiði og samdrætti í afla þeirra fiskiskipa er voru fyrir í landinu og hefur síðan leitt til samdráttar í þjóðartekjum og útþynningar þeirra“. Frá því að þessi ummæli birtust á prenti stækkaði flotinn enn frekar þar til að gerð var tilraun með lög- um um stjórn fiskveiða nr 38/1990 að hamla gegn aukinni afkastagetu flotans með veiðileyfakerfi ásamt því sem komið var á fót aflamarks- kerfi sem ætlað var að auðvelda mönnum að sameina veiðiheimildir á færri skip. Á ýmsan hátt hefur verið vikið frá þessu. Grundvöllur veiðileyfakerfisins brast þegar Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu í lok árs 1998 að það bryti í bága við grundvallarreglur stjórn- arskrárinnar. Jafnframt hefur afla- hlutdeild ekki verið það tiltölulega örugga hlutfall af leyfðum heildar- afla sem upphaflega var gert ráð fyrir. Síðastnefndu fullyrðingunni til stuðnings mætti nefna að við setn- ingu laga nr 38/1990 var gert ráð fyrir að við tiltekin skilyrði yrðu veiðum krókabáta, þ.e. bátum undir 6 brúttólestum sem veiða með línu og/eða handfæri, stýrt með aflakvót- um eigi síðar en 1. september 1994. Þrátt fyrir að þessi skilyrði væru uppfyllt var með lögum nr 87/1994 og síðari breytingum á lögum um stjórn fiskveiða hinu svokallaða sóknardagakerfi krókabáta við- haldið þar til að veiðum allra króka- báta var stýrt með aflamarki haust- ið 2006. Hlutdeild krókabáta í t.d. þorskkvótanum hefur farið úr því að vera 2,2% samkvæmt upphaflegum ákvæðum laga um stjórn fiskveiða í 17,5% á yfirstandandi fiskveiðiári. Margar aðrar reglur hafa verið sett- ar sem hafa veikt upphaflegu meg- inreglur aflamarkskerfisins, t.d. hef- ur verið kveðið á um vald ráðherra til að úthluta byggðakvóta sem og sérstakar ívilnanir veittar vegna línuveiða. Reynslan af opnum stjórnkerfum fiskveiða hefur verið á þann veg að ný skip minnka aflamöguleika þeirra sem eru fyrir. Hin einfalda staðreynd er að fiskiskipin höfðu og hafa getu til að veiða mun meira af þorski en þeim er heimilt. Erfitt er að fullnægja öllum hugmyndum manna um réttlæti þegar útdeila á of litlum veiðirétti á milli of margra fiskiskipa. Jafnvel þó að það væri með réttu lagi talið líffræðilega for- svaranlegt að veiða meira af þorski en gert hefur verið þá hlýtur það að teljast málefnalegt úrræði við stjórn fiskveiða að hamla gegn stækkun fiskiskipaflotans og skapa atvinnu- greininni sjálfri tækifæri til að hag- ræða í sínum rekstri með því að sameina veiðiheimildir á færri fiski- skip. Eftir allt saman er sjávar- útvegur að öðru jöfnu atvinnugrein sem byggir á að ná í fisk í sjó og koma hráefninu á markað sem mat- vöru. Sannleikur, rétt- læti og fiskur Helgi Áss Grétarsson skrifar um stjórn fiskveiða » Það er vandasamt aðútdeila of litlum veiðirétti á milli of margra fiskiskipa. Erf- itt er að fullnægja rétt- lætistilfinningum við þá skiptingu. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er sérfræðingur í auðlinda- rétti við Lagastofnun HÍ. Á ÞVÍ svæði sem nú myndar miðbæ Reykjavíkur hefur verið búið frá upphafi landnáms og í rúm tvö hundruð ár hefur þessi vík verið aðalból Íslendinga. Þess- um stað ber að sýna fyllstu virð- ingu og allt sem við framkvæmum í mið- borginni verður að miðast við fortíð, nú- tíð og framtíð. Ég bý í miðbæ Reykjavíkur og marg- ir af mínum for- feðrum bjuggu og störfuðu hér í mið- bænum. Langalanga- langafi minn í móð- urætt, Tönnies Daniel Bernhöft (1797-1886) rak Bernhöftsbakaríið í Bakarabrekkunni (nú Bankastræti), og sonur hans, langalangafi minn, Wilhelm Georg Theodor Bernhöft (1828-1871), tók við af honum. Langafi minn í föð- urætt, Þorlákur Johnson (1838- 1917), rak verslun í Lækjargötu. Langalangalangafi minn í föð- urætt, Einar Jónsson, síðar John- sen (1775-1839), afi Þorláks, átti eignir og rak verslun þar sem nú er Ingólfstorg við Aðalstræti. Afi minn í móðurætt, Hjálmtýr Sig- urðsson (1878-1956), rak verslun í Lækjargötu, byggði nokkur hús í miðbænum og starfaði árum sam- an í Útvegsbankanum við Lækj- artorg. Langafi minn í móðurætt, Ludwig Hansen (1860-1910), bjó í Hafnarstræti og var með verslun við núverandi Lækjartorg. Langamma mín, Marie Katharine Bernhöft (1865-1937), er fædd í Bernhöftstorfunni, bjó í Hafnarstræti og rak blómaverslun í Bankastræti. Amma mín, Lucinde Wil- helmine Franciska Hansen (1890-1966), er fædd í Bernhöft- storfunni og starfaði og bjó í miðbænum. Þegar ég geng um miðbæinn geng ég um slóðir forfeðra minna og mér er minning þeirra kær. Minningin getur falist í mörgu, sögum sem okkur eru sagðar, hlutum sem við höfum erft og um- hverfi sem geymir fyrir okkur for- tíðina. Húsin í miðbænum eiga öll sína sögu og gömlu húsin sem enn standa eru tengiliður okkar við heim forfeðranna. Þegar þau hverfa þá hverfur hluti af sögu okkar. Þegar þau eru varðveitt þá varðveita þau hluta af sögu okkar. Íslendingar hafa brennt fornar bækur og þeir hafa rifið gömul söguleg hús. Íslendingar eru hættir að brenna fornar bækur – en þeir eru enn að rífa gömul söguleg hús. Reykjavík í fortíð, nútíð og framtíð Hjálmtýr Heiðdal skrifar um sögu miðbæjarins »Ég bý í miðbæReykjavíkur og margir af mínum for- feðrum bjuggu og störf- uðu hér í miðbænum. Hjálmtýr Heiðdal Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 8. flokkur, 24. ágúst 2007 Kr. 1.000.000,- 1055 B 1310 F 10946 B 12965 B 31093 G 33300 B 33990 G 34400 G 36023 H 57857 B             Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura í 2 vikur 4. september. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á besta tíma á frábærum kjörum á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Fuerteventura 4.-18. september frá kr. 34.990 Allra síðustu sætin - 2 vikur á frábæru verði! Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúd- íó/íbúð í viku. 2 vikur Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. 2 vikur Munið Mastercard ferðaávísunina Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteigna- sali 821 4400 534 2000 www.storhus.is PENTHOUSE HÖRÐUKÓR 196,3 fm glæsileg íbúð á tveimur hæðum (10. og 11. hæð) með stórkostlegu útsýni. Bílskýli. Neðri hæð: 2 svefnherb., stofa m. útg. út á s-svalir, eldhús, þvottahús og baðherb. Efri hæð: stofa m. útg. út á suðursvalir, hjónah. m. fatah. inn af, baðherb. V. 58,8 m., áhv. 35 m. PENTHOUSE HÖRÐUKÓR, 10. hæð 126,4 fm íbúð með stórkostlegu útsýni. Bílskýli. 3 svefnherb. Rúmgóð stofa með útgangi út á s-a- svalir með stórkostlegu útsýni. Eldhús opið inn í stofu með fallegri innr. Baðherb. m. baðkari og sturtuklefa. V. 38,8 m., áhv. 23 m. Pantið skoðun hjá: Ísak, s. 822-5588 eða Hrafnhildi, s. 821-4400. Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.