Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ALLT frá upphafi hefur mað-
urinn verið að þreifa fyrir sér,
kynna sér aðstæður, auka skilning
sinn, mennta sig og vinna. Árang-
urinn er umtalsverður á okkar
mannlega mælikvarða og vonandi í
flestum tilfellum
mannkyninu til fram-
fara, heilla og bless-
unar.
Hér á okkar kæra
landi búum við flest við
velmegun. Miklar og
nánast ótrúlegar fram-
farir hafa átt sér stað á
nánast öllum sviðum á
síðastliðnum hundrað
árum. Þjóðin er al-
mennt vel menntuð,
þenslan í atvinnulífinu
er mikil og næga at-
vinnu virðist hafa. Við
erum lánsöm Íslend-
ingar og getum vissulega verið
þakklát.
Lítils virði ef umgjörðina og
innihaldið vantar
Þrátt fyrir aukna þekkingu, fram-
farir, næga atvinnu og almenna vel-
megun leynist á bak við hverja
kennitölu flöktandi sál sem þráir ör-
yggi, innri frið og varanlega ham-
ingju.
Það að menntast er að sjálfsögðu
auðgandi og mannbætandi, okkur
öllum hollt og nauðsynlegt. Það að
stunda atvinnu gleður okkur og fær-
ir björg í bú. Nauðsynlegir þættir
eins og að borða og sofa, stunda lík-
amsrækt og bóklestur og jafnvel það
að horfa á sjónvarp, svo dæmi séu
tekin, byggja okkur sannarlega upp
og veita okkur ánægju og fyllingu að
minnsta kosti um stund. En eru
harla léttvæg ef innihaldið og um-
gjörðina vantar. Ef við stöldrum
ekki við og skoðum hvað það er sem
við lifum fyrir. Hvað það raunveru-
lega sé sem haldi okkur gangandi.
Ef okkur skortir markmið í lífinu og
höfum því ekki forsendur til að velja
og hafna í ruglingslegu tilboðsflóð-
inu.
Að vera snortinn af ást Guðs
Getur verið að hin varanlega ham-
ingja sé eftir allt saman fólgin í upp-
lifuninni af þeirri uppgötvun að
maður sé óendanlega dýrmætur í
augum Guðs og skapaður til sam-
félags við hann með háleit markmið
með lífinu og í tilver-
unni?
Þegar það upplýkst
fyrir manni að maður
sé hluti af áætlun Guðs.
Ráðsmaður hans á
jörðinni. Ákvarðaður af
honum til góðra verka,
til að bera ávöxt, sam-
félaginu til heilla og
Guði til dýrðar?
Meðtekur þannig ást
Guðs og tileinkar sér
lífgjöfina, lærir að
njóta hennar og lifa
henni í þakklæti svo
farvegur kærleikans
fái að umbreyta okkur og streyma
frá hjörtum okkar til að lita og
auðga umhverfið, samferðafólki til
góðs? Fyllumst við þá fyrst ekki til-
gangi svo vellíðan tekur um okkur
að streyma?
Tilgangi sem helgast af því að
vera snortin af kærleika sem spyr
ekki um sitt eigið og krefst ekki
endurgjalds.
Ást Guðs fylgir nefnilega sam-
hjálp og umhyggja. Ylur sem vermir
og veitir okkur innri frið og var-
anlega vellíðan.
Kostar þjálfun og
þolinmæði, úthald og aga
Þegar öllu er á botninn hvolft er
nefnilega fátt dýrmætara og gefur
meira en að geta gengið út í daginn
fylltur af innri friði. Friði Guðs, sem
er æðri öllum mannlegum skilningi.
Friði sem við getum samt meðtekið,
upplifað og notið í ríku mæli.
Þegar allt kemur til alls gefur það
nefnilega meira að vera jákvæður og
uppörvandi, sígefandi í samskiptum,
heldur en að olnbogast áfram,
heimta, hrifsa og græða og vera
stöðugt að telja sér trú um að maður
eigi rétt á einhverju og eigi hitt og
þetta skilið.
Sú jákvæðni, umhyggja og upp-
örvun sem fylgir hinum fölskvalausa
kærleika eru dyggðir sem skilja eitt-
hvað svo óútskýranlega gott eftir sig
þannig að manni tekur að líða betur.
Þannig að andrúmsloftið í umhverf-
inu verður léttara og svo miklu
þægilegra.
En það kostar að ganga í sig og
vera ekki stöðugt að spyrja um sitt
eigið. Það kostar hugarfarsbreyt-
ingu, stöðuga þjálfun og þolinmæði,
úthald og aga.
Það að elska og vera elskaður gef-
ur því alltaf mest þegar til lengri
tíma er litið. Lífsfyllingu sem ekki
verður metin til fulls eða toppuð.
Eftir þinn dag man enginn hvaða
titla þú barst og hvað þú græddir
mikið. Menn rifja heldur upp hvað
þú gafst mikið af þér. Hvernig þú
reyndist í samskiptum. Hvort þú
varst raunverulegur mannvinur og
hvaðan orkan var fengin til að vera
gæddur þeim ómetanlegu dyggðum
að geta sinnt svo innihaldsríkum og
gefandi samskiptum.
Varanleg hamingja
Hin hugarfarslega gleði skemmt-
unarinnar er yfirborðskennd, stund-
leg og skammvinn. En hin raunveru-
lega hamingja hjartans veitir sanna
gleði sem eykur lífsgæðin til muna.
Því hún byggist á djúpri alvöru sem
veitir innri frið.
Varanleg hamingja
Hin raunverulega hamingja
hjartans veitir sanna gleði sem
eykur lífsgæðin til muna segir
Sigurbjörn Þorkelsson
» Gleði skemmtunar-innar er yfirborðs-
kennd og skammvinn en
hin raunverulega ham-
ingja hjartans veitir
sanna gleði, eykur lífs-
gæðin og veitir innri
frið.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur.
ELLEFTA þessa mánaðar fór ég
í kirkju þar sem vinir mínir, maður
og kona voru gefin saman. Á eftir
var boðið til veislu að sið fornu
höfðingjanna. Það sem einkenndi
samfagnaðinn var vinsemdin sem
þar sveif yfir. Þar af leiðandi var
ekkert hnútukast andlegs né lík-
amlegs eðlis.
Mikill ættarhöfðingi hélt þar
skörulega ræðu og
lagði út af vinsemd,
kærleika og heilbrigðri
sál í hraustum líkama
og tókst eindæma vel
að skila því til við-
staddra. Það var ekki
aðeins að hann kæmi
til skila hve vinsemdin
er okkur mikilvæg.
Hann hætti sér hik-
laust á Hinsegin degi
inn á hálar brautir.
Það þarf kjark og
snilld til að spinna
saman samkynhneigð
og húmor eins og ég kýs að túlka
orð hans. Vegna ofurviðkvæmni
sem í þeim efnum er langt yfir eðli-
legum mörkum, þora fáir að tjá sig
að ótta við afleiðingarnar. Þar má
fátt tvírætt segja, því sjúklega
mörgu er snúið á verri veginn. Þó
ólíku sé saman að jafna má taka
dæmi af umönnunarfólki á heimilum
fatlaðra. Ég veit um tilfelli þar sem
útlend starfskona kemst upp með
að fá útrás fyrir slæmt innræti sitt í
skjóli manneklu. Í þessu dæmi væri
aðfinnsla rasismi en eðlileg ábend-
ing ef Íslendingur ætti í hlut. Löngu
er vitað að engin ræður sinni kyn-
hneigð og stórir sem smáir hafa
goldið fyrir það sem var þeim eðli-
legt. Þar á meðal Tchaikovsky og
Michelangelo.
Heilbrigð skynsemi gerir ljóst að
svartur maður er þeim hvíta í engu
síðri. Fara má um víðan völl og
færa rök fyrir að trú gyðinga er
hvorki betri né verri en múslima,
þar sem grein úr heiðni sem við af-
lögðum árið þúsund á því miður af-
gerandi sess. Þar á ég við tilvitnun í
Gamla testamentið og Kóraninn um
heiðursvíg, sem rekja
má til trúarsetningar
beggja sem útleggst,
auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn og
kristnir réttilega kalla
morð. Allt er þetta
samofið því sem minn
kæri vinur þuldi yfir
hundrað og fjörutíu
vinum og vandamönn-
um í veislunni góðu.
Eftir að hafa farið
fögrum orðum um
mannval íslensku þjóð-
arinnar og hvað það
skipti miklu máli sagði hann að þar
skorti á að tvær konur, eða tveir
karlar skiluðu sínu í afkomendum.
Augljóslega var hann að setja dag
homma og lesbía í glettið samhengi
við nútíð og framtíð. Ef mæl-
endaskrá hefði ekki fyllst svo fljótt
sem raun varð á, hefði ég gjarnan
bent viðstöddum á að Bolvíkingar
hafi ekki uppskorið svo mikið sem
þeir töldu sáð til með fyrirfram
ákveðinni ástarnótt.
Til örlítils mótvægis má nefna að
tvö af aðalvandamálum heims-
byggðarinnar eru hlýnun jarðar og
fólksfjölgunin. Í öðru má ætla að
samkynhneigðin spili stóra jákvæða
rullu. Viðbót við brúðkaups og af-
mælisveislur eru gleðisamkundur
nýja aðalsins sem sjást á skjáum
landsmanna fagna þegar millj-
arðafúlgur eru boðnar velkomnar úr
vasa þjóðarinnar í þeirra. Almenn-
ingur er þjakaður af vaxandi
skuldahala, auk þess sem hann líður
fyrir okur af flestum gerðum og fær
ekki lengur að byggja eigin hús.
Nú svigna veisluborð þeirra sem
eiga bankana, sjávarútveginn og
þeirra sem fá byggingalóðirnar til
að braska og okra. Nú er húsnæði
yfirleitt helmingi dýrara en fyrir
fáum árum og samhliða hækka fast-
eignagjöld, húsaleiga, lán og vextir.
Engin furða þó mennirnir sem gera
út á almenning, geti keypt sér þyrl-
ur. Undarlegra er að þeir skuli
leggja sig fram við að trufla svefn-
frið þeirra sem gera þeim þetta
mögulegt. Almenningur hugsar vart
hlýlega til þingmannanna sem
skópu misréttið sem gegnsýrir
þjóðfélagið í dag. Mér koma í hug
orð N.N. sem sagði að stjórn-
málamenn væru eins og bleyjur.
Það þyrfti að skipta um þá reglu-
lega og af sömu ástæðu.
Boðið til veislu
Albert Jensen skrifar í
tilefni af ræðu ættarhöfðingja » Löngu er vitað aðengin ræður sinni
kynhneigð og stórir sem
smáir hafa goldið fyrir
það sem var þeim eðli-
legt.
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
109. þáttur
Sem og aftur sem
Tilvísunarorðin sem og ervísa í íslensku jafnan tilnafnliðar, t.d.: Þettaeru skórnir sem ég
keypti. Í ensku og dönsku geta
samsvarandi tilvísunarorð einnig
vísað til sagnorða og jafnvel
heilla setninga. Í nútímamáli
gætir nokkuð enskra eða danskra
áhrifa á notkun tilvísunarorða,
t.d.: við töpuðum leiknum á ellefu
mínútum sem voru gríðarleg von-
brigði [og voru það … ; en það
voru … ] (7.6.07); Um allt sam-
félagið eru því menjar hins forna
misréttis í fullu gildi sem er mið-
ur [og er það miður] (19.6.07);
Sameinuðu þjóðirnar vilja að
gæsluliðið verði
undir stjórn
samtakanna
sem þýðir að
[en í því felst]
(17.11. 06);
Spurn-
ingakeppni fjöl-
miðlanna er hefðbundin á RÚV
um páska. Sem er gott mál [Það
er gott/ágætt] (7.4. 07); spurn-
ingar séu talsvert léttari en verið
hefur. Sem er varhugaverð þróun
(7.4. 07) og Og þá er þjóðfélagið
hætt að geta slappað af yfir höfuð
sem er afskaplega vont (7.4. 07).
Þetta fyrirbrigði er fremur nýtt
af nálinni, umsjónarmaður hefur
aðeins rekist á það í nútímamáli
(einkum fjölmiðlum).
Orðfræði
Umsjónarmaður hefur gaman
af að leita skýringa á þeim am-
bögum sem upp koma enda má
oftast finna hliðstæður sem toga í
ef svo má að orði komast. Stund-
um stendur hann þó ráðþrota
frammi fyrir málblómunum, sbr.
eftirfarandi: á þessum degi fyrir
38 árum gáfust Frakkar upp en
Þjóðverjar höfðu brunað í gegn-
um Frakkland eins og hnífur í
gegnum heitt smjör (21.6. 07). –
Dæmalaust rugl er þetta!
Í mörgum tilvikum blasir þó
við að um samslátt er að ræða,
tveimur orðatiltækjum er ruglað
saman eða búið er til ‘nýtt’ orða-
tiltæki með því að afbaka annað.
Flestir munu t.d. þekkja orða-
tiltækið skríða undir pilsfald e-s
‘leita skjóls hjá e-m (notað í háði,
niðrandi)’ en hitt er nýtt að unnt
sé að hlaupa eftir pilsfaldi e-s: Við
erum að gagnrýna [svo] alla pró-
fessorana í sagnfræði sem hlaupa
eftir pilsfaldi ríkisstjórnarinnar
(16.5. 06).
Orðatiltækið e-ð fær byr undir
báða vængi er eldfornt og flestir
munu kannast við orðasambandið
brakandi þerrir. Þessu má ekki
rugla saman eins og gert er í eft-
irfarandi dæmi: Airbus fær brak-
andi byr undir báða vængi í bar-
áttunni við Boeing (28.6. 07).
Íturvaxinn
Árni Björnsson skrifar (19.7.
07): ,,Fyrir nokkrum árum var
einhver feitlagin kona í fram-
haldsþætti í sjónvarpinu. Ég kem
ekki fyrir mig hvað hún hét en í
sjónvarpskynningunni var hún
sögð ‘íturvaxin’. Ég hélt þá að hér
væri um vísvitandi grín að ræða:
fólk væri að snúa út úr þessu fal-
lega lýsingarorði. Í gærkveldi sá
ég orðið hinsvegar notað um hina
digru sjónvarpsfígúru Homer
Samper eða hvað hann heitir.
Mér flaug í hug hvort fólk væri
virkilega farið að tengja ‘ítur’ við
‘ístru’?“
Umsjónarmaður þakkar Árna
kærlega fyrir ábendinguna.
Hann telur sig alloft hafa heyrt
lo. ítur ‘fagur’ notað í öfugri
merkingu eins og Árni bendir á
en hins vegar þykir honum með
ólíkindum ef sú merking hefur
náð að festa rætur sem eðlilegt
mál.
Sallarólegur
Í 107. þætti var vikið að orð-
unum sallafínn og sallarólegur.
Helgi Skúli Kjartansson skrifar
þættinum efnismikið bréf um það
efni. Hann segir:
,,Beinu merkinguna í sallafínn
þekki ég ekki af eigin raun. En
Blöndal tilfærir hana með dæm-
inu sallafínn sandur og undir
hana falla þrjú dæmi af 15 í rit-
málssafninu [ritmálssafni Orða-
bókar Háskólans]. Ég hef ein-
ungis vanist óbeinu
merkingunni, og þá einkum um
fólk (‘prúðbúinn’) og kannski föt
(‘sparilegur, viðhafnarmikill’).
Það er útvíkkun á þessari merk-
ingu þegar Þráinn teygir hana
yfir skáldverk (‘prýðilegur’). Sú
útvíkkun er mér ekki beint fram-
andi en þó þykist ég ekki alinn
upp við hana. Enda er ekki dæmi
um hana í ritmálssafni, hins veg-
ar nokkur (4 held ég) í textasafni.
Úr því að sallafínn þekkist
(eða hefur þekkst) í beinni merk-
ingu, þá mætti ætla að hún sé
upprunaleg, sú óbeina afleidd, og
hún sé fyrirmynd furðuorðsins
sallarólegur. En á því orði lærði
ég einhvern tíma allt aðra skýr-
ingu sem líka hlýtur að vera
nokkuð til í. Nefnilega að það sé
myndað eftir danska orða-
sambandinu salig rolig. Þetta
heyrði ég einhvern tíma (líklega í
skóla) bent á og líkt við það
hvernig danska orðið fuldskæg
(‘alskegg’) hafi getið af sér sam-
setninguna fúlskeggjaður.
Salig rolig er reyndar orðalag
sem ég hef ekki vanist á dönsku.
Frekar kannast ég við að sagt sé
salig og rolig. … Um hitt, salig
rolig, finn ég dæmi á norsku og
sænsku, og þannig trúi ég það
hafi verið í dönskunni áður, kom-
ið inn í málið úr sálmi Kingos:
Sov da, sov i JEsu arme,
Viger alle Verdens larme,
Jeg er i min JEsu skiød!
Hand mig skal af Mørket føre,
Hand min sidste Søfn vil giøre
Salig, rolig, sagt og sød.
(Thomas Kingo)
Þaðan hafa Íslendingar tekið
það. Fyrst með slettunni salí. Ég
finn á vefnum (mest bloggsíðum)
16 ólík dæmi um orðasambandið
alveg salí. Þar af 7 með sam-
bandinu salí rólegur. Sem kemur
heim við mína tilfinningu fyrir
orðinu. Ég hef tæplega notað það
sjálfur en heyrt það notað og
finnst það ekki eiga heima nema í
þessu sambandi. Ef ég heyri salí
eitt sér, þá finnst mér það vera
stytting þar sem rólegur er und-
anskilið. Það má vera að þessi til-
finning mín sé orðin gamaldags
og aðrir skilji salí sem sjálfstætt
hugtak. (Þannig er það skýrt í
ÍO). En upprunalega hefur orðið
verið tekið upp úr dönsku til að
nota í þessu ákveðna sambandi.
Sem getur svo af sér, með eins
konar alþýðuskýringu, aðlagað
tökuorð: sallarólegur. Ég hef
ímyndað mér að það hafi orðið
fyrirmyndin að sallafínn. En lík-
lega er það þvert á móti, þannig
að fyrirmyndin sallafínn hafi ýtt
undir breytinguna: salí rólegur
> sallarólegur‘‘.
Umsjónarmaður þakkar
Helga kærlega fyrir skemmti-
legan pistil. Skýringar hans virð-
ast traustar enda eru elstu dæmi
í ritmálsskrá Orðabókar Háskól-
ans um lo. sallafínn talsvert eldri
en um sallarólegur. Framlag
Helga sýnir svo að ekki verður
um villst það sem flestir vita: Ís-
lensk tunga er margbrotin og á
akri hennar er að finna óþrjót-
andi og áhugaverð verkefni.
Flestir munu
t.d. þekkja
orðatiltækið
skríða undir
pilsfald e-s
jonf@rhi.hi.is