Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 41
FÆÐINGUM hefur fjölgað tölu-
vert í Reykjavík tvö undanfarin ár.
Árgangurinn sem nú er á rétt á
leikskólavistun er því rúmum tvö
hundruð börnum stærri en sá sem
er að hefja grunnskólagöngu. Í
nokkur ár hefur verið miðað við að
öllum reykvískum börnum sem orð-
in eru 18 mánaða í september sé
boðin leikskóladvöl. Samkvæmt töl-
um frá Hagstofu Íslands eru leik-
skólabörn í Reykjavík samkvæmt
þessari skilgreiningu 6.770.
Þegar öll pláss sem í boði eru á
leikskólum í Reykja-
vík eru tekin saman
kemur í ljós að þau
eru 6.680 og er þá búið
að gera ráð fyrir nýj-
um deildum við leik-
skólanna Álftaborg og
Rofaborg. Þannig
vantar því um 90 pláss
á leikskólanna í
Reykjavík nú í haust,
væru allar stöður full-
mannaðar og öll pláss
fullnýtt.
Gera má ráð fyrir
að nú í ár verði fjöldi
fæðinga svipaður, eða
um 1.700 börn. Hinsvegar er sá ár-
gangur sem á næsta ári hefur
grunnskólagöngu í Reykjavík tölu-
vert minni eða um 1.500 nemendur.
Þannig er ljóst að fjölga þarf pláss-
um um 300 fyrir haustið 2008, ef
standa á vörð um það viðmið að öll
börn sem orðin eru 18 mánaða í
september eigi kost á leikskóladvöl.
Uppbygging smábarnadeilda
Við þetta bætist svo að fyrir síð-
ustu kosningar var kjósendum í
Reykjavík lofað áframhaldandi upp-
byggingu leikskóla, m.a. sérstakra
smábarnadeilda. Því lofuðu allir,
ekki síst frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins.
Ef taka ætti inn öll börn sem orð-
in eru ársgömul í september ár
hvert, þyrfti að fjölga plássum til
viðbótar við þessi 300 um 850 eða
heildar fjölgun um 1.150 pláss. Sem
samsvara einum 13 leikskólum.
Einhverjum finnst það kannski
mikið í lagt að öll börn sem orðin
eru ársgömul í september komist
inn á leikskóla en þá ber að hafa í
huga að börn eru að öllu jöfnu tekin
inn einu sinni á ári, þegar pláss
losna við upphaf grunnskóla. Þann-
ig að börn sem fædd eru í október
væru þrátt fyrir þessar breytingar
ekki að komast inn á leikskóla fyrr
en við 23 mánaða aldur. Varla
finnst nokkrum það of mikið í lagt í
samfélagi þar sem fæðingarorlof er
6-9 mánuðir og jafnvel þó það væri
lengt í 1 ár.
Mannekla
Því er ljóst að verulega þarf að
spýta í lófana í uppbyggingu leik-
skóla ætli meirihlutinn sér að efna
loforð um uppbyggingu smá-
barnadeilda.
Ekki dugir að skýla sér á bak við
manneklu, að ekki sé hægt að
byggja leikskóla því
það fáist ekkert fólk til
að vinna í þeim. Það
þarf miklu fremur að
leita allra leiða til að
laða starfsfólk að
störfum á leikskólum
borgarinnar. Ég man
ekki eftir því hausti að
ekki hafi verið óráðið í
einhverjar stöður á
leikskólum, þrátt fyrir
að svo hafi verið, hélt
fyrri meirihluti upp-
byggingu leikskóla
áfram. Nýr meirihluti
hefur einnig lofað
áframhaldandi uppbyggingu, bæði
fyrir kosningar og í málefnasamn-
ingi.
Ef fólk sem vill og þarf að vinna
kemst ekki út á vinnumarkaðinn
vegna skorts á leikskólaplássum er
það bara til að auka enn á þá
spennu sem fyrir er á vinnumark-
aðnum og auka skort á vinnuafli.
Það hlýtur að vera liður í að leysa
mannekluvandann að fólk fái leik-
skóladvöl eða pláss á frístunda-
heimilum fyrir börnin sín svo það
geti öruggt farið út á vinnumark-
aðinn vitandi af börnum sínum í öfl-
ugu og þroskandi starfi. Því ætti
það að vera forgangsverkefni að
manna leikskóla og frístundaheimili
með öllum tiltækum ráðum.
Hvað er til ráða
En hvers vegna gengur svona illa
að ráða fólk til starfa, á leikskólum,
í grunnskólum og á frístundaheim-
ilum. Er svona leiðinlegt að vinna á
þessum vinnustöðum? Nei, alls
ekki. Vinnustaðagreiningar sýna að
þeir sem vinna þessi störf njóta
þess. Samkvæmt sömu vinnustaða-
greiningum er það einkum tvennt
sem slær á hamingjuna, laun og
álag.
Það er löngu orðið ljóst að það
verður að hækka laun þeirra stétta
sem sinna menntun og umönnun
barna og það sama á við um að-
hlynningu aldraðra og sjúkra.
Alla tíð og endalaust hefur verið
talað um að ekki megi hækka laun
þessara stétta því þá „fari allt af
stað“, „fylgi allir í kjölfarið“,
„hækki verðbólga“ og guð veit
hvaða hörmungar munu ekki dynja
yfir.
Þetta var kannski raunin ein-
hvern tímann, en hverjir fylgja í
dag í kjölfar launa mennta og
umönnunarstétta?
Hverjir eru það sem elta þessar
stéttir í átt að mannsæmandi laun-
um?
Menntun og umönnun í for-
gang
Í borgarstjóratíð Steinunnar Val-
dísar voru stigin mikilvæg skref í
þá átt að hækka laun umönn-
unarstétta, án þess að það kollvarp-
aði íslensku viðskiptalífi. Nú þarf að
stiga fleiri skref. Þegar laun þess-
ara starfsmanna verða hækkuð
verður það til að fylgja í kjölfarið á
hækkunum annarra í samfélaginu.
Það er sorglegt, en eins og staðan
er í dag, eru engir í launalegu kjöl-
fari þessarar stétta.
Það má færa fyrir því ágæt rök
að þetta þjóðfélag fari mun frekar á
annan endann ef framboð á vinnu-
afli fer ekki að aukast. Aukið fram-
boð á leikskólaplássum og plássum í
frístundaheimilum væri til þess að
slá á spennu á vinnumarkaði. Því
fyrir hvern starfsmann sem ráðinn
er inn á leikskóla komast fjórir for-
eldrar út á vinnumarkaðinn.
Því hlýtur það að vera forgangs-
verkefni og hagur okkar allra að
uppbygging og mönnunarmál leik-
skóla verði leyst. Það er á ábyrgð
meirihlutans í Reykjavík að leysa
þessi mál og standa við gefin loforð.
Uppbygging leikskóla
er nauðsynleg
Sigrún Elsa Smáradóttir skrif-
ar um uppbyggingu og mönnun
leikskóla í Reykjavík
» Aukið framboð áleikskólaplássum og
plássum í frístunda-
heimilum væri til þess
að slá á spennu á vinnu-
markaði
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra
fjallar um bankamál í grein í Morg-
unblaðinu 18. ágúst sl. Greinin er
greinilega skrifuð til varnar ráð-
herra viðskipta-
og neytendamála.
Í grein þessari
segir hann m.a.:
„ Hið opinbera
hefur eitt vald til
þess að fram-
fylgja refsi-
ákvæðum laga.“
Mikið rétt en er
þá ekki kominn
tími til þess að
bankakerfið verði losað undan bæði
dóms- og framkvæmdavaldi. Þann
kaleik verður ráðherra að bera
ásamt fulltrúum hins opinbera.
Einnig segir í grein aðstoð-
armannsins; „Þar af leiðandi er
fjármálafyrirtækjum heimilt að inn-
heimta svokallaðan FIT kostnað
svo lengi sem hann er grundvall-
aður á samningi á milli banka og
viðskiptamanna.“ Er það já, af
hverju voru olíufélögin sektuð á
sínum tíma? Var það ekki fyrir
samstilltar aðgerðir og samráð? Er
í dag nægilegt að stilla neytendum
upp við vegg og gera þeim að vera
beinir þátttakendur í samráðs-
aðgerðum kerfisins? Er þetta leiðin
til þess að sniðganga samkeppn-
islög? Samráðsfundir í Öskjuhlíð-
inni verða þá væntanlega óþarfir
eða hvað?
Bankamenn, stjórnmálamenn og
fjölmiðlamenn fagna margir óg-
urlega þegar bankarnir birta af-
komutölur sínar. En það eru tvær
hliðar á peningunum. Stór hluti al-
mennings kvartar sáran undan
fargi vaxta, stýrirvaxta, þjónustu-
gjalda margskonar, hvort þau heita
skúffugjald, FIT kostnaður eða
seðilgjald skiptir ekki máli. Al-
menningur er mergsoginn af kerf-
inu.
Örfáir einstaklingar sjá í gegnum
þá svikamyllu sem bankakerfið hef-
ur byggt upp með því að snúa við-
skiptalögmálum á hvolf, hag-
fræðikenningum á haus, svína á
siðfræðilögmálum og brjóta lög.
Hvort kerfið hefur stjórn-
málamennina í vasanum eða ekki
veit ég ekki fyrir víst. Hitt veit ég.
Kerfið hefur efni á því að múta. Á
meðan banka- og fjármálakerfið er
jafn spillt og raun ber vitni um
munu þeir menn sem ábyrgð bera á
viðskiptaumhverfi þessa lands og
að farið sé að settum lögum ávallt
liggja undir ámæli um óheiðarleika.
Bankarnir hafa verið einkavæddir
en þeir hafa ekki verið markaðs-
væddir. Á þessu tvennu er mikill
munur. Skorað er á nýskipaðan við-
skiptaráðherra að hann taki nú við
kaleiknum. Honum er jafnframt
óskað velfarnaðar í starfi.
SIGURÐUR LÁRUSSON
kaupmaður.
Innistæða fyrir ávirðingum
Frá Sigurði Lárussyni
Sigurður Lárusson
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Mikið endurnýjuð 98 fm hæð í myndarlegu steinhúsi í vesturbæn-
um. Íbúðin er björt með góðri lofthæð. Tvær stórar stofur og tvö
rúmgóð svefnherbergi. Útsýni út á sundin. Verð 29,5 millj.
Upplýsingar veita Ólafur og Guðrún
í símum 899 7365 og 693 9656.
VESTURGATA 56 - OPIÐ HÚS
HINN 1. ágúst sl. var viðtal við
Þorkel Helgason orkumálastjóra í
Spegli Ríkisútvarpsins. Spurt var út í
markaðsvæðingu orkugeirans og af-
leiðingar hér innanlands og erlendis.
Margoft hefur komið fram að orku-
málastjóri er þessari þróun afar hlið-
hollur.
Í Spegilsviðtalinu við hann koma
mjög við sögu hugtök á borð við mis-
túlkun, misskilningur og hugtak-
aruglingur. Við sem erum gagnrýnin
á markaðsvæðingu orkugeirans erum
jafnan sögð á villigötum þegar við
færum rök fyrir máli okkar og til-
greinum dæmi úr raunveruleikanum.
Um afleiðingar
markaðsvæðingarinnar
segir Þorkell í fyrr-
greindu viðtali: „Holt
og bolt held ég að menn
séu samt sammála um
það að þetta hefur leitt
til hagræðingar og ein-
hverrar lækkunar á
orkuverði. Það hefur
kannski einkum komið
fram hjá stærri neyt-
endum, kannski í minna
mæli hjá almenningi.
Hér á landi hefur verið
vísir að samkeppni, t.d.
einstaka fyrirtæki eða fyrirtækjahóp-
ar hafa gert góð kaup á raforkumark-
aðinum. Ég held t.d. að bakarar hafi
samið við einn orkusalann um verð
sem þeir eru vonandi ánægðir með.
En ég hygg að hvort sem samkeppni
verður mikil eða ekki – og vonandi
verður hún mikil … “.
Vandinn er hins vegar sá að stöð-
ugt berast okkur fréttir, ekki síst frá
Evrópusambandinu, af fákeppni,
samráði og öðrum tilheyrandi einok-
unartilburðum, nú síðast í Financial
Times 31. júlí sl. um stórfyrirtæki í
orkugeiranum (gasi), Eon og Gaz de
France, sem sökuð eru um að hafa
skipt með sér stórum markaðs-
svæðum og sammælst um verðlag.
Fréttir af þessu tagi hafa verið tíðar
og koma vonbrigði manna einnig
fram í hverri svörtu skýrslunni á fæt-
ur annarri frá Evrópusambandinu. Í
rannsóknarskýrslum um þróun raf-
orkumarkaðarins hefur margoft
komið fram að framleiðni hefur auk-
ist í orkugeiranum á undanförnum
áratugum óháð markaðsvæðingunni.
Spurningin snýst hins vegar um hvað
markaðsvæðingin hefur leitt af sér.
Ég hef margoft vitnað í tölur frá að-
skiljanlegum ríkjum, þar á meðal
Norðurlöndunum, sem sýnt hafa
fram á hve óhagstæð neytendum
markaðsvæðingin hefur verið.
Í tímaritinu Verktækni sem sam-
tök íslenskra verkfræðinga gefa út er
að finna afar athyglisverða umfjöllun
um danska skýrslu sem segir mark-
aðsvæðingu raforkugeirans hafa ver-
ið „fíaskó“ fyrir notendur. Verð hafi
hækkað um þriðjung, fyrirtækjum á
markaði hafi fækkað með tilheyrandi
fákeppni. Rakið er hvernig skýrslu-
höfundarnir dönsku sýna fram á að
raforkuverð hafi hækkað, miðað við
fast verðlag, um 25% árin 2000-2005
til iðnfyrirtækja og um 33% til al-
mennings. „Fullyrðingar um ávinn-
ing af frjálsum raf-
orkumarkaði standist
einfaldlega ekki. Þeir
leggja til að Danir beiti
sér fyrir því [...] að ESB
semji ný raforkulög frá
grunni.“
Í fyrrnefndri grein í
Verktækni, sem ég hef
áður vísað til hér í
Morgunblaðinu, kemur
einnig fram að sam-
keppnisyfirvöld innan
Evrópusambandsins
taki undir þessa gagn-
rýni og má minna á að
forsvarsmenn íslenskra raforkutækja
höfðu uppi varnaðarorð um aukinn
kostnað vegna markaðsvæðing-
arinnar sem hafa gengið eftir. Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri OR, lét
t.d. þau orð falla áður en haldið var út
á þessa braut að tilkostnaður við
„samkeppnina sjálfa“ myndi nema
um einum milljarði króna sem þá var
einn tíundi hluti af heildarkostnaði
raforkukerfisins!
Nú er það gott mál ef íslenskir bak-
arar hafa fengið hagstæðan raf-
orkusamning svo vikið sé aftur að yf-
irlýsingum orkumálastjóa. En væri
ekki ráð að láta fleiri íslensk iðnfyr-
irtæki fá raforku á góðum kjörum í
stað þess að hygla erlendri stóriðju?
Þetta geta eigendur íslenska raf-
orkugeirans gert, nefnilega íslenska
þjóðin. Til þess þarf hins vegar vilja
hjá þeim sem þjóðin hefur kosið yfir
sig til að gæta hagsmuna sinna. Ég
skora á íslenska fjölmiðla að kafa ofan
í þessi mál. Það hafa menn vissulega
gert en í undantekningartilfellum.
Það er helst í fréttaskýringarþætti
Ríkisútvarpsins á laugardögum og í
Útvarpi Sögu sem slíkir tilburðir hafa
verið uppi nú í sumar. Með fullri virð-
ingu fyrir íslenskum fjölmiðlum og
Þorkeli Helgasyni: Ekki láta hlut-
dræg yfirvöldin baka ofan í okkur
einhvern veruleika sem byggist á
óskhyggju en ekki staðreyndum.
Staðreyndirnar upp á borðið!
Bakstur orku-
málastjóra
Ögmundur Jónasson skrifar um
markaðsvæðingu orkugeirans »Ekki láta hlutdrægyfirvöldin baka ofan
í okkur einhvern veru-
leika sem byggist á ósk-
hyggju en ekki stað-
reyndum.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður.