Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 43
✝ BjörgmundurBragason var
fæddur á Fæðing-
arheimili Reykja-
víkur 31.12. 1964.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu, Vitastíg 15 í
Bolungarvík.19.8.
2007, fjörutíu og
tveggja ára að
aldri.
Foreldrar Björg-
mundar eru hjónin
Guðrún Jóhanns-
dóttir frá Patreks-
firði, f. 25.11. 1942, og Bragi
Björgmundsson frá Kirkjubóli í
Valþjófsdal í Önundarfirði, f.
20.6. 1943.
Systkini Björgmundar eru: 1)
Fríða, f. 1963, sambýlismaður
Kristján S., Kristjánsson, f.
1957, þeirra börn eru Hulda
Guðrún (1977), Kristján Þór
(1981), Bragi Rúnar (1984),
Brynhildur Helga (1992), og
Þormóður Bessi (1994), og
barnabarn Vanda Sólrún (2006).
2) Jóhann, f. 1967, eiginkona
Dorota Rutkowska,
f. 1967, þeirra dæt-
ur eru Lovísa Anna
(1993) og Alex-
andra (2003).
Lovísa Loftsdóttir,
f. 1922, lifir sonar-
son sinn.
Björgmundur
fluttist til Svíþjóð-
ar með foreldrum
sínum árið 1969 og
heim aftur 1974.
Árið 1976 fluttist
hann með for-
eldrum sínum og
systkinum til Bolungarvíkur og
gekk þar í grunnskóla. Björg-
mundur lauk sveinsprófi í kjöt-
iðn frá Síld og fiski 1991. Hann
vann í iðn sinni í Reykjavík, á
Ísafirði og í Bolungarvík. Síð-
ustu æviár sín vann hann hjá
fiskmarkaði Bolungarvíkur og
hjá Landflutningum/Samskipum
til dauðadags.
Útför Björgmundar fer fram
frá Hólskirkju í Bolungarvík í
dag, laugardaginn 25. ágúst, kl.
14.
„Hún er ekki tilbúin,“ sagði
Björgmundur um Vöndu Sólrúnu
þegar hann rétti stórar hendur
sínar til hennar, hún sneri vang-
anum að, vildi ekki sitja hjá Begga.
Eitthvað var gefið í fullyrðingunni
„hún er ekki tilbúin“. Og það sem
gefið var að í rúma tvo áratugi
höfðu systkinabörn hans og fleiri
átt sinn stað á hné hans eða legið á
stóra maganum hans og lúrt. Nú
var komið að næstu kynslóð á hnéð
og í fjórðu tilraun var Vanda Sól-
rún tilbúin. Þegar þangað var
komið sneri hann yfirleitt máli sínu
til nærstaddra um málefni líðandi
stundar, stundaði lítt grettur eða
tæpitungu við barnið. Það var ró
og friður við hjarta hans og næg
verkefni fyrir snáða að skoða putt-
ana, lófann, horfa á vangann, toga í
bolinn eða senda nærstöddum sig-
urbros.
Við erum ekki tilbúin. Við snú-
um vanganum við þessari köldu
kvöl. Ekkert er í heimi hér eldra
og ófrumlegra en dauði manns, en
ekkert er eins frumlegt eða nýrra í
veröldinni en líf og dauði þessa
manns, af því að það sem hann lifði
hefur enginn annar lifað eða mun
lifa. Og svarið þegar við neyðumst
til að snúa sjónum okkar að dauð-
ans staðreynd er líka fornt og
ófrumlegt en þó nýtt og einstakt:
Grátur, ósjálfráður, ómótstæðileg-
ur. Enginn hefur grátið þessum
tárum áður, og hver er sá meðal
manna sem skilur tárin þín til
fulls.
Og til hvers þá að gráta einn út í
myrka auðn? Grátur er ósjálfrátt
ákall, bæn, sem ofin er í kjarna
mannsins óháð þroska trú eða viti,
er þá ekki líka ofið öðrum þræði að
einhver heyri sjái og skilji til fulls?
Björgmundur var miklu stærri
og sverari en aðrir menn og var
það honum byrði og fótakefli, sjálf-
sagt andlega líka. Því miður er oft
slíkra manna háttur og hlutskipti
að einangrast. En hann gekk fram
í trú og vissu um að hann þarfn-
aðist annarra og aðrir þörfnuðust
hans. Allt sem hann gerði öðrum
var eðlilegt, hiklaust og án tilgerð-
ar. Ræktarsemi við vini vanda-
menn og fólk var honum algert for-
gangsatriði, að aka 2.000 kílómetra
á viku til að gleðja vin eða fjöl-
skyldu á tímamótum var ekki mál
til tala um.
Ekki er foreldrum aufúsa að
aðrir hirti börn þeirra. Á sama
hátt og hann tók þau í fangið gat
hann hirt son minn og fósturson
með háum hvellum rómi beint fyrir
framan nefið á foreldrunum ef
hann taldi þörf á án þess að líta við
uppalendunum. Einnig þetta var
svo eðlilegt að piltunum datt ekki í
hug að gjóa á foreldra sína til að
athuga hvort eðlilegt væri að hann
hirti þá. Þá sjaldan ég spurði þá
hver ástæðan hefði verið var svar-
ið: „Æ, Beggi fór í falsettu“. Ógn
var óhugsandi frá Begga.
Eitt er þó óeðlilegt, yfir moldum
hans standa ekki einungis foreldr-
ar heldur líka amma.
Kristján Sig. Kristjánsson.
Það er erfitt að horfast í augu
við óvænt fráfall manns á miðjum
aldri sem maður man aðeins eftir
með bros á vör og blik í auga. Að-
eins eru nokkrar vikur síðan hann
sá af færni fagmannsins um veit-
ingar í eftirminnilegri fermingar-
veislu þar sem Bolungarvík skart-
aði sínu fegursta og hann var
hrókur alls fagnaðar. Eftir situr
sár söknuður, samúð og þökk fyrir
tilvist þessa ljúflings, frænda og
vinar.
Ljúfur Drottinn lífið gefur, –
líka misjöfn kjör
og í sinni hendi hefur
happ á tæpri skör.
Feigðin grimm um fjörið krefur, –
fátt er oft um svör.
Enginn veit hver annan grefur, –
örlög ráða för.
En óendanleikinn er lykillinn
að lífsins hringrás í sérhvert sinn.
Vættir mannlífs vef þótt spinni
og velji örlög hörð
eiga hlut í eilífðinni
allir hér á jörð.
Það sem var það verður aftur
víst í lengd og bráð.
Endalaus er alvalds kraftur
og hans hjálp og náð.
Helga og Ómar.
Kveðja til míns besta vinar.
Kæri vinur! Það var um þetta leyti
fyrir 31 ári sem við hittumst fyrst,
þú þá nýfluttur úr Kópavogi með
fjölskyldu þinni hingað til Bolung-
arvíkur.
Allar götur síðan höfum við ver-
ið bestu vinir. Traustari og betri
vinar var ekki hægt að óska sér.
Alltaf boðinn og búinn til að að-
stoða hvort sem var í einhverjum
veislum eða hjálpa mér að dytta að
húsinu mínu. Eitt símtal og þú
varst kominn.
Síðustu daga hef ég verið að
rifja upp gamlar minningar með
sjálfum mér og er óhætt að segja
að það eru góðar minningar.
Sunnudagskvöldin voru okkar
kvöld. Þá komst þú oft í heimsókn
til okkar Önnu á Hjallastrætið í
kaffispjall, eins og við kölluðum
það.
Það var einmitt á sunnudags-
kvöldið síðasta, þegar við fjöl-
skyldan vorum nýkomin heim úr
ferðalagi, að móðir þín hringdi og
tilkynnti um andlát þitt. Ég hafði
hugsað um það á leiðinni að mikið
væri gott að komast heim og eiga
von á að þú kíktir í heimsókn í
kaffispjall. Það er sárt til þess að
hugsa að sunnudagskvöldin okkar
verða ekki fleiri að sinni, kæri vin-
ur.
Ég hef oft hugsað það, Beggi
minn, að ef einhver ætti það skilið
að eignast börn, þá væri það þú,
því barngóður varstu með afbrigð-
um og því fengu synir mínir að
kynnast. Því miður varðstu ekki
þeirrar gæfu aðnjótandi. Við rædd-
um þetta stundum en þú varst van-
ur að segja að það skipti þig ekki
svo miklu máli því systkinabörn
þín væru sama sem þín eigin.
Elsku Bragi, Gunna, Fríða, Jói
og fjölskyldur. Ykkar missir er
mikill en megi minningin um góðan
dreng lifa um ókomna tíð.
Að síðustu vil ég segja við þig,
Beggi minn. Við eigum vonandi
eftir að hittast fyrir hinum megin
og eiga gott kaffispjall.
Góða ferð, minn kæri vinur.
Kristján Arnarson.
Mig langar í fátæklegum orðum
að minnast vinar míns, Björg-
mundar Bragasonar. Begga kynnt-
ist ég þegar hann flutti í Víkina
sem unglingur. Small beint í bekk-
inn okkar sem einn af hópnum þar
sem hann lagði ríka áherslu á að
allir væru jafnir og enginn yfir
aðra hafinn. Man eftir stoltum
hesteiganda, baldinn hestur Blær.
Bjart sumarkvöld, Beggi, Helgi og
ég að labba heim eftir bíó, stoppað
við Traðarstíg 8, setið á girðing-
unni, spjallað, hlegið og hermt eft-
ir samferðafólki. Beggi hafði ein-
staka frásagnargáfu, fór hægt af
stað en svo stigmagnaðist frásögn-
in og endaði með hnyttinni og leik-
rænni tjáningu sem uppskar mikil
hlátrasköll. Það er dýrmætt að fá
að vera samferða svo góðri mann-
eskju sem Beggi var, sem af svo
miklu æðruleysi gekk lífsins götu.
Það er sárt og nístir inn að dýpstu
hjartarótum að kveðja bróður úr
’64-árgangnum langt um aldur
fram. Þín er sárt saknað, kæri vin-
ur. Foreldrum, systkinum og öllum
aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Davíð Gestsson.
Í minningunni skein sól á sumrin
í Bolungarvík. Fjöllin, Traðar-
hyrna, Ernir og Óshyrna, sveipuð
sólskini og Ísafjarðardjúpið speg-
ilslétt. Eitt slíkt sumar birtist
Björgmundur, eða Beggi eins og
hann var kallaður. Hann flutti
vestur ásamt foreldrum sínum,
Braga og Gunnu, og systkinum
sínum, þeim Fríðu og Jóa. Hann
var forvitnilegur strákur, hafði bú-
ið í Svíþjóð og Kópavogi. Var lífs-
reyndari en við hin sem aldrei
höfðum farið lengra en inn á Ísa-
fjörð. Hann var umsvifalaust um-
lukinn stóði stráka sem vildu
kynna honum leyndardóma þessa
litla sjávarpláss, norður við ysta
haf. Við tóku ævintýraferðir á
öskuhaugana, fjöruskoðun, kofa-
byggingar og kannski fikt með
stolnar sígarettur bak við stein.
Beggi varð strax Bolvíkingur og
vinur okkar.
Um haustið settist hann í engla-
bekkinn, eins og sumir kölluðu
bekkinn okkar. Auðvitað vorum við
engir englar. Við vorum hins vegar
svo heppin að hópurinn var ein-
staklega vel saman settur. Þar
mættust ólíkir einstaklingar, hóg-
værir, háværir og allt þar á milli.
Beggi var rólegur og yfirvegaður.
Hann sat gjarnan með strákunum
aftast í bekknum og var þar hrók-
ur alls fagnaðar. Í upphafi var
hann kannski feiminn við stelpurn-
ar, sem kannski var von, en það
leið hjá er tímar liðu. Hann setti
sannarlega svip sinn á hópinn, var
hlýr og spaugsamur og umfram
allt traustur.
Eins og vera ber fór hver sína
leið eftir að grunnskóla lauk.
Böndin á milli okkar bekkjarsystk-
inanna hafa hins vegar ekki rofnað
og frekar styrkst með árunum.
Síðast er við hittumst á æskuslóð-
um í Bolungarvík fyrir fjórum ár-
um urðu fagnaðarfundir. Beggi var
í móttökunefndinni og stóð við
grillið er við mættum, hvert úr
sinni áttinni. Þarna áttum við hlýj-
ar samverustundir sem ylja okkur
nú. Beggi greindi okkur frá heilsu-
bresti sínum og baráttu sinni við
að sigrast á veikindum sem hann
höfðu hrjáð. Það var engu að síður
bjart yfir honum og hann ánægður
með lífið og tilveruna.
En nú er skarð fyrir skildi.
Drengurinn með stóra nafnið, sá
yngsti okkar, sá stærsti og sterk-
asti hefur verið kallaður af velli.
Minningin um góðan dreng mun
fylgja okkur og við munum minn-
ast hans er englabekkurinn kemur
saman á ný. Hugur okkar er hjá
foreldum hans, systkinum og
þeirra fjölskyldum. Þeirra missir
er mestur og þeirra sorg er sárust.
Guð blessi minningu Björgmundar
Bragasonar.
Bekkjarsystkini.
Hann Beggi vinur okkar er lát-
inn, enn einn snillingurinn fallinn
frá, langt fyrir aldur fram.
Æ, Beggi, það er sárt að þurfa
að koma til Bolungarvíkur og
þurfa að kveðja þig í hinsta sinn.
Vildum við miklu frekar vera að
koma í heimsókn til þín eins og við
gerðum hér um árið og borðuðum
góðan mat, drukkum góð vín og
skemmtum okkur vel, hlógum, og
þú sýndir okkur fram á að það er
alveg hægt að búa annars staðar
en í Reykjavík. Ógleymanlegt var
að fara á sérvestfirskt „pöbbarölt“
inn á Ísafjörð og Flateyri, svaka-
lega var það gaman. Alltaf stóð til
að endurtaka leikinn og töldum við
að nægur tími yrði til þess en svo
var því miður ekki. Þetta var alveg
einstök ferð þar sem hlustað var á
Megas kyrja smekklegar vísur og
rætt var allt frá byggðastefnu
ríkisstjórnarinnar til hvort gin-
blandan væri of dauf.
Alltaf var tómlegt í Reykjavík
eftir að þú fórst aftur vestur en við
vorum að vinna saman á tveimur
stöðum og vorum eins og stórir
Dalton-bræður, við vorum sem ein
heild og þar sem einn ætlaði að
fara frá Ali fórum við allir, ekkert
gat rofið klíkuna.
En við hittumst oft þegar þú
komst í bæinn því einhvern veginn
var styttra fyrir þig að koma suður
en fyrir okkur að koma vestur. Þó
að við hittumst sjaldan var alltaf
eins og við værum daglega inni á
gafli hver hjá öðrum og hittumst á
hverjum degi. Já, Beggi, þú varst
hreinn og beinn og þú sagðir hlut-
ina eins og þér fannst og var alveg
sama hvort aðrir væru á öðru máli,
og alltaf samkvæmur sjálfum þér.
Beggi, þú varst frábær maður
sem við gleymum aldrei á meðan
við lifum. Fyrsta hugsun þegar
maður sá þig fyrst var að þú
mundir borða mann í morgunmat,
stór maður sem mundi ekki víla
fyrir sér að úrbeina kjöt berhentur
með engan hníf en þegar þú byrj-
aðir að tala komst maður að því að
þú varst einhver ljúfasti maður
sem til var. Svolítið hlédrægur sem
tróð sér ekkert upp á fólk en varst
sannur vinur sem var gott að eiga.
Já, Beggi, eins og við ræddum einu
sinni um árið, þá væri gaman að
vera þannig maður að fólk þyrfti
ekki að ljúga um mann í minning-
argreininni, en þá áttum við ekki
von á því að þurfa að skrifa til þín,
kæri vinur, hér er allt satt.
Sjáumst kannski síðar hinum
megin, vonandi endum við allir á
sama stað.
Þínir vinir,
Jóhannes Geir Númason.
Sigurður Finnur Kristjánsson.
Björgmundur
Bragason
✝
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
LILJA SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Skógtjörn,
Álftanesi,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
22. ágúst.
Auðbjörg Eggertsdóttir,
Sigurður Eggertsson,
Klemenz Eggertsson,
Erla Stringer
og fjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MATTHÍAS KARELSSON,
lést í Malmö, Svíþjóð, miðvikudaginn 15. ágúst.
Auður Matthea Matthíasdóttir,
Aldís Hugbjört Matthíasdóttir,
Guðrún Matthíasdóttir,
Karel Matthías Matthíasson, Hugrún Valdimarsdóttir,
Jörundur Sveinn Matthíasson, Sigrún Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ROLF JOHANSEN
stórkaupmaður,
lést fimmtudaginn 23. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Ásgeirsdóttir Johansen,
Agnes Johansen,
Thulin Johansen, Guðrún Þorleifsdóttir,
Svava Johansen, Björn Sveinbjörnsson,
Berglind Johansen, Pétur A. Haraldsson,
Ásgeir Johansen, Aki Isishe Johansen,
Kristín Johansen, Halldór Harðarson
og barnabörn.