Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 45
✝ Vilborg Guð-jónsdóttir fyrr-
um húsfreyja í
Eystra Fróðholti
fæddist hinn 1. októ-
ber 1928 að Efri-Ey
(Hól) í Meðallandi.
Vilborg lést hinn 16.
ágúst 2007 að Hjúkr-
unarheimilinu Lundi
á Hellu.
Vilborg var dóttir
hjónanna Guðjóns
Bjarnasonar, f. 23.3.
1901 í Efri-Ey og
Kristínar Sveins-
dóttur, f. 2.8. 1902 á Melhól í sömu
sveit. Vilborg var elst systkina
sinna, sem eru Sveinn, f. 1930,
bóndi á Uxahrygg á Rangárvöll-
um, Bjarni, f. 1931, fyrrum sókn-
arprestur á Valþjófsstað í Fljóts-
dal, Óskar, f. 1933, fyrrum verka-
maður, heimilismaður á hjúkr-
unarheimilinu Lundi á Hellu og
Gróa, f. 1935, verkakona á Uxa-
hrygg.
Vilborg ólst upp hjá foreldrum
sínum í Meðallandi, fyrst í Hól, þá
á Efri-Steinsmýri og síðan í Sand-
aseli. Árið 1944 fluttist hún með
foreldrum sínum að Galtarholti á
Rangárvöllum og síðan að Uxa-
hrygg í sömu sveit.
Árið 1950 giftist hún Sigurgeiri
Valmundssyni, f. 30.11. 1919, frá
Móeiðarhvoli í Hvol-
hreppi og sama ár
hófu þau búskap í
Eystra-Fróðholti á
Rangárvöllum, þar
sem þau bjuggu síð-
an samfellt til ársins
1983, þegar þau
brugðu búi og flutt-
ust að Borgarsandi 1
á Hellu, þar sem þau
bjuggu til æviloka.
Sigurgeir lést 2.
september 2002.
Sonur Vilborgar
og Sigurgeirs er
Guðmundur Óli, f. 27.8. 1949,
grunnskólakennari á Kirkjubæj-
arklaustri. Eiginkona hans er Est-
er Anna Ingólfsdóttir leikskóla-
kennari, f. 11.1. 1951 í Kópavogi.
Börn þeirra eru: a) Sigurborg
Ýr, skrifstofumaður, f. 8.8. 1973.
Sambýlismaður hennar er Odd-
steinn Heiðar Árnason, húsasmið-
ur, f. 21.10. 1975. Börn þeirra eru
Árni Dagur, f. 29.9. 2004 og Ester
Glóey, f. 7.2. 2007. Fyrir átti Sigur-
borg Söru Arndísi Thorarensen, f.
2.6. 1999. Faðir hennar er Eiríkur
Hrafn Thorarensen bókmennta-
fræðingur. b) Bergrún Arna jarð-
fræðingur, f. 31.10. 1978.
Útför Vilborgar fer fram frá
Oddakirkju í dag, laugardaginn
25. ágúst og hefst athöfnin kl. 14.
„Amma í sveitinni“ kvaddi þennan
heim þann 16. ágúst síðastliðinn eft-
ir að hafa verið mikið veik í þó nokk-
urn tíma. Það er meira af afspurn en
að ég muni það sjálf að ég veit að
fyrstu árin kallaði ég ömmu „amma
namm namm“, með vísun í rúsínur
og súkkulaði sem áttu sinn stað í
hornskápnum í Eystra-Fróðholti.
Síðar breyttist það í „amma í sveit-
inni“ og hefur haldist þannig alla tíð,
líka eftir að hún flutti að Hellu.
Amma og afi fluttu frá Fróðholti
þegar ég var 11 ára en af æskuminn-
ingunum eru minningarnar frá
Fróðholti ætíð hvað sterkastar.
Þegar komið er að kveðjustund þá
líða svipmyndir um hugann og mínar
myndir af ömmu tengjast flestar
sveitinni; amma í fjósinu að kenna
mér að mjólka; amma í sauðburð-
inum þar sem ég fékk stundum það
ábyrgðarhlutverk að hjálpa kindun-
um að bera þar sem ég var með
minnstu hendurnar; amma í eldhús-
inu að reiða fram hinar ýmsu kræs-
ingar og alltaf grautur eða annar
eftirmatur; amma að skikka mig til
að fara nú og þvo stígvélin betur því
það var ekki í boði að koma á þeim
skítugum inn í bæ; amma í garðinum
að kenna mér hvað er morgunfrú og
hvað er fjóla og svo að tína rifs og
taka upp radísur; amma í jeppanum
á kvöldin að fara til kinda og þá
sungu allir hástöfum; amma með
kisuna, sem hét aldrei neitt, voru að
ég held þó nokkrir kettir í gegnum
tíðina sem allir gegndu sama nafn-
inu eða kallinu öllu heldur; amma á
Land Rover um allar sveitir áður en
hún tók bílpróf. Svona mætti halda
áfram endalaust en ég læt hér stað-
ar numið og veit að allir sem þekktu
hana eiga sínar góðu minningar og
munu halda í þær hver fyrir sig.
Það er með söknuði sem við kveðj-
um ömmu, vitandi þó það að hún fer
á góðan stað og að þar bíður „afi í
sveitinni“ eftir henni, en með gleði
sem við minnumst hennar og í minn-
ingunni er amma í sveitinni í Eystra-
Fróðholti þar sem pabbi ólst upp og
þar sem ég lærði að umgangast dýr-
in í sveitinni, bera virðingu fyrir líf-
inu og líka fyrir dauðanum.
Sigurborg Ýr Óladóttir.
Elsku Bogga okkar hefur nú feng-
ið hvíldina og langar okkur systkinin
frá Ármóti að kveðja hana með
nokkrum orðum, en hún reyndist
okkur sem hin besta amma í sveit-
inni. Það var gott að eiga Boggu og
Sigurgeir sem nágranna, en stutt er
á milli bæja þar sem Fróðholt er
næsti bær við Ármót.
Við krakkarnir heimsóttum þau
hjónin oft og var Bogga alveg sér-
staklega gestrisin. Alltaf var gaman
og gott að koma í Fróðholt, ilmur af
flatkökum, kleinum, eða rjómapöns-
um fannst ósjaldan út á hlað. Oftar
en ekki báðum við Boggu að gera
fyrir okkur karamellur sem hún svo
töfraði fram. Hún stjanaði sífellt við
okkur og lét sem fyrirhöfn væri eng-
in og alltaf nægur tími fyrir okkur
krakkana. Bogga hafði sérstaklega
gaman af börnum og sóttum við til
hennar einstaka hvatningu og hlýju.
Okkur leið sem við værum merkileg-
ustu manneskjur í heimi nálægt
Boggu og það sem við höfðum að
segja væri eitt það merkilegasta
sem sagt hefur verið. Hvort heldur
sögurnar okkar væru sannar eða
lognar hlustaði Bogga af mikilli þol-
inmæði og innlifun.
Bogga var mikill dýravinur og
hafði sérstaklega gaman af öllu ung-
viði þá ekki síst kettlingum sem hún
kallaðir á með alveg sérsöku hljóði
(dririririn). Hún var sífellt að passa
upp á að vel færi um dýrin og að þau
hefðu nóg að borða rétt eins og með
okkur krakkana.
Þegar vora tók var gaman að fá að
fara með Boggu og Sigurgeiri til
kinda. Þá var gjarnan sungið í
Landróvernum milli þess sem við
krakkarnir stukkum út til að gá
hvort lömb væru komin.
Það er okkur mikils virði að hafa
kynnst svo jákvæðri og hjartahlýrri
konu sem alltaf vildi ná öllu því besta
fram í okkur krökkunum, það er
ómetanleg gjöf.
Gott er ein með guði að vaka
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín.
Seiða liðið líf til baka
og láta huggast systir mín.
Örugg var ég alla daga
er ég dvaldi næri þér
– bestu gullin gafstu mér.
Þá var lífið sælust saga
sem er til á jörðu hér.
(Páll Ólafsson.)
Hér kveð ég þig í hinsta sinn
hjartans ástkæri vinur minn.
Hryggur sem barn ég þakka þér
þína handleiðslu og ást á mér.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku Óli, Ester, Sigurborg,
Bergrún, Gróa, Sveinn, Óskar,
Bjarni og fjölskyldur ykkur sendum
við hugheilar samúðarkveðjur
Bergþóra, Benedikt,
Hekla og Rán.
Af þaki gömlu hlöðunnar í Fróð-
holti gat hrafninn með hátterni sínu
sagt Boggu til um hvort eitthvað
væri að úti í mýri. Hún skildi tákn-
mál hans, án þess að notað væri eitt-
hvert það tungumál sem við hin
þurfum að nota. Hún þurfti heldur
ekki alltaf orðin til að móta mig sem
ungan dreng í hennar umsjá. Það
andrúmsloft, frelsi en samt agi er
ríkti hjá Boggu og Sigurgeiri miðl-
aði því sem þurfti.
Að lesa í umhverfið, skynja og afla
sér þekkingar og reynslu var ekki
bara í samskiptum við hrafninn.
Bogga bjó yfir þroskuðum persónu-
leika og var kjarnakona. Oft kom
mér á óvart hve vel hún var upplýst
og gat sýnt öðrum góðan skilning.
Þannig gat hún alveg fram á efri ár
sýnt það og sannað að hún bjó ekki
bara yfir reynslu og skoðunum
„gamla skólans“, heldur fylgdi tíð-
arandanum.
Bogga ræktaði garð sinn vel. Við-
urkenning frá sveitarstjórn hefði
ekki bara sómt sér vel fyrir snyrti-
mennskuna í Fróðholti, ekki síður
mætti heiðra hana fyrir allt það góða
sem af ræktarsemi hennar hefur
sprottið. Aldrei minnist ég þess að
hún hafi látið styggðaryrði falla í
garð nokkurs manns. Hún skilaði
sínu hlutverki sem barn guðs með
miklum sóma og um hana eiga
margir fagrar minningar.
Efst er mér í huga þakklæti fyrir
allt það sem Bogga hefur veitt mér í
mínum uppvexti og minningum.
Eiginleikum sem ég get með stolti
sagt að hún hafi mótað minn per-
sónuleika af og ég get nú miðlað af
öryggi til minna barna sem ábyrgur
uppalandi komandi kynslóðar.
Bogga hafði, og veitti kannski
ekki af, nægan tíma til uppeldisins.
Aðeins fimm ára gamall fór ég að
venja komur mínar í Fróðholt og
urðu sumrin samtals tíu auk ótelj-
andi helga, páska- og jólaleyfa.
Fengið var leyfi frá skólasundinu til
að komast í sauðburðinn og jafnvel
komið beint úr sláturhúsbílnum í
skólann að hausti. Ég nefni þetta til
að lýsa því hversu gott og kært mér
þótti að vera hjá þeim hjónum.
Það voru fleiri krakkar en ég sem
fengu að njóta sveitaverunnar í
Fróðholti. Uppátækin voru því mörg
og gat Bogga oft hlegið að vitleys-
unni í okkur krökkunum eða verið
þátttakandi í fjörinu.
Ég vil kveðja hana Boggu mína,
rifjandi upp gleðistundir þar sem við
böðuðum okkur í ánni, slettum skyr-
inu í bókstaflegri merkingu, tókum á
móti goti kattarins eða litum eftir
skepnunum.
Björgvin Filippusson.
Það er skrýtið með dauðann, hann
er stundum óhugnanlegur og ljótur
og stundum fallegur, rétt eins og
upphaf lífs. Tvö náttúrufyrirbæri,
ætíð samofin og óræður tíminn á
milli.
Það var mér léttir þegar hún
Bogga fékk að deyja, öðlaðist frelsi
frá slitnum, veikum líkama sem mér
fannst hún vera fangi í.
Á svona stundum leita minning-
arnar fram. Það er vor og við krakk-
arnir finnum kleinuilminn þegar við
komum inn. „Dustið af ykkur heyið
úti, annars kem ég með kústinn.“
Það er glettni í röddinni, „súrmjólk-
ina fyrst og svo megið þið fá ykkur
kleinu og mjólk á eftir“. Þær voru
vinsælar kleinurnar hennar Boggu
eins og reyndar allt matarkyns sem
hún útbjó. Hún var aldrei nógu
ánægð með holdafarið á okkur og
reyndi að troða í okkur eins og hún
gat. Eitt sinn ætlaði hún að gefa
okkur skyrhræring en við neituðum
að éta þann óþverra. Nokkru seinna
bakaði hún bráðgott brauð sem við
átum með bestu lyst. Á eftir upplýsti
hún að þarna væri skyrhræringur-
inn kominn ofan í okkur og hló að
öllu saman. Það var ótrúlegt hvað
þessi kona gat áorkað, orðin léleg í
skrokknum, þó að hún væri aðeins
rúmlega fertug þegar okkar leiðir
lágu saman. Sennilega aldrei hlíft
sér. Hún sagði oft við mig að ég
skyldi ekki fara með líkamann minn
eins og hún hefði farið með sinn.
Bogga var sérfræðingur í að byggja
okkur upp. Við vorum svo dugleg að
hennar sögn og einhvern veginn
varð þessi jákvæða hvatning til þess
og við fórum alltaf út staðráðin í að
gera enn betur, ekkert var leiðin-
legt, allt mögulegt. Uppáhaldsstað-
ur Boggu var garðurinn. Þar var
hún allar stundir sem lausar voru,
„alltaf að slá“, sagði Sigurgeir.
Garðurinn bar líka eigandanum
vitni, fallegur og vel hirtur og þegar
gesti bar að garði var farinn einn
rúntur um garðinn. Á eftir var farið
inn þar sem Bogga reiddi fram
steikur og grauta og hinar frægu
rjómapönnukökur sem voru hvergi
betri. Það var vani okkar krakkanna
að koma austur á veturna í fríum. Í
jólafríunum var oft glatt á hjalla,
setið á kvöldin, spilað og borðaðar
smákökur. Oft var mikil spenna,
Bogga var djörf í spilamennskunni
og ótrúlegt hvað henni tókst að
bjarga sér. Ef hún tapaði yrði það
bara unnið upp seinna. Þegar heils-
an fór að gefa sig og Bogga og Sig-
urgeir fluttu á Hellu hélt Bogga
samt uppteknum hætti í garðrækt
og gestrisni. Þau voru einstaklega
heppin með nágranna og ófáar voru
ferðirnar hennar Dýrfinnu að hjálpa
þeim. Hún studdi þau dyggilega og
fylgdi Boggu síðan allt þar til yfir
lauk. Slík tryggð er ómetanleg. Hafi
Dýrfinna mínar bestu þakkir fyrir.
Einnig koma upp í hugann þakkir til
starfsfólks Lundar fyrir góða
umönnun og sérstaka alúð í Boggu
garð.
Nú hefur þessi glaðlynda, já-
kvæða kona lokið lífsgöngunni. Eftir
sitja minningar sem ylja og eigin-
leikar sem lifa. Hún unir sér nú í
annarri veröld sem er okkur hulin
innan um ilmandi blóm og ástvini.
Ég hlakka til þegar hún tekur á móti
mér seinna með pönnukökurnar
góðu og hlýjan faðminn tilbúin að
hvetja mig og styrkja þar sem áður.
Stefanía Geirsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Vilborg Guðjónsdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæra
sonar, bróður og vinar,
GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR,
Bjarkarheiði 13,
Hveragerði.
Stuðningur ykkar og hjálpsemi er okkur ómetanleg.
Ásta Gunnlaugsdóttir, Björn Guðjónsson,
Guðjón Hugberg Björnsson,
Hafþór Vilberg Björnsson,
Valdís Ösp Árnadóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
BERGÞÓRU SIGMARSDÓTTUR,
Skipasundi 57,
Reykjavík.
Sveinn Karlsson,
Ásdís Karlsdóttir, Maríus J. Lund,
Sigmar Karlsson, Elke Amend,
Sigríður Karlsdóttir, Pétur H. Ísleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför
SVANHILDAR JÓNSDÓTTUR,
Melhaga 18.
Einar Magnússon,
Steinunn Stefánsdóttir,
Sigrún Brynja Einarsdóttir, Magnús Rannver Rafnsson.
✝
Okkar ástkæri,
JÓHANNES ÖRN GUÐMUNDSSON,
lést mánudaginn 13. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns, föður, tengdaföður og afa,
JÓNASAR JÓNSSONAR
frá Ystafelli.
Sigurveig Erlingsdóttir,
Sigrún Jónasdóttir, Björn Erling Johannessen,
Helga Jónasdóttir, Tómas Þór Tómasson,
Jón Erlingur Jónasson, Védís Jónsdóttir,
Úlfhildur Jónasdóttir, Þorsteinn S. Karlsson
og barnabörn.