Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 47 Lífið er skrítið. Mannfólkið umhverfis okkur kemur og fer. Við umgöngumst mikið og náið ein- hvern tíma en svo líða mörg ár án þess að nokkur samskipti séu. Svo hittumst við aftur. Þá getur kunn- ingi manns verið ókunnur maður eða eins og maður hafi alltaf verið í samskiptum. Jón Ásgeir Sigurðs- son var í seinni flokknum hjá mér. Hann var svo hlýr og nálægur að hitta hann aftur. Jafnvel eftir mörg ár. Ég kynntist Jóni fyrst í ólgu stúdentabaráttu og félagsstarfa í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Þar var hann nokkrum árum eldri en við flest. Hann var búinn að reyna margt, stunda nám í Bandríkjunum og Þýskalandi. Stofna fjölskyldu og eignast börn. En það sem maður tók eftir var einlægur áhugi á fé- lagsmálum og betri heimi. Sérstak- lega man ég hversu lifnaði yfir Jóni í kringum kosningar í stúdentaráð. Þótt hann væri starfandi í SÍNE áttu hans hugmyndir um kosning- ar, kosningaáróður og smölun stór- an þátt í því að vinstrimenn héldu meirihluta í stúdentaráði ár eftir ár. Þessi áhugi hans á aðferðafræði kosninga átti eftir að fylgja honum út lífið. Jón Ásgeir Sigurðsson ✝ Jón Ásgeir Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1942. Hann lést á heimili sínu 14. ágúst sl. Útför Jóns var gerð frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík 23. ágúst sl. Nokkrum árum seinna, þegar ég var búinn að dvelja í nokkur ár í Svíþjóð, lágu leiðir okkar aft- ur saman í miðstjórn og framkvæmda- nefnd Herstöðvaand- stæðinga. Þar höfð- um við frumkvæði að því að íslenskir her- stöðvaandstæðingar tengdust erlendum samherjum okkar beggja vegna Atl- antshafsins, á þeim tíma þegar friðargöngur áttu sér stað víða um heim, þótt mörgum þætti það algjör óþarfi. Þá urðum við nánir vinir og heimiliskettir hvor hjá öðrum. Það var líka á þeim tíma þegar Jón var að taka saman við Möggu sína, það var samband sem átti eftir að endast út hans líf. En lífið er skrítið, sagði ég. Jón og Margrét hurfu til Ameríku. Við Bergþóra fluttum út á land. Sam- verustundirnar urðu ekki margar. Jón varð kunnur útvarpsmaður sem alltaf kom með skemmtilegar og ferskar hugmyndir í starfi sínu. Í mörg ár var ég ómögulegur ef ég heyrði ekki Jón lesa og velja efni úr erlendum forystugreinum og í því vali gat maður skynjað og heyrt pólitískan áhuga og umfram allt skoðanir hans á heimsmálum og lífinu. Og ótrúlega oft vorum við samherjar þar. Við hittumst nokkrum sinnum seinustu árin og snæddum saman góðan mat og ræddum málin og í þau skiptin var eins og við hefðum alltaf umgengist og verið málvinir alla tíð. Því er það með söknuði að ég kveð Jón og vildi nú hafa kvatt hann betur fyrir andlátið. En svona er lífið. Ég sendi Möggu og fjölskyldu kveðjur okkar Bergþóru. Það er sárt að þurfa að sjá af eiginmanni og föður á besta aldri. En lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Þó huggum við okkur við minningu um góðan dreng. Þannig hugsa ég um Jón Ásgeir. Hann var góður drengur og sjálfum sér samkvæmur og það segir allt. Erling Ólafsson. Við fráfall Jóns Ásgeirs Sigurðs- sonar varð einni sameiginlegri vin- konu okkar að orði að þar hyrfi af vettvangi þjóðmálanna kröftugur maður. „Hann stóð með sínu fólki og með sinni stofnun.“ Stofnunin sem hér var vísað til var Ríkisút- varpið og fólkið var starfsfólk þar á bæ og reyndar gott betur. Því þegar Ríkisútvarpið var annars vegar var fólkið hans Jóns Ásgeirs þjóðin öll. Ríkisútvarpið átti nefni- lega í hans huga að tilheyra þjóð- inni allri og það átti að vera sann- kallað almannaútvarp, þjóna almenningi, vera fræðandi og upp- lýsandi, kjölfesta í menningarlegu tilliti. Ekki man ég eftir neinum manni sem á undanförnum tveimur ára- tugum eða svo hefur verið eins öt- ull og Jón Ásgeir Sigurðsson að efna til umræðu í þjóðfélaginu um hlutverk fjölmiðla og þá einkum og sér í lagi Ríkisútvarpsins. Greinar voru skrifaðar, efnt til funda og málþinga, skýrslur útgefnar. Alltaf var hinn mikli eldhugi tilbúinn að varpa ljósi reynslu sinnar og vitn- eskju á þetta mikilvæga málefni. Sjálfur á ég í fórum mínum fjöldann allan af skýrslum og rit- gerðum sem ég hafði fengið frá Jóni Ásgeiri og oft áttum við sam- ræður um þessi efni sem ég hafði mikið gagn af. Um árabil gegndi Jón Ásgeir formennsku í Starfs- mannasamtökum Ríkisútvarpsins sem voru eins konar regnhlífar- samtök stéttarfélaganna í stofnun- inni. Þau létu sig umræðu af því tagi sem hér er vísað til mjög til sín taka í formannstíð Jóns. Ég átti kost á því nokkrum sinnum að taka þátt í ráðstefnum sem Jón Ásgeir skipulagði með innlendum og erlendum gestum. Meðal ann- ars kom ég þar að sem formaður BSRB. Þessar ráðstefnur áttu það sameiginlegt að vera í senn gagn- rýnar og uppörvandi og voru þann- ig ágætur spegill á skipuleggjand- ann. Jón Ásgeir beitti sér mjög í um- ræðunni um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins og skrifaði tals- vert um það efni. Taldi hann hið mesta óráð að gera RÚV að hluta- félagi og vorum við samherjar í þeirri baráttu. Ég kunni einnig vel að meta pólitískar og félagslegar áherslur Jóns Ásgeirs. Hann var herstöðvaandstæðingur og bar- áttumaður fyrir samfélagslegum gildum og jöfnuði. Tók hann virkan þátt í félagslegri baráttu allt frá námsárum sínum þegar hann var í forystu, SÍNE, samtökum ís- lenskra námsmanna sem lögðu stund á nám á erlendri grundu. „Við þurfum á mönnum á borð við Jón Ásgeir að halda. Það er slæmt þegar fækkar mönnum af hans gerð,“ sagði sameiginleg vin- kona okkar sem áður er vitnað til. „Hann var klettur sem alltaf var til staðar“. Hinn harði maður var líka mild- ur og viðkvæmur hygg ég. Vinum og félögum er hann mikill missir. Hans nánustu eiga nú um sárt að binda. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Ögmundur Jónasson. Nú lokið er jarðvist, þú leggur af stað, léttur í spori gengur þú að, ljósinu bjarta sem logar svo skært. Úr lindinni tæru þér vatn verður fært. Að segja oft erfitt, í sárindum er, frá söknuði þeim er hugurinn ber. Því orðin þau verða svo viðkvæm og sár, á vanganum birtast og mynda þar tár. En ég færi þér óskir um glaðlegan fund, frá ættingjum öllum á þessari stund. Í sál okkar allra þú lifir sem fyrr og sannlega oss veita í lífinu byr. (Guðmundur Guðmundsson.) Elsku besti bróðir minn, fá orð geta lýst því hvernig mér líður og hversu sársaukafullt það er að rita þessi orð og þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að þú ert farinn frá mér. Tilhugsunin um að ég eigi aldr- ei eftir að tala við þig aftur eða hitta þig, heyra þig hlæja og segja brand- ara er mér ofviða. Þegar ég loka aug- unum og kalla fram minningar um þig – þá sé ég þig alltaf brosandi, þó að ég viti vel og hafi gengið í gegnum ýmislegt með þér sem ekki var bros- legt og ekki var auðvelt – þá eru allar mínar minningar um þig brosandi. Það sem við áttum saman var sér- stakt og ég mun aldrei eiga neitt þessu líkt með nokkrum öðrum. Ég get ekki lýst því hér en þeir sem þekkja okkur vita hvað ég er að meina. Ég gat rætt allt við þig og þegar sá gállinn var á þér … var ég sú eina sem náði til þín og þú hlust- aðir á. Ég man svo vel þegar ég var lítil Birgir Árni Þorvaldsson ✝ Birgir Árni Þor-valdsson, sjó- maður á Grenivík, fæddist á Akureyri 22. mars 1968. Hann lést á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn Útför Birgis var gerð frá Akureyrar- kirkju 20. ágúst sl. (eða minni) hvað mér fannst þú vera mikill töffari og hvað mig langaði að vera eins og þú. Ég hlustaði á Bubba, Fræbbblana og þessar grúppur bara af því að þú gerð- ir það, ég var skáti al- veg eins og Biggi bróðir. Ég man líka vel þegar þú hræddir úr okkur líftóruna í skátaútilegu í Fálka- felli með draugagangi og sögum. Einnig er mér það minnisstætt þegar við vorum einu sinni í partíi hjá þér í Núpasíðunni, ég, Ingó og Valdi að einhver sagði: „Mikið ertu heppin að eiga svona góða bræður“ og það er svo satt, ég er rosalega heppin að eiga ykkur að og þess vegna er það svo sárt að svo stórt skarð er hoggið í bræðrahópinn minn. Ég lít á það sem forréttindi að hafa átt þig sem bróður, því fallegri og betri mann er erfitt að finna. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Í hjarta mínu er sár sem aldrei grær en ég verð að læra að lifa með. Ég vona bara svo innilega að þér líði vel núna og er sannfærð um að afi í Hafnó tók vel á móti þér. Mér finnst bara svo ósanngjarnt að fá ekki að hafa þig lengur. En þér er greinilega ætlað stærra og meira hlutverk en það sem þú hafðir hér. Elsku Óðinn, Logi, Kjartan, Viktoría, Benni, mamma, pabbi, Ingó, Valdi, Atli, Sig- rún og fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur styrk til að komast yfir þenn- an erfiða hjalla sem fram undan er. Saman komumst við í gegnum þetta. Kveðja, Andrea systir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég kveð góðan vin með trega og færi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Karl Símon Helgason. Þú tókst mig að þér, þegar ég flutti til landsins 17 ára gamall og þekkti engan. Þú varst alltaf með mér, þó svo að þú skildir ekki alltaf hvað ég sagði. Þú kynntir mig fyrir vinum þínum, sem eru enn í dag vinir mín- ir. Þú varst alltaf brosandi, hress og með bestu sögurnar. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa, hlusta og kenna. Þú varst besti vinur minn. Þannig vil ég muna þig. Bless elsku frændi minn. Oscar frændi. Davíð Guð- mundsson ✝ Davíð Guðmundsson fæddist íReykjavík 21. júlí 1975. Hann lést í Fellabæ 30. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lága- fellskirkju 7. ágúst. Vertu sæll elsku vinur, Ásgeir Þór. Ég hefði ekki ímynd- að mér að það yrði í síðasta skipti sem við hittumst þegar við vorum að fagna 20 ára stúdentsafmæli sl. vor. Það var góð mæting, mikil stemning og ótrúlegt hvað allir náðu vel saman eftir allan þennan tíma og mikla fjarveru. Að þessi stund væri sú síðasta sem við áttum saman óraði mig ekki fyrir. Við ræddum mikið saman og rifjuðum upp marga góða og skemmtilega tíma sem við höfum átt saman og það var mikið hlegið. Við Ásgeir Þór, eða Tumi, eins og hann var stundum kallaður, kynntumst haustið 1983 þegar við hófum nám í Menntaskólanum á Ísafirði. Ég var utan af landi, hann úr Bolungarvík og báðir gistum við á heimavistinni. Það má segja að við höfum kynnst strax því við höfðum valið sömu námsbrautina í menntaskól- anum. Það var ekki að ástæðalausu að hann kallaði mig „eina“ bekkjar- félaga sinn og ég hann því við vor- um aðeins tveir saman í okkar bekk, sem vorum á hagfræði- braut. Við gerðum oft grín að því að ég væri einkaritarinn hans á menntaskólaárunum því það kom oftar en ekki fyrir að Ásgeiri Þór fannst gott að sofa aðeins „yfir sig“. Hann passaði að ég mætti í Ásgeir Þór Jónsson ✝ Ásgeir ÞórJónsson fæddist í Reykjavík hinn 21. apríl 1967. Hann lést í Reykjavík hinn 12. ágúst síð- astliðinn. Ásgeir Þór var jarðsunginn frá Háteigskirkju 20. ágúst sl. skólann svo hann gæti fengið glósurn- ar mínar lánaðar til að ljósrita eftir. Það var stundum sem hann „skamm- aði mig“ fyrir að vanda mig ekki að skrifa, því stundum sagðist hann ekki geta lesið skriftina mína. En til gamans má nefna það að þegar Ásgeir Þór mætti í tíma, en ekki ég, þá hafði það ekk- ert upp á sig fyrir mig að fá lán- aðar hans glósur því að ég gat hvort eð er aldrei skilið hvað hann skrifaði. Það var líka mikið grín gert að því að hann hefði dúxað og ég ver- ið semi-dúx, og var þetta gert að sérstöku „gríni“ á stúdentsafmæl- inu okkar sl. vor. Á okkar menntaskólaárum var mikið brallað og það kom oft fyrir að Ásgeir Þór bauð í heimapartí og þau boð voru ekki af verri end- anum, mikið fjör, vel veitt, því þarna var Ásgeir Þór á heimavelli. Á þessum tíma kynntist ég yndislegri fjölskyldu Ásgeirs Þórs. Þó svo að fjarlægðin milli okkar væri orðin meiri síðustu árin, hefðum báðir búið erlendis hvor á sínum tímanum, var alltaf eins og við hefðum hist í gær þegar við töluðum saman. Elsku vinur, Ásgeir Þór. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við átt- um saman. Elsku Ása, börn, foreldar Ás- geir Þórs, systkini og ættingjar, ég sendi ykkur innilegustu sam- úðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Elsku vinur, Ásgeir Þór, hvíl í friði. Karl Jóhann Jóhannsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.