Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 48
48 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FRIÐRIK Ólafsson vann Hol-
lendinginn Vincent Rothuis í magn-
aðri skák í sjöundu umferð Hvatn-
ingarmóts dr. Max Euwe í Arnhem í
Hollandi í gær. Með þessum sigri
náði Friðrik að laga stöðu sína og er
nú jafn Oscar Panno með 3 vinninga.
Zambíumaðurinn Amon Zumu-
towe var efstur með 5½ vinning úr
sex skákum og var með heldur betri
stöðu í skákinni í sjöundu umferð.
Eins og áður hefur komið fram er
þetta mót hið fyrsta sem Friðrik tek-
ur þátt í í mörg ár. Venjulega tekur
það skákmenn nokkurn tíma að end-
urheimta fyrri styrk. Friðrik hefur
tapað öllum skákum sínum með
hvítu. Vængtöfl og einhliða svæð-
anudd dugði honum stundum vel á
árunum í kringum 1970 en ekki leng-
ur.
Það er eins og það sé allt annar
maður að sitji tafli þegar Friðrik er
með svart. Það er alls ekki óþekkt að
mönnum gangi betur með svörtu á
skákmótum. Svo dæmi sé tekið má
nefna að Paul Keres hlaut 12 vinn-
inga af 14 með svörtu í áskorenda-
mótinu 1959 en 6½ v. með hvítu.
Sigurskák Friðriks yfir Helga
Dam Ziska í þriðju umferð var tefld
með miklum glæsibrag og ber öll
helstu stíleinkenni Friðriks frá því
hann var upp á sitt besta.
Paulsen-afbrigið í sikileyjarvörn
með 4. …Bc5 sem Friðrik dregur úr
pússi sínu er svo sjaldgæft að gagna-
grunnur greinarhöfundar gefur þá
niðurstöðu að eftir nokkrar skákir
sem Louis Paulsen tefldi við við Paul
Morphy í New York árið 1857 líða
meira en 100 ár þar til afbrigðið sést
næst á opinberu mótum.
Hvort Friðrik hafi með þessu vilj-
að koma hinum unga andstæðingi
sínum út úr teoríunni, eins það er
stundum orðað skal ósagt látið. Hitt
er svo annað mál að það lætur hon-
um ágætlega að dusta rykið af byrj-
unum sem gömlu meistararnir
tefldu.
Það eru þó sviptingarnar í miðtafl-
inu sem gefa skákinni fyrst og
fremst gildi. Helgi Dam fær ágæta
stöðu eftir byrjunina en nær aldrei
að kom höggi á Friðrik, hann er
sennilega of bráðlátur þegar hann
leikur 19 f5, og b7-peðið sem hann
hirðir í 26. leik er baneitrað. Friðrik
notfærir sér veikleikann upp í borði
með 27. … Dg4 og síðan kemur 28.
… Bc4. Oft dugar að tefla með hrók
og léttum gegn drottningu og þess
vegna er lokahnykkurinn, 39. …
Dc8! og 40. … Be4 skemmtilegur
endir á vel tefldri skák:
Hvatningarmót Max Euwe; 3.
umferð:
Helgi Dam Ziska – Friðrik Ólafs-
son
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Bc5 5. Rb3 Bb6 6. Rc3 Re7 7.
Bd3 0–0
8. Dh5 Rbc6 9. Bg5 f6 10. Bh4 Re5
11. 0–0–0 d6 12. De2 a6 13. f4
Rxd3+ 14. Hxd3 Dc7 15. Bg3 f5 16.
Hhd1 fxe4 17. Rxe4 d5 18. Hc3 Rc6
19. f5 e5 20.
Hxd5 Bxf5 21. Rd6 Be6 22. Hd1
De7 23. Rc5 Bxc5 24. Hxc5 Dg5+ 25.
Kb1 Had8 26. Rxb7 Hxd1+ 27. Dxd1
Dg4
28. De1 Bc4 29. Hxc6 Hf1 30.
Dxf1 Bxf1 31. Hd6 Bxg2 32. Rc5 e4
33. b3 h5 34. Hd8+ Kh7 35. Rd7 h4
36. Rf8+ Kh6 37. Hd6+ Kh5 38. Be5
e3 39. Bc3 Dc8 40. Bxg7 Be4 41.
Hh6+ Kg4
- og hvítur gafst upp.
Skákin sem Friðrik vann í gær
gegn heimamanninum Vincent
Rothuis var tefld í stórkostlegum
kaffíhúsastíl. Það er eins hver einasti
taflmaður á borðinu vilji reka sitt
einkaerindi á borðinu án tillits til
annarra. Fyrst geisar mikil orrusta
peða sem kóngsriddarinn svarti
grípur inn í. Þegar hvíta drottning
fer á stjá missir Friðrik mann en
ýmsar hættur steðja að kóngi Hol-
lendingsins. Eftir rólega liðskipan á
drottningarvæng skellir Friðrik
riddaranum á d4 í 18. leik. Þá taka
varnir hvíts að riðlast enda menn-
irnir sérkennilega sambandslausir
og stjórnandi þeirra merkilega úr-
ræðalaus. Hrókaranir á a1 og a8 ná
aldrei að kveðja sér hljóðs en sá
svarti var á leið í leikinn hefði hvítur
rambað á 26. Kf3 sem var betri vörn
en þó ófullnægjandi eftir 26. .. Hg8.
Það er hrein skemmtun að fara yf-
ir þessa skák:
Hvatningarmót Max Euwe; 7.
umferð:
Vincent Routhuis - Friðrik Ólafs-
son
Pirc vörn
1. e4 g6 2. h4 h6 3. f4 Rf6 4. e5
Rh5 5. f5 d6 6. e6 fxe6 7. fxg6 Rg3 8.
Hh3 Rxf1 9. Df3 Kd7 10. Df7 Rc6 11.
g7 Bxg7 12. Dxg7 Hg8 13. Dc3
Hxg2 14. Kxf1 Dg8 15. Re2 Hg4 16.
d3 b6 17. Bxh7 Bb7 18. Rd2 Rd4 19.
Re4 Rxe2 20. Kxe2 Bxe4 21. dxe4
Hxe4+ 22. Kd3 Dg2 23. Dd2 Dxh3+
24. Kxe4 d5+ 25. Kf4 Dxh4+ 26.
Ke5 Df6 mát!
Skákþing Íslands 2007
hefst á þriðjudaginn
Keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi hefst nk. þriðjudag. Keppend-
ur í landsliðsflokki eru samkvæmt
hef 12 talsins og eru:
Hannes Hlífar Stefánsson, Þröst-
ur Þórhallsson, Stefán Kristjáns-
son, Jón Viktor Gunnarsson, Bragi
Þorfinnsson, Ingvar Þór Jóhannes-
son, Davíð Kjartansson, Dagur Arn-
grímsson, Róbert Harðarson,
Snorri G. Bergsson, Lenka Ptácni-
kova og Hjörvar Steinn Grétarsson.
Núverandi Íslandsmeistari Hann-
es Hlífar Stefánsson hefur teflt nán-
ast óslitið á Íslandsmótinu frá árinu
1986. Hann hefur orðið Íslands-
meistari átta sinnum síðustu níu árin
og telst því langsigurstranglegasti
keppandinn.
Í kvennaflokki sem hefst hefur
þegar verið dregið um töfluröð:
1. Sigríður Björg Helgadóttir
2. Guðlaug Þorsteinsdóttir
3. Harpa Ingólfsdóttir
4. Hallgerður Þorsteinsdóttir
5. Hrund Hauksdóttir
6. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
7. Tinna Kristín Finnbogadóttir
8. Elsa María Þorfinnsdóttir
9. Sigurlaug Friðþjófsdóttir
Það er til marks um uppgang
skáklistar kvenna hér á landi að sex
af níu keppendum eru undir tvítugu.
Guðlaug, Harpa og Sigurlaug hafa
allar orðið Íslandsmeistarar.
Jafnhliða þessum mótum verður
teflt í áskorendaflokki. Íslandsmótið
2007 fer fram Skákheimili TR að
Faxafeni 12 og hefst kl. 17.
Morgunblaðið/Ómar
Titilvörn Hannes Hlífar Stefánsson hefur orðið Íslandsmeistari átta sinnum á síðustu níu árum og stefnir að því að
bæta við enn einum titli. Hér teflir hann við Magnús Carlsen á Hraðskákmóti Glitnis í fyrra.
Kaffihúsastíll Friðriks
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Hvatningarmót Max Euwe
17.- 26. ágúst
Nú þegar Magga
Búa hefur kvatt
þennan heim, stönd-
um við skólasystur úr Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur eftir hljóðar.
Við vorum saman veturinn 1952-
’53, stúlkur víða af landinu, kynnt-
umst og urðum góðir félagar og
nokkrar koma saman einu sinni í
mánuði enn í dag, köllum það
saumaklúbb.
Magga lærði hjúkrunarfræði,
starfaði við það lengst af. Magga
kom fallega brún frá Akureyri, eft-
ir sumarið 1955. Það fór aldrei
mikið fyrir henni, var hæglát, en
Magdalena Jórunn
Búadóttir
✝ Magdalena Jór-unn Búadóttir
fæddist í Hvera-
gerði 19. mars 1934.
Hún lést á Landspít-
ala, Landakoti, 14.
ágúst síðastliðinn.
Útför Magdalenu
Jórunnar Búadóttur
var frá Grens-
áskirkju 23. ágúst
sl.
glettnin skein úr aug-
unum. Þó að við töl-
uðum hver upp í aðra
á góðri stund – sagði
hún svo skemmtilega
frá að við hinar hlust-
uðum.
Veturinn okkar leið
furðu fljótt. Það var
saumað, prjónað og í
vefstofunni var sung-
ið við vinnuna. Soðið
– steikt – bakað –
þvegið og lærðum að
stífa m.a. skyrtur á
tilvonandi eiginmann!
En fyrst og fremst var þetta tími
þroska, við lærðum að meta hver
aðra, kynnumst viðhorfum frá
ýmsum sjónarmiðum sem við allar
lögðum til og kennarar okkar leið-
beindu.
Við kveðjum Möggu með þökk
fyrir samfylgdina. Vottum Hösk-
uldi Baldurssyni, eiginmanni henn-
ar, og fjölskyldunni allri einlæga
samúð.
F.h. skólasystra,
Anna Guðrún Bjarnadóttir.
Mig langar í fáum
orðum að minnast
hér frænda míns,
Stefáns Jónssonar
sem lést þann 29. júlí
síðastliðinn. Nokk-
urra ára aldursmunur og dvöl okk-
ar erlendis á ólíkum tíma gerði það
að verkum að við höfðum ekki hist
mjög lengi en við komu sína frá
Bandaríkjunum bauð hann mér í
svona „teiti“ eins og hann kallaði
það, til að endurnýja kynni við
gamla vini og fjölskyldumeðlimi.
Ég hlakkaði til að hitta Stebba
því að ég þekkti hann í raun ekki
sem fullorðinn mann. Ég geri ekki
sérstakar kröfur til manna hvað
varðar fas og hátt en á móti mér
tók alveg sérstaklega ljúfur og
bjartur maður sem bar með sér
frið og vinalegt yfirbragð. Stebbi
var einmitt sú manngerð sem ég
laðast að. Synir okkar eru á sama
aldri og það að láta þá kynnast ýtti
undir áform okkar Stebba um að
vera í tíðara sambandi. Það er sér-
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist í
Reykjavík 12. júní
1972. Hann lést í
Reykjavík 29. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Langholtskirkju 9.
ágúst
lega dapurlegt að
svona mikill ljúfling-
ur eins og Stebbi
skyldi falla fyrir
hendi annars manns
en það sýnir okkur að
þessi ólgusjór tilfinn-
inga og misskilnings,
sem jarðlífið er, get-
ur á stöku stað og í
skyndi breyst í skæð-
ar öldur.
Stebbi var ekki
sérlega áhugasamur
um trúarleg málefni
og það hvort líf væri
eftir þetta líf, held ég að hann hafi
meira að segja hafnað slíkum hug-
myndum mikið til. Ég virði og skil
slíkar lífsskoðanir en sagt hefur
verið, að engin trúarbrögð séu
sannleikanum æðri og ég trúi því
að svo sé í raun.
Vísindamaðurinn Stefán Jónsson
hefur nú hætt störfum á hinni jarð-
nesku tilraunastofu og mér kæmi
ekki á óvart ef hann væri nú, á nýj-
um stað, farinn að fletta til í
gagnagrunni eilífðarinnar í leit að
þeim sannleika sem er trúarbrögð-
unum æðri.
Ég kveð þig kæri frændi með
söknuði og ég held mig við áform
okkar um að láta strákana okkar
kynnast. Við spjöllum bara betur
næst.
Bjarni.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést, um
foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer
fram og klukkan hvað athöfnin
hefst. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í
tilkynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema beð-
ið sé um annað. Ef nota á nýja
mynd er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minning-
argreina vita.
Minningargreinar