Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 49

Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 49 MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF Poppmessa í Selfosskirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 26. ágúst verður poppmessa kl. 20. Í grunninn byggir athöfnin á formi messu. Músíkin er öll af létt- ara taginu. Þorvaldur Halldórsson, söngvari, hefur veg og vanda af tónlistinni og ávarpar messufólkið. Sóknarprestur flytur hugleiðingu. Í Selfossprestakalli er nú stefnt að því að hvert sóknarbarn sæki kirkju fjórum sinnum á ári hið minnsta og eru þá jól og jarðarfarir ekki talin með og helst ekki ferm- ingar heldur. Á sunnudagskvöldið er tilvalið tækifæri til þess að ná sér í prik. Verið öll velkomin. Samkoma í Færeyska sjómannaheimilinu SUNNUDAGINN 26. ágúst hefjast aftur samkomur í Færeyska sjó- mannaheimilinu, Brautarholti 29. Hópur af fólki af skipinu Logos 2 kemur í heimsókn. Þau munu meðal annars syngja og predika orð Guðs. Boðið verður upp á kaffi eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Ensk messa í Hall- grímskirkju – Service in English ENSK messa á morgun, 26. ágúst, kl. 14. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson og Guð- rún Finnbjarnardóttir mun leiða safnaðarsöng. Messukaffi. Enskar messur eru haldnar síðasta sunnu- dag hvers mánaðar í kirkjunni. Service in English on the twelfth Sunday after Pentecost at Hall- grímskirkja. August 26th at 2 pm. Holy Communion. Preacher and Celebrant: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergsson. Leading Singer: Guð- rún Finnbjarnardóttir. Refres- hments after the Service. Framkvæmdir í Hafn- arfjarðarkirkju og helgihald í Strandbergi VIÐAMIKLAR verkframkvæmdir eru nú hafnar í Hafnarfjarð- arkirkju sem miða að því að m.a. að endurnýja allt gólf og leiðslur, koma fyrir nýju hita- og rafkerfi, betrumbæta sæti og bekki og lag- færa myndskreytingar, einangra kirkjuhvelfingu og lagfæra kirkju- turn að innanverðu. Þessar fram- kvæmdir munu standa fram í mars- mánuð á komanda ári. Guðsþjónustur og helgihald á veg- um Hafnarfjarðarkirkju munu fara fram í safnaðarheimilinu Strand- bergi til þess tíma. Guðsþjónusta sunnudaginn 26. ágúst fer fram í safnaðarheimilinu Strandbergi kl. 11. Sr. Gunnþór Þ. Ingason prédikar og sr. Þórhallur Heimisson þjónar fyrir altari. Guð- mundur Sigurðsson kantor leikur á orgel og félagar úr Barbörukór Hafnarfjarðar leiða safnaðarsöng. Fermingarbörn komandi vors og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega hvött til að sækja guðsþjónustuna. Fermingarfræðsla Hafnarfjarð- arkirkju hófst nú fyrir stuttu með tveimur þriggja daga námskeiðum í Vatnaskógi sem sumarhópar kirkj- unnar sóttu. Hausthópurinn er nú einnig að hefja þátttöku í ferming- arfræðslunni en þessir hópar koma saman í helgihaldi kirkjunnar. Umhverfisráðherra flytur hugvekju í Úti- messu við Grafarvog SUNNUDAGINN 26. ágúst kl. 11 verður útimessa að Nónholti við Grafarvog, í fallegum skógarreit rétt neðan við Sjúkrahúsið Vog – hægt er að aka að staðnum. Stólar verða á staðnum. Prestur: séra Vigfús Þór Árna- son. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur hug- verkju. Kór Grafarvogskirkju syng- ur, Gróa Hreinsdóttir stjórnar og leikur á gítar ásamt Gunnari Einari Steingrímssyni æskulýðsfulltrúa. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Börnin eru boðin velkomin í þennan sælureit við Voginn. Helgihald í Kolaportinu SUNNUDAGINN 26. ágúst kl. 14 verður helgihald í Kolaportinu í „Kaffi Port“. Um leið og gengið er um og bænarefnum safnað, eða frá kl. 13.30, syngur og spilar Þorvald- ur Halldórsson ýmis þekkt lög bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni, sr. Þorvaldur Víðisson og fleiri munu leiða samveruna og prédika. Að venju er boðið upp á að leggja fram fyrirbænarefni og verður beð- ið með og fyrir þeim sem þess óska. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Brynjar GautiSelfosskirkja AKRANESKIRKJA: | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Þórgunnur Stefánsdóttir syngur. Baldur Ketilsson leikur á gítar. Einnig org- elundirleikur. Kaffisopi á eftir. Dvalarheim- ilið Höfði: Guðsþjónusta kl. 12.45. AKUREYRARKIRKJA: | Messa kl.11. Sr. Óskar H. Óskarsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Kvöldkirkjan: Síðasta helgistund kvöldkirkjunnar kl. 20. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Unnur Birna Björnsdóttir syngur og leiðir söng. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Krisztina Kallo organisti. Kirkjukór- inn leiðir almennan safnaðarsöng. BESSASTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Allir velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Félagar úr Söngsveitinni Fílharmoníu syngja. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Hressing eftir messuna í safnaðarheimili. BÚSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagurinn 26. ágúst. Tólfti sunnudagur eftir þrenning- arhátíð. Messa kl. 11. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Organisti Renata Ivan. Kór Bústaðakirkju syngur. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Sameiginleg messa safnaðanna í Kópavogi kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Að- alheiður Þorsteinsdóttir. (www.digra- neskirkja.is) DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11, sameiginleg fyrir Héraðið og Borgarfjörð. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Cecil Haraldsson þjóna ásamt sóknarpresti. Organisti Torvald Gjerde. Væntanleg ferm- ingarbörn sérstaklega boðuð. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson predikar og sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Ragn- hildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir alt- ari. Við kveðjum Lenku Mateovu sem fer nú í ársleyfi sem kantor kirkjunnar. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. FÍLADELFÍA: | English service at 12.30 pm. Everyone Welcome. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðum. Greg Mundis frá USA. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Kynning á Jesú konum. Barnakirkjan hefst í dag, börn 1-13 ára velkomin. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sálmar og gít- ar á sunnudagskvöld kl. 20. Örn Arnarson syngur sálma og spilar á gítar. Allir vel- komnir. Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu á eftir. frikirkja.is. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn vetrarins aðstoða með lestrum og fleira, en Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir guðþjónustuna. Fermingarfjölskyldur sérstaklega hvattar til að mæta. Tónlist og almennan safn- aðarsöng leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma í dag kl. 20. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni mun tónlistarhópur Kefas leiða lofgjörð og einnig verður brauðs- brotning. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. Allir velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: | Sunnudaginn 26. ágúst kl. 17 byrja sam- komur aftur í Færeyska sjómannaheim- ilinu, Brautarholti 29. Hópur af fólki af skipinum Logos 2 kemur í heimsókn. Þau munu syngja og predika orð Guðs. Verið öll velkomin. Kaffi á eftir samkomu. GRAFARHOLTSSÓKN | Messa í Þórð- arsveig 3 kl. 11. Sr. Sigríður Guðmars- dóttir messar, organisti Hrönn Helgadótt- ir, Kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. Kaffi eftir messu. Fermingarbörn næsta vors sérstaklega hvött til að hefja kirkju- göngu ásamt forráðamönnum sínum. GRAFARVOGSKIRKJA: | Útimessa við Nónholt kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Undirleikur Gróa Hreinsdóttir. Grill- aðar pylsur og gos. Ferming kl. 13. Sr. Vig- fús Þór Árnason. Fermdur verður Sindri Mar Magnússon, Frostafold 6. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot í Líknarsjóð. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hreinn S. Há- konarson messar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjón- usta í Hásölum Strandbergs kl. 11. Prest- ar: Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Kantor og organisti: Guðmundur Sigurðsson. Fé- lagar úr Barbörukór Hafnarfjarðar leiða söng. Vænst er sérstaklega þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Forsöngvari Guðrún Finnbjarnardóttir. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Messukaffi. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Skrán- ing væntanlegra fermingarbarna vorsins 2008. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18, (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma kl. 20. Við fögnum komu kafteinshjónanna Ester- ar Daníelsdóttur og Wouter van Gooswilli- gen til starfa á Íslandi, ásamt fjölskyldu. Opið hús daglega kl. 16-18 nema mánu- daga. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnudaginn kl. 17, almenn samkoma. Dögg Harðardóttir talar til okkar. Allir eru velkomnir. HÓLADÓMKIRKJA | Biskupsmessa kl. 11. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslu- biskup, messar. Organisti Nína Margrét Grímsdóttir. Félagar úr Lundúnakórnum leiða söng. Tónleikar kl. 14. Cammer- arctica og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran flytja. Ókeypis aðgangur. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Kaffi- sopi eftir messu. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: | Gönguguðsþjón- usta kl. 11-12. Safnast verður saman í kirkjunni til bænagjörðar og söngs. Síðan verður gengið um sóknina og staðnæmst á nokkrum stöðum þar sem verður lestur, hugvekja og bænagjörð fyrir íbúum og starfi í hverfinu. Komið klædd til göng- unnar. Kaffisopi. Prestur Jón Helgi Þór- arinsson. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 20 kvöld- messa. Bjarni Karlsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Kór Laugarneskirkju syngur við stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Gunnhildur Ein- arsdóttir kirkjuvörður býður upp á kvöld- kaffi að messu lokinni. NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu. SELFOSSKIRKJA: | 12. sunnudagur eftir trinitatis, 26. ágúst. Messa kl. 11. Hádeg- isverður á eftir. Poppmessa kl. 20. Þor- valdur Halldórsson stjórnar söng. Sókn- arprestur flytur ávarp. Miðvikudag 29. ágúst kl. 11: Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu. Opið hús. SELJAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Kór Seljakirkju leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarna- son. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA: | Helgistund kl. 11 í umsjón Sigurðar Grétars Helgasonar. Guðrún Helga Stefánsdóttir syngur ein- söng. Eftir stundina er gestum boðið að þiggja kaffibolla í safnaðarheimili kirkj- unnar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu- dag 26. ágúst kl. 11. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta verður sunnudaginn 26. ágúst kl. 14 í samstarfi við líknarfélagið Bergmál. Sr. Birgir Thom- sen þjónar fyrir altari og prédikar. Almenn- ur safnaðarsöngur. Verið velkomin. VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsöng- inn. Aðrir sem þjóna eru Jóhann Baldvins- son organisti, Nanna Guðrún Zoëga djákni, Þórunn Björgvinsdóttir, meðhjálp- ari og Friðrik J. Hjartar prestur. Allir vel- komnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Guðsþjón- usta 26. ágúst kl. 11. Barn borið til skírn- ar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista sem kveð- ur við þessa athöfn. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Veitingar að lokinni athöfn. Allir velkomnir. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa sunnudaginn 26. ágúst kl. 14. Organisti Guðmundur Vil- hjálmsson. Prestur Kristján Valur Ingólfs- son. Morgunblaðið/Ómar Dómkirkjan í Reykjavík. Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.