Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 49 MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF Poppmessa í Selfosskirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 26. ágúst verður poppmessa kl. 20. Í grunninn byggir athöfnin á formi messu. Músíkin er öll af létt- ara taginu. Þorvaldur Halldórsson, söngvari, hefur veg og vanda af tónlistinni og ávarpar messufólkið. Sóknarprestur flytur hugleiðingu. Í Selfossprestakalli er nú stefnt að því að hvert sóknarbarn sæki kirkju fjórum sinnum á ári hið minnsta og eru þá jól og jarðarfarir ekki talin með og helst ekki ferm- ingar heldur. Á sunnudagskvöldið er tilvalið tækifæri til þess að ná sér í prik. Verið öll velkomin. Samkoma í Færeyska sjómannaheimilinu SUNNUDAGINN 26. ágúst hefjast aftur samkomur í Færeyska sjó- mannaheimilinu, Brautarholti 29. Hópur af fólki af skipinu Logos 2 kemur í heimsókn. Þau munu meðal annars syngja og predika orð Guðs. Boðið verður upp á kaffi eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Ensk messa í Hall- grímskirkju – Service in English ENSK messa á morgun, 26. ágúst, kl. 14. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson og Guð- rún Finnbjarnardóttir mun leiða safnaðarsöng. Messukaffi. Enskar messur eru haldnar síðasta sunnu- dag hvers mánaðar í kirkjunni. Service in English on the twelfth Sunday after Pentecost at Hall- grímskirkja. August 26th at 2 pm. Holy Communion. Preacher and Celebrant: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergsson. Leading Singer: Guð- rún Finnbjarnardóttir. Refres- hments after the Service. Framkvæmdir í Hafn- arfjarðarkirkju og helgihald í Strandbergi VIÐAMIKLAR verkframkvæmdir eru nú hafnar í Hafnarfjarð- arkirkju sem miða að því að m.a. að endurnýja allt gólf og leiðslur, koma fyrir nýju hita- og rafkerfi, betrumbæta sæti og bekki og lag- færa myndskreytingar, einangra kirkjuhvelfingu og lagfæra kirkju- turn að innanverðu. Þessar fram- kvæmdir munu standa fram í mars- mánuð á komanda ári. Guðsþjónustur og helgihald á veg- um Hafnarfjarðarkirkju munu fara fram í safnaðarheimilinu Strand- bergi til þess tíma. Guðsþjónusta sunnudaginn 26. ágúst fer fram í safnaðarheimilinu Strandbergi kl. 11. Sr. Gunnþór Þ. Ingason prédikar og sr. Þórhallur Heimisson þjónar fyrir altari. Guð- mundur Sigurðsson kantor leikur á orgel og félagar úr Barbörukór Hafnarfjarðar leiða safnaðarsöng. Fermingarbörn komandi vors og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega hvött til að sækja guðsþjónustuna. Fermingarfræðsla Hafnarfjarð- arkirkju hófst nú fyrir stuttu með tveimur þriggja daga námskeiðum í Vatnaskógi sem sumarhópar kirkj- unnar sóttu. Hausthópurinn er nú einnig að hefja þátttöku í ferming- arfræðslunni en þessir hópar koma saman í helgihaldi kirkjunnar. Umhverfisráðherra flytur hugvekju í Úti- messu við Grafarvog SUNNUDAGINN 26. ágúst kl. 11 verður útimessa að Nónholti við Grafarvog, í fallegum skógarreit rétt neðan við Sjúkrahúsið Vog – hægt er að aka að staðnum. Stólar verða á staðnum. Prestur: séra Vigfús Þór Árna- son. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur hug- verkju. Kór Grafarvogskirkju syng- ur, Gróa Hreinsdóttir stjórnar og leikur á gítar ásamt Gunnari Einari Steingrímssyni æskulýðsfulltrúa. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Börnin eru boðin velkomin í þennan sælureit við Voginn. Helgihald í Kolaportinu SUNNUDAGINN 26. ágúst kl. 14 verður helgihald í Kolaportinu í „Kaffi Port“. Um leið og gengið er um og bænarefnum safnað, eða frá kl. 13.30, syngur og spilar Þorvald- ur Halldórsson ýmis þekkt lög bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni, sr. Þorvaldur Víðisson og fleiri munu leiða samveruna og prédika. Að venju er boðið upp á að leggja fram fyrirbænarefni og verður beð- ið með og fyrir þeim sem þess óska. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Brynjar GautiSelfosskirkja AKRANESKIRKJA: | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Þórgunnur Stefánsdóttir syngur. Baldur Ketilsson leikur á gítar. Einnig org- elundirleikur. Kaffisopi á eftir. Dvalarheim- ilið Höfði: Guðsþjónusta kl. 12.45. AKUREYRARKIRKJA: | Messa kl.11. Sr. Óskar H. Óskarsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Kvöldkirkjan: Síðasta helgistund kvöldkirkjunnar kl. 20. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Unnur Birna Björnsdóttir syngur og leiðir söng. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Krisztina Kallo organisti. Kirkjukór- inn leiðir almennan safnaðarsöng. BESSASTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari. Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Allir velkomnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Félagar úr Söngsveitinni Fílharmoníu syngja. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Hressing eftir messuna í safnaðarheimili. BÚSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagurinn 26. ágúst. Tólfti sunnudagur eftir þrenning- arhátíð. Messa kl. 11. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Organisti Renata Ivan. Kór Bústaðakirkju syngur. Molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Sameiginleg messa safnaðanna í Kópavogi kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Að- alheiður Þorsteinsdóttir. (www.digra- neskirkja.is) DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11, sameiginleg fyrir Héraðið og Borgarfjörð. Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Cecil Haraldsson þjóna ásamt sóknarpresti. Organisti Torvald Gjerde. Væntanleg ferm- ingarbörn sérstaklega boðuð. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson predikar og sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Ragn- hildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir alt- ari. Við kveðjum Lenku Mateovu sem fer nú í ársleyfi sem kantor kirkjunnar. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. FÍLADELFÍA: | English service at 12.30 pm. Everyone Welcome. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðum. Greg Mundis frá USA. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Kynning á Jesú konum. Barnakirkjan hefst í dag, börn 1-13 ára velkomin. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sálmar og gít- ar á sunnudagskvöld kl. 20. Örn Arnarson syngur sálma og spilar á gítar. Allir vel- komnir. Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu á eftir. frikirkja.is. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn vetrarins aðstoða með lestrum og fleira, en Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir guðþjónustuna. Fermingarfjölskyldur sérstaklega hvattar til að mæta. Tónlist og almennan safn- aðarsöng leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma í dag kl. 20. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni mun tónlistarhópur Kefas leiða lofgjörð og einnig verður brauðs- brotning. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. Allir velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: | Sunnudaginn 26. ágúst kl. 17 byrja sam- komur aftur í Færeyska sjómannaheim- ilinu, Brautarholti 29. Hópur af fólki af skipinum Logos 2 kemur í heimsókn. Þau munu syngja og predika orð Guðs. Verið öll velkomin. Kaffi á eftir samkomu. GRAFARHOLTSSÓKN | Messa í Þórð- arsveig 3 kl. 11. Sr. Sigríður Guðmars- dóttir messar, organisti Hrönn Helgadótt- ir, Kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. Kaffi eftir messu. Fermingarbörn næsta vors sérstaklega hvött til að hefja kirkju- göngu ásamt forráðamönnum sínum. GRAFARVOGSKIRKJA: | Útimessa við Nónholt kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Undirleikur Gróa Hreinsdóttir. Grill- aðar pylsur og gos. Ferming kl. 13. Sr. Vig- fús Þór Árnason. Fermdur verður Sindri Mar Magnússon, Frostafold 6. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot í Líknarsjóð. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hreinn S. Há- konarson messar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjón- usta í Hásölum Strandbergs kl. 11. Prest- ar: Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Kantor og organisti: Guðmundur Sigurðsson. Fé- lagar úr Barbörukór Hafnarfjarðar leiða söng. Vænst er sérstaklega þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Forsöngvari Guðrún Finnbjarnardóttir. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Messukaffi. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Skrán- ing væntanlegra fermingarbarna vorsins 2008. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18, (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma kl. 20. Við fögnum komu kafteinshjónanna Ester- ar Daníelsdóttur og Wouter van Gooswilli- gen til starfa á Íslandi, ásamt fjölskyldu. Opið hús daglega kl. 16-18 nema mánu- daga. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnudaginn kl. 17, almenn samkoma. Dögg Harðardóttir talar til okkar. Allir eru velkomnir. HÓLADÓMKIRKJA | Biskupsmessa kl. 11. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslu- biskup, messar. Organisti Nína Margrét Grímsdóttir. Félagar úr Lundúnakórnum leiða söng. Tónleikar kl. 14. Cammer- arctica og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópran flytja. Ókeypis aðgangur. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Kaffi- sopi eftir messu. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Landakot | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: | Gönguguðsþjón- usta kl. 11-12. Safnast verður saman í kirkjunni til bænagjörðar og söngs. Síðan verður gengið um sóknina og staðnæmst á nokkrum stöðum þar sem verður lestur, hugvekja og bænagjörð fyrir íbúum og starfi í hverfinu. Komið klædd til göng- unnar. Kaffisopi. Prestur Jón Helgi Þór- arinsson. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 20 kvöld- messa. Bjarni Karlsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Kór Laugarneskirkju syngur við stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Gunnhildur Ein- arsdóttir kirkjuvörður býður upp á kvöld- kaffi að messu lokinni. NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu. SELFOSSKIRKJA: | 12. sunnudagur eftir trinitatis, 26. ágúst. Messa kl. 11. Hádeg- isverður á eftir. Poppmessa kl. 20. Þor- valdur Halldórsson stjórnar söng. Sókn- arprestur flytur ávarp. Miðvikudag 29. ágúst kl. 11: Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu. Opið hús. SELJAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Kór Seljakirkju leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarna- son. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA: | Helgistund kl. 11 í umsjón Sigurðar Grétars Helgasonar. Guðrún Helga Stefánsdóttir syngur ein- söng. Eftir stundina er gestum boðið að þiggja kaffibolla í safnaðarheimili kirkj- unnar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu- dag 26. ágúst kl. 11. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta verður sunnudaginn 26. ágúst kl. 14 í samstarfi við líknarfélagið Bergmál. Sr. Birgir Thom- sen þjónar fyrir altari og prédikar. Almenn- ur safnaðarsöngur. Verið velkomin. VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsöng- inn. Aðrir sem þjóna eru Jóhann Baldvins- son organisti, Nanna Guðrún Zoëga djákni, Þórunn Björgvinsdóttir, meðhjálp- ari og Friðrik J. Hjartar prestur. Allir vel- komnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Guðsþjón- usta 26. ágúst kl. 11. Barn borið til skírn- ar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista sem kveð- ur við þessa athöfn. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Veitingar að lokinni athöfn. Allir velkomnir. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa sunnudaginn 26. ágúst kl. 14. Organisti Guðmundur Vil- hjálmsson. Prestur Kristján Valur Ingólfs- son. Morgunblaðið/Ómar Dómkirkjan í Reykjavík. Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.