Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 51

Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 51                                                                        Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var á Egils- stöðum 17.–19. ágúst síðastliðinn urðu þau tímamót að Magnús Jó- hannesson, formaður félagsins, ákvað að gefa ekki áfram kost á sér til stjórnarstarfa. Magnús hefur ver- ið formaður félagsins undanfarin átta ár og setið í stjórn þess um tólf ára skeið. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Avant, kjörinn nýr formaður félagsins. Hann er 9. for- maður Skógræktarfélags Íslands frá stofnun þess árið 1930. Aðrar breytingar á stjórn voru þær að Sigríður Jóhannsdóttir ákvað að gefa ekki áfram kost á sér til stjórnarsetu og komu því inn tveir nýir stjórnarmenn. Það voru þau Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, og Jónína Stefánsdóttir, sérfræðingur á Mat- vælasviði Umhverfisstofnunar. Páll Ingþór Kristinsson og Vil- hjálmur Lúðvíksson gáfu áfram kost á sér í varastjórn og voru báðir end- urkjörnir. Út úr varastjórn gekk Jón Kr. Arnarson, en í hans stað var kos- in Sigrún Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi á Akureyri. Magnús Gunnarsson kjörinn formaður Skógræktarfélags Íslands Forysta Nýkjörin stjórn Skógræktarfélags Íslands. F.v. Þuríður Yngvadóttir, Ólafía Jakobsdóttir, Sigrún Stef- ánsdóttir, Magnús Gunnarsson, Jónína Stefánsdóttir, Páll Ingþór Kristinsson, Guðbrandur Brynjúlfsson, Að- alsteinn Sigurgeirsson og Vilhjálmur Lúðvíksson. Á myndina vantar Þorvald S. Þorvaldsson. VW Golf Comfort Line árg. ‘03 á 1.190 þús. Golf 1600cc Lítið út og lítið á mánuði. Áhvílandi 980 þ. 22 þ. á mán. Sumar&vetrardekk á felgum, ný tímareim, rafmagn í rúðum, CD spilari o.fl. Uppl. í s. 860 5218. Toyota árg. '01, ek. 113 þús. km. 38" breyttur, læstur fr., aft., aukatankur, box á hlera, kastarar og kastaragrind, ný At dekk og felgur, VHF,CB,NMT. Tilbúinn á fjöll. S. 698 3468. Toyota Avensis. Reyklaus og fallegur. Beinskipting, árg. ‘02. Ek. 90 þús. km. Nýyfirfarinn af Toyota. Ný dekk fylgja. Ásett verð 990 þús. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 698 9808. VW Golf árg. '97, ekinn 73 þús. km. Lítið ekinn VW Golf til sölu. Mjög sparneytinn, lítið ekinn og lítur mjög vel út. Ásett verð 320.000, TILBOÐ óskast. Verður að seljast strax. Uppl. í síma 659 9966. Toyota Corolla 1300 XLi '95, ek. 158 þús. Góður sjálfskiptur bíll sem hefur gengið í gegnum nokkra end- urnýjun. Er á góðum sumardekkjum og fylgir góður gangur af nagladekkj- um á felgum. Verð hugmynd 230 þús. Uppl. veitir Magnús í síma 660 3913. Til sölu Pajero Sport GLS diesel árg. 2000, ek. 152 þús. km, breyttur f. 35" dekk, er á 33" nýlegum dekkjum, dráttarkúla, skoðaður ´08, verð 1.590 þús. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma 694 8710. Bílar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna: „SUS harmar það aga- og ráð- deildarleysi forstöðumanna alltof margra ríkisstofnana, sem birtist í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs, og lýsir sér í því að þeir eyða meiru en þeim er heimilt samkvæmt fjár- lögum. Fram kemur í skýrslunni að fjárlög hafi mælt fyrir um 315,1 milljarðs útgjöld í fyrra en endanleg fjárheimild hækkaði um nálægt 12% og var 352 milljarðar. Þá eru dæmi um að stofnanir séu reknar með við- varandi og jafnvel vaxandi halla ár- um saman án þess að gripið sé í taumana. SUS krefst þess af for- stöðumönnum ríkisstofnana að þeir reki stofnanir sínar innan fjárheim- ilda og að ráðuneyti beiti ella þeim úrræðum sem að lögum eru tæk gagnvart þeim, svo sem áminningu eða lausn frá störfum. Þá áréttar SUS þá ábyrgð sem á ráðherrum og ráðuneytum hvílir gagnvart Alþingi að búa svo um hnúta að fjárlögum sé fylgt og að látið sé af því óásættan- lega umburðarlyndi sem ríkjandi hefur verið í stjórnkerfinu gagnvart brotum gegn þeim lögum.“ SUS harmar aga- og ráðdeildarleysi LJÓSIÐ og Hreyfing byrja nýtt námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og hefst það 3. sept- ember næstkomandi. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Í Ljósinu er fólk sem vill fara á almennar líkams- ræktarstöðvar til að byggja sig upp, en oft reynist erf- itt að stíga fyrsta skrefið. Þess vegna eru Ljósið og Hreyfing í samvinnu og er þetta annað námskeiðið sem farið er af stað með. Námskeiðið gengur út á uppbyggj- andi og styrkjandi æfingar undir leiðsögn Guðbjargar Finnsdóttur íþróttafræðings. „Þetta er kærkomin við- bót við þá starfsemi sem fyrir er og nú er boðið upp á í Ljósinu, en þar er starfsemi alla virka daga milli kl. 8- 16,“ segir í fréttatilkynningu. Hóparnir verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 13 í húsnæði Hreyfingar Faxafeni 14 en skráning í hóp- ana fer fram í Ljósinu í síma 561-3770.www.ljosid.org Leikfimi Ljósið og Hreyfing byrja nýtt námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Ljósið býður upp á námskeið í líkamsrækt Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.