Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 53

Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 53 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | 30. ágúst dagsferð um suðurströndina, Seljalandsfoss, Skógafoss, Dyrhólaey, Kerlingardalur og Vík í Mýrdal. Munið haustlitaferðina 21. september, allir eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 892 3011, Hannes. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Fyrirhuguð vetrardagskrá Gjábakka verður kynnt nk. fimmtudag kl. 14. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9- 16.30 er opið fólki á öllum aldri, m.a. tréútskurður, fjölbreytt handavinna, spilasalur o.m.fl. Þriðjud. 4. sept. hefst glerskurður, fimmtud. 6. sept. myndlist og föstud. 7. sept. er Breiðholtsdagur, fjölbreytt dagskrá og viðburðir í hverfinu, nánar kynnt síðar. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið opið öllum. Skrán- ing stendur yfir. Postulín, tölvur, ljóðagerð, klaustur, bókmenntir, magadans eða hvernig vilt þú sjá starfið í vetur? Hugmyndabankinn opin virka daga kl. 9-16. Haustfagnaður 29. ágúst. Ferð í Kjós 30. ágúst. S. 568 3132. Kirkjustarf Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíurannsókn fyrir börn og fullorðna kl. 10. Einnig boðið upp á um- ræðuhóp á ensku. Aðventkirkjan í Reykjavík | Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58, 3 hæð. Kristniboðsfélag karla verður með fjölbreytta dag- skrá á komandi vetri. Næsti fundur verður mánu- daginn 27. ágúst kl. 20. Skúli Svavarsson sér um Biblíulestur. Allir karlmenn velkomnir. Loftsalurinn, Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðþjónusta og biblíurannsókn kl. 11. 90ára afmæli. Í dag, 25.ágúst, er Sigríður Stefánsdóttir, Kópavogs- braut 83, níræð. Hún og eigin- maður hennar, Árni Jóhann- esson, dvelja nú í sumarhús- inu Sundi og taka þar á móti ættingjum og vinum frá kl. 14- 18 í dag. 80ára afmæli. Áttræðurer í dag Bent B. Jörg- ensen bifvélavirkjameistari, fyrrverandi verkstæðisfor- maður og rekstrarstjóri. Hann er ásamt fjölskyldu sinni að heiman. 50ára afmæli. Fyrirhálfri öld fæddist önd- vegiskonan Aðalbjörg Kol- finna Örlygsdóttir. Didda verður heima á afmælisdaginn og tekur á móti vinum og vandamönnum með bakkelsi, ást og hlýju. Brúðkaup | Gefin voru saman í hjónaband 11. ágúst síðast- liðinn af séra Írisi Kristjáns- dóttur í Hjallakirkju Kópa- vogi, Fríða Dendý Helgadótt- ir og Magnús Rúnar Magnús- son. Þau eru búsett í Reykja- vík. dagbók Í dag er laugardagur 25. ágúst, 237. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Hafnarfjörður á sér ríka sögu,langa og samfellda, en bær-inn hefur leikið lykilhlut-verk í verslunar- og útgerð- arsögu landsins. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar má fræðast um sögu þessa merkilega bæj- ar, eins og Björn Pétursson bæjar- minjavörður segir frá: „Byggðasafnið er að jafnaði með sex sýningar í gangi á hverjum tíma í þremur húsum safnsins, og eru sýningarnar bæði fjölbreyttar og skemmtilegar.“ „Aðalsýningarhús byggðasafnsins er Pakkhúsið að Vesturgötu 8. Þar er stærsta sýningin, um sögu Hafnar- fjarðar „Þannig var“, þar sem rakin er saga bæjarins frá landnámi til okkar daga. Í Pakkhúsinu er einnig sýning fyrir börnin, þar sem sýnd eru leikföng frá ýmsum tímum og sagt frá barna- menningu bæjarins, og loks er í forsal hússins sett upp ný sýning á hverju ári –að þessu sinni um sögu Egyptalands til forna sem sögð er með merkum munum úr eigu Þjóðminjasafnsins sem sumir eru rúmlega 4.000 ára gamlir,“ segir Björn. „Í Sívertsens-húsinu, sem er elsta hús Hafnarfjarðar og kennt við Bjarna Sívertsen, höfum við sett upp sýningu um Bjarna og áhrif hans á sögu bæjarins, og búið um húsið eins og tíðkaðist í íslenskum heldrimanna- húsum á 19. öld.“ Þriðja sýningarhús Byggðasafnsins er Siggubær, við Kirkjuveg 10: „Það er einn af síðustu bæjum Hafnarfjarðar, lítið hús sem varðveitt hefur verið sem heimili al- þýðufjölskyldu í upphafi 20. aldar. Hús- ið er kennt við Sigríði Erlendsdóttur sem ánafnið safninu húsið. Í skúr við Siggubæ er að finna sýningu um álfana í Hafnarfirði, en eins og kunnugt er búa álfar og huldufólk í hrauninu sem Hafnarfjarðarbær er byggður á.“ Byggðasafn Hafnarfjarðar er opið alla daga í sumar frá kl. 11 til 17, og á fimmtudögum er opið til 21. „Í húsum safnsins eru færir leiðsögumenn sem taka vel á móti gestum, leiða þá um sýningarnar á hverjum stað og fræða um það sem fyrir augu ber,“ bætir Björn við. Aðgangur að Byggðasafni Hafnar- fjarðar er ókeypis, en Glitnir er styrkt- araðili safnsins. Sjá nánar: www.hafnarfjordur.is/ byggdasafn. Saga | Sumarsýning Byggðasafns Hafnarfjarðar segir sögu Egyptalands Bæjarsaga í þremur húsum  Björn Pétursson fæddist í Hafnar- firði 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skólanum 1990 og B.A prófi í sagn- fræði frá HÍ 1994. Björn hóf störf hjá Byggðasafni Hafn- arfjarðar árið 1994, fyrst sem aðstoð- armaður forstöðumanns, en bæjar- minjavörður frá 1996. Hann ritaði sögu FH sem kom út 2006. Björn er kvæntur Sigrúnu Hafsteinsdóttur kennara og eiga þau tvö börn. Tónlist Íþróttahúsið Glerárskóla | Ópera Skagafjarðar ásamt Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands sýnir óperuna La Traviata á Akureyrarvöku 25. ágúst kl. 16. Miðaverð 3.000 kr. Stjórn- andi hljómsveitar Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikstjóri Guðrún Ásmundsdóttir. Listrænn stjórnandi Alexandra Chernyshova. Listagilið Akureyri | Kl. 21-22.30. AIM concerts stendur að útitónleikum með Samúel J. Samúelsson Big Band. Tón- leikarnir eru liður í Akureyrarvöku og er haldnir í samstarfi við Landsbankann og Akureyrarstofu. Myndlist DaLí gallerí | Þorsteinn Gíslason (Steini) sýnir bókverkið Fiskisögur í KomInn í DaLí Gallerí laugardaginn 25. ágúst frá kl. 20-24. Grafíksafn Íslands | Sýning Werner Schaub og Roswitha Josefine Pape. Opnun laugardaginn 25. ágúst kl. 16. Sýn- ingin stendur til 9. september, opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. HÉR sjást spænskir knapar ríða eftir ströndinni á klárum sínum. En nú stendur yfir hrossakapphlaup á þessari strönd sem er í bænum Sanlucar de Barrameda á Suður- Spáni. Það er líklega ekki leiðinlegt að vera á góðum og hrað- skreiðum gæðingi á slíkum skeiðvelli í góðu veðri. Samt þætti mörgum betra að vera á íslenskum töltara en þessu stóra spænska hrossi sem hossast nokkuð hast áfram. Spænskir knapar á fleygiferð Riðið á ströndinni Reuters FRÉTTIR Ekki bökuð Í MYNDATEXTA með greininni pítsubotninn er þurrkaður í átján tíma, sem birt var í blaðinu í gær, voru gerð þau mistök að jarðar- berjaterta er sögð bökuð. Svo er að sjálfsögðu ekki þar sem um hráfæði er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Dr. HOUCHANG Chehabi, prófess- or í alþjóðasamskiptum og sögu við Boston-háskóla, fjallar um stjórn- arfar í íslamska lýðveldinu Íran í opnum fyrirlestri á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum leitar Chehabi svara við því hvort kjör Mahmouds Ahmadinejads í embætti forseta Ír- ans hafi haft einhver áhrif á stefnu íranska ríkisins. Að auki drepur hann stuttlega á kjarnorkupró- gramm Írans. Houchang Chehabi er prófessor í alþjóðasamskiptum og sögu við Boston-háskóla. Prófessor Chehabi hefur einnig kennt við Harvard, Oxford og UCLA, auk þess að vera handhafi bæði Alexander von Hum- boldt og Woodrow Wilson styrkja. Chehabi er menntaður í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann hefur gefið út bækurnar Iranian Politics and Religious Modernism: The Liberation Movement of Iran under the Shah and Khomeini (1990) og Distant Relations: Iran and Leb- anon in the Last 500 Years (2006) og hefur skrifað fjölda greina á sviði alþjóðastjórnmála, með áherslu á írönsk stjórnmál. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hann verður á ensku, fer fram í Árnagarði, stofu 311, og hefst kl. 12.10 á mánudag, 27. ágúst. Írönsk stjórn- mál á tímum Ahmadinejads STJÓRN VG í Hafnarfirði hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjórn Vinstri grænna í Hafnar- firði gerir alvarlegar athugasemdir við þær aðferðir sem meirihlutinn í Hafnarfirði beitir við skipulagsmál miðbæjarins. Auk þess er lýst and- stöðu við svo veigamikla breytingu sem felst í fyrirliggjandi auglýsingu bæjaryfirvalda að skipulagi miðbæj- arins við Strandgötu 26-30. Meirihlutinn fer fram með breyt- ingartillögu um stærri byggingu en gert er ráð fyrir í gildandi aðal- skipulagi, en það felst í tillögu um aukið byggingarmagn á fermetra. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna aukinnar umferðar og í engu var leitað álits eða umsagnar hjá þeim sem komu að uppbyggingu gildandi miðbæjarskipulags. Með þessu var hundsað samráð við íbúa umfram það sem gert er ráð fyrir í lögum auk þess sem í engu er tekið tillit til neinnar stefnu um heildaryfirbragð miðbæjarins um hvort þar eigi að vera lágreist byggð eða safn hárra bygginga, enda virð- ist metnaður meirihlutans ekki liggja til þess að vinna slíka stefnu- mótun í sátt við íbúana. Stjórn VG lýsir yfir fullum stuðn- ingi við afstöðu bæjarfulltrúa VG við afgreiðslu málsins á fundi bæjar- stjórnar 12. júní síðastliðnum þar sem fulltrúi VG greiddi atkvæði gegn því að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Strandgötu 26 – 30 og bókaði ástæð- ur afstöðunnar.“ Segja samráð við íbúana hundsað Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.