Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 53 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Ferðaklúbbur eldri borgara | 30. ágúst dagsferð um suðurströndina, Seljalandsfoss, Skógafoss, Dyrhólaey, Kerlingardalur og Vík í Mýrdal. Munið haustlitaferðina 21. september, allir eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 892 3011, Hannes. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Fyrirhuguð vetrardagskrá Gjábakka verður kynnt nk. fimmtudag kl. 14. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9- 16.30 er opið fólki á öllum aldri, m.a. tréútskurður, fjölbreytt handavinna, spilasalur o.m.fl. Þriðjud. 4. sept. hefst glerskurður, fimmtud. 6. sept. myndlist og föstud. 7. sept. er Breiðholtsdagur, fjölbreytt dagskrá og viðburðir í hverfinu, nánar kynnt síðar. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið opið öllum. Skrán- ing stendur yfir. Postulín, tölvur, ljóðagerð, klaustur, bókmenntir, magadans eða hvernig vilt þú sjá starfið í vetur? Hugmyndabankinn opin virka daga kl. 9-16. Haustfagnaður 29. ágúst. Ferð í Kjós 30. ágúst. S. 568 3132. Kirkjustarf Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíurannsókn fyrir börn og fullorðna kl. 10. Einnig boðið upp á um- ræðuhóp á ensku. Aðventkirkjan í Reykjavík | Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58, 3 hæð. Kristniboðsfélag karla verður með fjölbreytta dag- skrá á komandi vetri. Næsti fundur verður mánu- daginn 27. ágúst kl. 20. Skúli Svavarsson sér um Biblíulestur. Allir karlmenn velkomnir. Loftsalurinn, Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðþjónusta og biblíurannsókn kl. 11. 90ára afmæli. Í dag, 25.ágúst, er Sigríður Stefánsdóttir, Kópavogs- braut 83, níræð. Hún og eigin- maður hennar, Árni Jóhann- esson, dvelja nú í sumarhús- inu Sundi og taka þar á móti ættingjum og vinum frá kl. 14- 18 í dag. 80ára afmæli. Áttræðurer í dag Bent B. Jörg- ensen bifvélavirkjameistari, fyrrverandi verkstæðisfor- maður og rekstrarstjóri. Hann er ásamt fjölskyldu sinni að heiman. 50ára afmæli. Fyrirhálfri öld fæddist önd- vegiskonan Aðalbjörg Kol- finna Örlygsdóttir. Didda verður heima á afmælisdaginn og tekur á móti vinum og vandamönnum með bakkelsi, ást og hlýju. Brúðkaup | Gefin voru saman í hjónaband 11. ágúst síðast- liðinn af séra Írisi Kristjáns- dóttur í Hjallakirkju Kópa- vogi, Fríða Dendý Helgadótt- ir og Magnús Rúnar Magnús- son. Þau eru búsett í Reykja- vík. dagbók Í dag er laugardagur 25. ágúst, 237. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Hafnarfjörður á sér ríka sögu,langa og samfellda, en bær-inn hefur leikið lykilhlut-verk í verslunar- og útgerð- arsögu landsins. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar má fræðast um sögu þessa merkilega bæj- ar, eins og Björn Pétursson bæjar- minjavörður segir frá: „Byggðasafnið er að jafnaði með sex sýningar í gangi á hverjum tíma í þremur húsum safnsins, og eru sýningarnar bæði fjölbreyttar og skemmtilegar.“ „Aðalsýningarhús byggðasafnsins er Pakkhúsið að Vesturgötu 8. Þar er stærsta sýningin, um sögu Hafnar- fjarðar „Þannig var“, þar sem rakin er saga bæjarins frá landnámi til okkar daga. Í Pakkhúsinu er einnig sýning fyrir börnin, þar sem sýnd eru leikföng frá ýmsum tímum og sagt frá barna- menningu bæjarins, og loks er í forsal hússins sett upp ný sýning á hverju ári –að þessu sinni um sögu Egyptalands til forna sem sögð er með merkum munum úr eigu Þjóðminjasafnsins sem sumir eru rúmlega 4.000 ára gamlir,“ segir Björn. „Í Sívertsens-húsinu, sem er elsta hús Hafnarfjarðar og kennt við Bjarna Sívertsen, höfum við sett upp sýningu um Bjarna og áhrif hans á sögu bæjarins, og búið um húsið eins og tíðkaðist í íslenskum heldrimanna- húsum á 19. öld.“ Þriðja sýningarhús Byggðasafnsins er Siggubær, við Kirkjuveg 10: „Það er einn af síðustu bæjum Hafnarfjarðar, lítið hús sem varðveitt hefur verið sem heimili al- þýðufjölskyldu í upphafi 20. aldar. Hús- ið er kennt við Sigríði Erlendsdóttur sem ánafnið safninu húsið. Í skúr við Siggubæ er að finna sýningu um álfana í Hafnarfirði, en eins og kunnugt er búa álfar og huldufólk í hrauninu sem Hafnarfjarðarbær er byggður á.“ Byggðasafn Hafnarfjarðar er opið alla daga í sumar frá kl. 11 til 17, og á fimmtudögum er opið til 21. „Í húsum safnsins eru færir leiðsögumenn sem taka vel á móti gestum, leiða þá um sýningarnar á hverjum stað og fræða um það sem fyrir augu ber,“ bætir Björn við. Aðgangur að Byggðasafni Hafnar- fjarðar er ókeypis, en Glitnir er styrkt- araðili safnsins. Sjá nánar: www.hafnarfjordur.is/ byggdasafn. Saga | Sumarsýning Byggðasafns Hafnarfjarðar segir sögu Egyptalands Bæjarsaga í þremur húsum  Björn Pétursson fæddist í Hafnar- firði 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skólanum 1990 og B.A prófi í sagn- fræði frá HÍ 1994. Björn hóf störf hjá Byggðasafni Hafn- arfjarðar árið 1994, fyrst sem aðstoð- armaður forstöðumanns, en bæjar- minjavörður frá 1996. Hann ritaði sögu FH sem kom út 2006. Björn er kvæntur Sigrúnu Hafsteinsdóttur kennara og eiga þau tvö börn. Tónlist Íþróttahúsið Glerárskóla | Ópera Skagafjarðar ásamt Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands sýnir óperuna La Traviata á Akureyrarvöku 25. ágúst kl. 16. Miðaverð 3.000 kr. Stjórn- andi hljómsveitar Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikstjóri Guðrún Ásmundsdóttir. Listrænn stjórnandi Alexandra Chernyshova. Listagilið Akureyri | Kl. 21-22.30. AIM concerts stendur að útitónleikum með Samúel J. Samúelsson Big Band. Tón- leikarnir eru liður í Akureyrarvöku og er haldnir í samstarfi við Landsbankann og Akureyrarstofu. Myndlist DaLí gallerí | Þorsteinn Gíslason (Steini) sýnir bókverkið Fiskisögur í KomInn í DaLí Gallerí laugardaginn 25. ágúst frá kl. 20-24. Grafíksafn Íslands | Sýning Werner Schaub og Roswitha Josefine Pape. Opnun laugardaginn 25. ágúst kl. 16. Sýn- ingin stendur til 9. september, opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. HÉR sjást spænskir knapar ríða eftir ströndinni á klárum sínum. En nú stendur yfir hrossakapphlaup á þessari strönd sem er í bænum Sanlucar de Barrameda á Suður- Spáni. Það er líklega ekki leiðinlegt að vera á góðum og hrað- skreiðum gæðingi á slíkum skeiðvelli í góðu veðri. Samt þætti mörgum betra að vera á íslenskum töltara en þessu stóra spænska hrossi sem hossast nokkuð hast áfram. Spænskir knapar á fleygiferð Riðið á ströndinni Reuters FRÉTTIR Ekki bökuð Í MYNDATEXTA með greininni pítsubotninn er þurrkaður í átján tíma, sem birt var í blaðinu í gær, voru gerð þau mistök að jarðar- berjaterta er sögð bökuð. Svo er að sjálfsögðu ekki þar sem um hráfæði er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Dr. HOUCHANG Chehabi, prófess- or í alþjóðasamskiptum og sögu við Boston-háskóla, fjallar um stjórn- arfar í íslamska lýðveldinu Íran í opnum fyrirlestri á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum leitar Chehabi svara við því hvort kjör Mahmouds Ahmadinejads í embætti forseta Ír- ans hafi haft einhver áhrif á stefnu íranska ríkisins. Að auki drepur hann stuttlega á kjarnorkupró- gramm Írans. Houchang Chehabi er prófessor í alþjóðasamskiptum og sögu við Boston-háskóla. Prófessor Chehabi hefur einnig kennt við Harvard, Oxford og UCLA, auk þess að vera handhafi bæði Alexander von Hum- boldt og Woodrow Wilson styrkja. Chehabi er menntaður í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann hefur gefið út bækurnar Iranian Politics and Religious Modernism: The Liberation Movement of Iran under the Shah and Khomeini (1990) og Distant Relations: Iran and Leb- anon in the Last 500 Years (2006) og hefur skrifað fjölda greina á sviði alþjóðastjórnmála, með áherslu á írönsk stjórnmál. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hann verður á ensku, fer fram í Árnagarði, stofu 311, og hefst kl. 12.10 á mánudag, 27. ágúst. Írönsk stjórn- mál á tímum Ahmadinejads STJÓRN VG í Hafnarfirði hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjórn Vinstri grænna í Hafnar- firði gerir alvarlegar athugasemdir við þær aðferðir sem meirihlutinn í Hafnarfirði beitir við skipulagsmál miðbæjarins. Auk þess er lýst and- stöðu við svo veigamikla breytingu sem felst í fyrirliggjandi auglýsingu bæjaryfirvalda að skipulagi miðbæj- arins við Strandgötu 26-30. Meirihlutinn fer fram með breyt- ingartillögu um stærri byggingu en gert er ráð fyrir í gildandi aðal- skipulagi, en það felst í tillögu um aukið byggingarmagn á fermetra. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna aukinnar umferðar og í engu var leitað álits eða umsagnar hjá þeim sem komu að uppbyggingu gildandi miðbæjarskipulags. Með þessu var hundsað samráð við íbúa umfram það sem gert er ráð fyrir í lögum auk þess sem í engu er tekið tillit til neinnar stefnu um heildaryfirbragð miðbæjarins um hvort þar eigi að vera lágreist byggð eða safn hárra bygginga, enda virð- ist metnaður meirihlutans ekki liggja til þess að vinna slíka stefnu- mótun í sátt við íbúana. Stjórn VG lýsir yfir fullum stuðn- ingi við afstöðu bæjarfulltrúa VG við afgreiðslu málsins á fundi bæjar- stjórnar 12. júní síðastliðnum þar sem fulltrúi VG greiddi atkvæði gegn því að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Strandgötu 26 – 30 og bókaði ástæð- ur afstöðunnar.“ Segja samráð við íbúana hundsað Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.