Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
EKKI
KREMJA
MIG
BÍDDU...
SAGÐIR ÞÚ,
„EKKI“?
ÉG HELD
AÐ ÞAÐ
SKIPTI NÚ
EKKI MIKLU
MÁLI NÚNA,
ER ÞAÐ?
ÉG ÆTLA
AÐ STELA
HÖFNINNI OG
VERÐA HETJA
ÉG FER
EKKI FET
VERÐ AÐ VERA TILBÚINN...
HÉR KEM ÉG... EKKI VERA
SKRÆFA... NÚNA...
AF STAÐ MEÐ ÞIG... NÚNA...
HLAUPTU... EKKI VERA
SKRÆFA... HLAUPTU BARA
SJÁÐU ALLA
HEIMAVINNUNA
SEM ÉG ÞARF
AÐ GERA!
MIG LANGAR EKKI AÐ
KLÁRA ALLT ÞETTA RUSL!
MIG LANGAR ÚT AÐ LEIKA!
ÉG NENNI
EKKI AÐ LÆRA
AÐ TAKA
ÁBYRGÐ STRAX
MENNIRNIR
VILJA VITA AF
HVERJU ÞEIR
ÞURFA AÐ VERA
ÚTI Í ÞESSUM
STORMI
ÞAÐ ER VEGNA
ÞESS AÐ VIÐ
ÆTLUM AÐ FARA
SEM STORMUR
UM ÞENNAN
KASTALA!
EHH... ÉG HELD AÐ
ÞÚ ÆTTIR AÐ SEGJA
ÞEIM ÞETTA
GRÍMUR!
STÓÐST ÞÚ
FYRIR
ÞESSU?!?
ÉG GET EKKI TJÁÐ MIG
UM MÁLIÐ ÞAR SEM ÞAÐ
ER ENN Í RANNSÓKN
ÆTLAR ÞÚ EKKI
AÐ KLÆÐA ÞIG?
ÉG ÞARF EKKERT
AÐ DRÍFA MIG. ÉG
BYRJA AÐ VINNA
HEIMA Í DAG
NÚNA GET ÉG NOTAÐ
ÞANN TÍMA SEM ÉG HEFÐI
ANNARS EYTT Í AÐ KEYRA Í
VINNUNA Í AÐ SLAPPA AF
OG LESA BLAÐIÐ
ADDA? MIKIÐ KEMUR
ÞÚ SNEMMA...
ÞANNIG
AÐ ÞÚ ERT
HETJA
DAGSINS
NEI, ÉG
KOM BARA
Á SÍÐUSTU
STUNDU
HANN ER SÁ SEM FANN
VATNSPÍPURNAR Í TÆKA TÍÐ!
HANN ER KANNSKI EKKI
KÓNGULÓARMAÐURINN EN
HANN ER SAMT HETJA!
dagbók|velvakandi
Unglingar og sóðaskapur
í Reykjavík
ÉG ER ungur maður sem býr í
Reykjavík. Stundum þarf ég að
skreppa út í búð á kvöldin eftir
mjólkurpotti eða morgunkorni. Þeg-
ar ég kem að búðinni sem er í hverf-
inu standa um 15-20 unglingar,
kannski 13-14 ára, saman í hóp fyrir
utan búðina. Mjög oft hef ég lent í að
vera beðinn um að kaupa sígarettur
fyrir þau eða beðinn um hundrað
krónur fyrir mat. Að sjálfsögðu segi
ég alltaf nei. Það þarf því ekki að
sæta undrum að ég er byrjaður að
forðast búðir þar sem hópur ung-
linga stendur. Hvernig er það eigin-
lega með tómstundir og annað hjá
þessum krökkum? Er virkilega ekk-
ert annað í boði fyrir þessa krakka
en að hanga úti í sjoppu að reykja og
drekka gos? Og annað, hvar eru for-
eldrarnir? Annað sem fer rosalega í
taugarnar á mér er að sjá fullorðið
fólk ganga sóðalega um. Það gerist
alltof oft þegar ég er að keyra að sá
sem er í bílnum á undan mér hendir
einhverju út um gluggann, allt frá
tyggjóklessu og sígarettustubb upp í
pappírsrusl af heilli skyndimáltíð.
Hvað er að gerast með fólk í dag?
Kann enginn að bera virðingu fyrir
umhverfinu? Sama með eigur ann-
arra. Það virðist gerast alltof oft að
fólk skelli utan í hurðir á bílum sem
aðrir eiga eða keyri utan í þá, kæri
sig kollótt um og keyri í burtu. Hvað
er eiginlega að gerast? Skipta eigur
náungans engu máli lengur?
Íbúi Reykjavíkur, fæddur ’83.
Optical Studio
ÉG VIL koma á framfæri þökkum
fyrir góða þjónustu hjá Optical Stud-
io, bæði í Smáralind og á Keflavíkur-
flugvelli.
Maðurinn minn keypti fyrst gler-
augu og fékk frábæra þjónustu og
sjóngler í sólgleraugu með. Ég fékk
linsur sem prufulinsur og þurfti ekki
að borga fyrir þær. Svo fékk ég sól-
gleraugu með sjóngleri en var of
sein til að fá þau á Keflavíkurflug-
velli þegar ég fór til útlanda. En ég
fékk þau þegar ég kom heim úr
ferðalagi. Fluginu seinkaði hins veg-
ar, en þá beið maður eftir mér til að
afhenda gleraugun
Þetta kalla ég einstaka þjónustu.
Jóhanna.
Er Bónusskór lokuð?
ÉG HEF ítrekað reynt að versla í
skóversluninni Bónusskóm á
Hverfisgötunni en á dyrunum hefur
staðið „Lokað í dag“ í langan tíma.
Ég vil beina þeirri spurningu til að-
standenda verslunarinnar hvort
þessi búð sé hætt?
Viðskiptavinur.
Týnd úr
SVART karlmannstölvuúr tapaðist
við Ofanleiti í Reykjavík laugadag-
inn 11. ágúst. Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma 865 4583.
Kvenúr tapaðist
KVENÚR tapaðist 18. ágúst, Menn-
ingarnótt, sennilega í Lækjargötu
eða á túninu þar sem Latabæjar-
hlaupið fór fram. Úrið er með ílangri
skífu og svartri ól. Finnandi vinsam-
legast hafi samband í síma 694 4590.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
FRÉTTIR
VARMÁRSAMTÖKIN, íbúa- og
umhverfissamtök í Mosfellsbæ,
standa fyrir útimarkaði í Álafoss-
kvos í tengslum við bæjarhátíðina
Í túninu heima, í dag, laugardag,
25. ágúst , kl. 12-16.
Samtökin stóðu fyrir útimark-
aði í fyrra sem heppnaðist afar
vel. Fór aðsóknin fram úr björt-
ustu vonum en talið er að hátt í
5000 manns hafi komið á svæðið,
segir í fréttatilkynningu. Mark-
aðurinn verður með svipuðu sniði
og í fyrra. Að þessu sinni verður
þó sérstök áhersla lögð á mat-
vöru, svo sem lífrænt ræktað
grænmeti, kartöflur, allar teg-
undir tómata, söl, vestfirskan
harðfisk, heimagerðar sultur og
mauk o.fl., o.fl. Blóm og handverk
verður til sýnis og sölu og kaffi-
hús opið í Ásgarði þar sem boðið
verður upp á gómsætar veitingar
og lifandi tónlist.
Útimarkaður
Varmársamtakanna
MIKILL úrhellir gekk yfir höfuðborgina fyrir helgi. Ljósmyndari flúði inn
í verslunina Vísi á Laugaveginum þar sem hann smellti af þessari mynd.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Úrhellir