Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 56
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að launa honum [...], þetta er vöru- merki upp á hundruð milljóna … 58 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er mjög persónuleg plata og ég er mjög stoltur af henni. Hún er eins og þeir segja, „labor of love“,“ segir Magni Ásgeirsson um sína nýjustu plötu sem heitir einfaldlega Magni og kom út eftir verslunarmannahelgina. Platan var að mestu tekin upp í Danmörku sem Magni segir hafa verið skemmtilega reynslu. „Við unnum bara eins og skepnur og borðuðum smörrebröd,“ segir hann og hlær. Á plötunni má finna 13 lög, 11 frumsamin og tvær ábreiður. „Sumir vildu taka þetta sem menn kalla „karókí-pakka“ sem sumir íslenskir söngv- arar hafa lent í, með fullri virðingu fyrir þeim. Ég hefði alveg eins getað tekið lögin úr Rock Star-þáttunum, og það var jafnvel verið að biðja mig um það. Við vorum alveg að hugsa um að taka fleiri cover-lög en svo kom einhver lista- maður upp í manni, og það gekk vel að semja, þannig að við ákváðum að fara metnaðarfyllri leið,“ segir Magni og bætir við að aldrei hafi komið til greina að gera plötuna með Á móti sól. „Ég vildi hafa alræði. Þetta átti að vera sóló- plata og hana vildi ég ekki gera með hljómsveit- inni minni.“ Í ónáð hjá gagnrýnendum Nýja platan er sú mest selda á Íslandi í dag og fyrsta lag hennar, „If I Promised You The World“, er það vinsælasta. „Já, það er skrítið maður. Ég bjóst ekki við þessu, en ég er nú fremur lítillátur og feiminn sveitastrákur og hefði verið ánægður með einhver þúsund seld eintök,“ segir Magni, sem gerir sér þó fulla grein fyrir vinsældum sínum. „Ég sá til dæmis frétt um það í blaði um daginn að ég hefði farið í bíó. Það er skrítið.“ Þótt Magni sé gríðarlega vinsæll meðal þjóð- arinnar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá gagnrýnendum í gegnum tíðina. „Það hefur allt- af verið skítkast út í sveitir á borð við Á móti sól, Skítamóral og Írafár,“ segir hann. „Rock Star-liðið hélt til dæmis tónleika í Laugardals- höll, það mættu 14.000 manns á tvenna tónleika og það er enn verið að tala um hvað það hafi ver- ið gaman. En síðan birtist dómur í Mogganum þar sem eiginlega ekkert var talað um tónlistina yfir höfuð, en hins vegar var hraunað yfir fólkið í salnum fyrir að mæta á svona samkomu og horfa á brotna drauma sína uppi á sviði og eitt- hvert svona helvítis kjaftæði. Þetta var þá ein- hver skápafýlu-einstaklingur á Mogganum sem ákvað að taka einhvern annan pól í hæðina sem kom tónleikunum ekkert við,“ segir Magni. „Þú getur ekki gagnrýnt tónlist, það er svo einfalt. Ef einhver gefur út plötu og hún er fölsk er alveg hægt að gagnrýna það en að einn mað- ur sitji í einhverju hásæti og ákveði hvort ein- hver tónlist sé góð eða ekki er algjört helvítis kjaftæði. Og í hvert skipti sem hreytt er ónotum í hljómsveitir sem ná gullsölu á Íslandi er verið að segja við þessa fimm til sjö þúsund manns sem keyptu plötuna; „þið eruð hálfvitar“, bara af því að einhverjum skápaeinstaklingi sem hlustar á Tom Waits fannst hún leiðinleg.“ Magni hefur nú þegar haldið óformlega út- gáfutónleika á Borgarfirði eystri og í Skífunni við Laugaveg en hann telur töluverðar líkur á stærri útgáfutónleikum áður en langt um líður. Vinsælastur á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Að slá í gegn „Ég bjóst ekki við þessu, en ég er nú fremur lítillátur og feiminn sveitastrákur.“ Magni Ásgeirsson á mest seldu plötu landsins og vinsælasta lagið um leið www.myspace.com/magnirocks að fyrir sér hafi það verið eðlilegt samstarf enda séu þeir bestu vinir og tali saman daglega. Þeir hafa líka spilað saman opinberlega tvisv- ar, flutt tónlist af plötunni sem heppnaðist „fáránlega vel“, eins og hann orðar það. Þeir eru líka að spila saman í kvöld úti í Flatey, eins og getið er, útgáfutónleikana. „Product 8 hitar upp fyrir okkur, Snorri Ásmundsson verður með myndlistargjörning og svo ætla For Tunes að spila, en það eru þær Rósa Birgitta Ísfeld og Tanya Pollock. Það verður fullt af liði í Flatey og þetta verður örugglega skemmti- legt.“ Þeir sem ekki hafa nennu til að fara vestur geta svo séð sveitina á Sirkus 5. september næstkom- andi, en einnig hyggjast þeir feðgar spila á Airwaves í október. í mig og var á leið út í Flatey. Við hittumst svo til að bera saman bæk- ur okkar og skoða ljósmyndir úr ferðunum og þær kveiktu með okk- ur þá hugmynd að gera plötu sem byggjast myndi á andanum í þeim.“ Bestu vinir Vinna hófst svo við skífuna fyrir um ári, þeir settum saman hug- myndir og fóru síðan út í Flatey þar sem grunnar að henni voru teknir upp. Lögin voru svo unnin frekar í vetur og þá bættust líka við lög. Pan segir að platan sé hugsuð sem samfellt ferðalag og þannig upp byggð, lögin tengd saman, og að best sé að hlusta á hana sem heild, lífræna heild. Það er ekki algengt að feðgar séu saman í hljómsveit en Pan segir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is PAN Thorarensen hefur verið af- kastamikill undanfarin ár, sent frá sér sólóskífur undir ýmsum nöfnum og tekið þátt í fjölda samstarfsverk- efna. Eitt af þeim verkefnum er raf- tónlistartvíeykið Stereo Hypnosis sem hann rekur í samstarfi við Ósk- ar föður sinn, sem er fyrrverandi liðsmaður Inferno 5. Sú sveit hefur lokið við sína fyrstu breiðskífu, Pa- rallel Island, sem kom út í vikunni, en útgáfutónleikar skífunnar eru í Flatey í kvöld. Pan segir að kveikjan að plötunni hafi eiginlega verið tilviljun. „Ég fór út í Flatey síðasta vor og var með konunni á siglingu með Baldri á leiðinni heim þegar pabbi hringdi Feðgar í Flatey Feðgar Óskar og Pan Thorarensen bjóða til raftónlistarveislu í Flatey.  Nýtt blað fyrir ungt fólk mun líta dagsins ljós í september. Blaðið hefur fengið nafnið Monitor og mun koma út mánaðarlega. Því verður dreift í skólum, verslunum og á öðr- um fjölförnum stöðum. Ritstjóri nýja blaðsins verður Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus en Birgir er nýkominn heim frá Lundúnum þar sem hann vann að eigin tónlist og skrifaði tónlistargagnrýni fyrir Fréttablaðið. Í blaðinu verður fjallað um ís- lenska poppmenningu í víðum skilningi. Nánari upplýsingar um blaðið eru á www.blog.monitor.is Biggi í Maus ritstýrir blaði fyrir ungt fólk  Bubbi Mort- hens kom fram einn með kassa- gítarinn á tón- leikunum miklu á Laugardalsvell um daginn og var í miklu stuði. Það stuð skilar sér væntanlega rafmagnað á plötu sem hann hefur í hyggju að hljóð- rita en með honum á skífunni verða þeir Jakob Smári Magnússon bassa- leikari, Pétur Hallgrímsson gít- arleikari og Arnar Geir Ómarsson trommuleikari. Þeir hafa allir unn- ið með Bubba áður. Af lögum verð- ur nóg, enda á Bubbi víst lög á tvær plötur hið minnsta. Ekki er alveg ljóst hvenær von er á plötunni en Bubba-aðdáendur ættu ekki að þurfa að bíða fram yfir jól. Þá hefur Bubbi einnig í smíðum plötu þar sem heljarinnar blás- arasveit kemur við sögu en það ku víst vera gamall draumur Bubba að gera slíka plötu. Ný plata væntanleg frá Bubba Morthens
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.