Morgunblaðið - 25.08.2007, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 57
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is
Miðapantanir í síma: 437-1600
Menningargnægð
Norræna húsið
18. – 26. ágúst 2007
Laugardagur 25. ágúst
Glerskáli:
Norræna húsið:
Listsýningar alla daga á
meðan á hátíðinni stendur:
Hönnunarsýning frá
Álandseyjum
Ljósmyndasýning um
arkitektúr
Ljósmyndasýning
Rebekku Guðleisfdóttur
Global Village Heimsþorp
“Sköpun úr rusli” og
ljósmyndasýning
Vinnuskóla Reykjavíkur
Sýning á verkum
leikskólabarna
Danssýningar:
kl. 13:00 – 18:00
Kl. 13:00 Sverðdans,
Unnur Guðjónsdóttir
Kl. 13:00
Flamencoskóli fyrir börn
Kl. 14:00 Samsuðan og Co
sýna dansverkið
Hundaheppni
Kl. 14:45
Flamencoskóli fyrir börn
Kl. 16:00 Flamencodans
Minerva Iglesias
Kl. 18:00
Nýtt dansverk eftir
Helenu Jónsdóttur
Tónleikar:
Kl. 17:00 KatiMatti
Kl. 20:00
Elín Eyþórsdóttir
Kl. 21:00 Megas
Kl. 22:30 Minä Rakastan
Sinua Elvis
Kl. 14:00 og 16:00
Leiðsögn um Norræna
húsið með Guju Dögg
arkitekt
Kl. 14:00 Lavaland,
verkstæði fyrir unglinga
Kl. 15:00
Norræn matargerð
Kl. 18:00 Med andra ord
Sirkussýning
www.nordice.is www.reyfi.is
LÍK Í ÓSKILUM
Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps.
Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20
LADDI 6-TUGUR
Í kvöld kl. 20 upps. Sun 2/9 kl. 20
Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20
Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20
Mið 26/9 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20
Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20
KILLER JOE
Í samstarfi við Skámána
Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20
DAGUR VONAR
Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20
Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20
Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is
2007–2008
Óvitar!
Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin!
Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT
Áskriftarkortasala hafin!
Vertu með!
Sunnud. 16/9 kl. 20
Fimmtud. 20/9 kl. 20
Föstud. 21/9 kl. 20
Laugard. 22/9 kl. 20
Fimmtud. 27/9 kl. 20
Föstud. 28/9 kl. 20
Laugard. 29/9 kl. 20
4 600 200
leikfelag.is
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
ÍSLENSKI dansflokkurinn verður
kvikur á komandi starfsári, setur
meðal annars upp fjögur metn-
aðarfull verk, eflir samstarf við
Norðurlöndin og bryddar uppá hin-
um og þessum uppátækjum. Þegar
Katrín Hall, listrænn stjórnandi
flokksins, er innt eftir rauðum
þræði í fyrirhuguðum sýningum,
kveður hún erfitt að negla slíkt nið-
ur, en segir engu að síður: „Þetta
lítur reyndar afar „norrænt“ út, þó
svo að það sé kannski ekki með ráð-
um gert.“
Í morg horn að líta
„Við þurfum auðvitað að sinna
svo mörgum þáttum sem eini dans-
flokkurinn hérlendis, tökum því að
okkur mörg ólík hlutverk. Ég hef
þannig lagt upp með það að við tök-
um meiri áhættu á haustsýningunni
okkar; þar er meira um þreifingar,
oft frumraunir, gjarnan íslensk
verk, framsæknir listamenn ...
Febrúarsýningarnar okkar eru
gjarnan á stóra sviði Borgarleik-
hússins, eru umfangsmeiri og á
stundum aðgengilegri óvönum
dansáhorfendum enda oft velþekkt-
ir danshöfundar sem starfa með
okkur.“
Þegar fjölskyldusýningar flokks-
ins berast í tal, segir Katrín „Þær
hafa gengið mjög vel. Við sinnum
einnig því hlutverki að kynna þessa
listgrein, landi og þjóð, ungu börn-
unum okkar og nýrri kynslóð. Börn
12 ára og yngri fá frítt inn, og svo
fá 13–16 ára miðann á hálfvirði.“
Danssmiðjur og dansstrákar
„Danssmiðjan okkar virkar svo
sem tilraunamiðstöð fyrir unga
danshöfunda. Okkur finnst mjög
mikilvægt að ungir danshöfundar fái
tækifæri – fleiri en eitt, tvö og þrjú.
Það er mikilvægt að fá að spreyta
sig og einnig afar þarft að mega
gera mistök.“
Katrín telur svokallað „stráka-
verkefni“ dansflokksins mikið og
þarft innlegg. „Við höfum verið í
samstarfi við grunnskóla,“ segir
hún, „Áhugasamir nemendur í 9. og
10. bekk geta skráð sig á námskeið,
og svo gefum við sirka þrjá daga
þar sem nemendur vinna með karl-
dönsurum flokkins. Þeir í samein-
ingu búa svo til smá efni, moða úr
því sem við gefum þeim og því sem
þeir hafa til að bera, því allir hafa
dans í sér – allir eru dansarar.“
Samstarf ÍD og norska nútíma-
danshópsins Carte Blanche undir
stjórn Inu Christel Johannessen
hlýtur svo að vekja eftirtekt. „Ég
held ég þori að fullyrða að svona
hefur sjaldan eða aldrei verið gert
áður á Norðurlöndum að tveir full-
skipaðir dansflokkar sameinaðir
stígi á svið,“ segir Katrín, en næst-
um 30 stykki munu pípóla lipurlega
eftir fjölunum.
Katrín er einnig ánægð með
framhald Dansleikhúss LR og ID,
en það varð til í kjölfar hinnar ár-
legu dansleikhússamkeppni Leik-
félags Reykjavíkur og ÍD.
„Fyrir utan allt þetta erum við að
undirbúa gríðarlega stórt og um-
fangsmikið norrænt og balkneskt
verkefni sem ber nafnið „Keðja“, og
hlaut styrk frá Evrópusambandinu.
Það hefst núna 2007 og lýkur svo
2010. “ 500 dansarar, 300 kennarar
og 300 stjórnendur, auk annarra,
koma að verkefninu, en haldnir
verða listviðburðir, vinnu- og mál-
stofur í 6 löndum. „Þetta er gríð-
arlega spennandi,“ segir Katrín, og
greinilegt að íslenskum dönsurum
þarf ekki að leiðast á næstunni.
Allir eru dansarar
Farið yfir starfsár
Íslenska dans-
flokksins 2007-2008
Morgunblaðið/Golli
Fimlega svífa þeir Íslenski dansflokkurinn verður á fullum farti á komandi starfsári.
Katrín Hall Talar af miklum fjálg-
leika um væntanleg ævintýri
dansaranna.
FRUMSÝNING Íslenska dans-
flokksins í ár nefnist Opnar víddir,
og verður sýnd 9. september á nýja
sviði Borgarleikhússins. Verkið er
tvíþætt; annarsvegar nútímadans
sem nefnist „Til nýrra vídda“,
hinsvegar dansleikhúsið „Open So-
urce“ eftir Helenu Jónsdóttur. „Til
nýrra vídda“ er samstarfsverkefni
Íd og hinna frönsku Serge Ricci og
Fabien Almakiewicz, en verkið
varð til í kjölfar samstarfs lista-
mannanna á frönsku listavori
2007. „Open Source“ er svo aftur
hugleiðing um hinar óþrjótandi
uppsprettur í lífinu, og það hvern-
ig við getum komið hugmyndum
okkar og viðhorfum til skila.
Í október verður svo fjöl-
skyldusýning með brotum úr ýms-
um verkum sem vel þykja henta
ungum sem öldnum. Verður sýnt á
Akureyri og í Reykjavík.
Þá leggur flokkurinn land undir
fót og heldur í sýningarferðir út-
fyrir landsteinana, en slíkar ferðir
hafa aukið hróður íslenskrar
menningar undanfarin ár. Að
þessu sinni liggur leið til Banda-
ríkjanna, Frakklands, Hollands,
Noregs og Belgíu.
30 dansarar á sviði
Danshópurinn hefur einnig sam-
starf við kollega sína í Noregi –
norska nútímadansflokkinn Carte
Blanche. Ina Christel Johann-
essen, ein skærasta dansstjarna
Skandinavíu, leiðir saman dansara
landanna tveggja, og fyrir vikið
leika næstum 30 dansarar listir
sínar á sviðinu.
Frumsýning verður þann 23.
maí á stóra sviðinu. Þetta er sam-
starfsverkefni Íd, Carte Blanche,
Listahátíðar í Reykjavík og
Listahátíðarinnar í Bergen.
Í febrúar verða svo tvö verk eft-
ir norræna danshöfunda frum-
sýnd. Hinn sænski Alexander Ek-
man frumsemur verk fyrir
dansflokkinn, en hitt verkið er eft-
ir Norðmanninn knáa, Jo Ström-
gren.
Þá stendur dansflokkurinn fyrir
danssmiðju; einnig strákaverkefni
fyrir drengi í 9. og 10. bekkjum
grunnskóla, og heldur loks áfram
að starfrækja Dansleikhús Borg-
arleikhússins.
Fimir á fleygiferð
Yfirlit um dansár Íslenska dansflokksins
smáauglýsingar
mbl.is