Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 57 MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Menningargnægð Norræna húsið 18. – 26. ágúst 2007 Laugardagur 25. ágúst Glerskáli: Norræna húsið: Listsýningar alla daga á meðan á hátíðinni stendur: Hönnunarsýning frá Álandseyjum Ljósmyndasýning um arkitektúr Ljósmyndasýning Rebekku Guðleisfdóttur Global Village Heimsþorp “Sköpun úr rusli” og ljósmyndasýning Vinnuskóla Reykjavíkur Sýning á verkum leikskólabarna Danssýningar: kl. 13:00 – 18:00 Kl. 13:00 Sverðdans, Unnur Guðjónsdóttir Kl. 13:00 Flamencoskóli fyrir börn Kl. 14:00 Samsuðan og Co sýna dansverkið Hundaheppni Kl. 14:45 Flamencoskóli fyrir börn Kl. 16:00 Flamencodans Minerva Iglesias Kl. 18:00 Nýtt dansverk eftir Helenu Jónsdóttur Tónleikar: Kl. 17:00 KatiMatti Kl. 20:00 Elín Eyþórsdóttir Kl. 21:00 Megas Kl. 22:30 Minä Rakastan Sinua Elvis Kl. 14:00 og 16:00 Leiðsögn um Norræna húsið með Guju Dögg arkitekt Kl. 14:00 Lavaland, verkstæði fyrir unglinga Kl. 15:00 Norræn matargerð Kl. 18:00 Med andra ord Sirkussýning www.nordice.is www.reyfi.is LÍK Í ÓSKILUM Lau 1/9 kl. 20 FRUMSÝNING upps. Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 upps. Sun 2/9 kl. 20 Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fös 31/8 kl. 20 Lau 1/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Fim 30/8 kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20 Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 KILLER JOE Í samstarfi við Skámána Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 Fös 21/9 kl. 20 Lau 29/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is 2007–2008 Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 Fimmtud. 20/9 kl. 20 Föstud. 21/9 kl. 20 Laugard. 22/9 kl. 20 Fimmtud. 27/9 kl. 20 Föstud. 28/9 kl. 20 Laugard. 29/9 kl. 20 4 600 200 leikfelag.is Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is ÍSLENSKI dansflokkurinn verður kvikur á komandi starfsári, setur meðal annars upp fjögur metn- aðarfull verk, eflir samstarf við Norðurlöndin og bryddar uppá hin- um og þessum uppátækjum. Þegar Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, er innt eftir rauðum þræði í fyrirhuguðum sýningum, kveður hún erfitt að negla slíkt nið- ur, en segir engu að síður: „Þetta lítur reyndar afar „norrænt“ út, þó svo að það sé kannski ekki með ráð- um gert.“ Í morg horn að líta „Við þurfum auðvitað að sinna svo mörgum þáttum sem eini dans- flokkurinn hérlendis, tökum því að okkur mörg ólík hlutverk. Ég hef þannig lagt upp með það að við tök- um meiri áhættu á haustsýningunni okkar; þar er meira um þreifingar, oft frumraunir, gjarnan íslensk verk, framsæknir listamenn ... Febrúarsýningarnar okkar eru gjarnan á stóra sviði Borgarleik- hússins, eru umfangsmeiri og á stundum aðgengilegri óvönum dansáhorfendum enda oft velþekkt- ir danshöfundar sem starfa með okkur.“ Þegar fjölskyldusýningar flokks- ins berast í tal, segir Katrín „Þær hafa gengið mjög vel. Við sinnum einnig því hlutverki að kynna þessa listgrein, landi og þjóð, ungu börn- unum okkar og nýrri kynslóð. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn, og svo fá 13–16 ára miðann á hálfvirði.“ Danssmiðjur og dansstrákar „Danssmiðjan okkar virkar svo sem tilraunamiðstöð fyrir unga danshöfunda. Okkur finnst mjög mikilvægt að ungir danshöfundar fái tækifæri – fleiri en eitt, tvö og þrjú. Það er mikilvægt að fá að spreyta sig og einnig afar þarft að mega gera mistök.“ Katrín telur svokallað „stráka- verkefni“ dansflokksins mikið og þarft innlegg. „Við höfum verið í samstarfi við grunnskóla,“ segir hún, „Áhugasamir nemendur í 9. og 10. bekk geta skráð sig á námskeið, og svo gefum við sirka þrjá daga þar sem nemendur vinna með karl- dönsurum flokkins. Þeir í samein- ingu búa svo til smá efni, moða úr því sem við gefum þeim og því sem þeir hafa til að bera, því allir hafa dans í sér – allir eru dansarar.“ Samstarf ÍD og norska nútíma- danshópsins Carte Blanche undir stjórn Inu Christel Johannessen hlýtur svo að vekja eftirtekt. „Ég held ég þori að fullyrða að svona hefur sjaldan eða aldrei verið gert áður á Norðurlöndum að tveir full- skipaðir dansflokkar sameinaðir stígi á svið,“ segir Katrín, en næst- um 30 stykki munu pípóla lipurlega eftir fjölunum. Katrín er einnig ánægð með framhald Dansleikhúss LR og ID, en það varð til í kjölfar hinnar ár- legu dansleikhússamkeppni Leik- félags Reykjavíkur og ÍD. „Fyrir utan allt þetta erum við að undirbúa gríðarlega stórt og um- fangsmikið norrænt og balkneskt verkefni sem ber nafnið „Keðja“, og hlaut styrk frá Evrópusambandinu. Það hefst núna 2007 og lýkur svo 2010. “ 500 dansarar, 300 kennarar og 300 stjórnendur, auk annarra, koma að verkefninu, en haldnir verða listviðburðir, vinnu- og mál- stofur í 6 löndum. „Þetta er gríð- arlega spennandi,“ segir Katrín, og greinilegt að íslenskum dönsurum þarf ekki að leiðast á næstunni. Allir eru dansarar Farið yfir starfsár Íslenska dans- flokksins 2007-2008 Morgunblaðið/Golli Fimlega svífa þeir Íslenski dansflokkurinn verður á fullum farti á komandi starfsári. Katrín Hall Talar af miklum fjálg- leika um væntanleg ævintýri dansaranna. FRUMSÝNING Íslenska dans- flokksins í ár nefnist Opnar víddir, og verður sýnd 9. september á nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er tvíþætt; annarsvegar nútímadans sem nefnist „Til nýrra vídda“, hinsvegar dansleikhúsið „Open So- urce“ eftir Helenu Jónsdóttur. „Til nýrra vídda“ er samstarfsverkefni Íd og hinna frönsku Serge Ricci og Fabien Almakiewicz, en verkið varð til í kjölfar samstarfs lista- mannanna á frönsku listavori 2007. „Open Source“ er svo aftur hugleiðing um hinar óþrjótandi uppsprettur í lífinu, og það hvern- ig við getum komið hugmyndum okkar og viðhorfum til skila. Í október verður svo fjöl- skyldusýning með brotum úr ýms- um verkum sem vel þykja henta ungum sem öldnum. Verður sýnt á Akureyri og í Reykjavík. Þá leggur flokkurinn land undir fót og heldur í sýningarferðir út- fyrir landsteinana, en slíkar ferðir hafa aukið hróður íslenskrar menningar undanfarin ár. Að þessu sinni liggur leið til Banda- ríkjanna, Frakklands, Hollands, Noregs og Belgíu. 30 dansarar á sviði Danshópurinn hefur einnig sam- starf við kollega sína í Noregi – norska nútímadansflokkinn Carte Blanche. Ina Christel Johann- essen, ein skærasta dansstjarna Skandinavíu, leiðir saman dansara landanna tveggja, og fyrir vikið leika næstum 30 dansarar listir sínar á sviðinu. Frumsýning verður þann 23. maí á stóra sviðinu. Þetta er sam- starfsverkefni Íd, Carte Blanche, Listahátíðar í Reykjavík og Listahátíðarinnar í Bergen. Í febrúar verða svo tvö verk eft- ir norræna danshöfunda frum- sýnd. Hinn sænski Alexander Ek- man frumsemur verk fyrir dansflokkinn, en hitt verkið er eft- ir Norðmanninn knáa, Jo Ström- gren. Þá stendur dansflokkurinn fyrir danssmiðju; einnig strákaverkefni fyrir drengi í 9. og 10. bekkjum grunnskóla, og heldur loks áfram að starfrækja Dansleikhús Borg- arleikhússins. Fimir á fleygiferð Yfirlit um dansár Íslenska dansflokksins smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.