Morgunblaðið - 25.08.2007, Síða 64
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 237. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Óttast að mennirnir hafi
lent í grjót- eða íshruni
Leitin heldur áfram að Þjóðverj-
unum tveimur en leitarmenn segja
vonina veika því langt sé um liðið
síðan þeir hurfu og spor þeirra hafi
máðst út af regni og snjó. » 4
Sigldi á leku fiskikari
Dreng var bjargað um hádegisbil í
gær, en hann hafði rekið út á mitt
Skorradalsvatn í leku fiskikari. » 3
Ekki meiri hvalveiði í bili
Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra segir ný leyfi til
hvalveiða í atvinnuskyni ekki verða
gefin út fyrr en markaðir opnist fyr-
ir hvalkjöt. »2
Ásaka Rússa í þriðja sinn
Georgíumenn skutu í gær á her-
flugvél í lofthelgi landsins og segjast
telja hana rússneska. Rússar neita
því að vélin hafi verið rússnesk. » 18
SKOÐANIR»
Staksteinar: Vafningar ná til Íslands
Forystugreinar: Mjór er mikils
vísir | Skynsamleg ákvörðun
UMRÆÐAN»
Hví er Taívan ekki í SÞ?
Jarðgöng til Seyðisfjarðar
Bakstur orkumálastjóra
Sannleikur, réttlæti og fiskur
Börn: Verðlaunaleikur vikunnar
Er í fimm tíma á dag á golfvellinum
Lesbók: Hamingja og hagkerfi
Eivör með heimþrá
BÖRN | LESBÓK»
4 %5$' .
$+ %
6
$$&$ #$!!
3 3"
3 3! 3 "3
!3"!"
3 "3!
!3 3 3 3 "3!
!3" 3 3"!!
- 71 ' "3 !3"
3
3 3"!
3 " !3" 3 89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'7$7<D@;
@9<'7$7<D@;
'E@'7$7<D@;
'2=''@&$F<;@7=
G;A;@'7>$G?@
'8<
?2<;
6?@6='2+'=>;:;
Heitast 16 °C | Kaldast 8 °C
A- og NA 5-10 m/s
um austanvert landið
fram eftir morgni,
annars NV 5-10 og létt-
ir til, fyrst fyrir vestan. »10
Jakob Frímann
Magnússon segist
ekki eiga Stuð-
mannanafnið en
þakkar Agli Ólafs-
syni gjöfina. » 58
TÓNLIST»
Jakob á ekki
Stuðmenn
TÍSKA»
Í dag er góður dagur fyr-
ir tískuunnendur. » 60
Mikil plötusnúða-
veisla verður á Nasa
í kvöld. Þar koma
fram sextán
íslenskir skífu-
þeytarar. » 59
TÓNLIST»
Sextán
plötusnúðar
TÓNLIST»
Feðgar halda útgáfu-
tónleika í Flatey. » 56
DANS»
Vetrardagskrá Íslenska
dansflokksins. » 57
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Skildu ársgamla stúlku eftir í bíl
2. Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
3. Sleppt lausri eftir 82 mínútur …
4. Dýrt að skilja með látum
NOKKRIR kristnir bloggarar á
mbl.is efna til samverustundar í húsi
KFUM & K í Reykjavík kl. 14 í dag
og kalla það bloggkirkju. Guðrún
Sæmundsdóttir sagði þetta ávöxt
bloggsins á mbl.is. Þar væri fjörug
trúmálaumræða og þar hittust
bloggarar úr ýmsum kirkjum og trú-
félögum.
Á dagskrá fyrstu samverustundar
bloggkirkjunnar er bakstur hjóna-
bandssælu og kennsla í Manga, sem
eru japanskar teiknimyndir. Guðrún
sagði að í næstu samverustund yrði
m.a. kennsla í línudansi og eþíóp-
ískri matargerð, auk framhalds-
kennslu í Manga.
Bloggkirkj-
an bakar
MÁL og menning – Heimskringla
bókmenntafélag mun kaupa allar
bókaútgáfur Eddu utan Almenna
bókafélagsins. Edda mun í kjölfarið
einbeita sér að rekstri bókaklúbba.
Auk þess hyggjast kaupendurnir
selja húsnæði Bókabúðar Máls og
menningar á Laugavegi. Í kjölfarið
mun svo Tímarit Máls og menningar
aftur komast undir væng útgáfunnar
sem það dregur nafn af. | 20
Hræringar
hjá Eddu
„ÉG ÁTTI skellinöðru þegar ég var ungur. Ég hef ekki
verið á hjóli síðan, en fyrir þremur árum skildi sonur
minn eftir hjólið sitt í Reykjavík. Ég setti það skilyrði
að hann skildi lykilinn eftir líka. Ég fór að fikta með
hjólið og áður en hann sótti það var ég búinn að fá mér
annað. Þetta er smitandi sport. Þegar menn eru komn-
ir á þennan aldur hafa þeir bara gott af því að verða
krakkar eða unglingar aftur,“ sagði Guðmundur Gests-
son sem nú ferðast um á mótorhjóli ásamt syni sínum,
Daníel, og 8 ára barnabarni, Guðmundi Smára. Sjálfur
er hann 68 ára.
Feðgarnir Daníel og Guðmundur Smári búa í Eyja-
firði og eru á hringferð um landið á mótorhjóli. Guð-
mundur Gestsson ók á móts við þá til Hafnar í Horna-
firði og í dag óku þeir saman til Reykjavíkur. Áður en
Daníel og Guðmundur Smári halda áfram norður ætla
þeir að fara með afanum á hjólunum á Ljósanótt í
Keflavík. Guðmundur sagði mikinn áhuga landsmanna
á mótorhjólum eðlilegan því þetta væri mjög skemmti-
legt sport. Hann sagði að sonarsonurinn, Guðmundur
Smári, væri efnilegur. Hann væri búinn að koma sér
upp galla af fínustu sort, með skeljum á baki og hnjám.
„Gott að verða unglingur aftur“
Afinn á mótorhjóli með syninum og barnabarni
Morgunblaðið/Sigurður Mar
UNG stúlka frá Ólafsvík hefur síð-
ustu daga þurft að gista á heimilum
ýmissa vina og vandamanna á höf-
uðborgarsvæðinu en hún er heim-
ilislaus. Hún taldi sig hafa skrifað
undir leigusamning um stúdenta-
íbúð hjá Keili en fékk þau svör við
afhendingu að hún fengi ekki íbúð-
ina vegna aldurs.
Karen Ýr Þórarinsdóttir er 16
ára gömul en í úthlutunarreglum
Keilis er tilgreint að einungis nem-
endur eldri en 20 ára geti fengið út-
hlutaða íbúð. Umsókn Karenar fór
hins vegar í gegnum umsóknarferli
Keilis og þann 24. júlí fékk hún
tölvuskeyti þar sem henni var út-
hlutað tiltekinni íbúð. Segist hún í
kjölfarið hafa í góðri trú skrifað
undir leigusamning á skrifstofu
Keilis og enginn hafi gert athuga-
semd við aldur hennar við það tæki-
færi. „Þetta var auglýst fyrir fólk í
verk- eða háskólanámi og þar sem
ég er að byrja í Iðnskólanum þá
hélt ég að þetta myndi ganga.“ Hún
segir það skrýtið að umsóknin hafi
farið í gegnum allt ferlið án þess að
nokkur gerði athugasemd fyrr en
afhenda átti íbúðina.
Hinn 15. ágúst síðastliðinn átti
Karen síðan að fá íbúðina afhenta
en var þá sagt að svo yrði ekki
vegna aldurs hennar. Við það tæki-
færi átti hún að fá sitt eintak af
leigusamningnum afhent en af því
varð aldrei. „Ég hefði ábyggilega
verið búin að útvega íbúð hefði ég
vitað það strax í júlí að ég fengi
ekki íbúðina.“ Karen hefur í engin
önnur hús að venda og enga op-
inbera hjálp er að fá. „Það er lúa-
legt að unglingar sem ekki eru í
óreglu geti ekki fengið neina að-
stoð.“
Tjáir sig ekki um einstök mál
Runólfur Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Keilis, segist ekki
vilja tjá sig um einstök mál, en út-
hlutunarreglurnar séu skýrar.
Hann segir fleiri slík mál ekki hafa
komið upp og engir leigusamningar
séu gerðir við fólk yngra en 20 ára.
Fær ekki stúdentaíbúð
16 ára stúlku var úthlutað stúdentaíbúð hjá Keili en var
síðan synjað um íbúðina við afhendingu vegna ungs aldurs
Morgunblaðið/G. Rúnar
Iðnskólanemi Karen Ýr var synjað
um íbúð hjá Keili sem hún taldi sig
vera búna að semja um leigu á.
♦♦♦
FRIÐRIK Ólafs-
son stórmeistari
vann Hollend-
inginn Vincent
Rothuis í 7.
umferð Max
Euwe-hvatning-
arskákmótsins í
Hollandi í gær.
Skákin í gær
„var tefld í stór-
kostlegum kaffihúsastíl. Það er eins
og hver einasti taflmaður á borðinu
vilji reka sitt einkaerindi á borðinu
án tillits til annarra,“ skrifar Helgi
Ólafsson. Hann segir og að sig-
urskák Friðriks gegn Ziska beri öll
stílkenni Friðriks frá því hann var
upp á sitt besta. | 48
Friðrik vann
Friðrik Ólafsson
ÓLAFUR Elíasson lagði nú í vik-
unni lokahönd á nýja seríu mynda,
sem hann nefnir Jökulsvelgjaser-
íuna, fyrir nútímalistasafnið í San
Francisco. Fyrirhuguð yfirlitssýn-
ing á verkum hans þar verður opnuð
þann 8. september næstkomandi. Í
samtali við Morgunblaðið lýsir Ólaf-
ur aðstæðum við myndatökuna sem
„hrikalega draugalegum“ og segir
jafnframt frá hugmyndafræðinni á
bak við verkið. | Lesbók
Ný mynda-
sería Ólafs
♦♦♦
♦♦♦