Morgunblaðið - 01.09.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 21
MENNING
RANNVEIG Fríða Bragadóttir,
mezzósópran, og Gerrit Schuil,
píanóleikari, halda ljóðatónleika
í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Ví-
dalínskirkju í Garðabæ, í dag kl.
17.
Tónleikarnir eru þeir fyrstu í
tónleikaröðinni „Ljóðasöngur á
hausti“, þar sem fimm íslenskir
einsöngvarar syngja með Gerrit.
Þema tónleikanna í dag er kven-
myndir Goethes eins og sex tón-
skáld hafa tjáð þær og túlkað í söngljóðum sínum,
þeir Beethoven, Mendelssohn, Schumann, Liszt,
Schubert og Wolf.
.
Tónlist
Rannveig Fríða og
Gerrit í Kirkjuhvoli
Rannveig Fríða
Bragadóttir
HJÁLMAR Sveinsson út-
varpsmaður leiðir gesti Lista-
safns Íslands um sumarsýn-
inguna Ó - Náttúru á morgun
kl. 14. Hjálmar ætlar að viðra
hugrenningar sínar um einstök
verk á sýningunni, en hann
segir listina vera ónáttúru frá
hlýskeiði: „Forsenda listsköp-
unar er að láta ekki stjórnast af
blindum öflum og hvötum nátt-
úrunnar heldur hefja sig yfir hana. Listsköpun
felst meðal annars í því að búa eitthvað til sem
náttúran getur ekki búið til sjálf. Listsköpun er
eitt af því sem greinir manninn frá náttúrunni.“
Myndlist
Hjálmar Sveinsson
fer um Ónáttúru
Hjálmar Sveinsson
FJÖLMARGAR myndlistarsýn-
ingar verða opnaðar í dag. Meðal
þeirra er sýning átta ungra lista-
manna frá Íslandi, Finnlandi, Sviss
og Bandaríkjunum sem öll eiga það
sameiginlegt að vinna dægurmenn-
ingu samtímans í hið forna form
málverksins.
Sýningin ber yfirskriftina Nói
wáy out, en það eru gullpenslarnir
ungu Ragnar Jónasson, sem jafn-
framt er sýningarstjóri; Davíð Örn
og Guðmundur Thoroddsen sem
stefna saman þessum alþjóðlega
hópi. Þeir segja; hafið þið haldið að
haustið væri komið – gleymið því!
„Vorið springur út í málverkum í
Nýlistasafninu, sjónin verður gráð-
ug í litadýrð. Þessi sýning fangar
skilningarvitin eins og angar kol-
krabbans. Margir armar hans fanga
ólíkar stefnur og strauma í mál-
verkinu, blekið lekur og skilur eftir
skynörvandi bletti á bol listarinnar.
Málverkið fylgist alltaf með okkur.“
Opnað verður á litadýrðina í Nýló
kl. 17.
Teikningar og innsetningar
Listasafn ASÍ verður með svolítið
forskot á Nýló, því tvær sýningar
verða opnaðar þar ögn fyrr, eða kl.
15. Aðra sýninguna prýða mynd-
verk Kjartans Ólasonar; stórar blý-
antsteikningar, málverk og innsetn-
ingar.
Kjartan er menntaður við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands og
Empire State College í New York.
Strax í upphafi ferils síns vakti
Kjartan athygli fyrir verk sín og
hefur hann síðan haldið einkasýn-
ingar og tekið þátt í mörgum sam-
sýningum. Í list sinni fjallar hann
um lífið og dauðann og stöðu
mannsins í samfélaginu.
Hin sýningin sem opnuð verður í
ASÍ kl. 15 er á verkum Hildar
Bjarnadóttur. Hildur beinir sjónum
sínum að grunnhugmyndum mynd-
listar og hefðum textílhandverksins.
Hún vitnar í málverkshefðina en er
jafnframt að skoða handverk
kvenna á fyrri tímum. Útkoman eru
verk sem virðast bera keim af
naumhyggju, en hafa víðtæka skír-
skotun þegar nánar er gáð.
Verk eftir Hildi eru m.a í eigu
Listasafns Íslands og Listasafns
Reykjavíkur og hún hefur haldið
margar einkasýningar og tekið þátt
í samsýningum á Íslandi og í
Bandaríkjunum.
Tvær sýningar verða opnaðar í
Start Art kl. 14; annars vegar „On
Sale Now“ ljósmyndasýning Önnu
Maríu Sigurjónsdóttur, sem end-
urspeglar hugrenningar ljósmynd-
arans um Íslendinga í dag, og hins
vegar sýning Ástríðar Ólafsdóttur á
myndum máluðum með gvass- og
vatnslitum á pappír.
Loks má geta sýningar Unnars
Arnar J. Auðarsonar sem opnuð var
í Suðsuðvestur í Reykjanesbæ í
gær. „Coup d’Etat“ er heiti sýning-
arinnar, en Unnar Örn hefur leitað
sér efniviðar í Byggðasafni Reykja-
nesbæjar og vinnur sýninguna í
samstarfi við safnið, undir vökulu
auga safnamanna bæjarins.
Alþjóðleg málverkasýning í Nýló; textíl, blýantur og málverk í ASÍ og ljósmyndir og vatnslitir í Start Art
Vorið springur út
Litagleði Eitt af verkum Ragnars Jónassonar á málverkasýningunni í Nýló
DÍVAN og djassmaðurinn
koma fram á tónleikum í Laug-
arborg í Eyjafirði á morgun kl.
15, en bak við það heiti eru Sól-
rún Bragadóttir sópr-
ansöngkona og Sigurður
Flosason saxófónleikari. Á tón-
leikunum, sem marka upphaf
tónleikvetrar Laugarborgar,
hljóma sígild íslensk sönglög í
útsetningum flytjenda. Vetr-
ardagskrá Laugarborgar hefur frá upphafi hafist
með svokölluðum kaffitónleikum og verður svo
einnig nú. Að tónlistarflutningnum loknum reiða
kvenfélagskonur í Iðunni fram kaffiveitingar.
Tónlist
Dívan og djassmað-
urinn í Laugarborg
Sigurður og Sólrún
ÞAÐ mætti kalla það leikhús dauð-
ans; en lífsýni úr tveimur banda-
rískum forsetamorðingjum verða
höfð til sýnis þegar söngleikurinn
Assassins, eða Morðingjar, eftir
Stephen Sondheim, verður frum-
sýndur þar 19. september. Vefur úr
John Wilkes Booth, þeim er myrti
Abraham Lincoln, verður gestum
til sýnis í vel varinni glerkrús, en
einnig heilabiti úr Charles Guiteau,
er myrti forsetann James A. Gar-
field. Söngleikur Sondheims fjallar
um þær níu manneskjur sem hafa
spreytt sig á að koma forsetum
Bandaríkjanna fyrir kattarnef.
Vér morðingjar
Líkamsleifar látinna
forsetamorðingja
til sýnis í leikhúsi
Viltu komast í form?
Fagleg heilsurækt
Frábær a›sta›a
Frábær lífsstíls námskei›
Frábær sta›setning
Nánari uppl‡singar um fleiri námskei›
og stundaskrá fyrir hausti› 2007 á
www.hreyfigreining.is
Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T
N‡ námskei› eru a› hefjast
Bak-
leikfimi
Í formi til
framtí›ar*
Skráning er hafin í flessi
vinsælu a›halds- og
lífsstílsnámskei› fyrir
konur. 8 vikna námskei›.
Rope
Joga
hjá Örnu Ara.
Námskei› eru a› hefjast.
Skráning í síma 511 1575.
Talya og Gu›mundur kynna
grunnhreyfingar flar sem
öndun og hreyfing fara saman.
Engin flekking á jóga er
nau›synleg og hentar öllum.
Betri lí›an í hálsi,
her›um og baki.
Skráning á harpahe@hi.is.
www.bakleikfimi.is
Vigtar-
rá›gjafarnir
Bumban
burt*
Loku› námskei› fyrir
karla sem vilja ná árangri.
8 vikna námskei›.
Mó›ir
og barn
Skráning er hafin í fimm
vikna námskei› Söndru
Daggar Árnadóttur.
Líkamsrækt
Frábær a›sta›a til a› æfa
á eigin vegum á flægi-
legum sta›.
Opnir tímar. Stundaskrá:
www.hreyfigreining.is
Íslensku vigtarrá›gjafarnir
vigta alla flri›judaga
kl. 11.30-12.30.
Fundur kl. 12.30.
*Vi› erum í samstarfi vi› íslensku vigtarrá›gjafana. Vi› tökum hressilega bæ›i á hreyfingu og mataræ›i.
Birkir Már
Kristinsson, sjúkra-
fljálfunarnemi
Arna Hrönn
Aradóttir,
Rope Joga kennari
Sævar Kristjánsson,
íflróttafræ›ingur
BSc
Sandra Dögg
Árnadóttir,
sjúkrafljálfari BSc
Harpa Helgadóttir,
sjúkrafljálfari BSc,
MTc, MHSc
Talya Freeman,
Jógakennari
Hólmfrí›ur B.
fiorsteinsdóttir,
sjúkrafljálfari BSc, MTc
Jóga fyrir
stir›a og byrjendur
Kór, kór kvennakór
Kyrjurnar eru skemmtilegur og góður kvennakór sem getur nú bætt við sig nýjum kór-
félögum. Markmiðið okkar er að vera með um 40-45 kvenna kór.
Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir
og sér hún einnig um raddþjálfun.
Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband og það verður tekið vel á móti þér.
Upplýsingar veitir Sigurbjörg kórstjóri í síma 865 5503
eða Inga formaður í síma 825 5070.