Morgunblaðið - 01.09.2007, Side 34

Morgunblaðið - 01.09.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gísela Guð-mundsson, fædd Schramm, fæddist 3.ágúst 1931 í Deikof í Þýskalandi. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu á Höfn 26. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hans Schramm og frú Rosa Schramm sem bæði eru látin. Faðir henn- ar vann við landbún- aðarstörf þar til hann var kallaður í stríðið en þá fór hann til Danmerkur og vann við að grafa varnarbyrgi eftir að nasistar hertóku Danmörku. Bræður Gíselu voru tveir, Hans Schramm sem er látinn og Herbert Schramm. Til Íslands kom Gísela um vorið 1949, þá aðeins 17 ára, til starfa við landbúnaðarstörf. Hún var ráðin í eitt ár að Eyvindarholti í Rangárvallarsýslu. Eftir árið réð hún sig aftur í eitt ár að Steig þar sem hún kynntist Stíg, en þar bjó hann með öldruðum foreldrum sín- um. Þau giftu sig í desember 1950. Foreldrar Stígs voru Guðmundur Eyjólfsson f. 12. 8. 1876, d. 30. 11. 1962 og Ragnhildur Stígs- dóttir f. 23.8. 1878, d. 29. 3. 1951. Gísela og Stígur eignuðust þrjú börn. Róshildur V. Stígs- dóttir f. 20. 8. 1953, maki Jón Sigmar Jó- hannsson f. 5. 11. 1955. Ólafur Stígsson, f. 23. 10. 1955, maki Ás- rún Helga Guðmunds- dóttir, f. 13. 3. 1960 og eiga þau þrjú börn, Guðmund Ragnar, f. 5. 12. 1979, Rúnu Björk, f. 15. 9. 1982 og Heiðrúnu Ósk f. 3. 12. 1986. Jóhanna Stígsdóttir f. 3. 8. 1957, sambýlismaður Reynir Örn Ólason f. 24. 2.1951 og eiga þau tvo syni, Gunnar Stíg Reynisson f. 27. 10. 1981 og Gísla Örn Reynisson f. 23. 10. 1983. Gísela og Stígur bjuggu að Steig til ársins 1989 eða þar til Stígur lést, en þá flutti hún til Hafnar. Útför Gíselu fer fram frá Skeið- flatarkirkju í Mýrdal, laugardaginn 1. september kl. 14. Elskuleg amma mín hefur nú kvatt þennan heim, löngu áður en nokkur var tilbúin að kveðja hana og það sem sárast er, hún sjálf var síst af öllum reiðubúin að yfirgefa okkur og þetta líf. Sú barátta sem amma háði við krabbameinið var erfið, en hún var hetjuleg, allt frá fyrsta degi og til þess seinasta. Hún var svo ákveðin í að ná sér af veik- indunum og halda lífinu áfram heima á Höfn, enda alltaf verið hress og afar glæsileg kona sem bar aldurinn með eindæmum vel. Við amma vorum góðir félagar og gerðum oft að gamni okkar. Alltaf tók hún því með bros á vör og hafði gaman af þegar ég var að atast í henni og stríða og hafði hún sömu- leiðis gaman af því að stríða mér við ákveðin tækifæri núna á seinustu árum. Þá minnist ég þess að amma þreyttist aldrei á því að spila við mig á mínum yngri árum og gátum við setið langar stundir og spilað á spil, þar sem allt var lagt í sölurnar og hvorugt okkar sætti sig við tap. Hógværð, kurteisi og góðgirni voru einkennandi fyrir ömmu. Hún vildi alltaf gott fyrir mann gera og skipti engu máli hversu vel hún hafði gert við mann, alltaf var það lítilræði í hennar augum, hún var svo ynd- isleg, hún amma. Elsku amma, þín er sárt saknað og eftirsjáin er mikil þegar þú ert farin, en þú munt alltaf lifa í minn- ingu minni sem yndisleg kona og er ég afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og um leið stoltur að hafa átt þig sem ömmu. Hvíldu í friði. Gísli Örn Reynisson. Jæja, elsku amma, þá hefur þú kvatt okkur í bili. Þótt þú hafir farið frá okkur langt á undan áætlun þá hverfur þú aldrei úr hjörtum okkar og þá sérstaklega ekki úr mínu. Ég mun alltaf geyma þær stundir sem við áttum saman djúpt í hjarta mínu og hefði ég viljað hafa þær mun fleiri þegar ég hugsa til baka. En ég veit að þú er með afa núna og horfir til okkar og gerir það sem þú getur til að gæta okkar ásamt afa. Það verður óskaplega skrítið að hitta þig ekki framar. Eins að hafa þig ekki hjá okkur næstu jól en þú vissir alltaf upp á hár hvað var í hverjum pakka sem þú fékkst og sagðir eitthvað mjög einkennilegt þegar þú meinar eitthvað allt ann- að. En kallið var komið þó það hafi verið ósanngjarnt en ég veit að þeg- ar ég mun hitta þig aftur þá muntu taka á móti mér með opnum örmum rétt eins og þú gerðir alltaf þegar við hittumst. Það verður erfitt að kveðja þig en þegar við munum hittast aftur tekur gleðin við á ný en eins og Matthías Jochumson sagði: …lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. Ömmubarnið, Stígur. Það var ekki ónýtt að vera í sveit á jafn góðum stað og Steig hjá þeim Stíg og Gíselu. Sex ára í einni af fjölmörgum heimsóknum stórfjölskyldunnar þangað neitaði ég því að fara heim aftur og fékk að gista tvær vikur. Næstu átta sumur var svo farið um leið og skólinn leyfði og allt sumarið nýtt. Það var sannkallað veislueldhús sem Gísela hélt úti fyrir okkur, þar voru 5-6 máltíðir á dag reiddar fram. Ég var svo heppinn að eiga afmæli að sumri og dugði þá ekkert minna en 10-15 mismunandi kökur fyrir utan annað bakkelsi, enda bar ættingja langt að, flautandi inn af- leggjarann af kæti. Þegar tími gafst til var alltaf gaman að spila við Gíselu. Varð þá iðulega Rommí fyrir valinu og mikið keppnisskap í liðinu. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og bið að heilsa Stíg á áfangastað. Steindór (Dóri.) Gísela Guðmundsson frá Steig í Mýrdal var kjarnakona sem skipaði stóran sess í lífi okkar systkinanna, einkum á okkar yngri árum. Hún var gift föðurbróður okkar og bjuggu þau allan sinn búskap í „sveitinni okkar“. Við systurnar vorum aldrei í sveitadvöl í Steig, en bróðir okkar var þar mörg sumur og þangað leit- aði hugurinn ætíð. Fjölskylduferðir okkar voru í Mýrdalinn, þar leið okkur vel, við fengum að vera með í heyskap, sækja kýrnar og taka þátt í fjölbreyttum störfum búsins. Það fylgdi alltaf mikil tilhlökkun þessum ferðum og tók Gísela höfðinglega á móti öllum með stórkostlegu veislu- borði þar sem ekkert var til sparað. Gísela stjórnaði með festu og ör- yggi mjög stóru heimili þar sem fjöldi barna var öll sumur í sveita- dvöl og þau hjón áttu marga vini sem ávallt voru velkomnir. Það er ógleymanlegt að rifja upp afmæl- isveislur í Steig, þar svignuðu borð undan kræsingum og höfðum við systkinin aldrei séð annan eins fjölda af dýrindis tertum. Systkinin í Steig sakna góðrar og umhyggjusamrar móður sem kvatt hefur allt of fljótt eftir stutt veik- indi. Gísela mat það mikils að geta í veikindum sínum í sumar notið ást- úðar og umönnunar barna sinna og barnabarna. Um leið og við kveðjum góðan vin sendum við innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar og ástvina. Kveðja frá fjölskyldum Jóhanns Guðmundssonar. Gísela Guðmundsson UMRÆÐAN LAUGAVEGUR 4-6 hefur orðið að bitbeini og upp er komin þræta á milli tveggja aðila sem hvor um sig túlka gildandi lög á sinn hátt. Það sem um er að ræða er í stuttu máli að Húsafrið- unarnefnd telur sig hafa rétt til að sjá end- anlegar teikn- ingar fyrir ný- byggingu á umræddri lóð, áður en hún tekur endanlega af- stöðu til niðurrifs. Reykjavíkurborg heldur því hins vegar fram að Hfrn. hafi þegar tekið afstöðu, og sam- þykkt niðurrifi, en hafi auk þess ekkert með útlit nýbygginga að- gera. Varðandi þetta allt langar mig til að varpa ljósi á ákveðin atriði sem skipt gætu máli. Ég man glögglega eftir sjón- varpsviðtali við forstöðumann Húsafriðunarnefndar þar sem hann lýsti því yfir að nefndin vildi ekki af- greiða endanlega niðurrifsheimild fyrir þau hús á Laugaveginum sem deiliskipulagið gerði ráð fyrir að rífa. Þessi afstaða er til skjalfest varðandi mörg þeirra. Í bréfi Húsa- friðunarnefndar til bygging- arfulltrúans í Reykjavík varðandi Laugaveg 4-6 segir eftirfarandi: „Til þess að veita endanlegt svar við erindinu telur Húsafrið- unarnefnd nauðsynlegt að lagðar verði fram teikningar af fyrirhug- uðum byggingum.“ Það er sem sagt óumdeilt að þetta var afstaða Húsafriðunarnefndar á þessum tíma. Um ástæður þess að þeir tóku þennan pól í hæðina er hægt að nefna að um var að ræða u.þ.b. 50 hús sem óskað var eftir að skorið væri úr um á einu bretti. Allt eru þetta hús sem byggð eru fyrir 1918 og þess vegna háðar þjóð- minjalögum. Auk þess taldi Húsa- friðunarnefnd að ekki hefði farið fram fullnægjandi húsakönnun. Að endingu má nefna að það mátti líta svo á að með því að opna fyrir um- ræður um nýbyggingar við Lauga- veginn yrði það jafnvel til þess að unnið yrði á jákvæðan hátt með þær gömlu byggingar sem fyrir eru á svæðinu. Í öllu falli yrðu vænt- anlegar nýbyggingar staðsettar mitt í götumyndum sem Húsafrið- unarnefnd á að hafa afskipti af. Á þessum tíma mótmælti enginn þessari afgreiðslu Húsafrið- unarnefndar, hvorki skipulagsráð né aðrir sem að þessu komu. Miklu fremur tóku þeir undir þetta sjón- armið, m.a. kom fram í bréfi í Mbl. frá borgarfulltrúa VG, sem átt hafði stóran þátt í því að móta deiliskipu- lagið, að hann teldi sig vera full- komlega sáttan við það þrátt fyrir áform um mikið niðurrif, vegna þess að inn í því væri sá varnagli að ef hús væru byggð fyrir 1918 þyrfti að bera það undir Hfrn. Sama má segja um marga aðra sem að deili- skipulaginu stóðu. „Ekkert verður rifið fyrr en full sátt næst um það sem í staðinn kemur“ var marg- tuggið af hinum ýmsu aðilum. Af- staða Húsafriðunarnefndar hafði í raun svolítið róandi áhrif, sem kom sér vel fyrir stjórnmálamenn. Hvernig getur Reykjavíkurborg skellt skollaeyrum við beiðni Húsa- friðunarnefndar, í ljósi þess sem fram hefur komið? Ef borgin taldi afgreiðslu nefndarinnar (?) vera ranga á sínum tíma hefði verið heið- arlegra að gera athugasemd strax. Að sætta sig við afgreiðslu þeirra, og segja svo löngu seinna að orðið sé um seinan að segja álit sitt eru undarleg vinnubrögð. ÞÓRÐUR MAGNÚSSON, Spítalastíg 3, Reykjavík. Enn um Laugaveg 4–6 Frá Þórði Magnússyni Þórður Magnússon Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG ER AÐ verða meyr með aldr- inum. Svo er komið að ég farinn að kenna í brjósti um Samfylkinguna. Henni virðist ekki ætla að lukkast að lenda neinu máli áfallalaust. Síð- ast var það Árni Páll Árnason Sam- fylkingarþingmaður sem kallaði fram þessa tilfinningu. Það gerðist við lestur greinar hans í Morgunblaðinu 23. ágúst sl. Þar er vísað til þess að hann sé varaformaður utanrík- ismálanefndar Alþing- is eins og til að árétta þann skilning að grein- in fjalli um utanrík- ismál. Á þessu var ekki vanþörf því við- fangsefnið var fyrst og fremst Vinstrihreyf- ingin grænt framboð undir fyr- irsögninni: „Að styðja Hamas en fordæma Norðmenn.“ Árni Páll gerir því skóna að fulltrúar VG séu harla mótsagna- kenndir í afstöðu sinni. Annars veg- ar mótmæli þeir heræfingum vegna þess að þeir séu andvígir ofbeldi en hampi á sama tíma ofbeldisseggjum og hafi haft uppi „stór orð“ í garð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, fyrir að neita að eiga viðræður við fulltrúa Hamas í ferð hennar til Ísraels og Palestínu í sumar. Hamas-samtökin hefðu ný- lega tekið völdin í sínar hendur á Gazasvæðinu með ofbeldi „og fund- ur utanríkisráðherra með fulltrúum þeirra á þessum tímapunkti hefði falið í sér óbeina viðurkenningu Ís- lands á beitingu ofbeldis af þeirra hálfu.“ Þessi málatilbúnaður er kostuleg- ur. Ísraelsríki hefur með skefja- lausu hernaðarofbeldi og kúg- unarvaldi hins sterka sölsað undir sig land Palestínumanna þvert á ályktanir Sameinuðu þjóðanna og nýlega hlotið fordæmingu Al- þjóðadómstólsins fyrir að reisa kyn- þáttamúr í Palestínu. Þrátt fyrir þetta gagnrýndi VG utanrík- isráðherrann ekki fyrir að hitta ísr- aelsk stjórnvöld að máli heldur fyrir hitt að sniðganga lýðræðislega kjör- in stjórnvöld í Palestínu. Gagnrýni okkar var á þá lund að aðkoma ráð- herrans væri ekki á lýðræðislegum forsendum en hin meintu „stóru orð“ hafa væntanlega verið þau að undirritaður leyfði sér að segja á prenti að utanríkisráðherrann sýndi að hans mati ekki raunsæi. Hvað snertir heræfingar Norð- manna og Dana og annarra ríkja undir NATÓ fánum er það að segja að við teljum aðild að NATÓ ekki þjóna hagsmunum Ís- lands og tíma til kom- inn að ráðamenn reyni að losa sig úr viðjum gamallar heims- myndar. Árni Páll seg- ir að markmið her- æfinganna hafi verið „að æfa viðbrögð við hættuástandi. Í þetta sinn voru æfð viðbrögð við hryðjuverkum en áður hafa m.a. verið æfð viðbrögð við stórfelldum náttúruhamförum.“ Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur ekki komið fram andstaða gegn því að efla löggæsl- una á Íslandi og þess vegna stofna til samstarfs með grannþjóðum um löggæslu, hvað þá að við séum því andvíg að efla hvers kyns almanna- varnir og björgunarstarf. Við höfum hins vegar sagt að þetta eigi ekki að vera á snærum hernaðarbandalags. Það er fráleitt bruðl á almannafé að borga 45 milljónir kr. af skattfé al- mennings til þess að herflugvélar komi hingað til lands ársfjórðungs- lega og að hér fari fram hern- aðarleikir. Í ofanálag er um það rætt að kosta milljarði til þess að halda tengingu við hernaðarkerfi NATÓ. Við teljum að þeim fjármunum sem varið er til hernaðarathafna væri betur varið til að styrkja lög- reglu og landhelgisgæslu, svo og hvers kyns almannavarnaviðbúnað. Þá er mikilvægt að efla samstarf við grannþjóðir okkar á Norðurslóðum og fyrir því höfum við talað. Gagnrýni okkar á stjórnvöld varðandi málaflokkana tvo sem Árni Páll Árnason vísar til hefur verið sett fram af okkar hálfu á rök- studdan hátt. Við hefðum talið eðli- legt að ræða við alla málsaðila að átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs sem fengið hafa lýðræðislegt umboð frá almenningi. Ef það ekki var ger- legt af einhverjum ástæðum hefði að mínu mati átt að fresta för ráð- herra eftir að sýnt var að þjóð- stjórnin í Palestínu spryngi. Þeir sem fylgjast með málum þar vita að það var að undirlagi ísraelska her- námsliðsins. Varðandi aðildina að NATÓ höf- um við gert grein fyrir því á hvern hátt við teljum að breytt heims- mynd og breyttar áherslur innan NATÓ á síðari hluta tíunda áratug liðinnar aldar og fyrstu árum þess- arar, kalli á endurmat á bandalag- inu. Þá höfum við gagnrýnt að ráð- ist skuli í verulegar fjárskuldbindingar án lagaheimilda og án umræðu á Alþingi. Þetta er gert þrátt fyrir ítrekaða beiðni okk- ar og í ljósi heitstrenginga forsvars- manna Samfylkingarinnar að um þessi mál skuli fara fram víðtækar umræður áður en ákvarðanir verði teknar. Fulltrúi Samfylkingarinnar í ut- anríkismálanefnd þingsins afgreiðir okkur hins vegar með þessum hætti: „Núna gefst einstakt tæki- færi til nýsköpunar í stefnumótun um öryggis- og varnarmál. Það er áhyggjuefni ef forysta VG ætlar að dæma sig úr leik í þeirri umræðu og halda sig á gamalkunnum slóðum í heimi mótmælaslagsmála og inn- antómra orðaleppa. Flokkur sem vill láta taka sig alvarlega verður að vera til viðræðu um öryggis- og varnarmál á vitrænum forsendum.“ Nú er það lesenda og þeirra sem fylgjast með fréttum að svara því hverjir séu fastir í fortíð og hverjir það eru sem kalla eftir málefnalegri umræðu í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Mislukkuð Samfylking Ögmundur Jónasson skrifar um utanríkismál og Samfylkinguna »Nú er það lesenda ogþeirra sem fylgjast með fréttum að svara því hverjir séu fastir í fortíð og hverjir það eru sem kalla eftir mál- efnalegri umræðu Ögmundur Jónasson Höfundur er þingflokksformaður VG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.