Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Sunnudagaskólinn í Hjallakirkju
Sunnudagaskólinn eða barnaguðsþjónustur í Hjalla-
kirkju, Kópavogi, hefjast á ný næsta sunnudag kl. 13.
Þar fá börnin að heyra skemmtilegar og myndrænar
sögur úr Biblíunni, við syngjum saman söngva og för-
um í leiki. Þá koma brúður í heimsókn í hvert skipti. Öll
börn fá kirkjubók þegar þau koma í sunnudagaskól-
ann, að þessu sinni er þar að finna söguna af Danna og
Birtu. Svo fá þau límmiða í bókina við hverja mætingu.
Foreldrar eru velkomnir í Hjallakirkju á sunnudögum
með börnum sínum. Stundin næsta sunnudag markar
upphaf barna- og æskulýðsstarfsins í kirkjunni í vetur.
Fjölskylduguðsþjónusta
í Vídalínskirkju
Barnastarf Garðasóknar hefst með fjölskylduguðsþjón-
ustu í Vídalínskirkju sunnudaginn 2. september kl. 11.
Það er alltaf mikið tilhlökkunarefni að bjóða börnum
og foreldrum þeirra til fyrstu samveru haustsins, því
mun guðsþjónustan ilma af gleði og eftirvæntingu. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina ásamt starfs-
fólki sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Vídalínskirkju
munu leiða lofgjörðina undir stjórn Jóhanns Baldvins-
sonar organista. Ennfremur verða kennd ný sunnu-
dagaskólalög eftir Hafdísi Huld og barn borið til skírn-
ar. Biblíufræðslan verður á sínum stað og svo munu
Rebbi refur og Tinna trúður reka inn nefið. Eftir guðs-
þjónustuna verður boðið upp á hressingu í safnaðar-
heimilinu. Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir.
Gospelkór Jóns Vídalíns
Gospelkór Jóns Vídalíns var stofnaður haustið 2006
fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Kórinn er sam-
starfsverkefni Garðaprestakalls og FG. Þar sem verk-
efnið tókst með miklum ágætum verður haldið áfram
veturinn 2007-2008. Kórinn er valfag í FG og þau sem
taka þátt fá einingar sem nýtist öllum sem eru í fram-
haldsskólanámi. Kórinn mun í vetur koma fram einu
sinni mánuði í kvöldvökum Vídalínskirkju þar sem þau
bæði syngja fyrir söfnuðinn og leiða almennan safn-
aðarsöng. Einnig verða stórir jólatónleikar 20. desem-
ber kl. 20 í hátíðarsal FG. Kórinn syngur einnig við
skólaslit í FG bæði fyrir jól og að vori. Æfingar eru alla
þriðjudaga í Vídalínskirkju kl. 19.30 og þátttaka hefur
verið glimrandi góð af hálfu stúlknanna en það má
bæta við fleiri herrum. Umhverfissjóður hefur styrkt
verkefnið á þessu hausti. Hægt er að leggja inn fyrir-
spurnir á netfangið jonahronn@gardasokn.is. Sjá
www.gardasokn.is
Mannræktarstarf í Laugarneskirkju
Nú hefjast að nýju morgunmessur með sunnudagaskóla
hvern sunnudag kl. 11 í Laugarneskirkju. Sem fyrr
státum við af afburða sunnudagaskólakennurum og er
það sérstakt metnaðarmál safnaðarins að messa sunnu-
dagsins sé ánægjuleg reynsla fyrir yngri sem eldri.
Mannræktarkvöld safnaðarins hefjast þriðjudaginn
4. september, og byrja jafnan á kvöldsöng kl. 20 þar
sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sálmasöng en sóknar-
pestur fer með guðsorð og bæn, áður en 12 spora starf-
ið og trúfræðslan taka við kl. 20.30. 12 sporahópar
safnaðarins verða opnaðir nýjum þátttakendum í byrj-
un janúar, en trúfræðsla safnaðarins er öllum alltaf
opin en þar mun Bjarni Karlsson sóknarprestur annast
kennslu. Í haust mun hann fjalla um gæði náinna
tengsla og leiða áheyrendur sína til móts við þau
grundvallargildi sem kristin kynlífssiðfræði hlýtur að
hafa í farteskinu eigi henni að reynast unnt að tala við
samtíma sinn og bæta heilbrigði samfélagsins. Byggir
hann kennslu sína á meistaraprófsritgerð sem hann er
um þessar mundir að skila af sér við guðfræðideild HÍ.
Tímunum lýkur kl. 21.30.
Eins eru kyrrðarstundir í hádegi komnar á sinn stað
alla fimmtudaga kl. 12 og fyrsta samvera eldri borgara
verður haldin fimmtudaginn 13. september kl. 14, er
þar margt á döfinni og áhugavert að koma og njóta
góðrar samveru með hverfisbúum. Gönguhópurinn
Sólarmegin leggur í sínar vikulegu göngur frá kirkju-
dyrum hvern miðvikudagsmorgun kl. 10.30 á sama
tíma og foreldramorgnar safnaðarins eru á fullum
snúningi, auk þess sem kvenfélag kirkjunnar heldur
sína góðu fundi fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl.
20. Eins eru reglubundnar messur, súpueldhús og
gospelkvöld ásamt fleiru undir handleiðslu Guðrúnar
K. Þórsdóttur djákna í Hátúni 10 og 12.
Fjölþætt barna- og unglingastarf er svo á vegum
safnaðarins undir stjórn sr. Hildar Eirar Bolladóttur,
má nálgast allar upplýsingar um það og annað sem
safnaðarlífinu viðkemur á heimasíðunni laugarnes-
kirkja.is, en barna- og unglingafjölskyldur í hverfinu fá
upplýsingar eftir ýmsum fleiri leiðum.
Inntak allra starfsþátta Laugarneskirkju er virðing.
Það er trú okkar að kristið safnaðarstarf geri mest
gagn og fæst mistök með því að vera vettvangur virð-
ingar fyrir öllu lífi. Það göngulag hafði Jesús frá
Nasaret í mannlegum samskiptum og er það einlæg
löngun þeirra mörgu sem leggja hönd á plóginn í
Laugarneskirkju að mega feta í fótsporin hans svo að
hverfisbúar og annað safnaðarfólk finni frelsi og
öryggi fyrir sig og sína innan vébanda kirkjunnar.
Verið velkomin í Laugarneskirkju.
Vetrarstarf Seltjarnarneskirkju
Sunnudaginn 2. september verður fjölskylduguðsþjón-
usta í Seltjarnarneskirkju, kl. 11. Fjölskylduguðsþjón-
usturnar eru uppbyggðar þannig að börnin og hinir
fullorðnu geti átt saman gleðiríka stund í kirkjunni þar
sem lofgjörð og bæn eru í forgrunni. Fjölskylduguðs-
þjónusturnar verða fastur punktur í kirkjunni í vetur
fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Þetta er sá tími ársins
sem kirkjan iðar af lífi. Sunnudaginn 9. september er
kynningarguðsþjónusta fyrir fermingarbörn og for-
eldra og kynning á fræðsluefni vetrarins. Messur í eru
alla sunnudaga kl. 11 og sunnudagaskólinn er á sama
tíma. Starf fyrir 6- 8 ára börn er á miðvikudögum kl.
14.30-15.30 og fyrir 9-11 ára börn á miðvikudögum kl.
15.30-16.30. Æskulýðsfélagið fyrir 8-10 bekk er á
sunnudagskvöldum kl. 20. Foreldramorgnar verða eins
og undanfarin ár á þriðjudagsmorgnum kl. 10. Þar er
gott tækifæri fyrir foreldra ungra barna að koma sam-
an og deila af reynslu sinni í uppeldi barnanna. Kyrrð-
arstundir verða í kirkjunni á miðvikudögum kl. 12. Þær
stundir eru góður vettvangur til að koma til kirkju,
staldra við í dagsins önn, setjast inn í kyrrðina og eiga
samfélag. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju horfir fram í
gleði til verkefna vetrarins og býður ykkur hjartanlega
velkomin.
Upphaf barnastarfs og breyttur
messutími í Bústaðakirkju
Næstkomandi sunnudag, 2. september, breytist messu-
tími í Bústaðakirkju og markar upphaf vetrarstarfsins.
Barnamessur verða klukkan 11.00 og almennar guðs-
þjónustur kl. 14.00. Þannig breytir starf kirkjunnar um
takt, þegar haustar, og fleiri liðir verða virkir í safn-
aðarstarfinu. Þannig koma ungir sem aldnir saman til
ólíkra þátta starfsins. Þannig færist meira líf í kirkjuna
okkar og margvíslegir þættir starfsins vakna á ný eftir
hæglátt sumar. Það er hvetjandi að vita, að fólk bíður
eftir starfinu og spyr gjarnan hvenær það hefjist. Þessi
áhugi og umhyggja fyrir starfi í kirkjunni okkar er
sannarlega hvetjandi. Löngunin til þess að koma og
taka þátt í safnaðarstarfinu og verða þannig virk er til
staðar og saman ætlum við að syngja Guði til dýrðar.
Kirkjan er sameiningartákn hverfisins og er opin öll-
um íbúum og eru sóknarbörnin hvött til þess að taka
þátt í starfi hennar. Pálmi Matthíasson.
Morgunblaðið/Ómar
Seltjarnarneskirkja.
FRÉTTIR
HANNES Hlífar Stefánsson vann
Braga Þorfinnsson í þriðju umferð
Íslandsmótsins í skák sem stendur
yfir þessa dagana í húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni.
Hannes komst við það einn í efsta
sæti mótsins sem Bragi vermdi fyrir
umferðina eftir sigra í tveim fyrstu
umferðunum. Eins og áður hefur
komi fram hefur Hannes unnið í
hvert einasta skipti sem hann verið
með síðan 1988. Fram að því var
hann oft í baráttunni um efsta sætið
en hann tefldi fyrst í landsliðsflokkn-
um á frægu móti í Grundarfirði 1986.
Er þetta í tuttugasta skiptið sem
hann teflir í landsliðsflokki á Skák-
þingi Íslands. Þröstur Þórhallsson
hefur einnig teflt látlaust á þessu
móti síðan ’86; enn ekki hampað Ís-
landsmeistaratitlinum. Margir
þeirra ungu skákmanna sem tefla á
mótinu hafa tekið miklum framför-
um undanfarið. Bragi Þorfinnsson
hefur náð prýðilegum árangri og Jón
Viktor Gunnarsson náði sínum
fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í
vor. Stefán Kristjánsson hefur lítið
teflt á þessu ári en ásamt Braga og
Þresti er hann manna líklegastur
eru til að veita Hannesi keppni.
Staðan á mótinu eftir þrjár um-
ferðir er þessi:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 2½ v.
2.–4. Þröstur Þórhallsson,
Bragi Þorfinnsson og
Stefán Kristjánson 2 v.
5.–7. Davíð Kjartansson, Lenka Ptacnikova
og Snorri Bergsson 1½ v.
8.–12. Dagur Arngrímsson, Hjörvar Steinn
Grétarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Ingvar
Þ. Jóhannesson og Róbert Harðarson 1 v.
Í landsliðsflokki kvenna tefla níu
skákonur, þar af þrír fyrrverandi Ís-
landsmeistarar. Allar líkur eru á því
að baráttan muni standa á milli
Hörpu Ingólfsdóttur og Guðlaugar
Þorsteinsdóttur, en Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir, sem varð í
þriðja sæti á síðasta móti, hefur unn-
ið þrjár fyrstu skákir sínar og er til
alls líkleg. Staðan:
1.–2. Harpa Ingólfsdóttir og
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 3 v.
3. Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 v. (af 2)
4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1½ v. (af 2)
5. Tinna Kristín Finnbogadóttir 1½ v.
6. Elsa María Þorfinnsdóttir 1 v.
7. Sigríður Björg Helgadóttir 0 v. (af 2)
8.–9. Sigurlaug Friðþjófsdóttir og
Hrund Hauksdóttir 0 v.
Í áskorendaflokki er keppnin
einnig afar athyglisverð. Þar eru
efstir Þorvarður Fannar Ólafsson
og Einar Valdimarsson með 3 vinn-
inga af þrem mögulegum.
Keppni í áskorendaflokki kvenna
hófst í gær en keppendur eru:
Hildur Berglind Jóhannsdóttir,
Auður Eiðsdóttir, Stefanía Bergljót
Stefánsdóttir, Hulda Rún Finnboga-
dóttir, Ulker Gasanova og Geirþrúð-
ur Anna Guðmundsdóttir.
Margar skemmtilegar skákir hafa
verið tefldar. Þannig vann Bragi
Þorfinnsson félaga sinn Jón Viktor
Gunnarsson í „eitraða peðs-afbrigð-
inu“ sem gengið hefur í endurnýjun
lífdaga og er í mikilli tísku um þessar
mundir:
Skákþing Íslands 2007; 1. umferð:
Jón Viktor Gunnarsson – Bragi
Þorfinnsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4
Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. e5
dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Re4 Dxa2 13.
Hd1 Dd5 14. De3 Dxe5 15. Be2 h6
16. Bh4 Bc5 17. Bg3 Bxd4 18. Hxd4
Da5+ 19. Hd2 0-0 20. Bd6 Hd8 21.
Dg3 Rc6 20. 0-0 f5 23. Bc7 Db4 24.
Dg6 Dxe4 25. Bxd8 De3+ 26. Kh1
Rf8
27. Dg3 Dxd2 28. Bf6 Dd7 29.
Bh5 e5 30. Hxf5 Dc7 31. Hf3 Be6 32.
Dh4 Rh7 33. Hg3 Hf8
– og hvítur gafst upp.
Hannes Hlífar
tekur forustuna
á Íslandsmótinu
SKÁK
Skákþing Íslands
28. ágúst–8. september
helol@simnet.is
Helgi Ólafsson.
MEÐFYLGJANDI yfirlýsing var
samþykkt samhljóða á starfsmanna-
fundi stjórnsýsluskrifstofa Seltjarn-
arnesbæjar hinn 31. ágúst sl., og
send Morgunblaðinu til birtingar:
„Í tilefni af umfjöllun DV um
meintan trúnaðarbrest innan meiri-
hluta bæjarstjórnar og ávirðingar á
hendur Jónmundi Guðmarssyni,
bæjarstjóra Seltjarnarness, dagana
29. og 30. ágúst vilja starfsmenn
stjórnsýsluskrifstofa Seltjarnarnes-
bæjar koma eftirfarandi á framfæri:
Í umfjöllun Trausta Hafsteinsson-
ar er ítrekað talað um „kvartanir
lykilstarfsmanna“ vegna bæjar-
stjóra í sumar. Starfsmenn stjórn-
sýsluskrifstofa kannast ekki við slík-
ar kvartanir né að eðlilegt orlof
bæjarstjóra hafi með einhverjum
hætti haft áhrif á starfsemi bæjar-
ins. Samstarf bæjarstjóra við starfs-
menn bæjarins hefur verið einkar
gott og bera starfsmenn nú sem fyrr
fullt traust til bæjarstjóra og starfa
hans.
Starfsmenn stjórnsýsluskrifstofa
harma umfjöllun blaðsins, telja hana
ósanngjarna og meiðandi fyrir
starfsmenn og bæjarstjóra og hafna
henni með öllu.“
Hafna um-
fjöllun um
bæjarstjóra
FORELDRAR barna á Skaga-
strönd geta nú fengið 15 þúsund
króna styrk fyrir hvert barn, sem
þátt tekur í íþrótta- og æskulýðs-
starfi. Frístundakortin taka gildi 1.
september og gilda í eitt ár. Bæjar-
stjórn Skagastrandar hefur tekið
ákvörðun þessa efnis.
Til þess að hvetja börn og ung-
linga til þátttöku í hvers konar
íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur
sveitarstjórn Skagastrandar sam-
þykkt að taka upp styrkjakerfi, í
formi frístundakorta. Kortin, sem
verða ígildi 15 þúsund króna, munu
gilda í eitt ár.
Frístundakortin ná til starfsemi
íþróttafélaga auk hverskonar skipu-
lagðs félags- og tómstundastarfs
sem stendur í sex vikur eða lengur
og greitt er fyrir með þátttökugjaldi.
Þar að auki gildir kortið fyrir aðra
tómstundaiðkun, s.s. tónlistar- og
listnám.
Einu skilyrðin við notkun frí-
stundakortsins eru þau að starfsem-
in sé viðurkennd af sveitarstjórn og
um hana séu veittar allar þær upp-
lýsingar sem óskað er eftir, segir í
tilkynningu frá sveitarstjórn Skaga-
strandar.
Frístundakort
fyrir 15 þúsund
á Skagaströnd