Morgunblaðið - 01.09.2007, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
HARÐKJARNASVEITIN I Adapt
hefur gefið út sína þriðju skífu. Kall-
ast gripurinn Chainlike Burden.
„Nafnið skírskotar til viðfangsefn-
isins á plötunni,“ segir Birkir Fjalar
Viðarsson, söngvari bandsins, „og líka
mögulega til þess hversu erfitt var að
fæða hana … “
Birkir kveður nefnilega ýmislegt
hafa gengið á við upptökur og oft
komið babb í bátinn. „Þetta sóttist
mjög seint og með miklum og leið-
inlegum hléum. Við byrjuðum á plöt-
unni í mars eða apríl í fyrra. Þá vorum
við löngu búnir að semja alla plötuna.
En svo gat ég ekki tekið upp í ein-
hverja mánuði því ég fékk einhvern
vírus í hálsinn og svo var stundum
erfitt að koma okkur öllum sam-
an … “
Heppnin sigrar að lokum
Nýja plata I Adapt kemur ekki ein-
göngu út á Íslandi, heldur einnig í
Bandaríkjunum. „Morpheus heitir
fyrirtæki sem gefur út og framleiðir
diska, en þeir eru líka útgáfufélag
með mjög mikla dreifingu og alls-
konar tónlist. Þeir skrifuðu okkur og
fannst platan okkar það góð að þeir
vildu gefa hana út í Bandaríkjunum.
Svo við duttum algjörlega í lukkupott-
inn.“
Á Íslandi er það hinsvegar nýstofn-
að fyrirtæki, mammaþín! útgáfa, sem
stendur að dreifingu plötunnar. „Þau
[Páll Hilmarsson og Hanna Guð-
mundsdóttir] stofnuðu sérútgáfu ut-
anum þetta,“ segir Birkir. „Aftur
duttum við í lukkupottinn. Eftir langa
hrinu af óheppilegum atvikum, verða
menn heppnir á endanum.“
Samhugur í þungarokki
I Adapt leikur á Sköllfest hinn 11.
september næstkomandi. Tónleikarn-
ir fara fram í Hellinum í Tónlist-
arþróunarmiðstöðinni, en þar munu
fleiri mætar sveitar reka upp tóna,
s.s. Kimono og Blacklisted frá Am-
eríku.
I Adapt hyggur einnig á tónleika-
ferð um Bandaríkin í byrjun október
áður en hún svo leikur á Airwaves.
Birkir segir mikla samkennd ríkja
innan þungarokks-senunnar; í Banda-
ríkjunum munu hann og hinir liðs-
menn I Adapt gista heima hjá ýmsum
kunningjum og músíkfélögum. „Þið
gerið okkur greiða – við gerum ykkur
greiða,“ segir Birkir um stemninguna
í þungarokkinu.
En er I Adapt á brún meiksins?
„Já, í svona pönk-samhengi þá er-
um við það,“ segir Birkir og hlær.
Alltaf í lukkupottinum
Á brúnni I Adapt hefur um langa hríð verið í fararbroddi harðkjarnasveita og gefur nú út sína þriðju breiðskífu.
/ ÁLFABAKKA
ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6:30 - 8:30 - 10:30 LEYFÐ
LICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 4 LEYFÐ DIGITAL
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 3:30 LEYFÐ
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
DISTURBIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.14.ára
DISTURBIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.14.ára LÚXUS VIP
LICENSE TO WED kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.7.ára
ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 - 10:30 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL
THE TRANSFORMERS kl. 2:30 - 5:15 - 8 - 10:40 B.i.10.ára
THE TRANSFORMERS VIP kl. 2 B.i.10.ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 12:30 LEYFÐ
HARRY POTTER kl. 12:30 - 3 B.i.10.ára
WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
Þrjár vikur
á toppnum í USA
BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI?
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeee
- S.V, MBL HLJÓÐ OG MYND
SÝND M
EÐ ÍSLE
NSKU
OG ENS
KU TAL
I
Ertu að fara að gifta þig?
Þá viltu alls ekki lenda í honum!!!
Drepfyndin gamanmynd með hinumeina sanna
Robin Williams og ungstirninu Mandy Moore.
HLJÓÐ OG MYND