Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 15
matur
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 15
!"##$ %"##%&'(
( &
()*
!) &
(
+ ,
&
!" #
!!!
$ %
!
& "
"
&
$ '& !" #
&"!%
(
+ ,
&
&)*!
"!
+
, - .
$/"
"
&0
1$
-
&" 23!2
4
&
&
'5$
!
677%898: & ; "<
$
$
= &$>6??$% &1
"!
. /0.
12
Morgunblaðið/ÞÖK
Gott Erna og Guðrún Björg halda mikið upp á ostasalatið í bókinni.Ostasalat Klikkar ekki og er betra daginn eftir.
Þessar hressu konur, semkalla sig Reykjakots-systur, starfa á leikskól-anum Reykjakoti í Mos-
fellsbæ. Þær voru með söluborð á
afmælishátíð Mosfellsbæjar um síð-
ustu helgi til að fjármagna námsferð
sem þær ætla í á næsta ári. Svunt-
urnar sem þær eru að selja eru
þrælsniðugar og uppskriftabókin
þeirra vekur forvitni.
„Við fengum smjörþefinn fyrir
tveimur árum þegar við fórum í
námsferð til Danmerkur og sú ferð
heppnaðist frábærlega,“ segir Guð-
rún Björg Pálsdóttir, leikskólakenn-
ari í Reykjakoti. „Þá vorum við líka
með fjáröflun og héldum til dæmis
flóamarkað. Við þræddum geymslur
og bílskúra hjá vinum og vanda-
mönnum og fundum þar falda fjár-
sjóði og auðvitað hjá okkur sjálfum
líka og seldum svo það vel að við
endurtókum leikinn.“
Reykjakotssystur
Guðrún Björg segir að í Reykja-
koti starfi eingöngu konur og því
kalli þær sig Reykjakotssystur. „Við
erum um þrjátíu talsins og andinn í
hópnum er mjög góður. Við
skemmtum okkur konunglega þegar
við stöndum í fjáröflun og erum all-
ar á kafi í því sem við erum að gera.
Við bökum fyrir kökubasar, söfnum
dóti á markað og svo komum við til
dæmis allar með okkar uppáhalds-
uppskriftir þegar við settum saman
uppskriftabókina okkar. Þar að auki
finnum við okkur ýmislegt til dund-
urs, við göngum saman og föndrum
fyrir jólin.“
Hún segir að í ferðinni til Dan-
merkur hafi þær fengið ýmsar hug-
myndir fyrir leikskólann en líka
komist að því að starfið hjá þeim var
bara nokkuð gott.
„Við störfum í anda Hjallastefn-
unnar og það gengur mjög vel.
Markmiðið með svona vinnuferð-
um er auðvitað að fá nýjar hug-
myndir og kynnast aðferðum ann-
arra en líka að þjappa okkur enn
frekar í samhentan hóp.“
Svunturnar seldust upp
– Og hvað ætla þær annað að gera
í fjáröflunarskyni?
„Við erum nýkomnar með svunt-
urnar sem hún Gyða leikskólastjóri
saumar og hannar að hluta. Þær
seldust reyndar upp um síðustu
helgi en við vonum að Gyða haldi
áfram saumaskapnum. Á svuntun-
um eru viskustykki sem fest eru á
svunturnar með tölu og síðan er allt-
af uppskrift á hverri svuntu og jafn-
vel frasar á borð við Pabbi er besti
kokkurinn eða Mamma eldar besta
matinn.
Svo bjóðum við uppskriftabókina
áfram en þar eru bara margpróf-
aðar uppáhaldsuppskriftir okkar
sem vinnum í Reykjakoti. Það
stendur reyndar til að bæta við upp-
skriftum í bókina og hver veit nema
það verði sérstakar hollustu-
uppskriftir því Reykjakotssystur
hafa undanfarið verið í holl-
ustuátaki.“
– Og hvert á næst að halda?
„Við stefnum á London.“
Reykjakotssystur gáfu að lokum
góðfúslegt leyfi til að birta upp-
skriftir úr bókinni. Við birtum hér
uppskrift að ostasalati sem klikkar
aldrei, beikonvöfðum kjúklinga-
bringum og sælgætis-ostaköku.
Ostasalat
1 rauð paprika, söxuð
1 græn paprika, söxuð
½ púrrulaukur, fínt skorinn
1 mexíkó-ostur í bitum
1 hvítlauks-ostur í bitum
vínber að vild, bæði græn og blá
skorin í fjóra parta,
½ dós ananaskurl, án safa sett
saman við
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós mæjónes
Allt sett saman í skál. Kælt. Þetta
er líka gott daginn eftir, ef ekki
betra. Berið fram með grófu brauði.
Beikonvafðar
kjúklingabringur
kjúklingabringur
beikon
Kjúklingabringur eru skornar
langsum í um 3 bita. Beikoni vafið
utan um. Gott að tylla beikoninu
með tannstöngli. Grillað á útigrill-
inu. Einnig hægt að steikja eða setja
í eldfast mót inn í ofn.
Sósa:
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 dl tómatsósa
1 dl HP-sósa
sojasósa
svartur pipar
2 msk. Worchestersósa
um 2 dl appelsínusafi
1 msk. edik
Léttsteikið lauk og bætið síðan
öllu hinu hráefninu á pönnuna og
hrærið saman.
Berið fram með kjúklingabring-
unum.
Söfnuðu uppáhaldsuppskriftum í bók
Hressar Vigdís, Erna, Guðrún Björg og Þorbjörg seldu grimmt upp-
skriftabækur, svuntur og freistandi bakkelsi.
Sælgætisostakaka
2 bollar Homeblest kex, mulið
75-100 g smjör (brætt)
500 g rjómaostur
6-8 msk. kaffilíkjör (Kahlúa)
150 g mulið Mars (má nota Dajm,
Snickers eða Rommý)
5 dl þeyttur rjómi
2-3 matarlímsblöð
Mylsnu og smjöri er blandað sam-
an. Sett í form og þjappað vel í botn-
inn. Rjómaostur þeyttur og líkjör
settur út í. Mars brætt og sett út í
þeyttan rjómann sem svo er kældur
og að lokum sett út í rjómaostblönd-
una. Kakan er mjúk og ef bætt er í
matarlími verður hún stíf.
Nokkrar konur standa
við borð undir berum
himni í Mosfellsbæn-
um. Það geislar af þeim
kátínan og þær hvetja
Guðbjörgu R. Guð-
mundsdóttur óspart til
að kaupa svuntu, klein-
ur og uppskriftabók.