Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.09.2007, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SAMIÐ VIÐ NORÐUR-KÓREU Tilkynnt var um helgina aðBandaríkjamenn hefðu náðsamkomulagi við Norður-Kór- eumenn um að allri smíði kjarnorku- vopna verði hætt í Norður-Kóreu fyr- ir árslok og jafnframt veiti norður-kóresk stjórnvöld aðgang að öllum sínum kjarnorkuáætlunum. Norður-Kórea er eitt þeirra ríkja, sem George Bush Bandaríkjaforseti kallaði öxulveldi hins illa í frægri ræðu. Nú ætla Bandaríkjamenn að taka Norður-Kóreu af listanum yfir þau ríki, sem styðja hryðjuverka- starfsemi, og koma á eðlilegum sam- skiptum milli landanna. Jafnframt er í samkomulaginu loforð um að öryggi Norður-Kóreu verði ekki ógnað og veitt verði efnahagsleg aðstoð. Í stjórnartíð Bush hefur fremur verið til siðs að beita óvinveitt ríki hótunum, meðal annars um fyrir- byggjandi árásir, fremur en að leita friðsamlegra lausna. Með þessum hætti hefur meðal annars átt að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorku- vopna. Deilt hefur verið um það hvort þessi stefna beri tilætluð áhrif og því meðal annars haldið fram að ríki, sem ættu innrás frá Bandaríkjunum yfir höfði sér, myndu leggja allt kapp á að koma sér upp kjarnorkuvopnum og öðlast þannig fælingarmátt gegn öfl- ugasta herveldi heims. Þótti ýmsum að þetta hefði sýnt sig þegar Norður- Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í október árið 2006 og vakti það nokkr- un ugg í Asíu. Í Japan heyrðust meira að segja raddir um að nú yrðu Jap- anar að koma sér upp kjarnorkuvopn- um þar sem kjarnorkuvopn Norður- Kóreu gætu dregið þangað. Stefnt er að því að samkomulagið verði frágengið í lok september á fundi þeirra sex ríkja, sem tekið hafa þátt í viðræðum um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, en þau eru, auk Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, Japan, Kína, Rússland og Suður-Kó- rea. Gangi það eftir munu margir varpa öndinni léttar yfir því að ein- angrun Norður-Kóreu verði rofin, þótt langt sé í að þar muni ríkja eðli- legt ástand og áfram verði ástæða til að sýna forustu landsins aðhald, með- al annars í mannréttindamálum. Fréttin af samkomulaginu við Norður-Kóreu beinir athyglinni óneitanlega að öðru ríki, sem er með kjarnorkuáætlun og haldið er fram að hyggist koma sér upp kjarnorkuvopn- um. Í gær lýsti Mahmoud Ahmad- inedjad, forseti Írans, yfir því að Ír- anar hefðu nú komið sér upp þrjú þúsund skilvindum til að auðga úran, sem bæði er hægt að nota í kjarnorku- ver og kjarnorkuvopn. Mikill þrýst- ingur er á Írana að láta af kjarnorku- áætlun sinni og hefur Bush sagt að yfir Mið-Austurlöndum hvíli skuggi kjarnorkuhelfarar. Ahmadinedjad segir hins vegar að Írönum vaxi ás- megin við hverja ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn sér. Hvort er nú væn- legra til árangurs, að laða Írana að samningaborðinu, eða lemja á þeim með hótunum? Hvað segir reynslan frá Norður-Kóreu? ÁHRIF ÍBÚA Á ÁKVARÐANIR Hvert málið kemur nú upp á fæturöðru þar sem skerst í odda milli íbúa og yfirvalda um framkvæmdir. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétta- skýring eftir Pétur Blöndal um deil- urnar í Mosfellsbæ um framkvæmdir í Álafosskvos við fyrirhugaða tengi- braut frá Vesturlandsvegi inn í Helgafellsbyggð. Eitt deiluefnið er aðgengi að gögnum um framkvæmd- ina og kynningin á henni. Forsvarsmenn Varmársamtakanna segja að leikurinn sé ójafn og íbúar hafi engin úrræði vilji yfirvöld ekki hlusta á þá. Berglind Björgúlfsdóttir, formaður samtakanna, kvartar undan því í greininni að sveitarstjórnar- menn hafi öll tromp á sinni hendi, völd, fjármuni og starfsfólk. En fulltrúar Mosfellsbæjar og verktaka segja fáar framkvæmdir hafa verið kynntar jafn vel, bæði á fundum og með því að margauglýsa skipulag. „Mér er til efs að fram- kvæmdin við Kárahnjúka hafi verið kynnt betur en þessi tengibraut,“ segir Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Helgafellsbygginga. Hér verður ekki skorið úr þessari deilu, en athygli vekur ábending frá Sigrúnu Pálsdóttur hjá Varmársam- tökunum. „Við teljum að það myndi hjálpa gríðarlega mikið ef Árósa- samningurinn yrði innleiddur, sem Íslendingar hafa þegar samþykkt að fullgilda,“ segir Sigrún. „Í honum felst réttur almennings til að taka þátt í ákvarðanatöku og réttur til upplýsinga. Það er lýðræðislegur samningur sem eflir íbúalýðræði og í raun þann rétt íbúa að mega hafa af- skipti. Ef skýrt væri kveðið á um þetta væru skipulagsmál ekki svona mikið vandamál af því að fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi og það er óeðlilegt að það fái ekki að hafa áhrif eins og annars staðar á Norðurlönd- um.“ Árósasamningurinn er frá 1998 og snýst um aðgang að upplýsingum, að- komu almennings að ákvörðunum og réttláta meðferð umhverfismála. Evr- ópusambandið fullgilti Árósasamn- inginn árið 2003, en Alþingi hefur enn ekki veitt honum löggildingu. Þegar þingsályktunartillaga var lögð fram 2001 um að löggilda samninginn strandaði það á að breyta þyrfti lög- um. Óformlegum starfshópi þriggja ráðuneyta var falið að skoða stöðu Ár- ósasamningsins gagnvart íslenskum lögum. Nokkrum sinnum hefur verið kallað eftir löggildingu samningsins og má nefna að það hafa t.d. bæði Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, og Atli Gíslason, Vinstri grænum, gert í greinum í Morgunblaðinu. Þróun lýðræðisins er stöðug vinna. Markmiðið er að nálgast beint og milliliðalaust lýðræði eins og kostur er, m.a. með atkvæðagreiðslum um tiltekin mál og auknu aðgengi al- mennings að upplýsingum og áhrifum á ákvarðanir. Löggilding Árósasamn- ingsins er hluti af því margslungna ferli að færa valdið til íbúanna. FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Það fer ekki á milli mála aðfleiri af mínum skjól-stæðingum eru farnir aðnota Rivotril en áður. Það liggur við að hægt sé að segja að þeir noti það allir. Þeir fara í rán og alls konar þjófnaði, hótanir og ofbeldisverk meðal annars, undir áhrifum þessa lyfs. Það má segja að það sé orðið ófremdarástand hvað þetta lyf varðar.“ Þetta segir Aðalsteinn Aðal- steinsson, rannsóknarlögreglu- maður í auðgunarbrotadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur starfað við rannsókn innbrota, þjófnaða og rána í að verða áratug. Í langflestum til- fellum taka afbrotamennirnir sem Aðalsteinn er að fást við í sínu starfi fleiri en eitt lyf og segir hann augljóst að vinsælt sé meðal fíkni- efnaneytenda að nota Rivotril með öðrum lyfjum. Hins vegar geri auð- velt aðgengi að þessu tiltekna lyfi sem og lágt verð það að verkum að lyfið virðist vera orðið mun algeng- ara meðal þessa hóps en önnur lyf- seðilsskyld lyf, sem sumir kalla „læknadóp“. „Þetta slær önnur lyf út vegna þess hversu ódýrt það er,“ segir Aðalsteinn en Tryggingastofnun greiðir lyfið niður að verulegu leyti. Sé viðkomandi flogaveikur og framvísar lyfjaskírteini greiðir TR lyfið að fullu en aðrir greiða að há- marki 4.950 kr. af smásöluverði þess. Elli- og örorkulífeyrisþegar og börn með umönnunarmat greiða að hámarki 1.375 kr. af smá- söluverði. Svo virðist sem auðvelt sé að fá lyfinu ávísað hjá sérfræðingum og sökum þess hversu ódýrt það er freistast fólk til að versla með það á svörtum markaði. Gangverð á einni töflu, 200 mg, er um 200-300 kr. á götunni en hæglega er hægt að fá 35-40 þúsund krónur fyrir pilluglas með 100 stk. Í ofskömmtum veldur lyfið „hörkuvímu“ eins og skjól- stæðingar Aðalsteins hafa orðað það. Vinsældir lyfsins skýrast af öllum þessum þáttum saman- lögðum og má því segja að hér sé á ferðinni ódýr og aðgengilegur vímugjafi. Gott, kvíðastillandi lyf Lyfið Rivotril kom á markað á Íslandi fyrir áratugum og er það eina lyfið hér á landi sem flokkað er sérstaklega sem flogaveikilyf. Reynslan sýndi síðar, eins og oft gerist með lyf, að lyfið er kvíðastill- andi og hefur undanfarin ár verið mikið notað af þeim sem þjást af kvíðaröskun. Að sögn geðlæknis er talið að fáir kvíðasjúklingar, aðeins um 1% þeirra sem fái lyfinu ávísað og þurfi raunverulega á því að halda sem slíku, misnoti það. En neysla lyfsins getur valdið stór- vandamáli hjá þeim sem glíma við fíknivandamál. Fyrir það fólk er lyfinu ávísað sem og kaupa svörtum markaði. Þekkt er selji lyf sín á svörtum mark er Rivotril þar ekki undans Þar sem lyfið er ódýrt fyrir hafa lyfseðilsins er hægt að gott upp úr því að selja það Getur gróðinn verið tífaldu nóg er af áhugasömum kau endum. „Maður á örvandi lyfjum hvað sem er, hann vílar ekk sér,“ segir Aðalsteinn. „Þa að mínu mati mjög óábyrgt einhverjum sem er háður ly Rivotril.“ Önnur lyf fáanleg – verri verkun Á markaði eru önnur kví andi lyf, t.d. Buspiron, sem að vera ávanabindandi en þ geðlæknum saman um að þ ekki nægilega kvíðastilland og sé því lítið notað. Í vissu vikum virki hins vegar vel a verkja- og flogaveikilyfið L þótt ekki sé komin nægileg á það þar sem það er fremu og þar af leiðandi dýrt. Að sögn geðlæknis sem M unblaðið ræddi við er vand einnig það að hafi sjúklingu ast Rivotril á annað borð, s erfitt fyrir viðkomandi að h lyfið sérlega ávanabindandi. „Þann- ig að við sjáum oft að fólk er að taka þetta of mikið og misnota lyf- ið. Og það er ekki auðvelt að fá fólk til að hætta að nota það,“ segir geð- læknirinn. Í réttum skömmtum, yfirleitt 2-4 töflur á sólarhring, hefur lyfið ró- andi áhrif. Sé þess hins vegar neytt í ofskömmtum, t.d. teknar 6-8 töfl- ur í einu, verkar það örvandi og veldur svipaðri vímu og mikil áfengisneysla. „Séu notuð önnur fíkniefni með Rivotrili þá hefur það svokölluð sturlunaráhrif,“ segir Að- alsteinn. „Fólk getur hreinlega sturlast undir áhrifum þessara lyfja og misst allt veruleikaskyn. Neytendurnir gera hvað sem er og gera sér enga grein fyrir hvað þeir eru að gera.“ Aðrar alvarlegar aukaverkanir lyfsins í ofskömmtum eru m.a. svartnætti, vanlíðan, hræðsla og minnisleysi. „Neytendur hafa oft lýst þessu fyrir mér á þann veg að eftir að hafi verið handteknir um nótt og færðir í fangageymslur, hafi þeir ekki hugmynd um hvers vegna þeir voru teknir þegar þeir vakna morguninn eftir. Lyfið vekur ótta hjá neytendum en þeir verða samt svo háðir því að þeir vilja frekar nota lyfið en vera án þess, þrátt fyrir slæm eftirköst. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir hversu veruleikafirrtir þeir eru eft- ir neyslu lyfsins og því hættulegir umhverfi sínu við ofneyslu og mis- notkun þess.“ Eitur fyrir áfengissjúklinga Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að Rivotril eigi að nota mjög varlega hjá sjúklingum sem hafa átt við misnotkun áfengis eða eitur- lyfja að stríða. Þar segir einnig að lyfið geti leitt til líkamlegrar og andlegrar ávanabindingar. Hættan á ávanabindingu aukist með aukn- um skömmtum og löngum meðferð- artíma. Þá hefur því einnig verið haldið fram að benzódíazepín-lyf, sem Rivotril tilheyrir, verði áhrifa- laus sem meðal við kvíða eftir að þau hafi verið gefin samfleytt í 1-4 mánuði. Slík lyf geta truflað ýmsa heilastarfsemi, m.a. minni, þótt þau séu aðeins gefin í litlum skömmt- um. Fyrst og fremst trufla þau skammtímaminni en geta þó trufl- að langtímaminni ef þau eru tekin stöðugt í langan tíma. „Menn virðast fljótt verða mjög háðir lyfinu og svífast einskis, hvort heldur er að hóta líkamsmeiðingum til að komast yfir næsta skammt, fara í innbrot, þjófnaði eða rán,“ segir Aðalsteinn um Rivotril. Þekkt er að afbrotamenn niður í fimmtán ára aldur misnota lyfið og neysla þess meðal ungra afbrota- manna er mjög algeng. Fjármagna þeir neyslu sína, Rivotrils sem ann- arra vímugefandi efna, með inn- brotum og þjófnuðum. „Við erum að missa ungt fólk í neyslu þessa lyfs og það rænir síðan og ræðst á fólk undir áhrifum þess,“ segir Að- alsteinn. Neytendur fá bæði sjálfir Fremja ódæ áhrifum flog Hvað er lítið, bleikt og kringlótt og getur valdið „hörkuvímu“ í stórum skömmtum? Flogaveiki- lyfið Rivotril sem síbrotamenn neyta áður en þeir fara í rán, innbrot, þjófnaði og ofbeldisverk. Rivotril er áhrifaríkt, kvíðastillandi lyf en sé það tekið í stórum skömmtum getur það m.a. valdið uppnámi og árásargirni. Hættulegast er lyfið þegar það er notað ásamt öðrum vímuefnum. Þá virðist sem djöfullinn verði laus. Varasamt „Við erum að m þess,“ segir Aðalsteinn Að                       !"#  !" Mannfjölgun Fjöldi einsta 4,6% frá árinu 2003. Á sam Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.