Morgunblaðið - 03.09.2007, Síða 21
fyrir gjöfinni og þannig aukið enn
meir við skuldasúpu okkar erum
við í raun og veru að gefa eignir
annarra.
Hér hefur því verið slegið föstu
að Íslendingar séu ekki rík þjóð
vegna þeirra ofurskulda sem á
okkur hvíla. Hafa þeir þá aldrei
verið ríkir? Jú reyndar. Í seinni
heimsstyrjöldinni voru utanrík-
isviðskipti Íslendinga svo hagstæð
að gjaldeyrisforði þeirra jafngilti
tvöföldum fjárlögum ríkisins. En
þessi miklu auðæfi okkar entust
ekki lengi, því að þegar Nýsköp-
unarstjórnin fór frá árið 1947 eftir
að hafa setið rúmlega tvö ár að
völdum kom í ljós að hún hafði
eytt öllum stríðsgróðanum eins og
hann lagði sig.
Fyrir nokkrum árum reiknaði
ég lauslega út hve háa fjárhæð
þyrfti til að greiða allar skuldir Ís-
lendinga. Komst ég að þeirri nið-
urstöðu að þótt öll samgöngu- og
flutningatæki okkar væru seld á
fullu verði, allar bifreiðar, fiski-
skipafloti, farmskip og flugvélar,
nægði söluverðið ekki til að greiða
upp skuldir okkar erlendis. Og ég
dreg í efa að útkoman yrði hag-
stæðari ef slík athugun færi fram
nú. Og ósköp værum við nú fátæk
og umkomulaus ef við þyrftum að
láta öll þessi mikilvægu tæki af
hendi til þess að standa í skilum.
Vonandi kemur aldrei til þess. En
þá verðum við líka að taka okkur á
og breyta um lífsstíl og hugs-
unarhátt, því að áframhaldandi
lífsþægindagræðgi hlýtur að enda
með gjaldþroti. Í þessu mikilvæga
máli þarf ríkisstjórnin að hafa for-
ystu og sýna gott fordæmi. Hún
þarf að setja þjóðinni skynsamleg
markmið og hvetja hana til ráð-
deildar og sparnaðar.
» Það skiptir gríð-arlega miklu máli
fyrir velferð þjóð-
arinnar, hvort ríkidæmi
okkar fær staðist eða
ekki.
Höfundur er fyrrverandi kennari
og skólastjóri.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 21
MINNINGAR
✝ Eiríkur Björg-vin Eiríksson
fæddist í Dagverð-
argerði í Tungu-
hreppi, N-
Múlasýslu, 16. des-
ember 1928. Hann
lést á elliheimilinu
Grund 25. ágúst sl.
Hann var yngstur
í hópi fjögurra
systkina en tvö
komust til fullorð-
insára. Systir Eiríks
var Málfríður, ábú-
andi og skáldkona í
Dagverðargerði, f. 3. 2. 1922, d.
25. 11. 2000. Foreldrar Eiríks voru
Anna Gunnarsdóttir húsfreyja og
Eiríkur Sigfússon bóndi í Dag-
verðargerði.
ur svo til Reykjavíkur og gerðist
bókavörður hjá Alþingi. Þeim
starfa hélt hann fram til ársins
1995 er hann hætti fyrir aldurs
sakir. Eiríkur var fræðimaður af
Guðs náð og sinnti ýmsum rit-
störfum og menningarsýsli. Hann
var nafntogaður hagyrðingur og
vel að sér um sagnfræði og bók-
menntir; gat sér m.a. gott orð fyr-
ir frammistöðu í spurningakeppni
í sjónvarpi árið 1972. Þá ritaði
hann ábúendatal og sveitarlýs-
ingar í ritið „Sveitir og jarðir í
Múlaþingi“, tók saman hinar ít-
arlegu nafnaskrár og skýringar
við seinni útgáfu Þjóðsagna Sig-
fúsar Sigfússonar er út kom 1980–
1985 og er höfundur að mörgum
tímaritsgreinum og útvarps-
þáttum um austfirskan fróðleik af
ýmsu tagi.
Eiríkur var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Eiríks Björgvins fer fram
frá Fossvogskapellu mánudaginn
3. september og hefst athöfnin kl.
11.
Eiríkur naut
heimakennslu hjá
föður sínum í Dag-
verðargerði en hélt í
Eiðaskóla 1946 og
stundaði nám þar í
tvo vetur. Í veik-
indum föður síns
gerðist Eiríkur síðan
fyrirvinna heimilis-
ins og annaðist bú-
skapinn fram til 1967
samhliða aukastörf-
um við vegavinnu og
í sláturhúsi eystra.
Sinnti hann ýmsum
tilfallandi verkamanns- og rit-
störfum eftir að heilsa hans leyfði
ekki frekara búsýsl, þ. á m. skóg-
ræktarstörfum á Hallormsstað á
sumrum. Haustið 1975 hélt Eirík-
Ljúft er mér að rita nokkur orð
eftir vin minn og frænda, Eirík
fræðimann Eiríksson frá Dagverð-
argerði í Hróarstungu, sem nú hef-
ur kvatt þennan heim, heilsuskertur
og saddur lífdaga. Hann var af
þeirri kynslóð sem ekki var mulið
undir og ólst upp við þröngan kost
sveitabúskapar í kreppunni miklu.
Ekki var heldur langri skólagöngu
fyrir að fara; að mestu naut hann
fræðslu föður síns en nam þó tvo
vetur í Eiðaskóla áður en heilsu-
brestur föður hans og harðæri
neyddi hann til að snúa heim í Dag-
verðargerði og sinna búi foreldr-
anna. Aldrei blundaði þó bóndinn í
Eiríki; hann var pasturslítill til erf-
iðisvinnu og kvaðst hafa orðið því
fegnastur er hann gaf frá sér búst-
ritið og fluttist til Reykjavíkur. Þar
fann hann sig öllu betur í nánu
sambýli við vini sína, bækurnar,
jafnt á vinnustaðnum á Alþingi sem
heima fyrir. Ekki fóru mildar ko-
nuhendur um heimili hans né höfuð.
En lífsfyllingu fann hann í bókum
sínum og grúski. Bókasafn hans ber
þekkingarþorsta hans og smekkvísi
vitni og ötull var hann við að til-
einka sér fróðleik og reynslu fyrri
kynslóða. Námsgáfur hans og minni
komu snemma í ljós og þekkingu
hans á skáldskap var við brugðið.
Sjálfan hann mátti kalla talandi
skáld.
Þá viðaði hann að sér fjölmörgum
gripum úr búsháttum fyrri tíðar er
vitni bera um virðingu hans fyrir
gengnum kynslóðum. Skyldu menn
minnast hlutdeildar hans í minn-
isvörðum um Sigfús Sagna, Pál
Ólafsson og Jóhann Magnús
Bjarnason eystra.
Þekkingu hans í ættfræði var við
brugðið: Svo sagði mér maður er
samferða varð honum frá Reykjavík
austur á Hérað að framan af hefði
Eiríkur kunnað nöfn allra bæja við
veginn, en síðan – eftir því sem
austar dró – einnig ættartölur ábú-
enda! Svo minnugur var hann að
hann blekkti augnlækni á sjónprófi
með því að þylja viðstöðulaust alla
stafina sem læknirinn bað hann lesa
– eftir minni! Sjálfur sagði hann
mér að er útgáfa safnritsins „Sveit-
ir og jarðir í Múlaþingi“ stóð fyrir
dyrum hefði hann komið til Bakka-
fjarðar í fyrsta sinn á ævinni um
hádegisbil dag nokkurn, notað síð-
degið og kvöldið til spjalls við fróða
heimamenn og ritað svo sveitarlýs-
ingu Bakkafjarðar um nóttina! Þarf
engu þar við að bæta, hvorki að
orðfæri né innihaldi. Þá var Eiríkur
áður fyrr ólatur við ýmis greina-
skrif og þáttagerð. Ekki skal
gleyma hinni ítarlegu nafnaskrá
með útgáfunni á Þjóðsögum Sigfús-
ar Sigfússonar. Ábúendatal Kirkju-
bæjarsóknar er til í handriti en
mun óprentað enn.
Síðustu árin urðu Eiríki þung í
skauti. Heilablóðfall rændi hann
hreyfigetunni og varð hann að
bregða búi sínu. Féll honum þungt
að skiljast við bækurnar sínar og
kjörgripi ýmsa. En nýtt athvarf
fékk hann á Grund á ævikvöldinu
og á það sómafólk er þar annaðist
um hann heiður skilinn fyrir góðan
aðbúnað hans þar.
Fari nú Eiríkur frá Dagverðar-
gerði ætíð vel. Ekki batt hann
bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðarmenn en því eftirminnilegri
verður hann þeim er honum kynnt-
ust. Við sem eftir stöndum höfum í
honum mikils misst – en mest þó
Austurland, fræði þess og fortíð öll.
Jón B. Guðlaugsson.
Góður maður og gegn er genginn
til feðra sinna, Eiríkur Björgvin Ei-
ríksson frá Dagverðargerði í Hró-
arstungu. Hann átti til merkra að
telja austur þar, vandaðra og vinnu-
samra.
Eiríkur átti heima í Dagverðar-
gerði til ársins 1975 að hann flutti
til Reykjavíkur og gerðist bóka-
vörður við bókasafn Alþingis, en búi
hafði hann brugðið 1967, níu árum
eftir að hann tók við búforráðum
með móður sinni að föður sínum
liðnum. Hann stundaði nám á Eið-
um og má raunar segja, að upp frá
því hafi bækur og ritstörf hverskon-
ar verið hans ær og kýr. Líka vegna
þess að heilsa hans leyfði raunar
ekki bústang. Sótti t.d. á hann hey-
mæði illvíg frá unga aldri. Var því
kannski ekki gaumur gefinn sem
skyldi; unglingnum haldið fast að
vinnu, enda vinnusemi í Dagverð-
argerði mikil, þótt ekki sé við hæfi
að segja að Eiríkur hafi verið
barnlúinn, eins og haft var á orði í
minni sveit um fólk, sem var ofþjak-
að af vinnu í bernsku.
Um Eirík þyrfti að rita langt mál,
ef ná ætti fram lýsingu sem honum
hæfði. Sá, sem hér heldur á penna,
treystir sér ekki til þess að þessu
sinni, enda er hætt við að þeir, sem
ekki þekktu Eirík vel, myndu
kannski telja að farið væri með dár
og spé, enda batt hann ekki bagga
sína sömu hnútum og samferða-
menn.
Eiríkur var í mörgu sér á kvisti.
Á hann sótti þó engin minnimátt-
arkennd, enda með öllu óþarft.
Eiríkur var mjög vel gefinn mað-
ur og minnið svo trútt sem tölva
væri.
Hans líf og yndi voru bækur,
einkum og sér í lagi gamall fróð-
leikur um menn og menntir. Hann
var hagyrðingur ágætur, svo sem
þulur hans í veizlum starfsfólks Al-
þingis bera gott vitni um. Bæði þá
og eins í öðrum kveðskap var hann
mjög pólitískur og níðskældinn þeg-
ar Framsókn átti í hlut. Þótti hon-
um verra að eiga sama afmælisdag
og sá flokkur, en betra þegar Geir
Hallgrímsson reyndist fæddur þann
sama dag.
Dagverðargerði var ekki mikil
jörð né arðgefin. En hún var setin
með slíkum ágætum af foreldrum
Eiríks, Önnu og Eiríki og svo og
syninum síðar að telja mátti þau
efnafólk. Eiríkur þurfti til dæmis
ekki að fara í innri vasann til að
reiða af höndum kaupverð íbúðar að
Brávallagötu árið eftir að hann
flutti búferlum til Reykjavíkur.
En vinnusemi, nýtni og ýtrustu
sparsemi þurfti til, enda allt til
staðar. Dró Eiríkur dám af því upp-
eldi, enda var aðgát hans í fjár-
málum einstök. Þar kom þó að
brugðið var fyrir hann fæti í þeim
efnum og var algjör undantekning
sem sannaði hina regluna.
Eiríkur reyndist bókasafni Al-
þingis hinn nýtasti starfskraftur.
Hann var einstaklega bókfróður og
svo gjörkunnugur í fornbókavið-
skiptum að furðu sætti. Átti hann
því hægt um vik að afla ýmissa rita
og fylla í eyður sem finna mátti í
bókasafninu. Ég minnist þess að
Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri
Alþingis, gaf honum hið bezta orð,
svo og aðrir sem honum kynntust í
dagsins önn. En bezt undi hann sér
með skræðum sínum heima og
þurfti ekki annarra tómstunda við.
Til dæmis festi hann aldrei kaup á
sjónvarpi og taldi slíkt aðeins til
truflunar. Fyrstu árin hirti hann
heldur ekki um að sími væri nær-
hendis.
Þeim, sem nú á dögum telja eðli-
legast að allir séu steyptir í sama
mótið, mun hafa þótt Eiríkur kyn-
legur kvistur í ýmsum háttum sín-
um. Það vissi hann mætavel en gaf
ekki um.
Að honum er vinum hans mikill
sjónarsviptir. Hann er hinn þriðji
sem gengur fyrir ætternisstapann
af tólf manna gestasveit, sem jafnan
sat Þorláksmessuhóf að Einimel 9
um aldarfjórðungsskeið. Hinir tveir
eru Pétur Sigurðsson, sjómaður og
alþingismaður, og Helgi G. Þórð-
arson verkfræðingur. Þótti mikill
miðmundi að Eiríki í þeim hópi.
Við Greta kveðjum Eirík með
söknuði, þakklát forsjóninni fyrir
kynni af svo einstökum manni.
Eiríkur var ekki trúhneigður
maður. Hann mun samt eiga góða
heimvon. En líklega mun hann vilja
fá að blaða í Lífsins-bók, þegar
hann kemur til fundar við Lykla-
Pétur. Og hefir þá einurð að benda
á misfellur ef þar finnast.
Sverrir Hermannsson.
Eirík sá ég fyrst fyrir réttum
fjörutíu árum. Hann var í trjávinnu
austur á Hallormsstað og Sigurður
Blöndal kynnti hann sem væntan-
lega pólitískan flóttamann. Eiríki
samdi nefnilega ekki við menning-
arvitana fyrir austan sem hann kall-
aði svo, einkum ekki ef þeir voru
framsóknarmenn. Sama kvöld kom
hann til okkar í tjald, kunni vel að
meta lítilræði á fleyg og þá var nú
ekki töluð vitleysan. Síðan bar ekki
skugga á. Tveim árum seinna sögðu
samstarfsmenn mínir á Þjóðminja-
safni, Gísli Gestsson og Halldór J.
Jónsson, frá fróðskap sama manns
sem hafði verið þeim til aðstoðar við
að taka ofan baðstofuna á Brekku í
Hróarstungu.
Þegar Sverrir Hermannsson
gerðist þingmaður í Austurlands-
kjördæmi varð honum brátt ljóst að
Eiríkur átti betur heima í menning-
arlífi höfuðstaðarins. Hann fékk því
til leiðar komið að Eiríkur varð
starfsmaður á bókasafni Alþingis.
Sá böggull fylgdi þó skammrifi að
þar sat fyrir Halldór framsóknar-
maður Kristjánsson á Kirkjubóli.
Kváðust þeir nokkuð á annað veifið
og þótti Eiríki stundum hart undir
að búa því Halldóri var öllu léttara
um að yrkja.
Eftir að Eiríkur fluttist til
Reykjavíkur urðu ferðir hans tíðari
á Þjóðminjasafnið. Hann var þar
kunnugur ýmsum, hafði einatt
margt að segja, skoðanir og gagn-
rýni á ýmsa hluti svo að nokkuð gat
teygst úr heimsókninni. Oftast hafði
hann þó komið einhverjum til nokk-
urs þroska.
Eiríkur varð landsfrægur þegar
hann tók þátt í spurningakeppni á
vegum Sjónvarpsins og hlóð hverju
gáfnaljósinu á fætur öðru með
marghliða þekkingu sinni. Honum
var fræðimennska í blóð borin en
líklega var hún meira í ætt við al-
fræðirit en djúpan skilning á sam-
hengi hlutanna. Hann birti ekki
annað en nokkrar smágreinar í hér-
aðsritin Múlaþing og Gletting og
eitt kvæði í tímaritinu Skildi sem
reyndar er pólitísk háðsádeila.
Mesta verk sem eftir hann liggur
er hin mikla skrá yfir mannanöfn,
drauga, vættir og staði í seinasta
bindi hinnar nýju útgáfu á þjóðsög-
um Sigfúsar Sigfússonar. Hún er
360 blaðsíður og er til vitnis um
mikla natni og nákvæmni.
Eiríkur hirti lítið um útlit sitt eða
klæðaburð. Að sumu leyti virtist
þetta stafa af einstakri gætni hans í
fjármálum og sparsemi við sjálfan
sig og aðra sem sögur fóru af. Hann
var ekki mikill félagshyggjumaður
og sá eftir hverjum eyri í opinber
gjöld. Hann lagði kollhúfur þegar
hann var eitt sinn spurður af grá-
glettni hvort honum væri ekki ljúft
að geta lagt sitt af mörkum til sam-
félagsins. Það var því nánast átak-
anlegt að það litla sem hann hafði
nurlað saman skyldi á endanum
lenda í óprúttnum höndum en hann
sjálfur fá að njóta hinnar sam-
félagslegu velferðarþjónustu.
Hvað sem annars má um Eirík
segja gat hann gert mönnum glatt í
sinni ef hann var rétt skilinn. Og
hann er gott dæmi um þá sjálf-
menntuðu menn sem geta skotið
mörgum fræðimanninum með há-
skólagráðu ref fyrir rass.
Árni Björnsson.
Eiríkur Björgvin
Eiríksson
deyfa dollaraglampann í augum
þeirra: „… virkjunin er erfið og
áhættusöm jaðarframkvæmd í
landfræðilegu, – tæknilegu, – um-
hverfislegu – og markaðslegu til-
liti, er í raun eyland í raf-
orkukerfinu og rýrir það meðal
annarra þátta gildi vatnsréttinda
við Kárahnjúka. Þá er ekki unnt
að útiloka að stofnkostnaður fari
fram úr áætlunum vegna tækni-
legra örðugleika á byggingartíma
og rekstrarkostnaður Hálslóns
geti orðið umtalsverður ef beiti
þurfi ítrustu mótvægisaðgerðum
vegna skilyrða um umhverf-
isþætti …“ Ég tók hvergi í grein
minni undir bullið um að gildi
vatnsréttinda rýrðist vegna þess
hve þessi framkvæmd væri slæm
og myndi aldrei taka undir það að
verðmæti náttúruverðmætanna
sem fórnað var væru minni af
þeim sökum. Þvert á móti er það
grátlegast hve miklum verðmæt-
um er fórnað og hve grátt þjóð
okkar verður endanlega leikin
þegar öll kurl verða komin til
grafar. Jakob Bjarnar sýnir
skemmtilega í lok greinar sinnar
hvernig ríkið sjálft muni í raun
samkvæmt úrskurði matsnefndar
borga til annarra en sjálfs sín ná-
kvæmlega það sama fyrir vatns-
réttindin og áætlað var í upphafi.
70 prósent af greiðslunum muni
einfaldlega renna úr einni skúffu
ríkiskassans í aðra. Þessi fram-
kvæmd byggist nefnilega á því að
á endanum borgi þjóðin sjálf
reikningana og að því leyti til er-
um við Jakob Bjarnar samherjar í
því að fletta ofan af því hugarfari
og aðferðum sem liggja að baki
þessu mesta hneyksli Íslandssög-
unnar.
Höfundur er formaður
Íslandshreyfingarinnar.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
Fleiri minningargreinar um Eirík
Björgvin Eiríksson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.