Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 26

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 26
26 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ VEIST AÐ MORGUNMATUR, HÁDEGISMATUR OG KVÖLDMATUR ERU ÞRJÁR MÁLTÍÐIR? ÞÚ ÁTT EKKI AÐ BLANDA ÞEIM ÖLLUM SAMAN ERTU BARA AÐ SEGJA ÞETTA TIL AÐ SÆRA MIG? MIG LANGAÐI BARA AÐ VERA HETJA EN FÆ ÉG AÐ VERA HETJA? NEI! ÉG ER ALLTAF BARA HEIMSKUR AULI! EKKI LÁTA SVONA, KALLI... ÞAÐ LENDA ALLIR Í ÞVÍ EINHVERN TÍMANN Í LÍFINU AÐ ÞEIM LÍÐUR ILLA.. MÁLIÐ ER BARA AÐ Í MÍNU TILFELLI ER ÁSTANDIÐ VIÐVARANDI HÆ SOLLA FARÐU BURT! SESTU HJÁ EINHVERJUM ÖÐRUM! ÉG VIL EKKI VITA HVAÐA ÓGEÐ ÞÚ ERT MEÐ Í NESTI! ÉG ÆTLAÐI EKKERT AÐ SEGJA ÞÉR HVAÐ ÉG ER MEÐ Í NESTI ÞAÐ ER EINS GOTT FYRIR ÞIG! ÞAÐ EINA SEM ÉG GET SAGT ER AÐ ÉG VORKENNI MÖÐKUNUM MÍNUM KENNARI! ÉG SAGÐI EKKI HVAÐ ÉG ER MEÐ Í NESTI! EKKI BÚAST VIÐ ÞVÍ AÐ VÍKINGUR SÉ ÞÉR FULLKOMLEGA TRÚR... LÆRÐU ÞESS Í STAÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í ÁST HANS Á ANNARRI KONU?!? NEI... Á SKIPINU SÍNU VILTU FLÝTA ÞÉR! ÞETTA ER BARA HUNDAÓL! ÞAÐ FINNST ÖLLUM KJÖTRÉTTURINN ÞINN FRÁBÆR. MIG LANGAR BARA AÐ BREYTA TIL EN MIG VANTAR SAMT HJÁLP. GETUR ÞÚ ÚTBÚIÐ MEÐLÆTI? ALLT Í LAGI, ADDA. HAFÐU ÞETTA BARA EINS OG ÞÚ VILT EKKERT MÁL! ÉG GET ÚTBÚIÐ MEÐLÆTI... OG PÍNULÍTIÐ AF KJÖTRÉTTINUM MÍNUM EF ÞÚ ERT EKKI KÓNGULÓ- ARMAÐURINN, HVER ERTU ÞÁ? ÉG HEITI TED CHAMBERS ÉG FANN ÞENNAN BÚNING OG REYNDI AÐ HJÁLPA FÓLKI MEÐ ÞVÍ AÐ ÞYKJAST VERA KÓNGULÓARMAÐURINN ÉG VAR SLÖKKVI- LIÐSMAÐUR Á AUSTUR- STRÖNDINNI EN EFTIR AÐ KONAN MÍN LÉST Í ELDSVOÐA HEF ÉG VERIÐ HRÆDDUR VIÐ ELD dagbók|velvakandi Draugaskipið Kútter Sigurfari NÚ HEFUR Bæjarstjórn Akra- ness farið fram á að aflaskerðingar verði bættar m.a. með því að ríkið leggi fjármuni til í þá óendanlegu hít sem Sigurfari nefnist. Nú efast enginn um að Akurnesingum ber að fá þá skerðingu sem við blasir bætta. En, herra guð, var ekki hægt að finna eitthvert jákvæðara við- fangsefni en draugaskipið alræmda! Menn tóku fljótlega eftir því við komu skipsins og þó sér í lagi er á leið svonefndar viðgerðir á stáss- fleyi þessu að búpeningur hvarf með öllu í næsta nágrenni enda er hástig vitrænna vitsmuna að finna í sauðkindinni sem svo sannarlega lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Hugsjónamaðurinn og mannvinur- inn sr. Jón M. (Margrétarson) Guð- jónsson var aðalhvatamaður að því að Sigurfari var keyptur til lands- ins. Sr. Jón var þeirrar gerðar að með einstökum persónutöfrum sín- um fékk hann það í gegn er hann taldi til gildis fyrir komandi kyn- slóðir. Fjölmargir komu að verki þessu, t.d. Sæberg SU er tók skipið í tog til Íslands, Landhelgisgæzlan, vöruflutningafyrirtæki o.fl. Mér er til efs að nokkur þessara aðila hafi tekið krónu fyrir vinnu sína og ómældan tíma; verkalaunin fólust í því að sjá drauminn rætast. En þetta ævintýr er á enda. Þar ber fyrst og síðast að nefna fákunnáttu og að því er virðist dauðyflishátt við að verða sér úti um bestu fáanlegu heimildir hvernig skyldi með slík skip fara. Handvömmin er alger og þetta botnlausa gímald sóunar og fordjörfunar á verðmætum auk sjónmengunar þarf að jarða sem allra fyrst. Menn geta sem best gert af- steypu af plasti en kútterinn sjálfur er svo illa á sig kominn að þar nægir að einhver hósti í næsta nágrenni til að hann hrynji saman í frumeindir sínar, ekki einu sinni nothæfur í áramótabrennu eða menn geti gert sér það til skemmtunar að sprengja hræ þetta í loft upp. Varla er hægt að skiljast við grein þessa nema minnast þess ein- staka skemmdarverks sem unnið var á klöppunum milli Gamla vita og Nýja vita á Akranesi. Brotajárn eða blikkrusl hefur „skreytt“ klapp- irnar um nokkur ár sem og að ein- hver síbernsku- eða kiddaklúbb- urinn tók sig til og gerði upp vitann! Þarf ekki að fara að tjarga Valþjófs- staðahurðina!! Undirritaður er vel kunnugur strandlengjunni við Akranes og nágrenni og ótrúlegt hversu stutt er að fara í ósnortna fegurð náttúrunnar og upplifa feg- urð ljóss og skugga, óendanlega litadýrð þar sem mannshöndin, góðu heilli, hefur hvergi nærri kom- ið. Guðni Björgólfsson, kennari á Þórshöfn. Fækkum flækingsköttum ÉG SÁ frétt um að lögreglan tók hund og lét lóga honum. Mér finnst að það eigi að fara eins að með ómerktar kisur, fara með þær í Kattholt, eða svæfa þær. Það er allt of mikið af kisum sem ráfa um, og vita ekki hvar þær eiga heima. Kis- ur ættu ekki að fá að ganga lausar. Ég á sjálf 3 ketti og hef þá alltaf í beisli þegar ég fer út með þá. Því eru þeir vanir frá 8 vikna aldri og gengur mjög vel. Katta- og hundavinur. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is STARFSMENN Landsbankans við Austurstræti hafa í nógu að snúast þessa dagana. Kannski hafa þessir starfsmenn verið að útbúa myntkörfu fyrir einhvern viðskiptavin bankans, en ásókn landsmanna í erlend lán hef- ur aldrei verið meiri. Það er því öruggara að draga pappírana út í glugga og athuga hvernig þeir líta út í dagsbirtunni. Morgunblaðið/G.Rúnar Gluggað í pappíra FRÉTTIR SAMKOMULAG hefur náðst í kjaradeilu slökkviliðsmanna á Austurlandi við nýstofnað bruna- samlag, Brunavarnir á Austur- landi. Í júlí sögðu 11 af 14 slökkvi- liðsmenn upp störfum frá og með 1. september vegna óánægju með breytt launakerfi sem þeir töldu skerða kjör sín. Með samkomulaginu, sem und- irritað var í fyrradag milli Bruna- varna á Austurlandi og Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, drógu slökkviliðsmennirnir uppsagnir sínar til baka. Samkomulagið gerir ráð fyrir greiðslum til slökkviliðsmannanna fyrir störf þeirra vegna vakta á vegum rekstrarsamlagsins, að því er segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að greitt verði fyrir starfshlutfall sem geti verið mis- munandi milli starfsheita og ein- stakra starfsstöðva vegna meðal annars mismunandi umfangs. Þar kemur einnig fram að slökkviliðsmönnum sé kunnugt um að uppi séu hugmyndir um stofnun atvinnuslökkvideildar á Fljótsdals- héraði og að aðilar séu sammála um að grundvöllur samkomulags- ins sé að vinna sameiginlega að uppbyggingu öflugra brunavarna á svæðinu. Samkomulagið gildir frá 1. jan- úar á þessu ári og fram til loka nóvember á því næsta. Samkomulag í deilu slökkviliðsmanna og Brunavarna á Austurlandi Uppsagnir dregnar til baka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.