Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 282. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is PERLA PÓLITÍK AÐSTOÐARDAMA YFIRLÆKNISINS Á GRUND ER HUNDUR MEÐ STIMPILKORT >> 18 Smáratorg 3 200 Kópavogur Núna þurfa gríslingarnir aðeins að sofa 2 nætur í viðbót Er leikhúsið griðastaður sálarinnar >> 37 Leikhúsin í landinu FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VILJI borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúar hennar í stjórn Orkuveit- unnar ógilda eða breyta samningi um sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy væri eðlilegast að boða til eigendafundar í REI og freista þess að ná samkomulagi. Takist það ekki er hugsanlegt að hægt sé að ógilda samninginn á grunni þess að for- sendur hans hafi brostið. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi vinstri grænna, hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá fund þar sem sameining REI og Geysir Green verður ógilt. Ef dómstólar fallast á kröfu Svandísar verður sameiningin ógild og þjón- ustusamningur Orkuveitunnar við REI, sem gildir til 20 ára, sömuleið- is, en samningurinn var gerður í tengslum við sameiningu félaganna. Samstarf með hangandi hendi? Ef Svandís tapar málinu á borg- arstjórn Reykjavík nokkra kosti, þ.e.a.s. ef hún sættir sig ekki við dóminn. Stjórnendur borgarinnar og Orkuveitunnar geta boðað til fundar með öðrum eigendum í REI, þ.e. FL-Group, Glitni, Atorku og fleirum, og óskað eftir breytingum á samn- ingnum. Það er einnig hugsanlegt að hægt sé að gera kröfu um að samn- ingurinn verði ógiltur vegna þess að það hafi orðið forsendubrestur. Þar kæmu t.d. til álita hlutir sem lúta að eignarhlut REI í Hitaveitu Suður- nesja. Ekkert liggur fyrir um hvernig eigendur Geysis Green Energy munu bregðast við tillögu frá Orku- veitunni um ógildingu eða breyting- ar á samningnum, komi slík tillaga fram. Það liggur fyrir að markmið núverandi eigenda REI er að fara í stórfellda útrás með þekkingu á nýt- ingu jarðhita. Það hlýtur að skipta miklu máli þegar spurt er um árang- ur hvort Orkuveitan tekur þátt í þessu samstarfi af fullum krafti eða hvort menn þar á bæ gera það með hangandi hendi. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Útrás REI ætlar sér að fara í útrás með þekkingu á nýtingu jarðhita. Er hægt að ógilda? Eðlilegast að boða nýjan eigendafund Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson hafnar því að honum hafi verið gerð grein fyrir einkaréttarsamn- ingnum milli Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) og Reykjavik Energy In- vest (REI) sem tryggði þeim síðarnefnda meðal annars erlend verkefni og þjónustu OR til 20 ára á löngum fundi á heimili hans 23. september síðastliðinn, tíu dögum áður en einkaréttarsamningurinn var samþykktur á eigendafundi í OR 3. október. Því er haldið fram í greinargerð Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns REI, Hauks Leóssonar, stjórnarformanns OR, og Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR, sem send var fjölmiðlum í gær. Einkaréttarsamningurinn var samþykktur á eigendafundi OR 3. október, þar sem Vilhjálmur fór með atkvæði borgarinnar. Í fund- argerð fundarins er samningurinn sagður um tækniþjónustu og fleira og sagði Vilhjálmur í Morgun- blaðinu á sunnudag að hann héldi að „ekki hafi margir stjórnarmenn gert sér grein fyrir að þetta væri einkaréttarsamningur til tuttugu ára“. Kannast ekki við minnisblað Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri ekki rétt sem fram kæmi í grein- argerðinni að honum hefði verið greint frá því að samningurinn fæli í sér 20 ára einkarétt REI til verk- efna OR erlendis. Hann kannast ekki við minnisblað sem Bjarni Ármannsson gerði en hluti þess hefur nú verið látinn fjölmiðlum í té. Lýsingin á þjónustusamningn- um á heimili hans hinn 23. sept- ember hefði verið með sama hætti og sú tillaga sem lögð var til sam- þykktar stjórnar OR hinn 3. októ- ber. Orð gegn orði Í HNOTSKURN »Bjarni Ármannsson,stjórnarformaður REI, Haukur Leósson, stjórnar- formaður OR, og Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, hafa sent frá sér greinargerð um aðdraganda samruna GGE og REI. » Í greinargerðinni er vísaðtil hluta minnisblaðs sem á að hafa verið lagt fyrir borg- arstjóra hinn 23. september. »Morgunblaðið hefur ekkifengið allt minnisblaðið í hendur. Segir Bjarni Ár- mannsson að þær upplýsingar skipti ekki allar máli fyrir umræðuna. Þar komi fram eigendaupplýsingar sem hafi breyst. »Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonsegist engin gögn hafa fengið í hendur á fundinum hinn 23. september. Þjónustu- samningurinn hafi ekki verið kynntur sem einkaréttarsamn- ingur.  Borgarstjóra og forsvarsmönnum OR og REI ber ekki saman um fund sem haldinn var á heimili hans í september Haukur Leósson Hjörleifur Kvaran Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Bjarni Ármannsson  Málefni OR og REI | 6, miðopna BANASLYS varð þegar ökumaður bifhjóls ók út af Krýsuvíkurvegi við Bláfjallaafleggjara síðdegis í gær. Bifhjólamaðurinn, sem var rúmlega þrítugur og úr Reykjavík, var úr- skurðaður látinn skömmu eftir komuna á slysadeild. Skv. upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu missti mað- urinn stjórn á bifhjólinu í beygju, rann út af veginum og lenti úti í úfnu hrauni. Talsverð umferð vörubíla er á þeim vegarkafla þar sem slysið varð og voru nokkur vitni að at- burðinum, skv. upplýsingum lög- reglunnar. Þrír bifhjólamenn hafa látist í umferðarslysum á árinu Alls hafa nú tíu látist í umferð- inni á þessu ári, þar af þrír bif- hjólamenn. Mun fleiri alvarleg bif- hjólaslys hafa orðið í umferðinni á undanförnum tveimur árum en árin þar á undan en á þessum tíma hefur þeim líka fjölgað mjög sem tekið hafa bifhjólapróf, jafnframt því sem innflutningur bifhjóla hefur aukist mjög. Í fyrra dó 31 í 28 um- ferðarslysum á landinu en árið 2005 létust nítján í sextán slysum. Tuttugu og þrír dóu hins vegar í umferðarslysum 2004.Morgunblaðið/Júlíus Banaslys á Krýsu- víkurvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.