Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Rán rebbanna á bestu varphænum Orkuveitunnar er dropinn sem fyllti mælinn í „græðgisvæðingunni“. VEÐUR Það getur verið allt að því kómísktað hlusta á nýjan borgarstjóra Reykvíkinga lýsa áherslum sínum í stjórnmálum. „Þessi nýi meirihluti er félagshyggjustjórn sem er stofnuð um almannahagsmuni í orkumálum,“ sagði Dagur á Tjarnarbakkanum eft- ir myndun nýs meirihluta. „Um öfl- uga opinbera þjónustu; um fumlaus vinnubrögð, fag- leg vinnubrögð og lýðræðisleg vinnubrögð.“ Hvað þýðir það?     Aðspurðurhvort mál- efnasamningur lægi fyrir sagði hann: „Nei, allir þessir flokkar fóru í gegnum kosningar fyrir ári og voru með sviplíkar áherslur í fjöl- mörgum málum. Og þess vegna held ég að okkur verði ekki skotaskuld úr því. Við erum náttúrlega búin að starfa líka saman í rúmt ár í borg- arstjórninni og ræða þar og kynnast áherslum hvert annars. Þannig að ég kvíði því ekki heldur þvert á móti tek bara undir orð Björns Inga, Svandís- ar og Margrétar að við horfum auð- vitað mjög bjartsýn til þeirra tæki- færa sem borgin býr yfir og bíðum þess eiginlega með óþreyju að ganga til verka, þó að við leggjum mikla áherslu á það, vegna þess hvernig málin hafa þróast undanfarna daga, að það er líka bara mjög mikilvægt að hér inni í Ráðhúsinu komi ákveðin festa og ró yfir starfshætti, áherslur og verkefni. Það á líka við um fyr- irtæki borgarinnar. Þannig að fólk getur alveg treyst því og borgarbúar að það verður ekki hrapað að neinu. Hér er kominn nýr meirihluti sem ætlar sér að vinna hlutina faglega og leysa hlutina til enda áður en við köll- um [á] ykkur næst.“     Það er nefnilega það.     Þannig að það eru lýðræðislegvinnubrögð að leysa hlutina til enda áður en kallað er á fjölmiðla næst? Eða hvað á hann eiginlega við? STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Almannahagsmunir borgarstjóra SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              ! " ##$ %     $    !     :  *$;< ###                    !"# $   %   &   !  ' ! &  *! $$ ; *! &  '#  # #    ( =2 =! =2 =! =2 & '$ #) % *#+" $ , >!-         /       (         !)'   *!   '&   + =7  (         !)'   *!   '&   +   $     ,&     !"#        *    &     )   $        (  - .      ' -.$$ ## // $ # #0  " #) % 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 1 1 2 2  31 1 41 31   1 1  1 41   41 41 1 23 2 2 2 2 23 2 24 2 24 2 24 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Páll Jóhannesson | 15. október Ekkert mál að hætta „Palli, nú hættum við að reykja,“ sagði einn fyrrverandi skipsfélagi minn þegar togarinn sem við vorum á var rétt skriðinn frá ÚA- bryggjunni. Já, sagði ég, nú hættum við. Ég glotti við tönn. „Nei! ég meina það,“ sagði félagi minn grafalvarlegur. Veistu, þetta er minnsta mál í heimi, sagði ég, ég hef hætt milljón sinnum, þetta er engin vandi. „Palli, ég er ekki af fíflast,“ sagði félagi minn og rétti mér bréf … Meira: pallijoh.blog.is Laufey Ólafsdóttir | 15. október Þetta er að sjálf- sögðu gott mál … … en stundum fórnar maður höndum í hæg- fara breytingum á kjörum láglaunafólks og tekjulágra fjöl- skyldna. Sérstaklega þegar maður rekst svo á fréttir eins og þessa … Fokdýrt að hækka húsaleigubæturnar. Á meðan allir skapaðir hlutir og þar með taldar brýnustu nauðsynj- ar, eins og matur og húsnæði, rjúka upp í verði þá rétt mjakast … Meira: lauola.blog.is Dofri Hermannsson | 14. október IKEA Við fórum í IKEA í dag. Markmiðið var aðeins eitt, að kaupa baðskáp fyrir handklæði. Stutt ferð. Emil í Kattholti og Lína langsokkur tóku á móti okkur með blöðr- um og nammi. Á leiðinni upp rúllu- stigann yfirbugaði neonlýsingin sólar- ljósið. Eftir nokkur skref til viðbótar vorum við komin inn í völundarhúsið. Endalausir ranghalar þar sem maður gengur í gegnum hvert rýmið á fætur öðru hlaðið varningi … Meira: dofri.blog.is Sigurjón Þórðarson | 15. október Vestfirskir sjómenn gáttaðir Nú um helgina hitti ég fjölmarga smábátasjó- menn af Norðurlandi og áttu þeir það sam- merkt að þeir hafa enga trú á ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um nið- urskurð á aflaheimildum í þorski. Þeir töldu útilokað að veiða 90 þús- und tonn í ýsu samanborið við veiði- heimildir í þorski upp á 130 þúsund tonn. Nú verður örugglega lögð áhersla á að hanna og útbúa veið- arfæri sem sneiða hjá þorskinum. Það er fáheyrð vitleysa að vera að hanna veiðarfæri sem veiða ekki. Nú berast fréttir af því vestan af fjörðum að einn af stærri togurum landsmanna, Örfiriseyin, sé að skarka lengst inni í Ísafjarðardjúpi og verði að því í rúma viku, þ.e. hamist á hefð- bundinni veiðislóð smábáta. Fréttir herma að verið sé að gera tilraunir með troll sem sneiðir hjá þorski. Vestfirskir sjómenn sem hafa haft samband við mig kunna þessum mót- vægisaðgerðum sem samþykktar eru sérstaklega af Einari Kristni sjáv- arútvegsráðherra ekki neinar þakkir og vildu helst vera lausir við þær. Hér er um að ræða mikilvæga veiðislóð sem smábátasjómenn nýta sér þegar belgingur er í veðrinu, þá er hægt að fara inn í Djúpið þótt þeir þurfi betra veður til að fara út á rúmsjó. Það er orðið löngu tímabært að taka til endurskoðunar alla þessa fiskveiðistjórnun og gera miklu frek- ar tilraunir til að auka frelsi … Meira: sigurjonth.blog.is BLOG.IS GLÚMUR Baldvinsson, stofnandi IceAid, íslenskra þróunar- og mann- úðarsamtaka, átti nýlega fund með Adam O. Kimbisa, borgarstjóra Dar es Salaam í Tansaníu. Borgarstjórinn bauð samtökin vel- komin til starfa í Tansaníu og þakk- aði þeim fyrir aðstoð þeirra við fá- tækustu íbúa landsins. IceAid hyggst aðstoða lyfjafyrirtæki í Tans- aníu og gera því kleift að framleiða ódýr lyf við útbreiddum sjúkdómum á borð við berkla, alnæmi, niðurgang og malaríu. Kimbisa hét aðstoð borgaryfir- valda í Dar es Salaam við þetta verk- efni og þakkaði Actavis Group, Atlantsskipum, Icelandair og ís- lensku þjóðinni fyrir að gera sam- starfið mögulegt. Borgarstjórinn óskaði ennfremur eftir aðstoð IceAid við að afla fjár til örlánastarfsemi sem ráðgerð er í Dar es Salaam til að gera fátækum íbúum borgarinnar kleift að brjótast til bjargálna með því að hefja arðbæran rekstur. Slík örlánastarfsemi hefur gefið góða raun í Bangladesh. Að sögn Kimbisa munu yfirvöld í Dar es Salaam ætla að sníða örlánastarfsemina að þörf- um Tansaníu og munu sérfræðingar frá Grameen bankanum brátt sækja landið heim til að leiðbeina borgaryf- irvöldum við framkvæmd verkefn- isins. Af um 4 millj. íbúa Dar es Salaam lifa um 800 þúsund eða 20% á andvirði dollars á dag eða minna, að því er fram kemur á iceaid.org. Boðinn velkominn til starfa Glúmur Baldvinsson, stofnandi IceAid, og Adam O. Kimbisa, borgarstjóri Dar es Salaam í Tansaníu. Íslendingar aðstoði við örlánastarfsemi FRÉTTIR Svavar Alfreð Jónsson | 14. október Hvað keyptirðu í útlöndum? Nú er tími borgarferð- anna. Þær eru miklir afkastaleiðangrar. Verslanir nálægt helstu flugvöllum í Evrópu og Norður- Ameríku standa auðar og tómar eftir þessar heimsóknir frá Íslandi, líkt og Írlandsstrendur forð- um þegar víkingarnir höfðu farið þar yfir. Ég hef sjálfur farið í versl- unarferðir með dágóðum árangri. Það er hægt að kaupa helling ... Meira: svavaralfred.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.