Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 15 MENNING GALLERÍ Dvergur í Reykja- vík tekur þátt í Sequences- listahátíðinni í ár líkt og í fyrra þegar hátíðin var haldin í fyrsta sinn. Á fimmtudaginn kl. 18 verður Sara Björnsdóttir myndlistarmaður með gjörn- ing í Dverg, en hann er unninn fyrir sýningarrýmið og verður aðeins fluttur í þetta eina sinn. Vídeóverk Söru Björnsdóttur í Gallerí Dverg verður sýnt frá fimmtudegi til sunnudags kl. 18-20, til 28. október. Gallerí Dvergur er til húsa á Grundarstíg 21 í Þingholtunum, og hefur sýningarrýmið verið í notkun frá 2002. Myndlist Gjörningur Söru í Galleríi Dverg Sara Björnsdóttir RUSSEL Aldersson, tákn- málstúlkur og kennari, heldur fyrirlesturinn „Íslenskt tákn- mál, mállýska úr dönsku?“ á morgun kl. 16 í aðalbyggingu Háskólans, stofu 225. Íslenskt táknmál er talið eiga rætur að rekja til dansks táknmáls þar sem lengi tíðkaðist að senda ís- lensk heyrnarlaus börn til menntunar í Danmörku. Staða táknmálsins hefur þó breyst töluvert eftir að skóli fyrir heyrnarlausa var stofnaður á Íslandi 1906. Fyrirlesturinn er hald- inn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í samvinnu við táknmálsfræðinám Háskóla Íslands. Fræði Túlkur talar um íslenskt táknmál Háskóli Íslands TRÍÓ Tómasar R. og Ragn- heiður Gröndal leika og syngja á háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30. Flest laganna á efnisskránni eru ný, og verða því frumflutt. Tríóið skipa auk Tómasar þeir Ómar Guðjónsson á gítar og Matthías M.D. Hemstock sem spilar á slagverk. Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld hefur verið einn af- kastamesti lagasmiður í íslenskri djasstónlist síð- ustu tvo áratugi. Ragnheiður Gröndal er ein vin- sælasta söngkona landsins og hefur gefið út nokkrar hljómplötur undir eigin nafni. Tónlist Tríó Tómasar R. á Háskólatónleikum Ragnheiður Gröndal Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FÉLAG eldri borgara heldur árlega Menningarhátíð í Borgarleikhúsinu í dag undir yfirskriftinni: „Upplyft- ing í vetrarbyrjun.“ Margrét Mar- geirsdóttir félagsfræðingur og for- maður Félags eldri borgara er hugmyndasmiður hátíðarinnar en hún er nú haldin í þriðja sinn og er ætlað að sýna að eldri borgarar þessa lands eru hópur sem fæst við listir og margvíslega iðju af menn- ingarlegu tagi og hefur mikið að leggja fram til flestra þátta sam- félagsins. „Okkur fannst ástæða til þess að eldri borgarar yrðu sýnilegri í sam- félaginu og að þeir gætu komið fram á þessum vettvangi. Það er mikið af frambærilegu listafólki í þessum hópi,“ segir Margrét. „Og auðvitað auðgar þetta líka lífið í borginni. Annað sem við höfum lagt áherslu á frá byrjun, er að á hátíðinni komi fram fólk á öllum aldri, til að minnka kynslóðabil, eins og sjá má á dag- skránni okkar. Hún er glæsileg.“ Margrét segir það afar mikilvægt að eldri borgarar séu með í sam- félaginu, því lífið breytist óskaplega mikið þegar fólk hætti á vinnumark- aðnum og stór þáttaskil verði á lífi og högum flestra. „En þetta er mis- erfitt hjá fólki. Þess vegna er það gaman að eldri borgarar komi sam- an og njóti listviðburða.“ Margrét segir gríðarmikið félagsstarf á veg- um eldri borgara, og það nær til allra listgreina, auk alls annars. „Við höfum reynt að vinna mikið í því að örva og hvetja fólk til að vera virkt, finna sér áhugamál og taka þátt í starfinu. Það versta sem getur gerst er það að fólk einangrist og finni til depurðar og einmanaleika.“ Mar- grét telur þó eldri borgara býsna duglega við að sækja menningar- viðburði af ýmsu tagi þótt það hafi ekki verið formlega kannað. „Við hvetjum fólk til að taka þátt í lífinu, koma út á meðal fólks og sinna þeim fjölbreyttu hugðarefnum sem eldri borgurum stendur til boða að taka þátt í.“ Menningarhátíð Félags eldri borgara haldin í Borgarleikhúsinu í dag Upplyfting í vetrarbyrjun MENNINGARHÁTÍÐ eldri borgara hefst kl. 14 í dag en húsið verður opn- að kl. 13 með tónlistaratriðum. Kynnir á hátíðinni verður Ólafur G. Ein- arsson, fyrrverandi menntamálaráðherra. Aðgangseyrir er aðeins 1.500 krónur og er áætlað að dagskráin standi í um tvær klukkustundir með hléi. Morgunblaðið/Ásdís Tónlist, leiklist, ljóðlist og dans „YFIR verkum þeirra er ára töfra og fullkomnunar [verkum fiðlu- smiðanna Stradivarius og Guarn- ieris]. Það er ennþá yndislegt að smíða þessi hefðbundnu hljóðfæri. En þegar maður er stöðugt að horfa til fortíðar finnst manni eitthvað vanta,“ segir Hans Jóhannsson fiðlusmiður í viðtali við dagblaðið International Herald Tribune um helgina. Tilefni viðtalsins er hljóð- færaverkefnið sem Hans vann með Ólafi Elíassyni myndlistarmanni og Andreas Eggertsen arkitekt og greint var frá hér í blaðinu fyrir skemmstu. Hans smíðaði nýstárleg hljóðfæri sem sýnd og reynd voru í sumarskála Serpentine Gallery í London í september, en skálann hönnuðu Ólafur Elíasson og arki- tektinn Kjetil Thorsen. Meðal ann- arra þátttakenda í hljóðfæraverk- efninu var tónlistarmaðurinn heimskunni Brian Eno. Í viðtalinu segir greinarhöf- undur, Alice Rawsthorn, frá hljóð- færasmíði gegnum tíðina, því hve fátt hefur breyst í þróun klassísku hljóðfæranna og tilkomu rafrænna hljóðmiðla. Hún vekur athygli á því að hljóðfærasmiðir kalli sig ekki hönnuði, þrátt fyrir gríðarlegt mik- ilvægi hönnunarþáttarins, í þessari grein, sem talin er til handverks. Alice Rawsthorn spyr Hans um þróun í hljóðfærasmíði, en hann segir erfitt að sniðganga fortíðina. Fagurfræði fiðlufjölskyldunnar sé einfaldlega svo stórkostleg að hún fylli hann enn lotningu. Hans kveðst þó binda vonir við nýsköpun hljóðfæra, sem eigi hljómgrunn í okkar samtíma, og segir að gaman væri að þróa þau áfram í samvinnu listamanna úr ýmsum greinum. Í takt við samtímann Óhefðbundin hljóðfæri Hans Jóhannssonar í Herald Tribune Nýsmíði Fiðla dagsins í dag. Hans Jóhannsson PORTRETTSÝNINGIN í Hafn- arborg byggist á samkeppni um myndlistarverðlaun fyrir portrett- listaverk sem efnt var til að frum- kvæði safnsins í Fredriksborg- arahöll í Danmörku (Det Nation- alhistoriske Museum på Frederiksborgslot). Safnið á stærsta safn portrettlistaverka á Norðurlöndunum, um 10 þúsund verk. Aðalstyrktaraðili er Carls- berg-sjóðurinn og eru verðlaunin kennd við brugggmeistarann J.C. Jacobsen og nefnast Brygger J.C. Jacobsen Portrætpris. Fyrstu verð- laun voru 75 þúsund danskar krón- ur, önnur verðlaun 30 þúsund danskar krónur og þriðju verðlaun 15 þúsund krónur. Einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir verk sem gestir sýningarinnar tilnefndu og sérstök viðurkenning fyrir frumleg- asta verk sýningarinnar. Fagleg dómnefnd valdi verkin á sýninguna. Á Portrett Nu sýningunni var öll- um Norðurlöndunum boðin þátttaka og tekið fram að öll birtingarform portrettlistarinnar væru jafnrétthá. Þannig myndi meiri vídd bætast við hina þjóðlegu portrettlist, hið nor- ræna yfirbragð myndi gera breidd- ina í verkunum meiri og varpa ljósi á hvað er líkt og hvað ólíkt í list- rænu umhverfi landanna. Á sjötta hundrað verk bárust í keppnina, en skilafrestur rann út í febrúar 2007. Norræn dómnefnd skipuð listfræð- ingum og safnstjórum þeirra safna er taka við sýningunni valdi að lok- um 62 verk á sýninguna auk 20 ann- arra sem valin voru utan skrár. Þeir sem hlutu verðlaun voru Sonja Lillebæk Christensen, 1. verðlaun, Sven Ljungberg, 2. verð- laun, Torben Eskerod, 3. verðlaun og verðlaun fyrir frumlega útfærslu portrettverka hlutu Daniel Hoflund og Mette Watten. Aðilar að sýningunni auk safnsins í Frederiksborgarhöll eru Hafn- arborg, Amos Andersson listasafnið í Helsinki, Listasafnið í Grips- holmhöllinni í Svíþjóð og Norska þjóðlistasafnið í Ósló. Sýningin í Hafnarborg er opin til 22. desem- ber. Norræna portrettsýningin Portrett nú opnuð í Hafnarborg Ásjónur Norðurlanda Portrett Sjálfsmynd með tann- bursta, eftir Alexander Thieme. LAFLEUR-útgáfan hefur öðlast rétt á útgáfu tveggja nýlegra verka eftir hinn viðurkennda rithöfund, Eric-Emmanuel Schmitt. Þetta eru bækurnar: Odette Toulemonde, safn smásagna, sem hefur farið sig- urför um heiminn og verið þýtt á fjölda tungumála. Sagan sem bókin heitir eftir hefur verið kvikmynduð og var sýnd í Frakklandi í vor við mjög góðar viðtökur. Hin bókin heitir: Ma vie avec Mozart, eða Líf mitt með Mozart, og fjallar um sam- band höfundar við tónskáldið kunna, og fylgir diskur með bók- inni með tónverkum Mozarts. Eric-Emmanuel Schmitt er einn virtasti og dáðasti rithöfundur Frakka og vinsæll um heim allan. Íslendingar þekkja hann bæði af skáldverkum sínum um trúarbrögð, sem Bjartur gaf út, sem og af leik- ritum hans, en tvö þeirra, Hjóna- bandsglæpir og Gesturinn, hafa verið sýnd hér. Lafleur-útgáfan stefnir á útgáfu smásagnasafnsins með vorinu á næsta ári, en útgáfu sögunnar um skáldið og Mozart síðla næsta árs. Það er útgefandinn, Benedikt S. Lafleur, sem þýðir bæði verkin. Smásögur og Líf mitt með Mozart þýddar Lafleur-útgáfan gefur út verk Erics-Emmanuels Schmitts á Íslandi Eric-Emmanuel Schmitt Ávarp: Margrét Margeirsdóttir Gradualekór Langholtskirkju syngur, Jón Stefánsson stjórnar Auður efri ára: Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari MA Ljóðalestur: Kristbjörg Kjeld Snert hörpu mína: Auður Gunn- arsdóttir óperusöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Upplestur: Erlingur Gíslason Kór eldri borgara syngur og leiðir söng. Kristín Pjetursdóttir stjórnar. Dagskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.