Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Haukur Þor-valdsson fædd-
ist í Reykjavík 15.
september 1958.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 2.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Elín Dagmar
Guðjónsdóttir, f.
23.9. 1916, d. 12.4.
2006, og Þorvaldur
Margeir Snorra-
son, f. 22.6. 1911, d.
3.1. 1993. Systkini
Hauks eru Guðjón Þórir, f. 24.6.
1940, Jónas, f. 23.9. 1941, Sig-
urður Frímann, f. 22.7. 1943, d.
29.5. 2004, Steingrímur, f. 12.2.
1946, Snorri, f. 10.8. 1949, Elín,
f. 31.8. 1954, og Sigurður, f.
23.9. 1941, sem lést á fyrsta ári.
Haukur hóf sambúð með Ósk
Gunnarsdóttur, dóttir þeirra er
Agnes Björk, f. 17.3. 1981, börn
hennar eru Eiður Atli Axelsson,
f. 23.8. 2004, og Bríet Sjöfn Ax-
elsdóttir, f. 31.5. 2006. Þau slitu
samvistum.
Árið 1984 kvæntist Haukur
Helgu Hermannsdóttur, synir
þeirra eru Hermann Haukur, f.
19.3. 1984, í sambúð með Auði
Jónsdóttur, og Þorvaldur, f.
22.4. 1990. Þau skildu.
Árið 2005 kvæntist Haukur
Björgu Jóhannsdóttur og eiga
þau Björgvin Margeir, f. 6.10.
1999. Börn Bjargar úr fyrra
hjónabandi eru 1) Jóhanna Clara
Jónsdóttir, f. 25.7.
1982, synir hennar
eru Stefán Axel, f.
5.11. 2002, og Emil
Daði, f. 27.11. 2004.
2) Jón Knútur Jóns-
son, f. 23.7. 1986, í
sambúð með Evu
Hillerz.
Haukur útskrif-
aðist sem mat-
reiðslumaður árið
1980. Jafnhliða
námi vann hann
sem þingsveinn í
fjögur ár á Alþingi
og var í sambandsstjórn Iðn-
nemasambands Ísland og for-
maður félags matreiðslu- og
framleiðslunema. Árið 1983 var
Haukur formaður ungra fram-
sóknarmanna í Kópavogi og sat
hann í stjórn SUF í eitt ár. Hauk-
ur vann lengst af sem sölustjóri.
Árið 2001 stofnaði Haukur
Rekstrartækni ásamt Sveini Sig-
urðssyni vini sínum. Haukur lét
af störfum vegna veikinda árið
2005. Síðastliðin tvö ár hefur
hann starfað í þágu krabba-
meinsgreindra og var hann einn
af stofnfélögum Ljóssins. Hauk-
ur stofnaði hagsmunasamtökin
Vonina ásamt fleirum. Þá skrif-
aði Haukur mikið um réttinda-
mál krabbameinsgreindra og
beitti sér mikið á þeim vett-
vangi.
Útför Hauks verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Elsku Haukur, hann Stefán Axel,
litli pjakkurinn minn sagði við mig
um daginn að hann saknaði Hauks
afa svo mikið og hann langaði að
hitta þig. Ég sagði honum að hann
gæti alltaf talað við þig, þar sem þú
værir alls staðar, en hann vildi fara
til Guðs og tala við hann svo að
hann gæti fengið að hitta þig. Hann
tók ekkert annað í mál. Ég fór samt
að hugsa það daginn sem þú fórst,
hvað ég ætti eftir að segja þér og
það er svo margt sem ég náði ekki
að segja þér en ég vildi bara láta þig
vita að ég og strákarnir söknum þín
rosa mikið.
Þú varst alltaf sá sem var fyrstur
til að hjálpa mér þegar ég átti í erf-
iðleikum og þú stóðst alltaf við það
sem þú sagðir. Manstu þegar þú lof-
aðir Stebba og Emil að þú myndir
kaupa handa þeim vatnsbyssu og
stóran sleikjó. Og ég og mamma
vorum alveg til í að fara í búðina
fyrir þig og kaupa þetta, þar sem þú
varst svo veikur, en þú komst uppá
leikskóla með dótið fyrir strákana
mína og þeir voru svo ánægðir með
afa sinn. Ég var svo þakklát fyrir
allt sem þú gafst mér og strákun-
um. Og annað sem ég man líka eftir,
þegar ég hugsa til baka, er þegar ég
var ólétt af Stefáni og þú varst úti í
útlöndum. Þar eð ég átti hann á
meðan þú varst úti ákvaðst þú að
kaupa föt handa honum til að hann
gæti farið heim í og þú fórst í
barnadeildina og ætlaðir að kaupa
galla á litla barnið mitt. Þú sagðist
hafa þurft að fara í dúkkudeildina,
til að kaupa svona lítið á hann, og
þegar allt kom til alls þá var þetta
allt of stórt á Stebba minn.
En Haukur, ég á alltaf eftir að
elska þig og ég skal passa mömmu
og Bjögga, ég lofa, og strákarnir
okkar elska þig og sakna þín. Ég
skal líka muna eftir að segja þeim
hvernig maður þú varst þar sem þú
varst æðislegur maður og gerðir allt
fyrir alla og hikaðir ekki við að
hjálpa öllum þegar á þurfti að halda.
Þín (stjúp)dóttir og barnabörn
Johanna Clara (Jóga),
Stefán Axel og Emil Daði.
Kæri vinur, nú er kveðjustundin
runnin upp, þú ert kallaður héðan
til annarra starfa alltof fljótt.
Við sem eftir lifum spyrjum um dauðann.
Þú leitar að leyndardómum dauðans.
En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú
leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Uglan,
sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirt-
unni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að
sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og
dauði eru eitt eins og fljótið og særinn.
Í djúpi vona þinna og langana felst hin
þögla þekking á hinu yfirskilvitlega og eins
og fræin, sem dreymir undir snjónum,
dreymir hjarta þitt vorið.
Trúðu á draum þinn því hann er hlið eilífð-
arinnar.
Óttinn við dauðann er aðeins ótti smala-
drengs við konung, sem vill slá hann til
riddara. Er ekki smalinn glaður í hjarta
sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki
konungsins? Finnur hann þó ekki mest til
óttans?
Því að hvað er það að deyja annað en standa
nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs-
ins svo hann geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar
mun þekkja hinn volduga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Spámaðurinn, Kahlil Gibran.)
Kæri vinur, í minningunni ert þú
einstakur, hetja sem aldrei gafst
upp.
Ég votta eiginkonu Hauks, börn-
um, barnabörnum, systkinum og
öðrum ástvinum mína dýpstu sam-
úð.
Heiðbjört Guðmundsdóttir
mágkona.
Nú er hann Haukur minn farinn
og búinn að fá hvíldina, eftir hetju-
lega baráttu við krabbamein. Ég
var svo lánsöm að fá að kynnast
þessum sterka og atorkusama
manni. Leiðir okkar lágu saman í
gegnum þennan vágest sem krabba-
mein er og hittumst við fyrst í Ljós-
inu, sem er endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir krabba-
meinsgreinda og aðstandendur
þeirra. Ég sá strax að þarna var á
ferð mikill karakter og maður sem
var tilbúinn til að hjálpa öllum sem
á þurftu að halda.
Við urðum miklir vinir og félagar.
Hann lét sig varða öll mál er tengd-
ust öryrkjum og sló aldrei slöku við
að afla sér upplýsinga um réttindi
þeirra og kjör. Einnig var hann ið-
inn við að skrifa greinar í Morg-
unblaðið um málefni öryrkja og
krabbameinsgreindra. Hann vann
þarna mikið og göfugt starf sem við
hin eigum eftir að njóta góðs af. Síð-
astliðinn vetur kom Haukur að máli
við mig og sagðist ætla að stofna
hagsmunasamtök fyrir krabba-
meinsgreinda og bón hans til mín
var sú að ég yrði með honum í þessu
starfi. Hann fékk fleiri aðila í þetta
með sér og draumurinn hans varð
að veruleika, því 30. janúar 2007
voru hagsmunasamtökin Vonin
stofnuð. Þetta var mikill gleðidagur
og nú hófst vinna við að koma þessu
félagi á laggirnar.
Margur tíminn hjá Hauki mínum
fór í óeigingjarna vinnu fyrir þessi
samtök. Hægt og rólega munum við
hin sem eftir sitjum í stjórninni við-
halda draumnum hans Hauks og
vinna í þágu krabbameinsgreindra.
Elsku Haukur minn. Ég á eftir að
sakna þín sárt. Ég á svo fallega
minningu frá því í afmælinu mínu í
sumar um þig og þá varstu svo sæll
og glaður og þú sýndir þess aldrei
merki að nokkuð væri að hjá þér.
Bjartsýnin og jákvæðnin einkenndu
þinn karakter. Húmorinn var held-
ur aldrei langt undan. Þú varst mér
mikil hvatning í baráttunni og fyrir
það verð ég ævarandi þakklát. Nú
ertu kominn í fallega englaherinn
og vakir yfir okkur hinum. Fimmtu-
daginn 27. september kom ég til þín
og kvaddi þig í hinsta sinn og um
það á ég fallega minningu sem ég
mun geyma í harta mínu. Elsku
Björg, börn og aðrir aðstandendur,
ég bið guð að styrkja ykkur í sorg-
inni. Hvíldu í friði kæri vinur.
Björk Andersen.
Við lát Hauks vinar míns koma
upp í hugann margar góðar minn-
ingar.
Ég hitti Hauk fyrst fyrir 9 árum
þegar Björg vinkona kynnti mig
fyrir nýja kærastanum, honum
Hauk. Urðum við Haukur strax
miklir vinir og hélst sá vinskapur al-
veg fram á síðasta dag.
Haukur var stór og mikill maður
með bassarödd en alveg einstakt
ljúfmenni. Hann var traustur vinur
sem vildi allt fyrir mann gera. Var
það mér sérstaklega mikils virði að
á þeirra fyrstu jólum saman, buðu
þau mér og strákunum að vera hjá
þeim á aðfangadagskvöld, en Hauki
fannst alveg ómögulegt að við vær-
um bara þrjú heima þennan dag.
Þegar ég bjó í Danmörku, komu
þau oft í heimsókn og var þá setið
langt fram á nótt og spjallað.
Eftir að Haukur hætti að vinna,
þá sátum við fyrir framan tölvurnar
hvort í sínu landinu og spjölluðum
saman á Msninu, nánast á hverjum
degi.
Og þegar kom að því að ég flytti
heim til Íslands, þá bauð hann mér
og Hrannari að búa hjá þeim þar til
ég fyndi íbúð.
Svona var Haukur, aldrei neitt
vandamál, bara reddað hlutunum.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar um góðan mann.
Haukur Þorvaldsson
✝
Ástkær eiginmaður minn,
BJÖRN ANDRÉSSON,
Lagarási 17,
Egilstöðum,
áður bóndi í Njarðvík,
Borgarfirði Eystri,
lést á Sjúkrahúsinu á Egilstöðum, miðvikudaginn
10. október.
Jarðarför verður gerð frá Egilsstaðakirkju, föstudaginn 19. október kl.
14:00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á að láta Sjúkrahúsið á Egilsstöðum njóta þess.
Guðrún Ásthildur Pétursdóttir
og fjölskylda.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir, systir,
mágkona, tengdadóttir og barnabarn,
JÓHANNA ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Ennishvarfi 15B,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 7. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. október kl.
13.00.
Guðjón Gíslason,
Helena Kristinsdóttir,
Rakel Guðjónsdóttir,
Alexandra Guðjónsdóttir,
Karlotta Guðjónsdóttir,
Þorbjörn Jónsson, Magðalena Axelsdóttir,
Herbert Már Þorbjörnsson, Helga Tómasdóttir,
Sandra Þorbjörnsdóttir, Jónas Helgason,
Jón Arnar Þorbjörnsson, Berglind Bragadóttir,
Þuríður Jónsdóttir,
Kristjana Einarsdóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN HELGASON
tæknifræðingur,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti,
laugardaginn 13. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 22. október kl. 15.00
Valgerður Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn A. Jónsson, Martha Á. Hjálmarsdóttir,
Helgi Jónsson, Jónína Sturludóttir,
Þórður Jónsson, Jytte Fogtmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
ÞORSTEINN JÓNSSON
(STEINI TANGÓ)
frá Gunnarshólma, Vm.,
síðast til heimilis í Þverholti 5,
Mosfellsbæ,
lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal
laugardaginn 13. október.
Sveinn Þorsteinsson, Hafdís Eggertsdóttir,
Elías Kristinn Þorsteinsson, Valgerður Magnúsdóttir,
Þorsteina Jóna Þorsteinsdóttir, Antonio Losa Garcia,
Vilborg Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Eva Lilja Árnadóttir,
Hrefna Vestmann Þorsteinsdóttir, Birgir Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
OTTÓ H. KARLSSON,
Eskivöllum 9b,
Hafnarfirði,
lést af slysförum fimmtudaginn 11. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Klara Jóhanna Ottósdóttir,
Ólafur Þór Ottósson, Helga Björg Sigurðardóttir,
Aðalheiður Björk Ottósdóttir,
Ása Hrund Ottósdóttir,
Katrín Alexandra, Ottó Gauti og Birgitta Rún.