Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,17% í Kauphöll OMX á Íslandi í gær og var lokagildi hennar 8.531,98 stig við lokun markaða. Eik hækkaði um 2,15% og Össur um 1,44%, en Century Aluminum lækk- aði um 2,38%. Krónan veiktist um 0,88% í við- skiptum gærdagsins, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Í upphafi við- skipta var gengisvísitalan 113,85 en í lok dags var hún 114,80. Velta á millibankamarkaði nam 18,5 millj- örðum króna. Gengi dollarans var 60,30 krónur við lokun markaða og evrunnar 85,70 krónur. Lítilsháttar hækkun í kauphöllinni ● FORSVARSMENN breska bankans Northern Rock stað- festu í gær að þeir væru í viðræðum við mögulega kaupendur bankans en gáfu eng- ar upplýsingar um hverjir væru mögulegir kaupendur og hversu hátt þeir hygðust bjóða í bankann. Gengi hlutabréfa Northern Rock lækkaði hratt í gær og við lok viðskipta nam lækkunin um 21%. Northern Rock er einn stærsti fasteignalánabanki Bretlands og er einn þeirra banka sem hafa lent í erf- iðleikum vegna vanskila á fast- eignalánum. Í síðasta mánuði þurfti bankinn að leita til Englandsbanka um neyð- arlán og varaði á sama tíma við versnandi afkomu bankans. Viðræður um kaup á Northern Rock ● FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ SEB hefur gerst aðili að hlutabréfamarkaði kauphallar OMX á Íslandi. Fyrirtækið hafði verið í kauphöllum OMX Nordic Exchange í Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi og Helsinki. Þórður Frið- jónsson, forstjóri OMX á Íslandi, seg- ir að aðild SEB beri vott um þann aukna áhuga sem íslenski mark- aðurinn njóti í kjölfar sameining- arinnar við OMX. Sýnileikinn hafi aukist og erlendir aðilar sjái tækifær- in sem felist í þátttöku á íslenska markaðnum. SEB þjónar um 400 þúsund fyrirtækjum og stofnunum, auk fimm milljóna einstaklinga. SEB er stærsti hlutabréfamiðl- arinn út frá markaðshlutdeild í Nord- ic Exchange. SEB aðili að kauphöll OMX á Íslandi ● HAGNAÐUR Citigroup dróst sam- an um 57% á þriðja ársfjórðungi og nam hagnaður bankans 2,38 millj- örðum dala eða 47 sentum á hlut samanborið við 5,51 milljarð dala eða 1,10 dölum á hlut, á sama tíma- bili í fyrra. Nýverið gaf Citigroup út af- komuviðvörun um að bankinn hafi þurft að afskrifa rúma þrjá milljarða dala. Tekjur Citigroup jukust um 6% á tímabilinu júlí til september og námu 22,66 milljörðum dala samanborið við 21,42 milljarða dala á sama tímabili í fyrra. Í afkomuviðvörun Citigroup frá 1. október kom fram að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði 60% lakari en í fyrra. Þó sé aðeins um tímabundið frávik að ræða og að á næsta árs- fjórðungi verði arðsemin orðin eðli- leg, eins og það er orðað. Tekjur Citigroup dragast saman ÞÓ að tækifæri séu á hverju strái fyrir íslensk fyrirtæki í Kína er að mörgu að hyggja áður en viðskipta- samband eða samningar komast á við þarlend fyrirtæki. Viðskipta- samningar við kínversk fyrirtæki geta verið flóknir og erfiðir og sýna þarf þolinmæði við gerð þeirra. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Listasafni Kópavogs í gær á vegum Glitnis og íslensk-kínverska við- skiptaráðsins, í samstarfi við Sam- tök íslenskra fyrirtækja í Kína. Er- indi fluttu Andrew Halper frá lögmannsstofunni Eversheds, Lars Elliström frá ráðgjafarfyrirtækinu SkyEast International, Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Glitnis, og Örn Svav- arsson, formaður íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Á fundinum kom einnig fram að íslensk fyrirtæki yrðu að skapa sér góð tengsl við Kínverja með þátttöku og kunnáttu heimamanna, til að ná árangri. Tækifærin í Kína á hverju strái Morgunblaðið/RAX Kína Örn Svavarsson, formaður íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, sagði í opnunarræðu sinni að gríðarleg tækifæri biðu íslenskra fyrirtækja í Kína. Viðskiptasamningar við Kínverja geta verið flóknir, erfiðir og tímafrekir Uppkaup af hálfu Landsbanka Íslands mögulega í sjónmáli FRÉTTASKÝRING Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR á fjármálamarkaði telja lík- legt að útgáfa Landsbankans á víkjandi skuldabréf- um fyrir 400 milljónir dala eða um 24 milljarða króna tengist fyrirhuguðu tilboði í eða kaupum Landsbankans á öðrum banka eða fjármálafyrir- tæki. Að minnsta kosti má fullyrða að staða Lands- bankans með tilliti til hugsanlegra kaupa er sterk- ari eftir en fyrir þessa útgáfu þar sem hún er gerð til þess að styrkja A eiginfjárhlutfall bankans sem var raunar nokkuð sterkt fyrir eða 11,1% í lok júní en heildareiginfjárhlutfall var þá 12,5%; má ætla að A-hlutfall hefði þá að óbreyttu hækkað um 1,3% í 12,4%. Þess fyrir utan er bankinn væntanlega held- ur alls ekki í brýnni fjárþörf enda hafa peningar streymt inn í gegnum innlánsreikninginn Icesave. Sem sagt, rökin eru þá þau að eina skynsamlega skýringin á því hvers vegna Landsbankinn gefur út bréfin núna sé sú að hann hyggi á kaup eða vilji vera tilbúinn að stökkva til ef kauptækifæri bjóðist. Hvað varðar möguleg kaup hafa flestir horft til írska fjármálafyrirtækisins Irish Nationwide en Landsbankinn hefur um nokkra hríð verið nefndur sem hugsanlegur kaupandi að fyrirtækinu. Þannig var haft eftir ónefndum heimildarmönnum í frétt Reuters í síðustu viku að Landsbankinn ætlaði að bjóða um einn milljarð evra eða um 85 milljarða króna í Irish Nationwide (IN), líklega fyrir lok október. Reyndar hafa tölur frá einum milljarði evra og allt upp í 1,5 milljarða evra verið nefndar en óvissan um söluverðmæti IN tengist umrótinu sem verið hefur á fjármálamörkuðum. Í fréttinni var sagt að Landsbankinn hefði farið fram á frekari upplýsingar um IN en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skorti bankann þá í raun engar upplýsingar um rekstur IN, sem hann mun hafa kynnt sér í þaula, heldur snerist málið miklu frekar um verðmæti IN. Mjög viðunandi kjör Skuldabréfaútgáfa Landbankans er án loka- gjalddaga og er innkallanleg af hálfu bankans eftir 10 ár. Skuldabréfin bera 7,43% fasta vexti sem eru kjör sem jafngilda 2,13% yfir þriggja mánaða milli- bankavöxtum í Bandaríkjadölum (LIBOR) og telja Landsbankamenn þau kjör mjög viðunandi í ljósi aðstæðna á lánsfjármörkuðum. Kaupþing banki gaf einnig út víkjandi skuldabréf á dögunum á kjörum sem jafngiltu 2,75% yfir LIBOR en samanburður á kjörum bankanna er hæpinn þar sem ekki er um nákvæmlega eins bréf að ræða og innköllunar- ákvæði ekki hin sömu. urnesjamenn undir forystu Eiríks Tómassonar og fleiri fjárfesta á Suðurnesjum með 8,5% hlut og fjár- festingarfélagið Bergið undir for- ystu Steinþórs Jónssonar með 7,7% hlut. Þá eignast Finnur Svein- björnsson, bankastjóri, ásamt nokkrum framkvæmdastjórum bankans samanlagt 8,5% hlut. Boðað verður til hluthafafundar á næstunni þar sem nýtt bankaráð verður kjörið, en Icebank kynnti á síðasta ári þá framtíðarsýn að opn- að yrði fyrir eignarhald bankans og skrá hlutabréf hans í Kauphöll. TVEIR stærstu hluthafarnir í Ice- bank, Byr og SPRON, seldu stóran hlut í bankanum á föstudag halda eftir 4% hlut hvort fyrirtækið um sig. Eftir breytingarnar munu þeir sparisjóðir, sem hingað til hafa ver- ið einu eigendur bankans, áfram eiga meirihluta í Icebank, eða 57,3% hlutafjár. Meðal kaupenda eru nokkrir sparisjóðir sem annaðhvort eru að auka hlut sinn í Icebank, eða að kaupa hlut í bankanum í fyrsta sinn. Meðal annarra nýrra hluthafa má nefna fjárfestingafélagið Suð- Breytt eignarhald      !     "#$%&  ' ()*+,,- )*+ , *    $   $  $    $ $   $    $  $                             ;  .  3(  ! < 2&,&  ! = " 3           -          -  -  -  - -          -              -  - -          -            -  -     5 .  3(          -          -  -  -  - - : ! ( .  .                             -. / 0/  (& >&3?# @ .5>&3?# 1A ( ?# +>&3?# > ( 2 ?# ;#1 3 #B !   CD   >&3?# " 30 !2 ?# +  2    ?# *& D ? & ?# (  -@ /  /#2?# < E ?# F ?# 2 . 3 4*  ?# # D ?# ( ( DG (&  G  1 @  ! >&3?# H&E @ CD   D>&3?# *  ?# 94?  ?# <E!! !  (5 ?# I  (5 ?# - 5 3 6  J (E   J& ;@>  ?# ; 3  ?# 8*K 8*K    %$ %$ L L 8*K :@K   %$ &$ L L :&M6& 9  N    %$ %$ L L : K  %$ %$ L L 8*K; 8*K5     &$ %$ L L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.