Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STERK sveit TR með Hannes Hlífar Stefánsson á 1. borði hefur örugga forysta eftir fyrri hluta Skákkeppni taflfélaga sem fram fór í íþróttasal Rimaskóla um síð- ustu helgi. Sveitin hefur 3½ vinn- ing fram yfir Helli og Hauka og er almennt búist við því að TR-ingar endurheimti Íslandsmeistaratitil- inn. Uppgjör stóru taflfélaganna Hellis og TR bíður seinni hluta keppninnar. Tveir erlendir stór- meistarar tefldu með TR um helgina, Frakkinn Igor Nataf og Portúgalinn Louis Galego en þeir voru báðir með sveit TV á síðasta keppnistímabili. Seinni hluti keppninnar fer fram fyrstu helgina í mars á næsta ári. Eyjamenn sem urðu í 2. sæti í vor stilla ekki lengur upp jafn öflugri sveit. Baklandið er hinsvegar gott hjá Eyjamönnum og margir ungir skákmenn sem munu láta að sér kveða á næstu árum ef að líkum lætur. Skákkeppni taflfélaga er stærsti reglulegi viðburður í skáklífi Ís- lendinga og fór keppnin vel fram enda aðstæður í Rimaskóla eins og best verður á kosið. Áður en mótið hófst heiðraði forseti SÍ, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, nýbakaðan Ís- landsmeistara kvenna Guðlaugu Þorsteinsdóttur og einnig nýjasta stórmeistara Íslands, Héðin Stein- grímsson. Fyrri stjórnarmaður hjá SÍ, Guðbjartur Guðmundsson sem féll frá á dögunum, var helsti hvata- maður að taflfélögin í landinu héldu mót af þessu tagi og er óhætt að segja að vel hafi ræst úr hug- mynd Guðbjarts. Á bilinu 300-400 manns tefla á mótinu ár hvert. SÍ tók að þessu sinni upp nýtt tíma- fyrirkomulag 90 30, sem þýðir að hver keppandi hefur 90 mínútur á alla skákina og svo bætast 30 sek- úndur við eftir hvern leik. Þetta gamla FIDE-tímafyrir- komulag hefur nú verið aflagt af Alþjóðaskáksambandinu enda þóttu skákirnar oft vera meira í ætt við at-skákir heldur en kapp- skákir. Áður höfðu menn 2 klst. á 40 leiki og síðan ½ klst. til að ljúka skák. Það vakti athygli að Friðrik Ólafsson tefldi eina skák fyrir Tafl- félag Reykjavíkur. Friðrik gerði stutt jafntefli við Davíð Kjartans- son. Hann tefldi síðast í fyrstu keppninni sem fram fór á Akureyri haustið 1974. Þá áttust við TR og Skákfélag Akureyrar. Í þeirri við- ureign tók einnig þátt Gylfi Þór- hallsson sem varla hefur misst út viðureign fyrir Akureyringa allan þennan tíma. Þrátt fyrir góða stöðu TR í hálf- eik voru það Haukar sem byrjuðu best og höfðu forystu eftir tvær fyrstu umferðirnar með 12½ vinn- ing. En í 3. umferð vann TR TV 7½:½ og Hellir vann Hauka 5:3. Við það komst TR í efsta sætið. Hvað varðar keppnina i öðrum deildum þá er athyglisvert hversu sterkir Bolvíkingar eru í annarri og fjórðu Staðan í 1. deild: 1. TR 25 v. 2.-3. Hellir og Haukar 21½ v. 4. Fjölnir 20 v. 5. Hellir B-sveit 12½ 6. SA- B sveit 11½ v. 7. SA-A sveit 10 v. 8. TV 6 v. Staðan í 2. deild: 1. Bolungarvík 20 v. 2.-4. Haukar B-sveit, Reykjanesbær, TR B-sveit 13 v. 5. Selfoss 12½ v. 6. TG 11 v. 7. Akranes 10½ v. 8. Kátu biskuparnir 3 v. Staðan í 3. deild: 1. KR 17½ v. 2.-3. Hellir – C-sveit og TR – C-sveit 16 v. 4.-5. TG – B-sveit og Dalvík 12 v. 6. TR – D-sveit. 7. TV-B-sveit 7 v. 8. Reykjanesbær 6½ v. Staða efstu liða í 4. deild: 1. Bolungarvík B-sveit 17½ v. 2. Fjölnir – B-sveit 16½ v. 3. Víkingasveitin 16 v. 4. SA – C-sveit 15½ v. 5.-8. Austurland, KR – B-sveit Snæfellsbær og Austurland 15 v. 5.-7. Haukar – C-sveit, SA – C-sveit og Snæfellsbær 15 v. 9. Hellir – F-sveit 14½ v. 10. Selfoss – B-sveit 14 v. TR með góða forystu í hálfleik SKÁK Íslandsmót taflfélaga fyrri hluti 12.-14. október Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Golli Langt hlé Friðrik Ólafsson tefldi fyrst í deildarkeppninni 1974. Hann sett- ist aftur að tafli í Rimaskóla um helgina er hann mætti Davíð Kjartanssyni. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR frá Nýjabæ í Kelduhverfi, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 17. október kl. 13.00. Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson, Selma Helga Einarsdóttir, Eggert Kristjánsson, Elín Arndís Sigurðardóttir Einar Sævar Eggertsson, Jóhann Sævar Eggertsson, Sindri Sævar Eggertsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA FANNEY GUNNARSDÓTTIR kjólameistari, Bólstaðarhlíð 41, lést á Droplaugarstöðum, þriðjudaginn 9. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju, fimmtu- daginn 18. október kl. 13.00. Jón Helgason, Salóme H. Magnúsdóttir, Gunnar Helgason, Inga Arndís Ólafsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Þorbjörn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS EBENEZERSSONAR, Borgarholtsbraut 29, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Gísladóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Haukur Bergmann, Halldóra Rún, Þóra Lilja og Hekla Lind. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR, Langholti 20, Akureyri. Jenný Ólöf Valsteinsdóttir, Sigurður Valur Jónasson, Birna Friðrika Jónasdóttir, Ómar Valgarðsson, Valgarður Óli Jónasson, Kathleen Jenssen, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÚNAR HJARTARDÓTTUR frá Sunndal. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur fyrir góða umönnun og hlýju. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN EIRÍKSSON, Kirkjuvegi 10, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 13. október síðastliðinn. Útförin auglýst síðar. Berglind Ósk Sigurðardóttir, Björn Axelsson, tengdabörn og barnabörn. Leiðir okkar Þor- móðs Pálssonar lágu fyrst saman fyrir rúmlega hálfri öld. Þá var mikil gerjun í íslensku þjóðfélagi. Bandarískur her tók sér bólfestu á Keflavíkurflugvelli 1951 þvert ofan í yfirlýsingar íslenskra stjórn- valda. Pólitíkin var svarthvít, ann- aðhvort voru menn á bandi Banda- ríkjanna eða fylgjandi Sovétríkj- unum. Þeir voru þó margir sem ekki sættu sig við þennan dilkadrátt og vildu taka afstöðu út frá íslenskum aðstæðum og þörfum. Þetta voru einstaklingar sem voru eindregið á móti hersetu Bandaríkjanna á Ís- landi og stofnuðu Þjóðvarnarflokk Íslands 1953 og fékk flokkurinn tvo menn kjörna á Alþingi þá um vorið. Við Þormóður skipuðum okkur í þá fylkingu, ég nánast unglingur Þormóður Ísfeld Pálsson ✝ Þormóður Ís-feld Pálsson fæddist 12. apríl 1914 á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, Austur- Húnavatns- sýslu. Þormóður lést hinn 18. ágúst sl. og var útför hans gerð í kyrrþey, að hans ósk, 29. ágúst sl. en hann reynslumikill af ábyrgðarstörfum og félagsmálum. Þjóðvarnarflokkurinn varð ekki langlífur en hafði mikil áhrif á ís- lensk þjóðmál. Á þessum árum var Þormóður virkur í sveitarstjórnarmál- um Kópavogs og hann tók sæti í fyrstu bæjarstjórn Kópa- vogs 1955 þegar Kópavogur var gerð- ur að kaupstað. Sú gjörð var samþykkt á Alþingi gagngert til að bola frá völdum hinni sterku fylkingu sem hafði meirihluta í hreppsnefnd þáver- andi Kópavogshrepps undir for- ystu Finnboga Rúts Valdimarsson- ar. Sú aðför mistókst gjörsamlega. Ákveðnir forystumenn í Þjóðvarn- arflokknum töldu sig eiga Finn- boga Rút grátt að gjalda vegna samstarfs hans við Sósíalistaflokk- inn, en hann var þá þingmaður þess flokks. Mér er minnisstæður fundur á skrifstofu Þjóðavarnar- flokksins þar sem við Þormóður mættum úr Kópavogi. Fast var lagt að okkur að efna til sérfram- boðs Þjóðavarnarflokksins við fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar 1955 en við tókum það ekki í mál og þar með rann það út í sandinn. Við Þormóður vorum á fram- boðslista Félags óháðra kjósenda 1962 við sveitarstjórnarkosning- arnar í Kópavogi. Þormóður náði kjöri og varð forseti bæjarstjórnar meirihlutann af kjörtímabilinu 1962-1966. Að því kjörtímabili loknu ákvað hann að draga sig í hlé en lagði að mér að fara í fram- boð sem og varð, það má því segja að ég hafi orðið arftaki hans í bæjarstjórn Kópavogs. Á síðari árum hittumst við Þor- móður ekki oft en ef svo var þá urðu ætíð fagnaðarfundir. Þormóð- ur var góður samstarfsmaður, góð- ur ræðumaður og pennafær enda skrifaði hann margar greinar um stjórnmál og vandamál líðandi stundar. En í aðra röndina var hann dulur og það er ekki ýkja langt síðan ég komst að því að hann var skáld gott en þeirri gáfu sinni flíkaði hann aldrei. Þó mun liggja eftir hann talsverður skáld- skapur í bundnu máli. Síðast hitti ég Þormóð fyrir skömmu, við útför sonar hans Gunnars sem féll frá langt um ald- ur fram. Þá sagði Þormóður að þetta væri lítið réttlæti að hann fjörgamall þyrfti að sjá á eftir syni sínum, hann ætti frekar að vera í hlutverki hins látna. En Þormóður fékk að lifa það að sjá erlendan her hverfa af landinu, þó fyrst þegar heimsveldinu þókn- aðist Ég þakka Þormóði ánægjulega samfylgd og samstarf fyrr á árum og sendi afkomendum hans sam- úðarkveðjur. Sigurður Grétar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.