Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GJÖRNINGINN VERÐUR AÐ ÓGILDA Þótt umræður um málefni Orku-veitunnar og ReykjavíkEnergy Invest hafi á köflum verið ævintýralegar og mótsagna- kenndar yfirlýsingar helztu þátttak- enda í þessum leik einstæðar í opin- berum umræðum á síðustu áratugum hafa umræðurnar þó leitt til þess að grundvallaratriðin hafa skýrzt. Það er alveg ljóst að þann gjörning að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi samþykkt samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy með þeim skilmálum sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu daga verður að ógilda. Enda getur ekki verið að rétt hafi verið staðið að honum. Það má vel vera að þennan gjörn- ing sé hægt að ógilda með því að fá úrskurð um það að fundurinn sem samþykkti hann hafi ekki verið boð- aður með löglegum hætti. En það er líka hægt að ógilda þenn- an gjörning með einfaldri samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur sem kemur saman til fundar í dag. Og það er alveg ljóst miðað við yfirlýsingar Svandísar Svavarsdóttur og Mar- grétar Sverrisdóttur í Morgun- blaðinu í gær að það er skýr meiri- hluti fyrir því í borgarstjórn að ógilda þennan gjörning. Það er óhugsandi með öllu að hægt sé að skuldbinda Reykvíkinga til 20 ára með þeim hætti sem gert hefur verið með þjónustusamningnum og skiptir engu máli í því sambandi hvað Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfar- andi borgarstjóri, vissi eða vissi ekki um efni samningsins. Kjarni málsins er sá að slíkan samning hlýtur að þurfa að leggja fyrir borgarstjórn Reykjavíkur til samþykktar og fyrir aðrar sveitarstjórnir sem koma að Orkuveitu Reykjavíkur. Það er óhugsandi í því lýðræðislega þjóð- félagi laga og réttar sem við búum í og hefur smátt og smátt mótað þær reglur, sem stjórnvöld fylgja, að nokkrir menn, misjafnlega vel eða illa upplýstir, geti tekið þær ákvarðanir fyrir hönd borgarbúa sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur virðist hafa talið að hún geti gert. Og raunar er hægt að velta því fyr- ir sér hver ábyrgð þeirra manna er sem standa að slíkum gjörningi. Umræður um þessi mál eru komin út um víðan völl og skaða alla þá sem að þeim koma. Í dag er hins vegar tækifæri til að höggva á þann hnút og koma málinu á byrjunarreit á ný, þannig að borgar- stjórn getið tekið ákvarðanir á grundvelli allra þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir en lágu ekki fyrir. Það væri mikið áfall fyrir Vinstri græna, Svandísi Svavarsdóttur og Margéti Sverrisdóttur ef þær létu draga sig út í það fen sem þetta mál allt er komið í. Þær eiga ekki láta það gerast heldur taka af skarið strax í dag. SALA ÁFENGIS Enn á ný er frumvarp til breyt-ingar laga um verslun með áfengi komið til kasta Alþingis. 17 þingmenn úr þremur flokkum eru skrifaðir fyrir frumvarpinu. Markmið frumvarpsins er að leyfa sölu á létt- víni og bjór í stórmörkuðum og mat- vöru- og nýlenduvöruverslunum. Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Erfitt er að finna rök fyrir tilvist áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins en aftur á móti eru fjölmörg rök gegn henni.“ Er það virkilega svo erfitt? Flutningsmenn frumvarpsins telja að núverandi fyrirkomulag sé tíma- skekkja og eigi rætur að rekja til þess tíma sem „menn voru mjög gjarnir á að setja einokunarlög og hin ýmsu höft í íslenska löggjöf. Þar má t.d. nefna einkaleyfi á síldarsölu, einka- sölu á viðtækjum, einkarétt til út- varpsreksturs. Seinna komu ýmis lög og höft eins og einokun á sölu bif- reiða, símtækja og annars slíks og fyrir einungis um 15 árum var ríkið með einokun á því að flytja inn eld- spýtur“. Þetta er ef til vill fyndið. Ekkert er hins vegar skoplegt við málið sjálft. Áfengi er vara af allt öðr- um toga en bílar, útvörp, sjónvörp, símar og eldspýtur. Engri vöru, sem seld er með löglegum hætti hér á landi, fylgir jafn mikil ógæfa og áfengi. Fjöldi Íslendinga á daglega í lífs- og sálarstríði við áfengisvanda, sem aldrei hverfur þótt hægt sé að halda honum niðri. Freistingarnar eru nægar og það er síður en svo eins og erfitt sé að ná í áfengi eða fólk láti það standa í vegi fyrir drykkju að geta ekki keypt áfengi í matvörubúð- um. En er ekki óþarfi að ekki sé hægt að kaupa í matinn án þess að freist- ingarnar blasi við fólki, sem á fullt í fangi með að halda sig á réttu spori? Er til of mikils mælst að fólk leggi það á sig að fara í sérstakar verslanir til að kaupa áfengi? Vissulega er göf- ugt markmið að ætla að einfalda fólki lífið, en ekki má gleyma að þessi ráð- stöfun myndi einnig gera lífið að mar- tröð fyrir fjölda manns. Í greinargerðinni með frumvarp- inu er lítið gert úr því að lögleiðing sölu áfengis í matvörubúðum muni hafa áhrif á aðgengi þeirra, sem ekki eru orðnir tvítugir, en er hægt að full- yrða það? Eftir því sem sala á áfengi verður dreifðari verður eftirlitið erf- iðara. Það er athyglisvert að í greinar- gerðinni er hvergi talað um áfengis- vandann. Hún gæti rétt eins snúist um sölu á eplum eða súrmjólk. Hér er hins vegar á ferðinni frumvarp, sem engin ástæða er til að samþykkja. Í umræðum á þingi í gær var bent á að forvarnir hefðu ekki virkað. Munu þær virka betur verði frumvarpið samþykkt? Það er eins og flutnings- menn frumvarpsins séu tilfinninga- lausir og geri sér enga grein fyrir því um hvað áfengisvandamálið snýst. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EIN af þeim spurningum sem umboðs- maður Alþingis varpaði fram varðandi sam- runa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) er hvort þeir sem fóru með atkvæðisrétt á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur 3. október sl. hafi haft heimild til fara með atkvæðisréttinn án þess að leita áður eftir umboði sveit- arstjórna til að afgreiða málið. Sérfræð- ingar sem Morgunblaðið ræddi við telja ekki augljóst að borgarstjóri og bæjarstjór- ar Akraness og Borgarbyggðar á fundinum hafi haft umboð til að afgreiða málið. Það virðist þó vera fátítt að ákvarðanir varð- andi Orkuveituna séu bornar undir borg- arráð Reykjavíkur. Um stjórnsýslu sveitarstjórna gilda sveitarstjórnarlög, en auk þess verða sveit- arstjórnir að fara að stjórnsýslulögum. 44. grein sveitarstjórnalaga, þar sem fjallað er um hlutverk og valdsvið nefnda, var breytt árið 2003. Tilgangurinn með breytingunni var að víkka valdsviðið, en samkvæmt greininni er sveitarstjórn heimilað „að fela öðrum aðilum innan stjórnsýslu sveitarfé- lagsins fullnaðarafgreiðslu mála.“ Með þessu vildi löggjafinn stuðla að hagræð- ingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð. Sveitarstjórnarlögin veita sveitarstjórn- um talsvert svigrúm til að skipuleggja sína stjórnsýslu. Til þess að átta sig á því hvort rétt og eðlilega hafi verið staðið að málum hjá Orkuveitu Reykjavíkur við samruni REI og GGE er því nauðsynlegt að kanna samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp og einnig sameignarsamn- ing Orkuveitunnar. Í báðum þessum reglu- gerðum er fjallað um hvernig eigi að standa að afgreiðslu mála. Orkuveitan þarf að leita eftir umboði eigenda Í samþykktum Reykjavíkurborgar er í 51. grein t.d. fjallað um hlutverk borg- arráðs en þar segir: „Borgarráð fer ásamt borgarstjóra með framkvæmdastjórn Reykjavíkurborgar og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum fal- in. Borgarráð hefur umsjón með stjórn- sýslu borgarinnar, undirbúningi fjárhags- áætlana, fjallar um frumvarp að fjárhagsáætlun borgarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja og leggur það fyrir borg- arstjórn í samræmi við ákvæði sveitar- stjórnarlaga.“ Þó að í þessari grein segi að borgarráð skuli fjalla um fjárhagsáætlanir fyrirtækja borgarinnar hafa fjárhagsáætlanir Orku- veitunnar aldrei verið lagðar fyrir borg- arráð eftir að Orkuveitan var stofnuð árið 2001. Borgarráð fjallaði hins vegar áður um málefni Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Reykja- víkur, en þessi fyrirtæki runnu inn í Orku- veituna. Í sameignarsamningi, sem gerður er milli eigenda Orkuveitunnar, er í 7. gr. kveðið á um að Orkuveitunni sé heimilt að taka lán. Ef skuldbindingar og ábyrgðir fari fram úr 5% af höfuðstól Orkuveitunnar á hverjum tíma þurfi „að fá fyrirfram sam- þykki allra eignaraðila.“ Með öðrum orðum getur stjórn OR ekki tekið ákvörðun um nýjar skuldbindingar sem eru meiri en u.þ.b. 3,5 milljarða nema leita fyrst eftir umboði hjá eigendum. Þrír höfðu atkvæðisrétt Þegar ákvörðun var tekin um samein- ingu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy var boðað til eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur þar sem þessi heimild var veitt. Atkvæðisrétt á þeim fundi höfðu þrír aðilar, borgarstjórinn í Reykjavík og fulltrúi Akraness og Borg- arbyggðar, sem sat hjá. Spurningin er, hafa þeir sem mættu til þessa eigendafundar umboð til að afgreiða málið eða þurftu þeir að leita eftir umboði hjá borgarráði eða bæjarstjórn til þess? Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu að svarið við þessari spurningu væri ekki augljóst en færa mætti fyrir því gild rök að borgarstjóri og bæjarstjórar Akraness og Borgarbyggðar hefðu þurft að sækja sér umboð til borgarráðs og bæj- arráðs til að afgreiða málið. Árni Þór Sig- urðsson, fyrrverandi borgarfulltrúi VG, sem lengi sat í borgarráði, telur að borg- arstjóri hafi ekki mátt taka ákvörðun á eig- endafundi OR fyrr en hann væri búinn að bera málið upp í borgarráði. Núverandi fyrirkomulag er þannig að stjórn Orkuveit- unnar tekur allar ákvarðanir um rekstur fyrirtækisins. Það sama á við um Faxaflóa- hafnir, Sorpu og Strætó. Málefni þessara fyrirtækja eru þó rædd í borgarstjórn ef þess er óskað. Innan borgarstjórnar hefur nokkrum sinnum verið rætt um að stærri ákvarðanir stjórnar Orkuveitunnar þurfti að ræða í borgarráði eða borgarstjórn. Minnihlutinn ræddi þetta á síðasta kjör- tímabili, en breyting var þó ekki gerð á þessu fyrirkomulagi eftir kosningar. Það er hins vegar þannig að fulltrúar flokkanna í einstökum stjórnum og nefnd- um leita oft eftir umboði á fundum í sínum flokkum til að afgreiða einstök mál. Það er þó án efa mismunandi milli flokka hversu mikið og náið þetta samráð er. Það liggur t.d. fyrir irfram í irhugaða Fulltrúa undirbú Í samþ boða sku irvara og konar ák víða að f þykktum t.d. tilgre halda tvis dag. Borg í viku, á heimilt s arráði má er þá að fundar ef „Þessi fundar er að undirb sagði sér Morgunb ákvæði u var ekki fjallaði u fundarstj skurðaði Um þetta dís Svava að til að f EIN af starfsskyldum starfsmanna í op- inberri stjórnsýslu er að upplýsa pólitíska fulltrúa og vekja athygli þeirra á mikil- vægum atriðum máls sem þeir eru að taka ákvörðun um. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, en hann kennir opinbera stjórnsýslu við HÍ. Í svokölluðum umboðskenningum er reynt að skýra framsal valds frá einum að- ila til annars, þ.e. frá kjósanda til kjörinna fulltrúa og frá þeim til embættismanna. Umboðskenningar byggja á þeirri hugsun að fulltrúinn búi yfir eða hafi aðgang að til- tekinni þekkingu; hann hafi yfir að ráða sérstakri hæfni eða hafi tíma umfram um- bjóðandann til að taka upplýsta ákvörðun sem byggist á yfirsýn yfir viðkomandi mál- efni. Gunnar Helgi segir að kjörnir fulltrúar í stjórnum og nefndum hafi umboð til að af- greiða mál. „Yfirleitt þegar þú velur einhvern í nefnd hefur viðkomandi visst svigrúm til að fylgja því umboði eftir sinni sannfær- ingu. Hann þarf ekki að leita eftir fyr- irmælum um einstök atriði nema það hafi hreinlega verið gengið frá því í upphafi, sem ég held að sé ekki algengt. Ef umbjóð- Orkuveit stæðisflo upplýst k hvað vær að þeir ha nægilega stjórnend hafi ekki með fulln sem verið kjörnu fu arlega m beini öllu hinum pó þeirra á þ hluti af st ar Helgi. Hafði borgarstjór umboð á eigendaf Var við sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy verið að flýta sér svo mikið að menn gættu ekki að því að fara að stjórn- sýslureglum? Borgarstjórn Stjórn Orkuveitunnar þurfti að leita eftir ákvörðun um sameiningu REI, en spurningin er hvort bo þess að leita fyrst eftir umboði borgarráðs. Eiga að upplýs kjörna fulltrúa Gunnar He Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.